Morgunblaðið - 10.10.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 10.10.1995, Síða 24
J '*■*’ jp»’ ■*- J ^ W *_ vl' ■■'■» - um erJend númer 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma tekin í notkun til samræmis viö önnur lönd Evrópu. 08 breytist í 114. 24 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 MORGUN BLAÐIÐ FJOLMIÐLUN v- □ POSTUR OG SIM! Brtissel. Reuter. NÝTT blað ætlað þúsundum starfsmanna Efnahagssam- bandsins og þeim sem áhuga hafa á málefnum hefur hafið göngu sína. Blaðið nefnist Rödd Evrópu (European Voice) og útgefandinn er blaðaforlagið Economist Gro- up, sem gefur út samnefnt viku- blað í Bretlandi. Blaðinu var dreift til áskrifenda á fimmtu- daginn og það var fáanlegt á blaðsölustöðum í höfuðborgum allra aðildarlanda ESB morgun- inn eftir Nýja blaðið er aðallega ætlað Nýtt blað fyrir starfsmenn ESB fulltrúum á Evrópuþinginu, sljórnarerindrekum og starfs- mönnum Evrópusambandsins. Auk þeirra á það að höfða til kaupsýslumanna og þrýstihópa, sem hafa beint athygli sinni að sambandinu í auknum mæli vegna vaxandi umsvifa þess. Ritstjóri nýja blaðsins er Jacki Davis, fyrrverandi fréttaritari brezka blaðsins Daily Mail í Brussel. Það kemur út vikulega og er sniðið eftir blaði ætluðu bandarískum þingmönnum og þrýstihópum í Washington, sem Economist Group gefur einnig út. Það blað nefnist Roll Callog kemur út hálfsmánaðarlega. Voj'ce ofEurope fær harða samkeppni. Nú þegar geta áhugamenn um Evrópusamband- ið víða leitað sér upplýsinga, meðal annars I fréttabréfum eins og Agence Europe, sem kemur út daglega, og sérritum eins og Agra Europe. Reuter býður upp á tölvuvædda þjónustu, Europe- an Community Report, og gagna- bankann European Union Brief- ing. Nokkur blöð helga sig einnig málefnum ESB, einkum brezka dagblaðið Financial Times og vikublaðið European, þóttþað' síðarnefnda fjalli lítið um lög- gjafarmál. Morgunblaðið/Ásdís Greiðari umferð um Alnetið ALNETSGÁTTIN til útlanda stækkaði fjórfalt um síðustu mánaðamót. Gáttin er nú I Mb en var áður 256 Kb. Notendur Alnetsins hafa orðið þess varir að umferðin er orðin mun greið- ari og kemur það ekki síst fram þegar sóttar eru stórar skrár, til dæmis myndir. Eins mun þessi breyting koma sér vel þegar út- lendir notendur skoða heimasíð- ur sem vistaðar eru hér á landi. Að sögn Sigurðar Jónssonar, markaðs- og kynningarstjóra Alnets á íslandi, annaði 256 Kb gáttin ekki lengur umferðinni. Áhrif stækkunar á gáttinni má sjá á mynd á heimasíðu Alnets á Islandi (http://www.isnet.is/is/ lineload.gif). Nú er talið að tíu þúsund ein- staklingar hér á landi hafi að- gang að Alnetinu og hefur þeirn fjölgað úr sex þúsund í ársbyijun. ------» ♦ ♦----- Fiðlur og Jón forseti FJÖLBREYTNI er eitt helsta einkenni Alnetsins. Gott dæmi um það eru tvær nýjar íslenskar heimasíður. Hans Jóhannsson fiðlusmiður hefur sett upp heimasíðu (http://www.centrum.is/hansi) þar sem fjallað er um fiðlusmið- ar, strengjaleik og strokhljóð- færi. Vestfirska forlagið á Þingeyri 9g Tölvuþjónustan Snerpa á Isafirði hafa opnað heimasíðu Jóns Sigurðssonar forseta (h ttp://www.snerpa. is/kynn/j/jonsig/). Hægt er að nálgast íslenska og enska útgáfu af síðunni og fljótlega fæst hún einnig á dönsku og þýsku. 1. október Fjölmiðlar sem tauga- kerfi lýðræðis SR. HALLDÓR Reynisson byijaði erindi sitt á dæmi úr eigin reynslu úr blaðamennskunni. Merking sög- unnar var að skylda blaðamannsins við að vinna ákveðna frétt fyrir blaðið geti togast á við samvisku hans sjálfs. Halldór sagði að það væri ekki samasemmerki á milli góðrar frétt- ar og sannrar fréttar. Siðferðileg álitamál eru daglegt brauð hjá fjölmiðlum, að mati Hall- dórs. Hversu snemma á til dæmis að birta upplýsingar um slys, einka- líf eða nöfn í dómsmálum? Það sem togast á hér er tillitsemin við að- standendur, upplýsingin við al- menning og samkeppnin við aðra fjölmiðla um að vera fyrstur með fréttina. Halldór sagði að fjölmiðlar hefðu vald til að „taka menn af lífí“ en það væri erfiðara að „reisa þá upp frá dauðum“ Hann-lagði áherslu á að það væru ekki endilega sömu lesendur sem læsu rangfærslumar um menn og læsu leiðréttingamar eða afsökunarbeiðnimar um skrifín. Hann benti einnig á að blaðamönn- um væri stundum vorkunn vegna þess að þeim gæfíst hreinlega ekki tími til að sannreyna sannleiksgildi fréttanna sökum þess að vélar prentsmiðjunnar væru gangsettar til að blaðið kæmist til lesenda sinna á sama tíma og venjulega. Halldór lagði sérstaka áherslu á tvær siðareglur í erindi sínu: 1) Fréttamenn verða ávallt að hafa sannleikann að leiðarljósi. 2) Fréttamenn leyfi öllum þeim sem um er rætt að hafa jafnan aðgang að fjölmiðlinum. Hann reifaði síðan dæmi og fjallaði um vanda fjöl- miðla gagnvart þessum reglum. Einnig velti hann fyrir sér eðli og tilgangi fjölmiðla og sagði meðal annars að fjölmiðlar væru tauga- kerfí lýðræðisins. Fjórar gerðir blaðamanna Páll Þórhallsson, lögfræðingur og blaðamaður, velti spumingunni Hvað er góður blaða- maður? Hvemig kemst hann að niðurstöðu í erfiðum málum? Gunn- ar Hersveinn sat mál- þing Siðfræðistofnunar um siðferði fjölmiðla. Hvað er góður blaðamaður? fyrir sér í erindi sínu. Hann leitaðist við að greina blaðamannastarfíð og benti á fjölbreytileika þess, en að blaða- maður sem ekki væri pennafær ætti að leita sér að öðm starfí. Hann tók það sérstaklega fram að erindið væri miðað við dagblaðalesendur. Blaðamaðurinn þjónustar lesend- ur með nýjum og ferskum fréttum, að mati Páls, einfaldlega vegna þess að þeir gera þá kröfu. Að mati Páls flytja dagblöð lesendum sínum ákveðna heimsmynd. Þau eru fréttapakki sem birtir ákveðnar skoðanir og lesandinn opnar hann og velur út frá sínum forsendum tiltekið efni sem hann les, hvort sem það er til að fræðast eða stytta sér stundir. Páll Þórhallsson flokkaði blaða- menn í fernt: 1) Miðillinn. Starf hans felst til dæmis í því að tala við fólk og koma því sem það hefur að segja á framfæri, eða fara á vettvang atburða og lýsa því sem þar gerist. 2) Gagnrýnandann. Hann er í nokkurs konar dómara- eða próf- andahlutverki. Dæmi um þá er gagnrýnendur bóka, kvikmynda, málverka, tónlistar, matar o.fl. Gagnrýnandinn verður ætíð að byggja skoðun sína á rökum, taka fordómalaust á hverju máli og vera heiðarlegur eins og aðrir blaða- menn. 3) Rannsóknarblaðamaðurinn. GESTIR á málþinginu sem haldið var í Odda, húsi Háskóla ís- lands, í síðustu viku. Frummælendur voru Sr. Halldór Reynis- son, Páll Þórhallsson, Sr. Irma Sjöfn Oskarsdóttir og Siguijón B. Hafsteinsson. Stundum þarf ítarlega og tímafreka rannsókn á málum til þess að hægt sé að komast til botns í þeim og þá þarf að stunda rannsóknarblaða- mennsku. Markmiðið er að standa vörð um siðgæði hjá hinu opinbera, skynsamlega meðferð almannafjár, réttindi hluthafa í stórum fyrirtsekj- um, hag neytenda eða minni máttar í þjóðfélaginu. 4) íjóðfélagsrýnandinn. Það er fjórða hlutverkið sem blaðamaður- inn getur leikið. En þeir semja ádeil- ur, hugvekjur eða fréttaskýringar sem fjalla um helstu pólitísku og siðferðilegu úrlausnarefnin sem þjóðin á við að glíma hveiju sinni. Siðferðileg rökhugsun Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir fjall- aði meðal annars um svokallað „Potter Box“ í sínu erindi en það er rammi til að auðvelda siðferði- lega rökhugsun. Fyrst fer fram skilgreining á þvi sem raunverulega gerðist, svo könnun á siðferðilegum gildum, þá skírskotun til siðferði- legra reglna og loks val á þeim sem sýna skal trúnað. Irma spurði til dæmis hveijum á að vera trúr? Aðstandendum, lesendum eða stjómmálamönnum? Markmið Irmu Sjafnar er að fínna umræðugrundvöll fyrir ís- lenskar aðstæður og var henni ná- vígið tíðrætt eða að á íslandi þekki allir alla og þess vegna sé blaða- mönnum oft vandi á höndum. Heimildamyndir sem engum ögra Siguijón B. Hafsteinsson mann- fræðingur beindi sjónum sínum að íslenskum kvikmyndagerðarmönn- um og þáttagerð fyrir sjónvarp. Hann gagnrýndi að teknar væru fílmur í metratali af til dæmis ís- lenskum sjómönnum fyrir heimilda- mynd og þær síðan klipptar saman og búinn til texti sem einhver þyldi upp en væri því miður ekki í neinu samræmi við líf og starf sjómann- anna. Hið sama gerðist þegar sjón- varpsfólk færi í nokkurra daga ferð til Áfríku og segði síðan frá tilteknu landi og þjóð án þess að ræða við fólkið eða biðja það leyfís um að fá að taka myndir af því og lesa ákveðinn texta yfír þeim. Siguijón taldi nær að „búa inni á fólkinu", kynnast því og viðhorfum þess og segja því frá hvernig myndimar yrðu notaðar. Þetta gæti komið í veg fyrir að þáttagerðafólk styrkti ákveðnar goðsagnir í sessi og héldi sig eingöngu við alþýðuskýringar. Hann taldi að alltof oft væri ekki rétt samband milli texta og mynda af fólki. Islenskar heimildamyndir ögra engum, að mati Siguijóns, og eru ekki sú vin í eyðimörkinni sem þær vekja vonir um. Texti þeirra styðst sjaldnast við rannsóknir og gefur oft falska mynd af raunveruleikan- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.