Morgunblaðið - 10.10.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
BÍLATRYGGINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 27
(JMFERÐARSLYS Á NORÐURLÖNDUM 1994
Slasaðir í umferðinni
á 100.000 íbúa
ísl. Nor. Danm. Svíþj. Finnl.
________________________________________
Mikið slasaðir eða látnir
á 100.000 íbúa
ísl. Nor. Danm. Svíþj. Finnl.
___________________________________________
Látnir v. umferðarslysa
á 100.000 íbúa
Isl. Nor. Danm. Svíþj. Finnl.
Heimildir: Opinberar slysatölur
r ,
UMFERÐARSLYS A ISLANDI
Fjöldi slasaðra og látinna í umferðarslysum á Islandi 1989-95
Breyting var gerð á vinnubrögðum við skráningu umferðarslysa 1992
I ILítil meiðsl
1ám 1550*
1451 1485 ——
1348
I Mikil meiðsl
I Látnir
1155
831
881
646
1099
1188
1231
Látnir í umferðarslysum 1989-95
228 | 246 ■ 242
28P!127
1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
• Áætluí (3/a, þar sem slysum Ijölgaöi um 5% lyrstu 8 mánuöi árslns
1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
Heimild: Slysaskýrslur Umleröarráös
Komur á slysadeild Borgarspítalans
vegna umferðarslysa 1984-1994
m og fjöldi þeirra sem urðu
fyrir hálsmeiðslum
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 £
Oll slys og óhöpp í
umferðinni 1989-94
4463Í4321 |«95
1989 1990 1991 1992 1993 1994 |
Umferðarslys og -óhöpp
í Reykjavík 1989-1994 2753
2466
2276 fPífl 2295
_ 1998 _
1387 ■ ■ 1726
1989 1990 1991 1992 1993 1994
Heimíld: Lögreglan I Reyklavik
Umferðarslys og „,
umferðaróhöpp v
á þjóðvegum
1989-1994
1989 1990 1991 1992 1993 1994
Heimild: Slysaskýrslur Vegageröarinnar
Honum tókst til dæmis ekki að afla
samanburðarhæfra talna við undir-
búning þessarar greinar. Ólafur
segir þó að þær athuganir sem
gerðar hafi verið, meðal annars
hér, í Óðinsvéum og Malmö, bendi
ekki til þess að mikill munur sé á
slysafjölda milli þessara landa.
í slysaskýrslu Vegagerðarinnar
kemur fram að til þess að nálgast
raunverulegan fjölda slysa telji
Svíar að fjórfalda þurfí þann fjölda
lítið slasaðra sem lögregan gerir
skýrslur um og fjölda mikið slas-
aðra þurfi að tvöfalda og rúmlega
það. Dauðaslys eru þar talin vera
nokkuð vel skráð en þó þurfí að
bæta 6% við opinberar tölur. Hins
vegar þurfí að áttfalda tölur um
óhöpp þar sem einungis er um að
ræða eignatjón. Þessar tölur sýna
að opinberar upplýsingar um slys
verða áreiðanlegri eftir því sem
slysin eru alvarlegri.
Hér á landi voru 254 skráðir
mikið slasaðir eða látnir eftir um-
ferðarslys á árinu 1994, samkvæmt
skýrslu Umferðarráðs. Samsvarar
það 95 á hveija 100 þúsund íbúa.
I Danmörku eru tiltölulega fleiri
látnir eða mikið slasaðir, eða 120
á hverja 100 þúsund íbúa. Hins
vegar eru mun færri í Svíþjóð og
þó sérstaklega Noregi skráðir með
þessum hætti, 55 í Svíþjóð og innan
við 40 í Noregi, miðað við sama
íbúafjölda.
Banaslysum fækkað
Ef eingöngu er litið á tölur um
fjölda látinna í umferðarslysum
sést að þeim hefur fækkað mjög
mikið síðustu tvö árin, hvort sem
miðað er við nokkur ár þar á und-
an eða lengra tímabil, en slysin eru
það fá að fáein slys til eða frá
geta haft mikil áhrif á niðurstöð-
una og því varla hægt að tala um
banaslysin þessi tvö ár sem mark-
tæka viðmiðun enn sem komið er.
Þá hefur aftur orðið fjölgun bana-
slysa í umferðinni það sem af er
þessu ári.
Haraldur Sigþórsson segir að al-
gengasta leiðin við samanburð á
umferðaröryggi milli landa sé að
bera saman dauðaslys. Þó tölur séu
ekki alveg sambærilegar sé van-
skráning hjá lögreglu með minnsta
móti. Hann segir þó að slíkur sam-*
anburður sé fremur óhentugur fyrir
Islendinga, því tölur okkar um
fjölda slysa séu lágar og það þýði
óhjákvæmilega meiri tölfræðilega
skekkju í samanburðinum.
Ólafur Ólafsson landlæknir bend-
ir á að tiltölulega margir hafi látist
af afleiðingum umferðarslysa á ís-
landi á árunum strax eftir 1970,
miðað við hin Norðurlöndin. Mikil
breyting til batnaðar hafí orðið á
síðustu 20 árum og nú sé dánartíðn-
in einna lægst á Islandi borið sam-
an við nágrannalöndin hvort sem
tekið er mið af fjölda bifreiða eða
íbúafjölda. Dánartíðni barna hafí
til dæmis lækkað um 45%.
ísland kemur vel út í samanburði
við aðrar þjóðir í þessu tilliti. Það
verður hins vegar að hafa í huga
að íslenska talan er byggð á mjög
fáum látnum einstaklingum, sem
er í sjálfu sér gleðilegt, en gerir
það að verkum að fá tilvik geta
gjörbreytt myndinni og er því var-
hugavert að draga mjög víðtækar
ályktanir af slíkum höfðatölusam-
anburði. Á síðasta ári töldust 4 Vi
hafa látist hér miðað við 100 þús-
und íbúa, 6'A í Svíþjóð og Noregi,
liðlega 9 í Finnlandi og hátt í 11 í
Danmörku. Ef litið er á nokkur ár
eru íslendingar á svipuðu róli og
Svíar og Norðmenn miðað við
höfðatölu en Danir og Finnar verið
með nokkru fleiri banaslys. í grein
Haraldar Sigþórssonar verkfræð-
ings er fjallað um umferðaröryggi
m.a. út frá Qölda dauðaslysa miðað
við íbúa og ekna kílómetra. Bendir
hann á að Norðurlöndin hafí öll
lága dauðaslysatíðni og segir að
telja megi að Noregur og Svíþjóð
búi við meira umferðaröryggi en
ísland. Hann segir að það sé sam-
dóma álit flestra sem skrifað hafí
um þessi mál að samfélagsleg vit-
und þessarra þjóða sé mikil og al-
mennur vilji til að halda sem hæstu
umferðaröryggi.
Landlæknir segir að tölur um
banaslys á Norðurlöndunum séu vel
sambærilegar því þær séu byggðar
á dánarvottorðum sem skráð eru á
sama hátt og síðan yfirfarin af land-
læknisembættum og hagstofum
landanna. Af þessum tölum og upp-
lýsingum um innlagnir slasaðra á
sjúkrahús megi draga þá ályktun
að tíðni alvarlegustu umferðaró-
happa sé svipuð á íslandi og hinum
Norðurlöndunum.
Allt aðrar upplýsingar koma
fram þegar tjónakostnaður trygg-
ingafélaganna er borinn saman
enda geta ýmis önnur atriði haft
áhrif en fjöldi slysa. Sigmar Ár-
mannsson, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra tryggingafélaga,
segir að samanburður á banaslysum
í umferðinni hafí litla þýðingu í því
sambandi. Mesti kostnaðurinn hér
á landi sé vegna tiltölulega lítilla
slysa.
Hálshnykkir fjórfaldast
Þegar menn velta fyrir sér aukn-
ingu á skráðum slysum á árunum
1988 til 1991 staðnæmast margir
við hálsnykki. í greinargerð Slysa-
varnaráðs íslands frá árinu 1992
kemur fram að tíðni hálsáverka í
slysum á höfuðborgarsvæðinu hefur
fjórfaldast frá 1974-76 til 1989-91.
I rannsóknum lækna á Borgarspít-
alanum hefur það komið fram að
miðað við tíðnitölur frá 1991 eru
um það bil helmingslíkur á að ís-
lendingur sem nær sjötíu ára aldri
hljóti hálshnykk í umferðarslysi.
Slysavamaráð telur í skýrslu sinni
að þessi mikla fjölgun hálsnykks-
áverka, sem ráðið líkir við faraldur,
sé aðalástæða þess að heildarslysa-
tíðni umferðarslysa á höfuðborgar-
svæðinu hefur aftur aukist. I sam-
tali við Morgunblaðið lýsir Brynjólf-
ur Mogensen læknir sömu skoðun-
um.
Slysavarnaráð telur að aukin
umferð, aukinn hraði í umferðinni
og aukin sókn í bætur vegna slíkra
áverka séu helstu ástæður fjölgunar
skráðra hálshnykksáverka. Sam-
verkandi þættir geti verið minnk-
andi aðgæsla ökumanna, fjölgun
veikbyggðra bifreiða og fjölgun
umferðarljósa.
Samkvæmt upplýsingum Um-
ferðarráðs hefur fjöldi aftaná-
keyrslna með meiðslum margfald-
ast frá 1986. Samkvæmt lögreglu-
skýrslum voru aftanákeyrslur 25
árið 1986 en 203 á síðasta ári.
Flestir sem rætt er við um þessi
mál telja að fjölgun skráðra háls-
hnykksáverka stafi ekki nema að
hluta til af fjölgun umferðaróhappa.
Rýmkaður bótaréttur og aukin vit-
und fólks um rétt sinn hafi meira
að segja. Erfitt er að afsanna að
fólk sé með áverka á hálsi, ef það
sjálft heldur því staðfastlega fram,
og telja tryggingamenn að þegar
mesti faraldurinn reið yfir hafí lækn-
ar verið of viljugir að skrifa upp á
hálshnykki og fólk hafí í sumum
tilvikum verið að svíkja út bætur.
Allir þessir þættir koma inn í opin-
berar upplýsingar um umferðarslys
því fólk vill tryggja rétt sinn gagn-
vart tryggingafélaginu með því að
skrá meiðsli í lögregluskýrslu.
í samantekt Gunnars Þórs Jóns-
sonar læknaprófessors á hálsmeiðsl-
um og öðrum slysaáverkum á nor-
rænu umferðarlæknaþingi árið 1991
kemur fram hvað hálsmeiðsli geta
haft mikil áhrif á slysatölur. Þau eru
54% af umferðarslysum í Reykjavík
en 22% í Danmörku. Fram kemur
að um 80% þeirra sem slasast á
hálsi töpuðu ekki degi úr vinnu.
Ólafur Ólafsson landlæknir vekur
athygli á því að á árinu 1987 hafí
orðið sú breyting á að bótagreiðslur
vegna hálshnykksáverka voru mið-
aðar vjð 10% örorku í stað 15%
áður. í kjölfar þess hafí fjölgað
matsgerðum vegna hálshnykks-
áverka hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins um 250%. „Háar tjónabætur og
mikil örorka virðist þó ekki vera í
hlutfalli við meiðslin sem í allflest-
um tilvikum eru væg, þar sem að-
eins ‘A% slasaðra þarfnast innlagn-
ar á sjúkrahús. Bótatíðni vegna
hálshnykksáverka virðist vera
nokkru hærri á íslandi en á hinum
Norðurlöndunum. Líklega skýrir
þetta hluta af þeim mun sem er á
slysatölum lögreglunnar á íslandi
og hinum Norðurlöndunum," segir
landlæknir.
Fleiri óhöpp en ekki
eins alvarleg slys
í þessari athugun hefur komið
fram að samkvæmt opinberum
slysatölum slasast tvö- til þrefalt
fleiri í umferðinni á íslandi en á
hinum Norðurlöndunum. Það kem-
ur einnig fram að slíkur samanburð-
ur er varasamur vegna þess hvað
lögregluskýrslur eru gerðar um lít-
inn hluta umferðarslysa og skekkju-
mörk því há. Jafnframt fela tölur
um alvarleg slys og dauðaslys í sér
vísbendingar um að þau séu heldur
fátíðari hér en á hinum Norðurlönd-
unum. Þetta er feinnig tilfinning dr.
Haraldar Sigþórssonar, hann metur-
það svo að Island sé með tiltölulega
fá alvarleg umferðarslys miðað við
nágrannaþjóðimar en mörg um-
ferðaróhöpp í heild. Jafnframt er
ljóst að opinberar slysatölur segja
ákaflega litla sögu um tjónakostnað
tryggingafélaganna.
Það hefur einnig komið fram í
þessari samantekt að erfítt er að
sjá þróun í fjölda umferðaróhappa
og slysa frá ári til árs og milli lengri
tímabila vegna þess að sífellt er
verið að breyta skráningu og vinnu-
aðferðum við hana. Þó má sjá vís-
bendingar um að slysum á fólki
hafí fjölgað hér á landi á síðustu
árum og er líklegt að hálskragatísk-
an eigi þar stóran hlut að máli. Þá
benda tölur frá yfírstandandi ári til
þess að slysum sé enn að fjölga.
Vegna þess hvernig þessum mál-
um er háttað er ekki hægt að sjá
árangur af fræðslustarfí, til dæmis
Umferðarráðs. Og opinberar slysa-
tölur koma að takmörkuðu gagni
við slysavamir, meðal annars við
umbætur á vegakerfi landsins og
gatnakerfí í þéttbýlinu vegna þess
að lítill hluti slysanna kemur þar
fram. í þessu sambandi má geta
þess að þegar umferðardeild borg-’
arverkfræðingsins í Reykjavík var
að athuga fjölda slysa á gatnamót-
um Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar fékk hún slysatölur hjá
Sjóvá-Almennum tryggingum til
samanburðar við opinberar tölur. í
ljós kom að þetta eina tryggingafé-
lag hafði skráð hjá sér helmingi
fleiri slys á þessum gatnamótumf
en komu fram á lögregluskýrslum.
Þess ber að geta að unnið er að1
samræmingu og er vonandi að góð-
samvinna takist um það.