Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Alþýðusamband Norðurlands segir forsendur kjarasamninga brotsnar
Samningum verði sagt upp svo
þeir verði lausir um áramót
FORSENDUR kjarasamninga eru brostnar að
mati þings Alþýðusambands Norðurlands, en
það skorar á launanefnd landssambanda ASÍ
að segja upp öllum kjarasamningum aðilarfé-
laganna fyrir 1. desember næstkomandi þann-
ig að samningar verði lausir 31. desember
1995.
Sterk undiralda
„Það er virkilega sterk undiralda í hreyfing-
unni um þessar mundir, fólk er mjög óánægt,“
sagði Valdimar Guðmarsson, sem kjörinn var
formaður Alþýðusambands Norðurlands á
þinginu, sem spáði því að til átaka myndi koma
í vetur, breyttu sjórnvöld ekki afstöðu sinni til
mikilla muna, „en það bólar bara ekkert á
neinum slíkum vilja,“ sagði Valdimar.
' Oánægjan sem braust fram við launa-
hækkanir æðstu embættismanna ríkisins var
dropinn sem fyllti mælinn, að sögn Valdimars,
en frá þeim tíma hafi fjárlagafrumvarp verið
lagt fram sem ekki hafi aukið ánægju manna.
„Menn eru ekki sáttir við margt sem þar kem-
ur fram, þannig að óánægjan hefur ekki minnk-
að,“ sagði hann.
í ályktun þingsins kemur fram að í kjara-
samningunum sem undirritaðir voru í febrúar
hafi verkalýðssamtökin náð því fram að lægstu
laun hækkuðu lítillega umfram hærri kaup-
taxta. „Það var trú samtakanna að aðrir samn-
ingar sem fylgdu í kjölfarið yrðu gerðir til
launajöfnunar í landinu. Sú hefur ekki orðið
raunin. Meginmarkmið samninganna hefur
runnið út í sandinn. Nær allir samningar sem
gerðir hafa verið eftir 21. febrúar hafa verið
um meiri hækkanir til þeirra sem meira höfðu
fyrir,“ segir í ályktun um kjaramál. Forsendur
samninganna séu því brostnar og leggur þing-
Morgunblaðið/Kristján
FULLTRÚAR á þingi Alþýðusambands Norðurlands telja forsendur kjarasamninga
frá í febrúar brostnar og skora á launanefnd landssambanda ASI að segja þeim upp
þannig að þeir verði lausir um áramót.
ið til að þeim verði sagt ,upp þannig að þeir
verði lausir um næstu áramót.
„Grundvallarkrafa við nýja samningagerð
um næstu áramót á að vera sú að krefjast
eingöngu verulegrar hækkunar lægstu launa,
ásamt fullri tryggingu fyrir því að sá kaupmátt-
ur sem um er samið, haldi,“ segir einnig í álykt-
un Alþýðusambands Norðurlands.
Óróleiki á vinnumarkaði
Valdimar sagði að vissulega liti út fyrir óró-
leika á vinnumarkaði í vetur, en hann tryði
ekki fyrr en á reyndi að stjórnvöld kæmu ekki
til móts við verkalýðshreyfinguna í þessu máli,
svo hún yrði ekki neydd út í harðar aðgerðir
eftir áramót.
Verkalýðsfélög hvött
til að auka samstarf
Morgunblaðið/Kristján
FORMANNSSKIPTI urðu á þingi Alþýðusambands Norðurlands
um helgina, þegar Valdimar Guðmarsson formaður Verkalýðsfé-
lags Austur-Húnavatnssýslu til hægri tók við af Guðmundi Omari
Guðmundssyni formanni Félags byggingamanna í Eyjafirði.
Tónlistarfélag
Akureyrar
Nýtt starfs-
ár að hefjast
NÝTT starfsár Tónlistarfélags
Akureyrar hefst með aðalfundi
þess á morgun, miðvikudaginn 11.
október á sal Tónlistarskólans á
Akureyri kl. 20.30.
Fyrirhugað er að efna til fimm
tónleika á starfsárinu og verða
þeir fyrstu 29. október í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju þar sem
félagarnir Kuran Swing, Szymon
Kuran, Björn Thoroddssen, Olafur
Þórðarson og Bjami Sveinbjöms-
son flytja gömul og ný lög. í jan-
úar verða ljóðatónleikar þar sem
Michael Jón Clarke baritónsöngv-
ari og Richard Simm koma fram
og í mars leika þær Helga Brynd-
ís Magnúsdóttir og Guðrún Þórar-
insdóttir á tónleikum. Rut Ingólfs-
dóttir flytur einleiksverk á fjórðu
tónleikunum en á þeim síðustu
munu þeir Jón Þorsteinsson og
Gerrit Schuil flytja ljóðasöngva.
Tónlistarfélag Akureyrar er
opið öllu áhugafólki, en þeim sem
áhuga hafa á að ganga í félagið'
er bent á Mögnu Guðmundsdóttur
í Heiðarlundi 6f.
ENGAR ákvarðanir voru teknar um
sameiningu verkalýðsfélaga á
Norðurlandi á þingi Alþýðusam-
bands Norðurlands, AN sem haldið
var á Illugastöðum í Fnjóskadal og
lauk um helgina, en félögin hvött
til að taka upp viðræður um málið.
Fyrir þinginu lá tillaga skipulags-
nefndar AN um að fækka verka-
lýðsfélögum úr 27 í 5 og yrðu þau
starfandi eftir svæðum, eitt í Þin-
geyjarsýslum, eitt í Eyjafirði, eitt í
Skagafirði, eitt í Húnavatnssýslum
og eitt á Siglufirði.
Fulltrúar á þingi AN voru ekki
á eitt sáttir um þessa tillögu, en
andstaða kom einkum fram frá sjó-
mönnum og verslunarmönnum.
Samþykkt var á þinginu að hvetja
aðilarfélög sambandsins til að skoða
betur tillögur skipulagsnefndar sem
um þessi mál. Sem skref að því
markmiði hvatti þingið aðildarfé-
lögin til að hefjast nú þegar handa
um skipulagsbreytingar með því að
taka upp viðræður um aukið sam-
starf og eða sameinginu. *
„Það kom mér ekki á óvart að
tillögumar voru ekki samþykktar,"
sagði Valdimar Guðmarsson ný-
kjörinn formaður Alþýðusambands
Norðurlands. „Það er flestir sam-
mála um að félögin eru óþarflega
mörg á svæðinu, en ég á von á að
þetta muni gerast hægt og rólega.
Það gerist ekki með valdboði að
ofan, félögin verða að finna hjá sér
þörf sjálf."
Forstöðumaður
atvinnuskrifstofu
Tólf nm-
sóknir um
stöðuna
ALLS bárust tólf umsóknir
um starf forstöðumanns at-
vinnuskrifstofu Akureyrar-
bæjar en nöfn umsækjenda
fengust ekki uppgefin.
Forstöðumaður starfar í
umboði atvinnumálanefndar
og verða umsóknirnar teknar
fyrir á fundi hennar í dag,
þriðjudag. Guðmundur Stef-
ánsson, formaður atvinnu-
málanefndar, segir að stefnt
sé að því að ráða í stöðuna
sem fyrst. Ráðningartími er
til 15. júní 1998 og eins og
segir í auglýsingu um stöð-
una, er möguleiki á fram-
haldsráðningu. ,
Hallgrímur Guðmundsson,
lét af starfi forstöðumanns
um síðustu mánaðamót og frá
þeim tíma var Berglind Hall-
grímsdóttir, ráðin í stöðuna
til bráðabirgða, eða næstu
2-3 mánuði.
Ekki húsa-
leigubætur
Ákvörðunin
hörmuð
LEIGJENDASAMTÖKIN
harma þá ákvörðun bæjar-
ráðs Akureyrar að greiða
ekki húsaleigubætur á næsta
ári, þar sem um mikið rétt-
lætismál sé að ræða.
Samtökin er sammála bæj-
arráð um að aðferð ríkis-
valdsins við framkvæmdina
sé röng, en stefna þeirra sé
að komið verði á einu hús-
næðisbótakerfi og nota megi
núverandi reglur um greiðslu
vaxtabóta og líta á greidda
leigu sem afborgun af láni.
Vara 'samtökin við hugmynd-
um um að færa húsaleigu-
bætumar alfarið til sveitarfé-
laganna og skora á bæjar-
stjórn Akureyrar að beita sér
í málinu svo bæturnar megi
koma fólkinu að gagni hvar
sem það býr.
Sýning Páls
framlengd
MÁLVERKASÝNING Páls
Sólness í Ketilhúsinu, Gróf-
argili, verður framlengd til
15. október næstkomandi.
Páll stundaði listnám við
Skolen for Brugskunst í
Kaupmannahöfn 1978-1982
og var búsettur þar um ára-
bil, hélt einkasýningar og tók
þátt í samsýningum. Hann
sýndi á Akureyri 1984 og á
ísafirði 1990.
Á sýningunni í Ketilhúsinu
em 11 olíumálverk, flest
máluð á Akureyri á þessu
ári. Sýningin er opin daglega
frá kl. 14.00 til 18.00.
Fyrirlestur á
mömmumorgni
SIGRÚN Sveinbjörnsdóttir,
sálfræðingur flytur fyrirlest-
ur á opnu húsi fyrir foreldra
með ung börn á morgun,
miðvikudaginn 11. október
en það stendur frá kl. 10.00
til 12.00.