Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 11
DAGUR IÐNAÐARINS
í HÖRPU var margt að sjá og skoða fyrir smáa sem stóra.
Um 20.000 gestir
UM 20.000 manns heimsóttu 22
iðnfyrirtæki víðs vegar um landið
fyrsta Dag iðnaðarins á sunnudag.
Lína Guðlaug Atladóttir, markaðs-
fulltrúi, segir að því til viðbótar
hafi 3.-4.000 viðskiptavinir heim-
sótt bakarí í Landssambandi bak-
arameistara. Bakaríin voru að venju
opin og buðu bakarameistarar við-
skiptavinum upp á ilmandi sýnis-
horn af framleiðslunni.
Lína Guðlaug sagði að dagurinn
hefði heppnast eins vel og hægt
hefði verið að vona. „Fyrirtækin
þurftu auðvitað að hafa heilmikið
fyrir því að hafa opið á sunnudegi.
Eg hef hins vegar ekki heyrt annað
á stjórnendunum en að þeim hafi
fundist dagurinn fullkomlega fyrir-
hafnarinnar virði. Gestimir fengu
góðar móttökur og voru ánægður
með framtakið enda var hér á ferð-
inni fróðleg og skemmtileg ný-
breytni fyrir alla fjölskylduna. Fyrir
utan að svona dagar færa fólkið
nær því hvað iðnaður er,“ sagði hún.
Lína Guðlaug sagði að aðsóknin
hefði verið mjög góð og farið hátt
í 3.000 gesti í einstökum fyrirtækj-
um. Hún nefndi í því sambandi að
allt að 3.000 manns hefðu komið í
steypustöðina B.M. Vallá og prent-
smiðjuna Odda. Af öðrum fyrirtækj-
um mætti nefna að á þriðja þúsund
hefðu heimsótt málningarverk-
smiðjuna Hörpu, um 1.500 Hamp-
iðjuna og 2.000 sjóklæðagerðina
MAX.
Góð aðsókn á landsbyggðinni
Lína Guðlaug tók sérstaklega
fram að aðsóknin hefði ekki verið
síðri út á landsbyggðinni en í
Reykjavík. Um 1.200 gestir hefðu
t.a.m. komið í Alpan á Eyrarbakka
og 700 í Foldu á Akureyri. Alls
komu 400 í Póls-rafeindavörur hf.
á ísafirði eða um 10% íbúa á staðn-
um. Gestir í Stuðlaberg á Hofsósi
voru 150 eða nálægt fjölda bæj-
arbúa.
Dagurinn er fyrsti dagur iðnaðar-
ins en Lína Guðlaug sagði að án
efa yrði framhald á því að haidið
yrði upp á daginn. Spumingin væri
hins vegar í hvaða formi haldið
yrði upp á hann.
Til sölu smurstöð og atvhúsnæði
við Drangahraun 1, Hafnarfirði
í húsnæðinu, þar sem starfrækt er smurstöð, er m.a.
skrifstofuherb., snyrting, afgreiðsla og kaffistofa.
í vinnusalnum, sem er bjartur, er m.a. gryfja. Á hús-
næðinu eru tvær stórar innkeyrsluhurðir. Sérhiti. Mal-
bikuð bílastæði. Gott atvinnutækifæri og möguleikar á
að auka viðskiptin mjög mikið. Mikið áhv., hagst. verð.
Til afhendingarfljótlega. Allar nánari upplýsingar veitir:
Fasteignasalan Eignaborg,
Hamraborg 12, Kópavogi,
sími 564 1500, fax 554 2030.
Fjögur frábær fyrirtæki
1.
Hárgreiðslustofa. Til sölu einstaklega glæsi-
leg hárgreiðslustofa. Mjög nýtískuleg og vina-
leg. Fjórir stólar og öll tæki sem þarf. Gott
hverfi. Mikil vinna. Laus strax.
Söluturn og myndbandaleiga í fullum, vax-
andi gangi til sölu strax. Góð atvinna fyrir
samhent hjón eða fjölskyldu. Góðar vaxandi
tekjur.
Fiskbúð í Reykjavík. Þægileg fiskbúð til sölu.
Pallbíll fylgir með og öll tæki sem þarf. Góð
sala á veturna. Ágætis velta.
Bílaþjónusta. Til sölu er verkstæði sem býð-
■ ur uppá sjálfsþjónustu, dekkjaþjónustu og
smurþjónustu auk annarra þílaviðgerða. Góð
aðstaða. Öll tæki sem þarf. Næg vinna. Laust
strax. Góðar tekjur.
Upplýsingar aðeins á skrifstofu.
2.
3.
4.
SUÐURVERI
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Morgunblaðið/Kristinn
VIÐSKIPTAVINIR bakarísins í Austurveri kunnu vel að meta
góðgætið sem þár var borið fram. Hópur bakaria í Landssam-
bandi bakarameistara var með í Degi iðnaðarins.
MARGIR kynntu sér ýmiss konar prentverk í Odda.
Grandavegur - Reykjavík
3ja herb. með bílskúr
Nýkomin í einkasölu sérl. falleg 92 fm íb. á 2. hæð í
nýl. lyftuh. auk 24 fm bílsk. Suðursv. Sérþvottaherb.
Áhv. Byggsj. rík. 40 ára lán ca 5.250 þús. Afb. ca 25
pr. mán. Verð 9,2 millj. Nánari upplýsingar gefur:
Hraunhamar
fasteigna- eg skipasala,
Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði,
simi 565 4511.
INNBYGGT
ÖRYGGI FYRIR BÖRNINI
Innbyggði barnabílstóllinn í Renault 19 veitir barninu öryggi
án þess að vera fyrir þegar barnið er ekki í bílnum. En
Renault 19 RN er fleiri góðum kostum búinn:
Aflstýri, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðri samlasingu á hurðum,
fjarstýrðu útvarpi og segulbandstœki með pjófavörn, tviskiptu
niðurfellanlegu afturseeti með höfuðpúðum og styrktarbitum i
hurðum svo fátt eitt sé talið.
Renault 19 RN er því örugglega góður kostur fyrir alla
fjöiskylduna því verðið er nú aðeins 1.265.000 kr.
kominn i götuna.
KOMI f> ÖG Ft r VNSLUAKIÐ.
ÁRMÚLA 13
SlMI: 568 1200
BEINN SlMI: 5S3 1236
Með elnu handtaki lyftist barna-
stóllinn upp o g barnió getur
notað bllbeltið ð ðruggan hátt.
RENAULT
for é kostum