Morgunblaðið - 10.10.1995, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 10.10.1995, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Hermaður Bjöm Frá Hinrik Fjeldsted: I ÉG HUGSA oft um það hvað fær menn til þess að leggja éitthvað fram eða segja hluti sem geta ekki staðist og ekki er gerlegt að framkvæma. Eitt slíkt mál er nú í fjölmiðlum, það er tillaga Björns Bjarnasonar um Þjóðvarðliðið. Björn Bjarnason vill setja á laggirnar þjóðvarðlið. Þetta vill hæstvirtur menntamálaráðherr- ann gera með einhver óskiljanleg sjónarmið að leiðarljósi og í viðtali við hann nýlega er hann ekki á þeim buxunum að gefast upp fyrir fá- vissri þjóð sem er ekki svo mikið á móti hugmyndinni að hans mati. Samt voru 9 af hveijum 10 á móti þessari hugmynd. Eg er þeirrar skoðunar að ráðherrar þessarar rík- isstjórnar séu ekki í tengslum við almenning í þessu landi. Þeir hlusta að minnsta kosti ekki á fólkið í land- i inu. Ef Björn ætlar að setja á fót her í þessu landi, þar sem þessi þjóð hefur á alþjóðavettvangi auglýst sig | sem friðsama þjóð án hers. Hefur Björn Bjarnason hugleitt hvernig hann ætlar að ijármagna hugmynd sína, þegar ekki var einu sinni til fjármagn til kaupa á þyrlu fyrir land- helgisgæsluna. Sem að mínu mati var miklu þarfari málaflokkur en þessi. Kannski er hér komin róttæk leið hjá Birni að útrýma atvinnu- leysi. Kannski höfum við ekki skilið hann rétt. Það má vera að Björn sé raunverulega vinur litla mannsins. Björn heldur að það séu ekki þarf- ari málaflokkar sem þurfa bæði fjár- magn og úrlausnar við. Þingmenn ríkisstjórnarinnar gera hveija vit- leysuna af annarri og af aðgerðum þeirra og hugmyndum og þá sérstak- lega málflutningi mætti halda að þeir væru í einhveijum ímynduðum heimi þar sem þeir þurfa ekki að takast á við vanda þjóðfélagsins heldur að leggja fram tillögur um námskeið fyrir atvinnulausa eða þjóðvarðlið og aðrar eins fáránlegar hugmyndir. Eg hef velt því fyrir mér þegar Björn sagði í þessu sama viðtali að skyldur hermanna yrðu að veija opinberar byggingar á ófrið- artímum. Kannski er hræðsla komin í ráðherrann, kannski er hugsun hans að þjóðvarðliðið eigi að verja Alþingishúsið. Það veitir kannski ekki af vegna reiði fólks við- launa- uppbót þingmanna, sérstaklega þeg- ar alþingismenn halda statt og stöð- ugt í ákvörðun sína um uppbót. Ég heyrði að einhver vinnustaður úti á landi hefði staðið fyrir söfnun fyrir bágstadda þingmenn. Söfnuðust 322 kr. sem sagðar voru mundu skiptast jafnt á milli þingmanna. Kannski á að nota þjóðvarðliðið til þess að ná fram kjarabótum þingmanna með valdi. Þingmenn miða laun sín við starfsbræður sín í Skandinavíu. En þeir gleyma ýmsum staðreyndum þar eru lágmarkslaunin hærri en hér, þannig að hlutfall á milli lægstu launa og launa þingmanna er ekki hærri þar en hér. En þeir verða að gera það upp við sig að ef þeir vilja hærri laun verður ábyrgðin og sið- ferðið að vera í samræmi við launin. Vilji þeir hærri laun verða þeir að axla meiri ábyrgð. Aukin siðferðisleg ábyrgð þeirra sem setjast á þing er þáttur sem á fyrir löngu að vera búið að ganga frá. Sem sagt, allt í lagi að borga há laun en ef þingmað- ur er brotlegur í starfi á hann að víkja úr stól. Hér á landi geta menn setið sem fastast þrátt fyrir að liggja undir ámælum fyrir vanrækslu í starfi. Ef þingmenn leggðu sama kraft í að leysa vanda fólks í þessu landi og að beita sér í þessum fáránlegu hugmyndum værum við á grænni grein. Hér gera menn lítið úr at- vinnuleysinu, lítið úr fólksflótta landans til Norðurlandanna. Og þeir gera lítið úr því að kaupauki þeirra sé gjörsamlega úr öllu samhengi við núverandi samninga verkalýðsfor- ustunnar. Að forsendur samninga séu brostnar. Efnahagsbatinn hefur ekki skilað sér til fólksins, og mun ekki gera það um komandi ár því batinn skal fara í hernað. HINRIK FJELDSTED, sölumaður. Herkvaðning - til hvers? I Forðumst franska fram- leiðslu Frá Hrafnhildi Gunnarsdóttur: EINS og fram hefur komið í heims- fréttunum undanfarna daga, hafa Frakkar hundsað tilmæli og mót- mæli fjölda þjóða um að hætta til- raunum sínum í frönsku Pólýnesíu og sprengt aðra kjarnorkusprengju við_Muroroa-eyju. Ég vil beina því til fólks sem blöskra þessar tilraunir Frakka að láta til sín taka og einfaldlega hætta að kaupa franskar vörur eins og t.d. franskt vín og kaupa vín frá einhveiju öðru landi. Með því að halda áfram þessum tilgangslausu kjarnorkuvopnatilraunum hafa frönsk yfirvöld sýnt yfirgengilegt tillitsleysi við íbúa Muroroa-eyju, nágranna þeirra og reyndar við all- an heiminn. Það er fyrir neðan allar hellur að stórþjóð eins og Frakkland láti sér koma til hugar að sprengja geislavirk gjöreyðingarvopn sín í bakgarði annarrar þjóðar, en ekki sér maður þá framkvæma þessar afdönkuðu tilraunir sínar í Atlants- eða Miðjarðarhafinu. Ef svo væri ætli það myndi ekki snúa örlítið öðruvísi að okkur Evrópubúum? Afleiðingar þessara kjarnorku- sprenginga eru ófyrirséðar á lífríki sjávar við Muroroa en ekkert laun- ungarmál er með hörmulegar af- leiðingar á notkun slíkra vopna á stríðstímum. Skemmst er að minn- ast 50 ára afmælis kjarnorkuárasar Bandaríkjamanna á Nagasaki og Hiroshima. Ég vil hvetja frönsk stjórnvöld til þess að sjá að sér í þessu máli hið snarasta og hætta þessum tii- raunum strax. Þangað til ættum við íslendingar að sýna samstöðu, senda skrifleg mótmæli til sendiráðs Frakka stíluð á sendiherra þeirra hr.' Centoni Túngötu 22, 101 Reykjavík og setja áhrifaríka pressu á Frakka með því að hætta að kaupa franskar vörur. Frá Ásmundi U. Guðmundssyni: EKKI hafði ég hugsað mér að blanda mér í þá fáránlegu orðaræðu núver- andi menntamálaráðherra Bjöms Bjamasonar um heimavamarlið með vopnaburði, sem hann hóf nú nýver- ið, en eftir lestur á pistli Gunnar Ólafssonar, Traðarlandi 14, Reykja- vík, sem hann nefnir Mini-her á ís- landi og birtist í Morgunblaðinu 20. september í ár, er full ástæða til að andmæla. í umræddum pistli gleypir höfundur herkvaðningarræðu menntamálaráðherra hráa og miklar fyrir sér ímyndaða óvini, sem eiga að hertaka margar opinberar bygg- ingar á landi hér. Vopnaburður var hér á Sturlungaöld, þá fengu margir hausar að fjúka án sýnilegs tilefnis. Oftar var þó tilefni til. Þorgeir Há- varsson sneiddi hausinn af smala- manni að tilefnislausu bara vegna þess að hann stóð vel við höggi. Nú skal uppheQa orðræðu um vopna- burð, sýnilega í þeim eina tilgangi að einn og einn óæskilegur hverfí á braut vopnbitinn, en nú með stál eða blýkúlum auk annarra sára. íslend- ingar eru það óstýrlátir í eðli sinu að agi í hvaða formi sem er samrým- ist ekki þeirra lífsmáta. Hertaka á opinberam byggingum er eins iangt í burtu og sóiin frá jörðinni eins og staða heimsmála er nú. Því er slík orðræða um vopnað heimavamarlið út í hött nema ætlunin sé að slá skjaldborg um þessar sálir sem á Alþingi sitja af ótta við átök vegna þeirra skattfijálsu peninga sem þing- menn útdeildu sjálfum sér nú nýlega og sprengdu þar með í loft upp alla kjarasamninga á almennum vinnu- markaði sem g erðir vora nú í vor og liðinn vetur hvað jöfnun launa áhrærir og stöðugleika á vinnumark- aðnum, þó á síðari stigum hafí for- sætisnefndin og aðrir sem að þessu máli stóðu á Alþingi lagt til að greiða bæri skatt af upphæðinni breytir það engu um það er fyrr er skrifað. ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON, Akranesi. TIL S0LU ER ARMUL118 42S FM EFRI HÆÐ TIL SÖLU er um 425 fm full innrétt- uð og vönduS skrifstofu hæð (efri hæð) í Ármúla 18. Skiptist hæðin m.a. í 14 skrifstofuherbergi, afgreiSslu, lítinn sal, tölvuherbergi, 2 geymsluherbergi, eldhús, tvö salerni og sér stigahús. Hluti af útgófustarfsemi Fróða og starfsemi Frjáls framtaks voru í húsnæÓinu í fjölda- mörg undanfarin ár. - Utborgun getur verið lítil ef um traustan W kaupanda er að ræða. Frjálstframtak HéSinshúsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík Sími 515 5500 - Telefax 515 5599. FASTEIGNASTARFSEMI - IANDVINNSIA HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR kvikmyndagerðarmaður. Blab allra landsmanna! PíOT0itW#ItebÍb - kjarni málsins! Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 ^ Löggild bílasala Fjöldi bifreiða á mjög góðum lánakjörum. Bílaskipti oft möguleg. Subaru Legacy 2.0 GL '92, grásans., 5 g., ek. 52 þ. km. V. 1.550 þús. Einnig: Subaru Legacy 1.8 GL Station '91, 5 g., ek. 66 þ. km. V. 1.190 þús. Ford Explorer XLT ’91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ .km., óvenju gott eintak. V. 2.350 þús. Einnig: Ford Explorer XL V-6 ’91, 5 g., ek. 76 þ. mílur. Gott eintak. V. 1.980 þús. MMC Pajero V-6 (3000) ’92, vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn m/öllu. V. 2.850 þús. Honda Civic DXi Sedan ’94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Grand Cherokee Laredo ’93, rauður, sjálfsk., ek. 71 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur o.fl. V. 3.2 millj. Einnig: Grand Cherokee Limited (8 cyl.) ’94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km. V. 4.150 þús. Toyota Corolla 1600 XLi Hatsback ’93, rauður, 5 g., ek. 36 þ. km. V. 1.080 þús. Sk. ód. Subaru Justy J-12 GL II ’90, 5 dyra, sjálfsk., ek. aðeins 57 þ. km. V. 590 þús. Toyota Celica Supra 2.8i ’84, hvítur, 5 g., álfelgur o.fl. 170 ha. Óvenju gott ein- tak.. V. 460 þús. stgr. Toyota Corolla 1.6 GLi Sedan '93, rauð- ur, 5 g., ek. 31 þ. km., rafm. í rúðum, samlæsing, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. Nissan Micra GL '94, 3ja dyra, 5 g., ek. 45 þ. km. V. 780 þús. Peugeot 405 GL ’88, 5 g., ek. 110 þ. km. Gott eintak. V. 490 þús. Toyota Corolla XL Hatsback '91, hvítur, 5 g., ek. 87 þ. km. V. 680 þús. MMC Lancer GLi Sedan ’93, samlitir stuðarar, hiti í sætum o.fl. V. 900 þús. MMC Lancer GLXi ’91, sjálfsk., ek. aöeins 28 þ. km. V. 870 þús. Toyota Corolla GL Sedan ’92, 5 g., ek. 59 þ. km V. 820 þús. MMC Galant GLSi 4x4 '90, þvítur, 5 g., ek. 130 þ. km. V. 990 þús. Nissan Primera SLX 2.0 ’91, 5 g., ek. 83 þ. km. V. 1.050 þús. M. Benz 190E ’84, hvítur, 4 g., ek. 170 þ. km. (ný tímareim o.fl.), spoiler, ABS o.fl. V. 870 þús. MMC L-300 Minibus ’88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl). V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakjör. Nissan Pathfinder EX V-6 (3000) '92, 5 dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur jeppi. V. 2.290 þús. Toyota Corolla 1600 Si Hatsback '94, rauður, 5 g., ek. 19 þ. km., sóllúga, spoil- er o.fl. V. 1.350 þús. Toyota Corolla GTi '88, 5 g., ek. 90 þ. km. V. 650 þús. Wagoneer Limited 4.0 L ’87, sjálfsk., ek. aðeins 79 þ. km., rafm. í öllu, sóllúga o.fl. Toppeintak. V. 1.490 þús. Subaru Legacy Station '91, 5 g., ek. 66 þ. km. V. 1.190 þús. Ódýrir bílar á tilboðsverði Citroen BX 14E '87, 5 g., ek. 140 þ. km., mikið endurnýjaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 230 þús. Ford Escort 1100 ’86, ek. 106 þ. km. V. 250 þús. Tilboðsv. 195 þús. Daihatsu Charade TS ’88, 3ja dyra, 4 g., ek. 119 þ. km., nýskoðaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 270 þús. Citroen CX 2000 ’82, 5 g., góð vél. ný- skoðaður. V. 195 þús. Tilboðsv. 125 þús. Chevrolet Monza 1.8 SLE '86, sjálfsk., ek. 135 þ. km. V. 230 þús. Tilboðsv. 160 þús. Fjörug bílaviðskipti. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.