Morgunblaðið - 10.10.1995, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Bændafundur til að kynna nýjan búvörusamning haldinn á Egilsstöðum
Austfirðingar vilja
samþykkja samninginn
Vaðbrekku, Jökuldal - Almennur
bændafundur til að kynna nýjan
búvörusamning fyrir sauðfjár-
bændum var haldinn á sunnudag á
Austurlandi. Fundurinn var haldinn
í Golfskálanum á Ekkjufelli,
fundarboðendur voru Halldór Ás-
grímsson, starfandi landbúnaðar-
ráðherra, Guðmundur Sigþórsson,
skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu og Sigurgeir Þorgeirsson
frá Bændasamtökum íslands. Milli
70 og 80 manns sátu fundinn og
verður það að teljast góð fundar-
sókn.
Halldór, Sigurgeir og Guðmund-
ur fluttu framsöguerindi og út-
skýrðu samninginn lið fyrir lið.
Eftir framsöguerindin var orðið
gefið frjálst og bændur tóku til
máls. Fram kom í máli bænda að
þeir voru tiltölulega ánægðir með
samninginn og mæltu með sam-
þykkt hans, utan einn af þeim er
til máls tóku. Samt voru tíundaðir
ýmsir gallar á samningnum af þeim
er tjáðu sig, en ekki var talið að
svo viðamikill samningur, er snert-
ir lífsafkomu svo margra, gæti orð-
ið svo að öllum líkaði.
Kom fram í máli manna að þess-
vegna yrði ekki hjá því komist að
fórna minni hagsmunum fyrir meiri
í einstaka málum og tóku menn
þess vegna undir orð starfandi
landbúnaðarráðherra Halldórs Ás-
grímssonar, er hann lét falla á
fundinum, er hann sagði að „þessi
samningur gefur sauðfjárræktinni
meiri möguleika en hún hefur nú,“
og af þeirri ástæðu m.a. mælti
hann með samþykkt hans.
Þau atriði er helst voru gagnrýnd
og athugasemdir komu fram við
voru til dæmis hvernig leysa ætti
birgðavandann og vöruðu bændur
mjög við útsöluleiðinni þar sem hún
gæti raskað jafnvæginu á kjöt-
markaðinum.
Koma þarf birgða-
vandanum úr landi
Töldu bændur einsýnt að koma
þyrfti birgðavandanum úr landi
með einhveijum ráðum. Einnig
beniu bændur á að til að sauðfjár-
framleiðslan gæti orðið vistvæn
yrði að meta jarðir með tilliti til
hvað þær bæru mikla beit svo að
sauðfjárbúskapur yrði stundaður
þar sem hann gengi ekki of nærri
landinu. Einnig bentu bændur á
að taka þyrfti á heimaslátrun og
framhjásölu og kröfðust þess að
svo yrði gert.
Fundarmenn gerðu sér grein
fyrir að búvörusamningurinn er
nokkurs konar rammi um fram-
kvæmd sauðfjárræktarinnar fram
til aldamóta og mjög mikilsvert að
staðið verði vel að framkvæmd
samningsins svo öll sóknarfæri
hans nýtist til hins ýtrasta og staða
sauðfjárræktarinnar verði betri við
lok samningsins en hún er nú.
Fyrsta
konan til
lögreglu-
starfa í
Ólafsvík
Ólafsvík - Fyrsti kvenlögreglu-
þjónninn í Ólafsvík, Heiðrún Sig-
urðardóttir, tók til starfa nú um
mánaðamótin, en hún starfaði í
lögreglunni í Keflavík sl. 8 ár.
Samstarfsmenn Heiðrúnar í
Ólafsvík eru greinilega mjög
ánægðir með hinn nýja félaga
sinn, því nú má finna að rakspíra-
notkun hefur aukist til muna og
eru þeir brosmildari en oft áður.
Á myndinni eru Heiðrún Sigurð-
ardóttir og hinn brosmildi og
ánægði Adolf Steinsson, varð-
stjóri í lögreglunni í Ólafsvík.
Morgunblaðið/Alfons
Vilja útboð á brú
yfir Gilsfjörð
Miðhúsum - Aðalfundur Sambands
breiðfirskra kvenna var haldinn í
Króksfjarðarnesi sunndaginn 8.
október sl. en sambandið nær yfir
Dalabyggð og Reykhólahrepp.
Meðal samþykkta var áskorun til
alþingismanna að samþykkja að
bjóða út Gilsfjarðarbrú en áhugi
þeirra virðist hafa minnkað eftir
kosningar og verði útboðið ekki
dregið lengur.
Ákveðið var að reyna að safna
saman á einn stað öllu því sem rit-
að hefur verið um Gilsfjarðarbrúna
svo að það efni sem brúna og veg-
inn varðar sé öllum tiltækt.
Fyrsta tillagan um brúna var flutt
á Alþingi 1978 af Sigurlaugu
Bjarnadóttur, þáverandi alþingis-
manni Vestfirðinga.
Stjórn Kvenfélagasambands Is-
lands sat fundinn og var m.a. rætt
um nýtt hlutverk sambandsins. Er-
indi flutti Áslaug Guttormsdóttir
kennari um endumýtingu á umbúð-
um og hvemig hægt væri að breyta
mjólkurfernum í ágæta arinkubba.
Formaður Sambands breiðfírskra
kvenna er frú Sólrún Gestsdóttir,
Reykhólum.
Eldur í Reykholtsskóla
Borgarfirði - Eldur kom upp í Reyk-
holtsskóla aðafararnótt mánudags
og urðu miklar skemmdir í herberg-
inu, þar sem eldurinn kom upp.
Nemandi sem var í herberginu
fékk snert af reykeitrun og var flutt-
ur á sjúkrahúsið á Akranesi til að-
hlynningar. Ekki urðu slys á öðru
fólki. Fljótlega gekk að ná tökum á
eldinum.
Hafði Garðar Svavarsson rétt fyrir sér er hann taldi ekki búandi hér á landi?
Fjölsótt ráðstefna
um héraðssjúkrahús
Húsavík - Nýlega boðuðu for-
stöðumenn hérðassjúkrahúsa
landsbyggðarinnar til ráðstefnu
um stöðu héraðssjúkrahúsanna á
Hótel Húsavík. Rædd var fram-
tíð þeirra, sem mjög hefur verið
í umræðu nú undanfarið. Ráð-
stefnan var mjög fjölsótt af
læknum og forstöðumönnum
heilbrigðisþjónustunnar víðast
hvar af landsbyggðinni.
Friðfinnur Hermannsson, for-
stjóri Sjúkrahúss Húsavíkur,
setti ráðstefnuna með þessum
orðum: „Garðar Svavarsson kom
fyrstur manna til Húsavíkur, ef
marka má ritaðar heimild-
ir . .. Það tók Garðar ekki nema
einn vetur að reikna út að hér
væri ekki búandi. Hann hefur
sennilega verið fyrsti íslenski
hagfræðingurinn og séð að í svo
stóru landi gæti aldrei verið hag-
kvæmt að búa. Glórulaust að
halda uppi samgöngum og heil-
brigðisþjónustu fyrir allt landið
og þess vegna best að fara bara
aftur til Svíþjóðar. Nú veltir
maður því fyrir sér hvort Garðar
hafí kannski haft rétt fyrir sér
eftir allt saman. Erum við að
komast að þeirri niðurstöðu að
við höfum ekki efni á því að
halda öllu íslandi í
byggð?... Við erum hingað
komin til að ræða framtíð Hér-
aðssjúkrahúsa á íslandi.“ _
Framsöguerindi fluttu Ólafur
R. Ingimarsson, yfirlæknir á
Siglufirði, Torfi Magnússon, for-
maður læknaráðs Borgarspítala,
Þorsteinn _ Jóhannesson, yfír-
læknir á ísafirði, Kristján Er-
lendsson fulltrúi læknaráðs
Landspítala, Haukur Gunnars-
son kennari, Jón Sigurbjörnsson
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss-
ins á Siglufírði og Ólafur Ólafs-
son landlæknir.
Skiptar skoðanir
í máli þeirra komu fram all-
skiptar skoðanir og sjónarmið,
sem sköpuðu fjörugar umræður
að þeim loknum.
Alls voru fluttar nær þrjátíu
ræður og þar á meðal kom fram
sú hugmynd, að héraðssjúkra-
húsin sérhæfðu sig í meðferð og
aðgerðum vissra sjúkdóma, svo
hægt væri að senda sjúklinga
út á landsbyggðina til lækninga
en ekki eingöngu til Reykjavík-
ur, því jafnlangt væri frá lands-
byggðinni til Reykjavíkur og frá
Reykjavík út á landsbyggðina.
Landlæknir gerði glögga grein
fyrir hve legutími sjúklinga eftir
ýmsar aðgerðir hefði styst með
árunum. Hann varpaði fram
hugmynd um að stytta mætti
legutímann frekar með því að
reka það sem hann sagði að
mætti kalla hótel í sambandi við
sjúkrahúsin. Eftir aðgerðir gætu
sjúklingarnir fengið nauðsynlega
aðhlynningu, á næstu hæð en
slíkt „hótel“ mætti reka með
minni tilkostnaði en fullkomið
sjúkrahús.
Ályktun
Þátttakendur á ráðstefnunni
um framtíð héraðssjúkrahúsa
samþykktu ályktun og andmæltu
þeim vinnubrögðum sem viðhöfð
hafa verið við mótun tillagna um
heilbrigðisþjónustu á Islandi.
„Það er krafa okkar að fulltrúar
byggðarlaga utan Reykjavíkur-
svæðisins komi þar að málum
svo tryggt sé að sjónarmið hér-
aðssjúkrahúsanna komi þar
skýrt fram og tekið verði tillit
til þeirra við ákvarðanir stjórn-
valda.
Við teljum að ýmis mikilvæg
sjónarmið hafí ekki komið fram
í þeim skýrslum sem þegar hafa
verið unnar um þessi mál og
vörum við þeirri tilhneigingu til
miðstýringar sem þar gætir.
Fullyrðingar um að þjónustan
á minni sjúkrahúsum utan
Reykjavíkur sé óhagkvæm og
óörugg, eru að okkar mati órök-
studdar og beinlínis rangar.
Ekki má gleyma því að hér-
aðssjúkrahúsin sinna lang-
stærstum hluta þeirrar heilbrigð-
isþjónustu, sem þörf er á í við-
komandi héraði, þ.m.t. öldrunar-
þjónustu.
Það er ekki ásættanlegt fyrir
íbúa utan Reykjavíkursvæðisins
að hallarekstri ríkissjóðs sé
mætt með því að leggja niður
bráðaþjónustu í dreifbýli. Jafn-
rétti þegnanna á ekki eingöngu
að vera umræðuefni á Alþingi,
heldur það leiðarljós sem farið
er eftir þegar skipuleggja skal
heilbrigðisþjónustu í lengd og
bráð.“