Morgunblaðið - 10.10.1995, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Landsfundur
Sjálfstæðis-
flokksins
Þátttaka
kvenna!
Sjálfstæðiskonur
hafa haldið marga
fundi í sumar um stöðu
sína í flokknum og
óhætt er að segja að
komin sé af stað þung
undiralda sem verður
að virkja.
J afnréttisbaráttan
tekrfr á sig ýmsar
myndir og nú hefur ein
þeirra birst í því að
hópar kvenna í Sjálf-
stæðisflokknum,
stærsta stjómmála-
flokki landsins, hafa
notað sumarið til þess að ræða stöðu
kvenna innan flokksins. Hún birtist
m.a. annars í þeim staðreyndum
að flokkurinn hefur ekki konu í
ráðherraliði sínu og aðeins íjórar
konur sitja á Alþingi fyrir hans
hönd. Umræðumar hafa einkum
snúist um það hvemig konur geti
styrkt stöðu sína og hvaða leiðir
séu bestar að því takmarki að jafna
hlut kynjanna í Sjálfstæðisflokkn-
um og þar með styrkja stoðu hans.
Barátta kvenna fyrir jöfnum hlut
í samfélaginu hefur staðið lengi og
auðvitað er deilt um aðferðir og
leiðir. Það hlýtur hins vegar að
vera borðliggjandi að konur verða
sjálfar að taka frumkvæðið - verða
sjálfar að sækja í þær stöður sem
færa þeim þau völd er þær óska.
Grundvallaratriðið í þeirri baráttu
- og forsenda þess að hún skili ár-
angri - er samstaða kvenna, konur
láti í sér heyra og taki virkan þátt
í stjórnmálum.
Málflutningur þeirra sjálfstæðis-
Blab allra landsmanna!
- kjarni málslns!
kvenna sem tóku þátt
í þessari umræðu í
sumar, gefur ástæðu
til þess að ætla að
komið sé að tímamót-
um í flokknum. Orð
þessi má ekki skilja
svo að verið sé að
gera lítið úr starfi
þeirra dugmiklu
kvenna, sem unnið
hafa innan vébanda
flokksins í áranna rás.
Öðru nær! En í krafti
nýrra hugmynda og
lífsviðhorfa, sem m.a.
byggjast á starfi pess-
ara kvenna, gera kon-
ur nú þær kröfur til
sjálfra sín og flokksins, að breyting-
ar á stöðu þeirra sjái dagsins ljós.
Framundan er landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins, sem haldinn verður
fyrstu dagana í nóvember. Sjálf-
stæðiskonur hafa á undanförnum
dögum og vikum sent frá sér bréf
og blaðagreinar, þar sem konur í
Konur gera þær kröfur
til Sjálfstæðisflokksins,
segir Birna Friðriks-
dóttir, að breytingar á
stöðu þeirra sjái
dagsins ljós.
flokknum eru hvattar til þess að
bjóða sig fram og tryggja sér sæti
á landsfundinum og sýna með þeim
hætti, ásamt með virkri þátttöku í
landsfundarstörfunum að komið er
að tímamótum. Sjálfstæðiskonur!
Við megum ekki sætta okkur við
að konur beri skarðan hlut frá borði
í stjórnmálum frekar en á öðrum
sviðum.
Höfundur er formaður Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna.
Birna
Friðriksdóttir
*
LOEWE Contur 7000 28
• Fullkomin fjarslýring
• Myndlampi
(BLACK MATRIX).
• Beint inntengi (SCART)
• Textavarp
Afborgunarverfe
kr.106.600,-
staðgreitt
Verið velkomin í verslun okkar í Lágmúla 8 -sjón er sögu ríkari!
'rW) BRÆÐURNIR
ORMSSON HF
Lágmúla 8, Sími 553 8820
EUROog VISA
raðgreiðslurjj
Umboðsmenn um allt land
Hljóða gagnbyltingin
Á VORDÖGUM
samþykkti Alþingi ný
lög um þingfararkaup
alþingismanna. Eitt
nýmæla þeirra laga var
að þar var tekið á rétti
þingmanna til fæðing-
arorlofs. Nokkuð var
fjallað um málið á sín-
um tíma, enda ljóst að
þingmenn höfðu þar
öðlast meiri og betri
rétt en aðrir opinberir
starfsmenn. Birtist það
annars vegar í því að
þingmenn skyldu
„einskis í missa af
launum og föstum
greiðslum samkvæmt
lögum þessum meðan á fæðingaror-
lofí stendur." Hins vegar var með
lögunum tryggður réttur feðra,
þannig að ekki var viðhaldið því
kynbundna misrétti sem opinberir
starfsmenn hafa mátt sæta og felst
í því að karlar sem kvæntir eru
konum í opinberri þjónustu eiga
ekki rétt á neinum greiðslum í fæð-
ingarorlofi.
Eðlilega var þessum ákvæðum
fagnað sem byltingu í fæðingaror-
lofsmálum, stóru skrefi í átt til jafn-
réttis kynja og til þess að þoka
fæðingarorlofsmálum á íslandi í átt
til þess sem tíðkast á öðrum Norð-
urlöndum. En hvorki Adam né Eva
né börn þeirra fengu lengi að dvelja
i Paradís.
í lok ágúst setti forsætisnefnd
þingsins reglur um þingfararkostn-
að og segist gera það á grundvelli
áðumefndra laga. Þar er tekið á
málefnum fæðingarorlofs og í 11.
gr. segir m.a.: „Réttur feðra til
greiðslna í fæðingaror-
lofi fer eftir reglum
sem gilda um opinbera
starfsmenn á hveijum
tíma.“ Með öðrum orð-
um þar sem stendur
„alþingismaður“ í lög-
um um þingfararkaup
á að lesa „alþingismað-
ur sem er kona“ en
eins og hlýtur að vera
kunnugt eru nokkrir
karlar á þingi í bland
við konurnar þar.
Nú veit ég svo sem
eftir viðræður við þing-
menn og embættis-
menn að það var ekki
meining þeirra sem frá
upphaflega frumvarpinu um þing-
fararkaup gengu að jafna rétt kynj-
anna. Upphaflega stóð í drögunum
að rétturinn til greiðslna í fæðingar-
orlofi væri bundinn við alþingis-
menn sem væru konur. En þeir
voru nokkrir þingmennirnir sem
vöktu athygli á því að þetta ákvæði
stríddi gegn sjónarmiðum jafnrétt-
is. Og þeir voru nokkrir sem áttu
erfítt með að kyngja þessu eftir að
vera nýbúnir að samþykkja sér-
stakan mannréttindakafla stjórnar-
skrárinnar. Þar var meðal annars
tekið fram að karlar og konur skuli
njóta jafns réttar í hvívetna. Og að
fengnum þessum athugasemdum
þingmanna var frumvarpinu breytt,
þar var réttur kynjanna jafn.
En því sem menn treystu sér
ekki til að segja í lögunum hefur
nú verið smyglað inn í sérstökum
reglum. Að sjálfsögðu stenst það
ekki að reglur geti á þennan hátt
þrengt lög. Að sjálfsögðu standast
Nú er að sjá hvort allur
þingheimur, segir
Ingólfur Gíslason, er
jafngefinn fyrir ilm-
vatnslausnina og for-
sætisnefndin.
reglur forsætisnefndar ekki heldur
áðurnefnt ákvæði stjórnarskrár.
Málið allt sýnir ljóslega hvílíkt end-
emis klúður öll málefni fæðingaror-
lofs eru hérlendis en eins og lagt
var af stað sýndist vilji vera til leið-
réttingar. Hér var komið tækifæri
til að taka af sanngirni á fæðingar-
orlofsmálum. Viðbrögð forsætis-
nefndar urðu þó þau að sleppa því
tækifæri og styrkja misréttið í sessi
þó svo reynt væri að gera það í
felum. Má einna helst líkja við-
brögðum forsætisnefndar við það
þegar menn grípa til þess ráðs að
skvetta á sig ilmvatni í stað þess
að þrífa sig.
Því miður virðist ekki vera nokk-
ur möguleiki til að láta á málið
reyna fyrir dómstólum nema ein-
hver sem á persónulegra hagsmuna
að gæta (þingmaður) geri það og
er hér með lýst éftir slíkum. Þing-
menn geta þó risið upp og and-
mælt þessum gjörningi.
Og er nú eftir að sjá hvort allur
þingheimur er jafngefinn fyrir ilm-
vatnslausnir og forsætisnefndin.
Höfundur er starfsmaður á Skrif-
stofu jafnréttismála og ritari
karlanefndar Jafnréttisráðs.
Ingólfur V.
Gíslason.
Á ég að þora?
SKYLDU margir hafa velt því
fyrir sér hvers vegna Móses las
ekki upp boðorðin 10 eftir að Guð
hafði komið þeim til hans heldur
fékk Aron bróður sinn til þess að
lesa þau upp fýrir sig. Biblían seg-
ir að hann hafi vikist undan því
vegna talerfiðleika, en margir telja
að það hafi verið
vegna þess að hann
stamaði. Aðferðin sem
hann notaði til þess að
komast hjá því að
stama, þ.e. að láta
annan tala fyrir sig,
er einmitt mjög algeng
hjá þeim sem stama.
Stami er oft líkt við
ísjaka. Einungis tíundi
hluti hans stendur upp
úr, er sjáanlegur, en
undir yfirborðinu eru
níu tíundu hlutar. Þeg-
ar þú talar við þann
sem stamar heyrir þú
kannski að hann stam-
ar, en það er bara lítið
brot af vandamálinu.
Undir niðri er hann að beijast við
alls konar tilfmningar eins og
hræðslu, skömm o.fl. sem stafa af
staminu. Þessar tilfinningar auka
stamið sem aftur eykur þessar til-
fínningar þannig að þetta verður
vítahringur. Fólk gerir sér líklega
ekki grein fyrir þeirri innri baráttu
og vanlíðan sem sá sem stamar
þarf að ganga í gegnum áður en
hann tekur til máls, jafnvel þótt
ekki sé um fjölmennan hlustenda-
hóp að ræða.
Að lifa með stam
Af þeim börnum sem byrja að
stama er talið að um fjórðungur
haldi áfram að stama fram á full-
orðinsárin. Stamið hefur veruleg
áhrif á líf fólks. Margir einangrast
félagslega, skólaganga verður ekki
alltaf eins og efni stóðu til og
margir velja sér lífsstarf sem ekki
krefst mikillar tjáningar. Flestir
þeirra sem stama upplifa stundir
eins og vitnað er til hér að ofan.
Það má nærri geta hvort Móses
hafi ekki viljað koma sjálfur fram
með boðskapinn frá Guði. En hann
lagði ekki í það vegna ótta og það
er þessi ótti sem flestir þeirra sem
stama þurfa að lifa við
á hverjum degi. Á ég
að þora að tala? Get
ég komið því frá mér
sem ég vil segja? Verð
ég mér til skammar?
Hvað er hægt að
gera
Miklar rannsóknir
hafa verið gerðar á
stami undanfarna
áratugi, en engin
skýring fengist á því
hvers vegna fólk
stamar. Hins vegar
koma stöðugt fram
betri leiðir til meðferð-
ar á stami. I dag eru
ýmsar leiðir viður-
kenndar sem árangursríkar við
meðhöndlun á stami hjá fullorðn-
um. Þær taka hins vegar yfírleitt
mjög langan tíma, vegna þess
hversu ríkur þáttur stamið er orðið
í persónuleika þess sem stamar.
Það skiptir máli að byija
snemma Það er því gríðarlega mik-
ilvægt að grípa fljótt inn í þegar
barn byijar að stama, helst strax
á leikskólaaldri. Þannig má taka á
vandamálinu áður en það verður
alltof erfitt viðfangs.
Að tala um stamið
Enn í dag er sú skoðun ríkjandi
að stam sé eitthvað sem ekki má
tala um og því eru margir, bæði
fullorðnir sem stama og foreldrar
barna sem stama, mjög á móti því
að ræða um stamið. Það eru dæmi
um börn sem hafa haldið að þau
séu haldin einhveijum alvarlegum
sjúkdómi, svo alvarlegum að eng-
inn talar um hann. En því skyldi
ekki vera eins eðlilegt að tala um
hökt í tali vegna talmeins eins og
helti vegna fótameins? Barnið bið-
ur um plástur ef það meiðir sig,
auðvitað á það líka að fá hjálp ef
talfærin virka ekki eðlilega.
Málbjörg
Málbjörg er félagsskapur fólks
sem stamar. Markmið félagsins eru
m.a. að auka þekkingu á stami og
ijúfa þann þagnarmúr sem ríkt
Það er gríðarlega mikil-
vægt, Benedikt Bene-
diktsson, að grípa fljótt
inn í þegar barn byijar
að stama.
hefur kringum þetta vandamál.
Félagið hefur líka reynt að hafa
áhrif á yfírvöld til að þjónusta við
börn sem stama verði viðunandi.
Því miður er víða pottur brotinn í
þeim efnum, bæði á leikskólastigi
og grunnskólastigi, þrátt fyrir að
börn eigi skýran rétt á nauðsyn-
legri hjálp samkvæmt lögum. Allir
sem koma að málinu viðurkenna
þennan rétt, en spurningin virðist
vera úr hvaða vasa á að borga.
Allir þeir sem vilja vita meira
um Málbjörgu, stam eða annað því
tengt, eða vilja tala við einhvern
um þessi mál eru velkomnir á fund
sem félagið heldur í sal Félags
heymarlausra, Laugavegi 26,
þriðjudaginn 17. október kl. 20:30.
Athugið að gengið er inn frá Grett-
isgötu.
Höfundur er formaður Málbjarg-
ar, féhigs um stam.
Benedikt
Benediktsson