Morgunblaðið - 10.10.1995, Side 29
MORGIÍNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 29
forseta um að hætta var ekki ný af nálinni
i sér langan
draganda
Fyrír rúmrí viku tilkynnti frú Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti Islands, þingheimi og
alþjóð að hún hygðist ekki gefa kost á sér í
embættið næsta kjörtímabil. Sindri Freys-
son ræddi við fólk sem tengist embættinu
og Vigdísi persónulega til að kynna sér
ákvörðun forseta betur.
endur óljósra fregna af kvennaráð-
stefnunni í Kína hafí sést fyrir. Fyrir
vikið hafí umræðan verið ódrengileg
og afar illa grundvölluð.
„Mér fannst þetta vera aðför að
embættinu og Vigdísi persónulega og
varð óskaplega hissa. Eg veit ekki
undan rifjum hvers þetta er runnið, en
án þess að geta rökstutt það fannst
mér allur sá málatilbúnaður ákaflega
skrýtinn og ósmekklegur. En það er
best að láta þetta eiga sig, því að þessi
umræða var ekki í Kína, eins og þátt-
takendur þar hafa staðfest við mig, og
lýsir best ákveðnum einstaklingum á
óvandaðri fjölmiðlum hér heima. Ég
held að meirihluti þjóðarinnar vilji að
embættið sé hafið yfír fjölmiðlaumræðu
af slíku tagi. Forseti á að sitja á friðar-
stóli og við verðum að geta sameinast
um eitthvað, að minnsta kosti á ekki
að gagnrýna embættið til þess eins að
gagnrýna það. Ég held meira að segja
að þeir sem höfðu hæst hafí orðið fyr-
ir vonbrigðum, því að þetta lag geigaði
svo sannarlega," segir náinn vinur.
Fullyrðingar í fjölmiðlum, þess efnis
að orð forsetans hafí verið óviðeig-
andi, eigi sér einnig litla stoð, þegar
litið er til þess hvemig þau vom slitin
úr samhengi og mistúlkuð. „Mér vom
gerð upp orð, mér voru gerðar upp
hugsanir og það er erfitt að kyngja
því,“ sagði Vigdís á blaðamannafundi
sem hún hélt á Bessastöðum fyrir viku.
Magnað upp moldviðri
„Enginn telur forsetaembættið full-
komlega hafíð yfír gagnrýni, eins og
einhveijir virðast álíta að sé viðhorf
þeima sem tengjast því, en það er hins
vegar allt annað mál að draga það nið-
ur á svið umræðu sem byggist á alröng-
um forsendum," segir einn viðmælandi.
En varpar fjaðrafokið sem varð ein-
hveijum skugga á næstseinasta ár
hennar í embætti, þrátt fyrir allt?
Viðmælendur Morgunblaðsins vom
einróma um að svo væri ekki, langanir
hinna og þessara til að tjá sig um það
sem þeim var sagt að Vigdís hefði
sagt, væm smámunir einir miðað við
allt það sem „stendur upp úr á glæsileg-
um ferli hennar og hégómi einn miðað
við það starf sem hún innir af hendi“,
eins og einn þeirra komst að orði.
„Þetta særði forsetann að einhveiju
leyti, eins og kom fram á blaðamanna-
fundi hennar, vegna þess að henni
fínnst þetta ósanngjamt, enda kom hún
öllu því til skila sem við hæfí var að
ræða um í þessari ferð. Óljósar fréttir
sem fluttar vom og túlkanir á þeim
urðu til að magna upp moldviðri, byggt
á misskilningi."
Annar lýsir viðbrögðunum sem
„hveiju öðru éli sem gengur yfír, og
verður ekki viðvarandi í sögunni".
Vildi eyða efa
Óneitanlega vaknar hins vegar sú
spurning, hvort heilladrýgra hefði verið
að tímasetja tilkynningu ákvörðunar-
innar síðar, þannig að fólk blandaði
umræðunni um Kínaförina ekki saman
við hana. Einn viðmælenda sagðist telja
það hafa orðið of seint að kynna niður-
stöðuna um áramótin, af fyirgreindum
ástæðum. Einnig er imprað á, í þvi
sambandi, að áður en Vigdís tók af
skarið sumarið 1991, um áframhald-
andi framboð, bar á hugleiðingum um
hvort hún ætlaði að iáta tólf ár nægja
í embætti.
Forseti og þeir sem þekktu hug
hennar til málsins, veltu vöngum yfír
hvenær tímabært væri að tilkynna al-
menningi um væntanleg forsetaskipti
og minntust þess að Kristján Eldjám
tilkynnti ákvörðun sína um áramót,
fýrir hálfum öðram áratug, sem má
segja að móti ákveðna hefð í þessu
sambandi. En samkvæmt heimildum
blaðsins vildi forseti að þetta yrði til-
kynnt fyrir áramót til að eyða öllum
efa hjá almenningi. Því var spuming
hvaða tímasetning væri viðeigandi.
Hugsanlega hafa menn einnig haft
hugfast að veita hugsanlegum fram-
bjóðendum lengra tóm til umhugsunar
og undirbúnings. Annað vó þó þyngra,
samkvæmt heimildum Morgunblaðsins,
þ.e. mikilvægi þess að kveða upp úr
að þetta kjörtímabil yrði hennar síð-
asta, til að eyða getgátum og óvissu
þeim tengdum. Forsetaskipti valda
enda alltaf, eins og forsætisráðherra
hefur haft orð á, ákveðinni togstreitu
í þjóðlífínu.
„Spumingin var; átti að tilkynna að
hún hygðist Iáta af störfum á venjuleg-
um virkum degi með blaðamannafundi
eða fréttatilkynningu, eða átti að nota
setningu Alþingis, eitt seinasta fast-
bundna embættisverkið á þessu lqor-
tímabili í tengslum við Alþingi? Mér
fannst það vera viðeigandi að nota
þennan vettvang á þann hátt sem hún
gerði, með örstuttri tilkynningu á Al-
þingi sem síðan var fylgt eftir með
fundi á Bessastöðum. Ef hinn kosturinn
er skoðaður, þ.e. að tilkynna þetta á
venjulegum degi síðar í októb^r eða í
lok nóvember, hefði það litið öðravísi
út. Vigdís átti hugmyndina að því að
tilkynna þetta við setningu Alþingis,
og ég tel það hafa verið góða hug-
mynd,“ segir einn trúnaðarmanna for-
seta.
Vill dreifa kröftunum víðar
En hvers vegna kýs Vigdís að láta
af störfum, þrátt fyrir að kraftar henn-
ar virðist óskertir og hún ---------
njóti eindregins stuðnings
mikils meirihluta þjóðarinn-
ar? Forseti getur vitaskuld
einn svarað því, en þeir sem
Morgunblaðið ræddi við
telja að Vigdís vilji ljúka starfí sínu í
embætti með fullu starfsþreki og með-
an allt leikur í lyndi. Þeir sem standa
henni næst reyndu fæstir að breyta
ákvörðun hennar.
„Ég held að ég geti sagt fyrir munn
okkar sem þekkjum Vigdísi vei, að
enginn okkar hafí treyst sér til að
leggja hart að henni að halda áfram,
vegna þess að við vissum hvað hún
leggur sig mikið fram og hversu mikla
vinnu hún þarf að inna af hendi. Auð-
vitað hefðum við gjarnan viljað sjá
hana halda áfram, en maður verður
líka að taka tillit til persónu hennar
og þess sem hún vill sjálf. Almennt
held ég að fólk geri sér ekki grein
fyrir hvað starfið er erfitt og stundum
slítandi, því að Vigdís hefur þann
hæfíleika ‘að brosa og vera vingjarnleg
við alla, jafnvel þegar hún er hvað
þreyttust," segir einn vina hennar.
Hún hefur áorkað miklu í embætti,
komið flestu því á góðan rekspöl sem
hún hafði hug á og viljað dreifa orku
sinni víðar en í forsetaembættinu ein-
göngu. „Hveiju bætti hún við þótt hún
væri lengur? Menn mega heldur ekki
vera of þaulsetnir, það þarf ekki ann-
að en líta á Hávamál til að sjá að
þegar maður situr of lengi hjá vinum
sínum, hvort sem það er heil þjóð eða
ekki, geta menn orðið leiðir á þeim
vini þrátt fyrir mikla væntumþykju,"
segir maður sem þekkir forsetann
ágætlega.
„Ég skil afskaplega vel að hana
langi til að fá meira svigrúm til at-
hafna og orða,“ segir einn vinur, „en
mér þykir að sama skapi miður að hún
sé að hætta, fyrir hönd þjóðarinnar."
Breytingin verður eflaust mikil fyrir
hana persónulega, en í því sambandi
er vert að hafa í huga að henni gefst
í kjölfarið nægjanlegt tóm til að sinna
eigin hugðarefnum. Forsetinn hefur
sjálfur nefnt fjölbreytta möguleika á
sviði margmiðlunar, málrækt, mann-
rækt og landgræðslu, sem dæmi um
hvert áhuginn beinist.
Mörg verk bíða
„Hún er nú á hátindi í sínu starfí,
og því ekki óeðlilegt að hún víki frá
og snúi sér að eigin hugðarefnum, í
stað þess að eldast kannski um of í
starfi og geta kannski ekki sinnt því
sem skyldi. Ég held að þetta hafí ráð-
__________ ið úrslitum þegar hún gerði
þetta endanlega upp við sig,
samanber það sem hún
sagði fyrir þremur árum,
að hún nálgaðist þann aldur
sem eðlilegt er að hægja
ferðina. Það er ekki þar með sagt að
hún sé sest í helgan stein, þvert á
móti er ég þess fullviss að hún muni
hafa ótal störfum að sinna, bæði hér
heima og á alþjóðavettvangi," segir
einn trúnaðarvina hennar.
Annar segist telja ákvörðun hennar
vera „100% rétta, 16 ár eru talsvert
langur tími og þegar fólk er komið
hátt á sjötugsaldur er ljóst að það
kemur ekki til með að sinna erfiðu og
umsvifamiklu starfi af sama fítons-
krafti og áður. Það mat er vitnisburð-
ur um afar heilbrigða og skynsamlega
hugsun, sem Vigdís er rík af“.
Taldi mat sitt
1991 afar
raunsætt