Morgunblaðið - 10.10.1995, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995
JtttfrgisttMiifrií
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRí
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BYRí SEGL
IÐNAÐARINS
KÓNGUR vill sigla en byr ræður, segir fornt orðtak.
Næstliðin ár hefur stöðugleikinn í íslenzku efna-
hagslífi gefið farsældarbyr í segl iðnaðariris. Langleið-
ina í 25 þúsund manns, eða um nítján af hverju hundr-
aði vinnandi manna, starfa við iðnað. Árlegur útflutning-
ur iðnaðarvöru nemur yfir tuttugu milljörðum króna.
Iðnaðurinn veltir meir en hundrað milljörðum króna á
ári.
Verði stöðugleikinn varðveittur standa líkur til þess
að iðnaðurinn styrki enn stöðu sína. Það er vel. Auðlind-
ir sjávar virðast fullnýttar og landbúnaður framleiðir
langt umfram eftirspurn. Þjóðin verður því að stærstum
hluta að sækja bætt lífskjör og fjölgun starfa til ann-
arra greina, eins og ferðaþjónustu og iðnaðar; orkuf-
reks iðnaðar og ekki síður almenns iðnaðar. Reynslan
báðum megin Atlantsála sýnir að baráttan gegn atvinnu-
leysi hefur skilað hvað beztum árangri á vettvangi
meðalstórra og lítilla fyrirt'ækja.
Vaxtarbroddar íslenzks iðnaðar, sem tíundaðir voru
á degi iðnaðarins, segja víða til sín: í byggingar- og
innréttingariðnaði, tölvubúnaði, veiðarfæragerð, máln-
ingariðnaði, prentiðnaði, plastgerð, matvælaframleiðslu
o.s.frv. Haldist stöðugleikinn, sem gefur farsældarbyr-
inn í segl atvinnulífsins, og lækki raunvextir, sem líkur
standa til, vex hlutur iðnaðarins áfram - í atvinnu- og
lífskjörum þjóðarinnar.
Það er hlutverk stjórnvalda að búa atvinnulífinu
viðunandi rekstrar- og samkeppnisgrundvöll. Uppsvei-
flan í iðnaði síðustu misseri sýnir að það hefur tekizt
að hluta til. Þessum árangri má ekki glutra niður. Hon-
um þarf að fylgja eftir, m.a. með því að draga enn frek-
ar úr ríkissjóðshallanum og opinberri lánsfjáreftirspurn.
Við getum og, hvert og eitt og sameiginlega, aukið
byrinn í segl iðnaðarins og atvinnulífsins með því að
beina viðskiptum okkar að íslenzkri framleiðslu. Með
því að kaupa íslenzkt stuðlum við að meira atvinnuör-
yggi og hraðari uppbyggingu í samfélagi okkar.
STAMANDIBÖRN
DEILUR INNAN stjórnkerfisins valda því, að börn
sem stama fá ekki nauðsynlega aðstoð til að vinna
bug á þessu talmeini. Biðlistar verða æ lengri á meðan
stjórnkerfið deilir um, hver skuli borga brúsann, ríkið
eða sveitarfélögin. Tryggingastofnun ríkisins vísar mál-
inu frá sér, þar sem stam eigi sér ekki líffræðilegar orsak-
ir. Þessi málsmeðferð er öllum hlutaðeigandi til vansa.
Engin haldbær skýring hefur fengizt á stami, sem um
4% barna og 1% fullorðinna þjást af. Miklar rannsóknir
hafa farið fram á orsökunum án þess að ótvíræð niður-
staða hafi fengizt. Hins vegar hafa sífellt betri leiðir
fundizt til að ráða bót á vandanum. „Gríðarlega mikil-
vægt er að grípa fljótt inn í, þegar barn byrjar að stama,“
segir Benedikt Benediktsson, formaður Málbjargar, fé-
lags um stam. Um þetta eru allir talmeinafræðingar
sammála. Stamandi barn þjáist af hræðslu, skömm og
verður fyrir einelti í skóla. Afleiðingin er félagsleg ein-
angrun. Verði ekki gripið til fyrirbyggjandi aðgerða, strax
á leikskólaaldri, skapast vítahringur og afleiðingin getur
orðið óbætanleg fötlun, sem hefur áhrif á allt líf þess
sem stamar.
Menntamálaráðuneytið tók að sér að leysa úr brýn-
ustu þörf stamandi barna með um 2 milljóna kr. fjárveit-
ingu á ári. Stuðningnum var hætt 1. júlí sl. vegna niður-
skurðar í ráðuneytinu. Ríkisvaldið vísar á sveitarfélögin,
sem telja að ríkinu beri að greiða kostnaðinn.
Þetta ástand er gjörsamlega óviðunandi og ekki boð-
legt. Höggva verður á hnútinn og ákvarða, hvar málefni
stamandi barna eigi að vera í stjórnkerfinu. Ekki er um
þær fjárhæðir að tefla, að neinum úrslitum ráði í opinber-
um íjármálum. Að sjálfsögðu er brýn nauðsyn á niður-
skurði útgjalda, en þegar haft er í huga, hversu miklu
ráðamenn þjóðarinnar verja t.d. í risnu og ferðakostnað,
þá ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því að finna
þær fáeinu milljónir sem til þarf.
MORGUNBLAÐIÐ
HINN 19. júní 1991 flutti frú
Vigdís Finnbogadóttir
ávarp á Bessastöðum þar
sem hún skýrði frá. þeirri
ákvörðun að gefa áfram kost á sér til
embættis forseta íslands kjörtímabil
það sem hófst 1. ágúst 1992.
„Fari svo að ég gegni þessu starfi
í fjögur ár enn, þá verða þau ekki fleiri.
Það skal ég segja. Þá held ég að ég
sé búin að vinna það sem ég vildi vinna
og get unnið. Þá er ég komin á réttan
aldur til að draga mig í hlé, eins og
aðrir þegnar þjóðfélagsins," sagði hún
á blaðamannafundi, en frásögn af hon-
um birtist í Morgunblaðinu 20. júní,
aðspurð hvort hún hygðist géfa kost á
sér aftur að því kjörtímabili loknu.
Því má ljóst vera að ákvörðun henn-
ar nú er ekki ný af nálinni og þarf
ekki að koma á óvart, þótt svo að hún
hafí allt undanfarið ár fengið fjölmarg-
ar áskoranir þess efnis að endurskoða
þá ákvörðun og gefa kost á sér til alda-
móta.
Nýtur mikils stuðnings
í forsetakosningunum árið 1980 var
kjörsókn 90,5% og hlaut Vigdís 33,6%
greiddra og gildra atkvæða, þ.e. 43.616
Islendingar völdu hana til embættis. í
forsetakosningunum 1988 var þetta
hlutfall 92,7% greiddra atkvæða, sem
þýðir að 117.292 atkvæðisbærra ís-
íendinga lýstu yfir trausti sínu á for-
ystu hennar. í nýlegri skoðanakönnun
Gallups kom fram að liðlega 72% lands-
manna vildu að Vigdís gegndi starfínu
áfram, þannig að enginn þarf að velkj-
ast í vafa um hug þorra landsmanna
í garð áframhaldandi setu hennar.
Þessi sterki stuðningur kann að hafa
vakið spumingar í huga forseta um
réttmæti ákvörðunarinnar. I
því sambandi má hafa hug-
fast að forseta hafði borist
flöldi áskorana, undirskrifta-
listar og óskir um að hún
héldi áfram, og virtust ein-
dregnir stuðningsmenn hennar almennt
telja að hún gæti endurskoðað ákvörð-
un sína eins og ekki er óalgengt að
menn geri við svipaðar aðstæður. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins kom
það hins vegar aldrei til greina af hálfu
Vigdísar. Forseti hafi talið mat sitt
árið 1991 afar raunsætt og ekki haft
hug á að sitja fimm kjörtímabil.
„Stuðningurinn hefur glatt Vigdísi
en engu breytt um ákvörðunina eins
og fram hefur komið. Ég hefði viljað
að hún sæti lengur en get sætt mig
við ákvörðunina, þvi að starfið er miklu
víðtækara en flestir gera sér grein fyr-
ir og það er mikið álag að vera stöðugt
í sviðsljósinu í rúman hálfan annan
áratug. Forseti er í embætti sínu nótt
sem nýtan dag og getur raunverulega
aldrei um fijálst höfuð strokið, þó svo
að Vigdísi hafí liðið vel í embætti og
verið farsæl í því starfi," segir trún-
aðarvinur.
Forseti leit því samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins alltaf á árið 1996 sem
fasta viðmiðun, enda væri þá fjórða
kjörtímabili lokið, sem væri nægjanlega
langur tími fyrir þjóð að hafa sama
forseta og einnig fyrir þann sem gegn-
ir embættinu. Hún hafi viljað rækta
hefðina og bijóta ekki það blað að
vera lengur en forverar hennar í emb-
ætti.
Aldrei var því spuming um hvort
niðurstaðan þar að lútandi yrði birt,
heldur hvenær. „Forseti ræddi ákvörð-
un sína við allmarga en hefur samt
undrast það sjálf, að því ég tel, hvað
hún hefur getað treyst mikilli þag-
mælsku vegna þessa, því að enginn
sagði neitt þótt margir hafí krafíð þessa
einstaklinga um svar, bæði þeir sem
vildu þrýsta á hana um að sitja áfram
og þeir sem voru forvitnir um hvort
forsetaskipti yrðu á næsta ári,“ sagði
aðili sem stendur forseta nærri.
Vildi ljúka skyldum áður
Auðséð er að þegar forseti ræðir það
við sína trúnaðarmenn að nú fari að
líða að tilkynningu, er umræða þess
efnis vart eða ekki hafin í þjóðfélag-
inu. „Vigdís ræddi ákvörðunina við þá
sem henni standa næstir í vor og sum-
ar. í kjölfarið veltu menn vöngum um
hvenær væri við hæfí að tilkynna þessa
ákvörðun, sem tengdist m.a. því að
ástæða væri til að bíða þess að hún
lyki helstu embættisskyld-
um sínum á erlendri grund,
meðal annars heimsókninni
til Kína.
Umræðurnar í kjölfar
hennar leiddu til þess mats
hjá mörgum, að einhver tími yrði að
Iíða í milli, þannig að ekki liti út eins
og hún væri að tilkynna um þetta vegna
þess misskilnings sem upp kom í sam-
bandi við heimsóknina," segir hollvinur
forseta. Aldrei hafi hins vegar hvarflað
að forseta að setning Alþingis gæti
þótt of óþægilega nærri umræðunni
um Kínafórina. Vettvangurinn og
tíminn væri hentugur, meðal annars
til að lýðræðiskjörnir þingmenn þjóðar-
innar væru ekki að fregna ákvörðunina
í fjölmiðlum eða á skotspónum.
Vigdís hefur, að forverum sínum í
embætti ólöstuðum, átt með vali sínu
að
á áherslum einn stærstan þáttinn í að
móta forsetaembættið í þeirri mynd
sem þjóðin þekkir. Hún hefur verið
gíæsilegur fulltrúi íslenskrar menning-
ar á erlendri grundu, og gert gríðar-
legt gagn þar í íslands þágu, kannski
meira en landsmenn gera sér almennt
grein fyrir. í fáum orðum sagt, ást-
sæll forseti. „Hún er nær þjóðinni en
fyrri forsetar, þótt ég leggi engan dóm
á störf þeirra og hefur komið íslandi
á landakortið erlendis og einnig orðið
mjkið ágengt hér heima,“ segir aðili
nákominn forseta og bendir m.a. á
þátttöku Vigdísar í umræðum um hvort
enska eða danska eigi að vera fyrsta
tungumál í kennslu í grannskólum i
því samhengi. „Vigdís hefur átt þátt í
að móta þankagang almennings um
margt, ekki síst unga fólksins."
„An þess að hallað sé á forvera henn-
ar I embætti, hefur hún breytt því og
sett á það eigin stíl og ég held að flest-
ir geti verið sammála um að hún hafí
sómt sér vel í embættinu og staðið sig
á allan hátt eins og best verður á kos-
ið,“ segir maður lítillega tengdur emb-
ættinu, beðinn um að lýsa ferli Vigdís-
ar í einni setningu.
Illa grunduð gagnrýni
Verk forseta hafa til þessa ekki veitt
tilefni til ákúra eða eiturörva af því
tagi sem tíðkast í heimi stjórnmála og
dægurmálaumræðu. Ummæli hennar í
nýliðinni Kínaför vöktu hins vegar hörð
viðbrögð og neyddu hana til svars, sem
birtist á síðum Morgunblaðsins. Sumir
viðmælendur mínir telja að upphafs-
menn þeirrar gagnrýni hafi viljað finna
höggstað á embættinu og orðið nokkuð
ágengt, þar sem hvorki þeir né viðtak-
Vill beita
kröftunum
víðar en nú