Morgunblaðið - 10.10.1995, Síða 39

Morgunblaðið - 10.10.1995, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 39 honum tókst að lifa lífinu af fullri reisn allt til enda. Það hefði ekki verið að skapi þessa hjartahlýja heiðursmanns að láta aðra ala lengi önn fyrir sér. Kæri Helgi. Eg og fjölskylda mín þökkum samveruna, alla hlýj- una, ljúfmennskuna og glettnina. Guð blessi þig. Ragnar. Helgi Einarsson var einn af þeim heiðursmönnum, sem setti mikinn svip á umhverfi sitt og borgarbraginn allt fram á síðasta dag, er hann safnaðist til feðra sinna, níræður að aldri. Spakmæli Æskýlósar: „Maður verður aldrei of gamall að læra eitthvað nýtt,“ átti vel við hann. Snemma á áttunda áratugnum, þegar ég fór að venja komur mín- ar á myndlistarsýningar hér í borg, varð vörpulegur eldri herramaður oft á vegi mínum. Þar var kominn Helgi Einarsson, húsgagnasmíða- meistari, sem ég var málkunnugur frá þeim árum sem hann rak Loft- ið, á Skólavörðustíg 4. Með árun- um tókst góð vinátta með okkur og tók hann gjarnan að sér að ramma inn málverk og myndir fyrir mig, allt fram á þetta ár. Á unglingsárum mínum heyrði ég oft talað með virðingu um hús- gagnasmíðaverkstæði Helga Ein- arssonar. Það var þá landsþekkt fyrir vönduð og falleg húsgögn, sem voru sannkölluð völundar- smíði. Þegar Helgi hætti rekstri, snemma á sjöunda áratugnum, tók hann sig til og opnaði Loftið, glæsilega gjafavöruverslun, sem sérhæfði sig í sölu á Feneyjakrist- al, en uppi á lofti var gallerí. Gamla og virðulega húsið. á Skólavörðustígnum gerði Helgi upp á listrænan og smekklegan hátt, sem honum einum var lagið. Á þeim árum, þegar helst átti að rífa öll gömul hús og afmá sjáan- leg menningarverðmæti liðins tíma, var það hrein opinberun að sjá þetta fallega hús rísa úr ösku- stónni og eftir því var tekið. Ekki spillti fyrir að hvergi var ánægju- legra að koma og versla tækifær- is- og jólagjafir. Helgi sýndi við- skiptavinum sínum hlýju og ljúf- mennsku og var allur að vilja gerð- ur til þess að aðstoða og leiðbeina með val á gjöfum. Rúmlega sjötug- ur að aldri hætti Helgi rekstri verslunarinnar og var mikil eftir- sjá listunnenda, því þar ríkti sann- kallaður heimsbragur. Fjarri lagi var að Helgi settist í helgan stein. Þvert á móti innrétt- aði hann bílskúrinn við heimili sitt á Sporðagrunni 9, og rak þar inn- römmunarverkstæði á annan ára- tug. Helgi sýndi okkur samferða- mönnunum fram á það, að heldur betur er líf eftir sjötugt. „Jafnvel í hárri elli bera þeir ávöxt.“ Sálm. 92:15. Innan tíðar urðu mikil um- svif á verkstæðinu, enda meistar- inn þekktur fyrir vandað hand- bragð. Myndlistarmenn og listunn- endur lögðu leið sína til Helga, enda laðaði hann fólk að sér með glaðværð og persónutöfrum sín- um. í kringum þessi umsvif mynd- aðist nokkurskonar „listaakadem- ía“ lærðra jafnt sem leikra, þar sem umræðurnar snerust um myndlist, innrömmun og uppheng- ingu listaverka. Margir viðskipta- vinanna urðu vinir og kunningjar Helga og kynntust stöku sinnum sín á milli. Þegar málverk var keypt var það ekki fullbúið fyrr en eftir að Helgi var búinn að sjá það og fara um það höndum og ljúka innrömmuninni. Oftast nær tók góða stund að rökræða við hann hvernig umgjörð myndin ætti að fá. Helgi miðlaði af þekkingu sinni og reynslu. Hann sagði að það væri ekki sama hvernig mynd er römmuð inn. Hafa bæri í huga lögun rammans og list, allt þyrfti að spila saman við málverkið og vera eins og ein heild. Ef ekkert gekk upp átti Helgi í fórum sínum innrömmunaraðferð sem hann þró- aði og nefndi „fljótandi ramma“. Hann varð fljótt þekktur fyrir þessa tækni sína og mæltu ákveðn- ir Iistmálarar með henni fyrir verk- in sín. Það er eins og myndin fljóti á rammanum, þar sem misbreið glufa er höfð á milli myndar og ramma og sést í mismunandi lit á milli, þann sem fer best við mynd- ina. Að lokinni innrömmuninni naut listaverkið sín að fullu og varð skarpara og áhrifameira. All- ar þessar hugleiðingar reyndust mönnum frábær skóli í innrömm- unarfræðum, því var engin furða þótt yngri kynslóð myndlistar- manna leitaði í smiðju Helga eins og raun bar vitni. Helgi var lífsins maður, kátur, hress og jákvæður og hafði alltaf um póg að ræða. Naut hann þess ríkulega að lifa og sjá alfarið um sig sjálfur allt til dauðadags. Heimili hans stóð vinum opið og boðið var upp á spjall, kaffi og stöku sinnum „bijóstbirtu". Það var einstök menningarmiðstöð, „gallerí" með skúlptúrum og málverkum hang- andi á veggjum hvar sem augað eygði og pláss var fyrir hendi. Helgi var listunnandi í orðsins fyllstu merkingu. Hann naut þess að viða að sér listaverkum eftir samferðamenn sina, marga hveija sem hann innrammaði fyrir. Naut hann nærveru og áhrifa frá lista- verkunum og hafði ánægju af því að sýna myndirnar og segja frá sögu og stíl hverrar myndar fyrir sig. Vel var fylgst með framþróun og nýjungum í listastefnum sam- tímans. Helgi lagði áherslu á „nú- tíma myndlist". Hann sagði: „Það er óþarfi að hafa nákvæma spegil- mynd hluta eða náttúrunnar á striganum". Ánægjulegast er að njóta innblásturs listamannsins sjálfs á myndfletinum. Þær mynd- ir gera þá kröfu til skoðandans að hann þarf að takast á við mynd- ina og sjá hana út i sínu rétta ljósi, þ.e. ríma á móti hálfkveðinni vísu. Þvílík myndverk gera þær kröfur til áhorfandans að takast á við skynjunina á myndfletinum. Að lokum nýtur áhorfandinn þess að hafa uppgötvað myndina. Lifandi eru þau listaverk sem menn sjá stöðugt í nýju ljósi frá morgni til kvölds, degi til dags og frá einni árstíð til annarrar. Allt eftir því hvernig birtan leikur um mynd- verkið. Með árunum fórum við Helgi í heimsóknir til valinkunnra lista- manna á vinnustofur þeirra. Við skoðuðum myndirnar full- og/eða hálfunnar, ræddum við listmálar- ann um hugmyndina á bak við verkið. Þannig fannst Helga hann komast í nánust kynni við lista- verkið. Á tíðum var nýtt og jafn- vel hálfþornað málverk valið og haft með sér heim. Þannig kom í ljós lifandi áhugi Helga á lista- verkum. í ágúst sl., skömmu eftir ní- ræðisafmælið, áttum við saman ánægju- og eftirminnilega kvöld- stund á heimili Helga. Hann var glaður og reifur eins og jafnan og sagði mér frá því hvernig hann hélt uppá afmælið sitt hinn 25. júlí sl., vestur í ísafjarðardjúpi með fjölskyldu sinni. Talið barst að lífs- hlaupi hans sjálfs. Unun var að hlýða á frásagnir, sem hann dró upp svo lifandi og myndrænar, lýsingar allt frá æskuheimilinu á Hróðnýjarstöðum í Dölum fram til dagsins í dag. Já, Helgi mundi tímana tvenna í lífsbaráttu fólks- ins í landinu og vinnubrögðum, fornum og nýjum. Frásagnirnar spunnu lungann af 20. öldinni. Þar sem ég sat gegnt sögu- manni og hlýddi á frásagnirnar var eins og ég hefði upplifað ferð- ina með honum, þrátt fyrir hálfrar aldar aldursmun okkar á milli. Mér lék forvitni á að vita af hveiju þessi mikli listáhugi staf- aði. Þá sagði Helgi mér frá því að hann hafi fundið það snemma að bústörf ættu ekki við hann eins og til var ætlast og aldarháttur var á þeim tíma. „Ég fann á mér listræna sköpunarþörf og að verða listmálari eða myndhöggvari. Þeg- ar ég færði það í tal við föður minn, hafnaði hann þeirri hug- mynd og sagðist ekki styðja mig til annars náms en húsasmíða, þar sem framtíð var í þeirri iðngrein eins og raunin varð á.“ Þannig var lífsstefnan tekin, þvert á vilja og áhuga unglings- ins, eins og títt var á fyrri hluta aldarinnar. Húsasmíðanámið þró- aðist í húsgagnasmíði, sem varð lengstum lífsstarf hans. Þannig nýttust honum listrænir hæfileikar og sköpunarþörf til þess að hanna og smíða húsgögn fyrir lands- menn. Vönduð húsgögn eru með réttu listaverk út af fyrir sig, sem gleðja augað og setja mikinn svip á umhverfið og bera hönnuðum og framleiðendum gott vitni. Mannlífið er í senn litskrúðugur og flókinn vefur. Sumt fólk virkar „aldurslaust", það getur verið á hvaða aldri sem er, alla ævi. Helgi Einarsson var litríkur þráður í þeim vef. Ármann Reynisson. Langri, farsælli ævi er lokið, þegar Helgi Einarsson húsgagna- smíðameistari hverfur af jarðvist- arsviðinu, níræður að aldri. Helgi lauk námi í húsasmíði árið 1929 hjá mági sínum, Daníel Tómas- syni, bónda og smið á Kollsá í Hrútafirði. Sama ár fluttist Helgi til Reykjavíkur og hóf nám í hús- gagnasmíði hjá öðrum mági sínum, Árna J. Árnasyni, sem rak verk- stæði í Skólastræti. Þar vann Helgi í 8 ár, eða þar til hann hóf rekstur eigin húsgagnavinnustofu vorið 1937, sem hann rak allt til ársins 1975, eða í 38 ár, þar af í eigin húsnæði í Brautarholti 26 síðustu 30 árin. Margt manna vann hjá Helga gegnum árin og 8 nemar í húsgagnasmíði luku námi frá vinnustofu hans. Nokkur seinni árin rak Helgi húsgagnaverlsun við Nóatún, jafn- hliða verkstæðinu og seldi þar einn- ig Feneyjakristalinn svonefnda. eftir 1975 opnaði Helgi verslun á Skólavörðustíg 4 með kristalinn áfram og lítinn sýningarsal uppi, sem hann nefndi Loftið. Þetta fyrir- tæki rak Helgi í nokkur ár við góðan orðstír. Síðustu æviárin var hann með innrömmunarstofu í bíl- skúmum sínum í Sporðagrunni 7. Þar var oft nóg að gera fyrir mann á efri árum, því iðjulaus vildi hann ekki vera. Öll umsýsla hans við fyrirtækin bar vott um vandaða vinnu og snyrtimennsku, enda var Helgi mikill fagurkeri og elskur að öllum listum. Allir, sem til hans þekktu, vissu og sáu, svo ekki varð um villst. Heimili hans var sem undra- heimur, prýtt miklum fjölda lista- verka eftir marga af okkar ágætu listamönnum. Bókakostur Helga var í betra lagi, enda las hann mikið. Hann dáði marga íslenska höfunda og þá ekki síst mág sinn, Jóhannes úr Kötlum. Ekkja Jóhannesar, Hróðný Einarsdóttir, er nú ein eft- irlifandi systkinanna frá Hróðnýj- arstöðum. Biðjum við henni Guðs blessunar. Kynni okkar Helga Einarssonar hófust er ég réðst til vinnustofu hans í Brautarholti haustið 1947 og starfaði þar til vors 1973, eða nær 26 ár. Fyrstu kynni þróuðust strax upp í vináttu, sem varað hef- ur æ síðan, eða því sem næst í hálfa öld. Við hjónin viljum að lokum þakka það að hafa eignast Helga að vini og notið leiðsagnar hans og vináttu öll þessi ár. Þær eru óaldar ánægjustundirnar, sem við höfum notið á heimili hans eða í návist hans. Við biðjum börnum hans, ásamt frændliði öllu, blessunar um ókom- in ár. Bolli A. Ólafsson. • Fleiri minningargreinar um Helga Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Einlægar þakkir fyrir vinsemd við fráfall og jarðarför ARNAR YNGVASONAR. Starfsfólki ó hjúkrunarheimilinu Skjóli, svo og starfsfélögum hjá Ríkiskaupum, flytjum við sérstakar alúðarþakkir. Guðrún Jónsdóttir Bergmann, Steinunn H. Yngvadóttir, Hörður Einarsson, Óttar Yngvason, Birna Dani'elsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður og fósturmóð- ur okkar, JÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR . frá Urriðakoti, Kleppsvegi 124. Sérstakar þakkir til lækna og annars starfsfólks lyflæknisdeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Ragnar Júlfusson, Hildur Jónsdóttir og fjölskyldur. t Einlæg þökk fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR. Einnig færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Skjóls sérstakar þakkir. Baldur Freyr Guðjónsson, Hilmar G. Guðjónsson, Jóhannes Þ. Kristinsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, SVANLAUGS GARÐARSSONAR, Marargötu 5, Grindavik. Sigrfður S. Gunnlaugsdóttir, Þröstur Jónsson, Ellert Olgeirsson, Garðar Svanlaugsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við útför SIGRÍÐAR TÓMASDÓTTUR (Sissu), áður til heimilis f Eskihlíð 9. Skúli Ágústsson, Tómas Skúlason Ágústsson, Takako Ágústsson, Ágúst Skúlason Ágústsson, Lesley Ágústsson, Sigrún Skúladóttir Ágústsson, René Pinal og barnabörn. Lokað í dag, þriðjudaginn 10. október, vegna jarðafarar HELGA EINARSSONAR. Gleraugnahúsið hf., Templarasundi 3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.