Morgunblaðið - 10.10.1995, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Carmina
Burana
TONLIST
íslenska ópcrana
SÖNGTÓNLEIKAR
Kórverkið Carmina Burana, eftir
Carl Orff, flutt og leikið af Kór ís-
lensku óperunnar, einsöngvurunum
Sigrúnu Ujálmtýsdóttur, Bergþóri
Pálssyni og Þorgeiri J. Andréssyni,
Undir stjóm Garðars Cortes. Laug-
ardagurinn 7. október, 1995.
KÓRVERKIÐ Carmina Burana,
„Bæjaraljóðin“ sem Carl Orff tón-
setti, er meðal vinsælustu verka
tónskáldsins og á sér í raun nokk-
uð sérkennilega sögu. Carl Orff
hlaut almenna tónlistarmenntun
og reyndi fyrir sér með gerð þeirr-
ar tónlistar, sem var í tísku upp
úr aldamótunum.
Á árunum 1925 til 35 samdi
hann nokkur verk og þar á meðal
vann hann að endurgerð og úr-
vinnslu verka eftir Monteverdi. Á
sama tíma kenndi hann við tónlist-
arskóla í Munchen, kenndan við
Gunther og kenndi þar í 11 ár.
Þar þróaði hann nýja kennsluað-
ferð, þar sem lögð var áhersla á
hrynþjálfun, líkamshreyfingu og
músíkleiki. Hrynþjálfunin byggð-
ist á notkun einfaldra slaghljóð-
færa, sem nemendur gátu leikið á
án undirbúningsþjálfunar. Söngur
var mikilvægur þáttur í þessari
kennsluaðferð og lögin voru byggð
á tónstefjum, sem algeng eru í
leikjum bama og eru einnig tón-
uppistaða í frumstæðri tónlist og
tónlesi kristinnar kirkju. Afrakstur
þessa starfs hans var fimm binda
verk sem einfaldlega ber heitið
„Schulwerk".
1935 verða strumhvörf í tón-
sköpun Orffs og hann hafnar öllu
því sem hann hafði áður gert og
tekur upp þráðinn þar sem
Schuiwerk endar og útfærir
kennsluhugmyndir sínar til gerðar
stærri tónverka og er Carmina
Burana frægast þessara verka;
Önnur verk í sama anda hafa ekki
náð viðlíka miklum vinsældum, því
það er svo með frumleikann, að
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í
eftirtöldum fiokkum:
4. flokki 1992 - 8. útdráttur
4. flokki 1994 - 1. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 1995.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og Verðþréfa-
fyrirtækjum.
rah HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADíllD • SUDURtANDSBRAUT 24 • 108 REUJAVllí • SfMI 569 6900
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
Bergþór
Pálsson
Þorgeir J.
Andrésson
Garðar
Cortes
hann á sér aðeins eina stund, fæð-
inguna, og deyr síðan.
I Carmina Burana fer saman
frumstæður en leikrænn texti og
einföld tóntjáning, þar sem flest
stefin eru snúin í kringum so-la-mí
tónferli og römmuð inn í tónræna
þrástefjun og slagverksundirleik.
Leikræn uppsetning íslensku óp-
erunnar á Carmina Burana var í
höndum dansmeistarans Tenrence
Etheridge og náði hann oft fram
skemmtilegum tilþrifum bæði í
kráarkaflanum og þeim þriðja,
Hirð ástarinnar. I vorið, 1. kafl-
ann, vantaði annan lit, þ.e. vorbirt-
una, vaknandi grósku í mönnum
og náttúru, en sviðshönnum var í
höndum Nicolais Dragan og ljósa-
meistarans, Jóhanns Bjarna
Pálmasonar.
Einsöngvarar voru þrír og fóru
frábærlega með hlutverk sín. Þor-
geir J. Andrésson söng Svaninn
og túlkaði einstæð grófheit text-
ans með glæsibrag, orð svansins,
sem verið er að steikja og hefði
samspil svansins og kórsins mátt
vera mettað matgræðgi þeirra,
LISTIR
Morgunblaðið/Halldór
Kórinn var allan tímann á sviðinu og söng af glæsibrag.
sem horfðu á svaninn steikjast.
Bergþór Pálsson fór á kostum sem
ábóti svallreglunnar og einnig í
ástaratriðunum á móti Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur, sem endaði í hinu
fræga fullnægjuatriði upp á d-inu
fyrir ofan háa c-ið.
Kórinn var allan tímann á svið-
inu og söng af glæsibrag, en tveir
úr kómum, Hranfhildur Bjönsdótt-
ir og Sigurður Steingrímsson, fóru
með smá einsöngsstrófur. Fræg-
asti kafli verksins, 0, Fortuna, var
glæsilega sunginn af kómum. í
vorinu áttu konurnar falleg tón-
brot og karlamir vom einnig góð-
ir í drykkjusöngnum fræga. I heild
var þetta afburða góð sýning og
flutningurinn í heild frábærlega
vel útfærður undir stjórn Garðars
Cortes.
Píanóleikurinn var ef til vill ein-
um of veikur en skemmtileg þrá-
stef mynda oft drifkraftinn í verk-
inu. Þetta er val stjórnandans, en
þeir sem léku á píanóin vom David
Knowles Játvarðsson og Guðríður
Sigurðardóttir og var leikur þeirra
sérlega samstilltur og vandaður.
Slagverkið átti sinn þátt í áhrifa-
mikilli sýningu og var það sex
manna sveit er sá um þann hluta
verksins; Einar V. Scheving, Egg-
ert Pálsson, Kjartan Guðnason,
Ludvig K. Forberg, Pétur Grétars-
son og Steef van Oosterhout.
Jón Ásgeirsson
Bókum
sérstætt
myndlist-
arverkefni
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
í BÆNUM Qaqortoq á Suðvestur-
Grænlandi standa 24 höggmyndir
úr gijóti og klettum bæjarins.
Sumrin 1993 og 1994 unnu átján
norrænir myndhöggvarar mynd-
irnar. Islendingarnir í hópnum
vom Páll Guðmundsson og Örn
Þorsteinsson. Ljósmyndarinn og
rithöfundurinn Ivars Silis fylgdist
með tilurð verkanna og nýlega
kom út bók um þetta steinævin-
týri, sem^ heitir „Sten og men-
neske“. Utgefandi er Norræna
ráðherranefndin í Kaupmanna-
höfn.
í Qaqortoq býr grænlenski lista-
maðurinn Aka Höegh og það var
hún sem átti hugmyndina að fram-
kvæmdinni. Með norrænum
styrkjum tókst henni að fá fjár-
magn til að bjóða listamönnum til
bæjarins og vinna að verkum sín-
um. Fyrra sumarið komu níu,
seinna sumarið tólf og það var þá,
sem Páll og Örn komu.
í bókinni segir Silis frá því að
íslendingamir hafi næstum gengið
berserksgang af hrifningu yfir að
koma til Grænlands á slóðir for-
feðranna, sem námu þar land fyr-
ir rúmum þúsund árum. Þeir félag-
ar reyndu að fanga öll áhrifin,
ýmis með krítarlitum, vatnslitum
og blýanti, auk þess sem þeir köst-
uðu sér út í höggmyndalistina.
Með grímu, öryggisgleraugu,
heyrnarhlífar og smurður í mý-
flugnavörn vann Örn með tæki og
tól, meðan Páll notaði aðeins ham-
ar og meitil. Og þess utan notaði
Örn tímann til hlaupa. JPáll skilur
eftir sig þijú verk og Örn eitt.
Hinn 8. ágúst var haldin vígslu-
hátíð fyrir verkin, en við það tæki-
færi færði Aka Höegh landi sínu
verkin að gjöf. Framkvæmdinni
lauk með grænlenskri veislu um
kvöldið í boði bæjarstjómar. Eftir
standa því verkin og þeir sem
ekki komast þangað geta kynnst
þeim og tilurð þeirra í bók Silis.
En hugmyndina væri hægt að út-
færa annars staðar, til dæmis ein-
hvers staðar á íslandi.
Við borgiim ekki,
við borgimi ekki
SÍÐASTLIÐIÐ vor sýndi Leikfélag
Reykjavíkur farsann Við borgum
ekki, við borgum ekki eftir Dario
Fo, við góðar viðtökur leikhúsgesta.
Alls urðu sýningamar 13 talsins
og var þar staðar numið vegna
sumarleyfa leikara. Vegna mikillar
aðsóknar síðastliðið vor mun
Leikfélagið taka upp þráðinn að
nýju og hefja gamanleikinn aftur á
svið laugardaginn 14. október nk.
Dario Fo er íslenskum leikhús-
gestum að góðu kunnur, en farsar
hans og ærslaleikir hafa notið
ómældra vinsælda meðal íslenskra
leikhúsgesta síðan Leikfélag
Reykjavíkur kynnti verk hans fyrst
á íslensku leiksviði í Iðnó 1963
með þrem einþáttungum hans,
Þjófar, Lík og Falar konur. Hefur
Leikfélagið síðan sett þrjú leikrit
eftir Fo á svið, ýmist í Iðnó eða
Austurbæjarbíói og hafa þær sýn-
ingar allar notið mikilla vinsælda:
Steldu bara milljón, Hassið hennar
mömmu og Félegt fés.
Við borgum ekki, við borgum
ekki, var framsýnt á íslandi af
sunnandeild Alþýðuleikhússins í
Lindarbæ 1978 undir leikstjórn
Stefáns Baldurssonar. Hefur leik-
ritið síðan verið flutt af ýmsum
áhugafélögum víða um land. Leik-
stjóri að þessu sinni er Þröstur Leó
Gunnarsson, en með hlutverkin fer
lið landsþekktra gamanleikara,
þau Ari Matthíasson, Eggert Þor-
leifsson, Hanna María Karlsdóttir,
Magnús Ólafsson og Margrét
Helga Jóhannsdóttir. Leikmynd
gerir Jón Þórisson, lýsingu hannar
Ögmundur Þór Jóhannesson en
þýðing er eftir Ingibjörgu Briem
og Guðrúnu Ægisdóttur.