Morgunblaðið - 10.10.1995, Side 56
0
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995
YERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hugsanlega þarf að fjarlægja skála FÍ á Hveravöllum
Ekkí gert ráð fyrir skál-
anum á aðalskipulagi
EKKI er gert ráð fyrir nýrri skála Ferðafélags íslands á Hveravöllum
í aðalskipulagi fyrir Svínavatnshrepp í A-Húnavatnssýslu og segir Páll
Sigurðsson, forseti Ferðafélagsins, að allar horfur séu á að sú starf-
semi sem félagið hefur verið með á Hveravöllum lamist og reyndar sé
alls óvíst að henni verði haldið uppi í einhveijum mæli til frambúðar.
Elísabet og Sigursteinn.
*
Islenzkir
dansarar
efstir í
London
ELÍSABET Haraldsdóttir og
Sigursteinn Stefánsson lentu í
öðru sæti í gærkvöldi í dans-
keppni í London í flokki 12-15
ára. I keppninni, sem nefnist
„Night of 100 stars“, keppa sex
pör sem eru að áliti dómnefndar
bestu dansaramir í sínum aldurs-
flokki. Þetta var þriðja keppnin
sem Elísabet og Sigursteinn tóku
þátt í á þremur dögum og sigr-
uðu þau í tveimur og urðu í öðru
sæti í þeirri þriðju.
Elísabet og Sigursteinn sigr-
uðu í fyrstu keppninni, London
Open, á laugardag og íslensk pör
lentu einnig í öðru og þriðja
sæti. Brynjar Örn Þorleifsson og
Sesselía Sigurðardóttir náðu
öðru sæti og Benedikt Einarsson
og Berglind Ingvarsdóttir þriðja
sæti.
Á sunnudaginn kepptu pörin
aftur í keppni sem heitir Imper-
ial og sigruðu Sigursteinn og
Elísabet þar einnig. í fimmta
sæti urðu Benedikt Einarsson og
Berglind Ingvarsdóttir og í sjötta
sæti urðu Brynjar Örn Þorleifs-
son og Sesselía Sigurðardóttir.
íslenzku keppendurnir halda
áfram keppnisferðalaginu fram
eftir vikunni. í landakeppni, sem
fram fór á sunnudagskvöld, urðu
íslenzku pörin í þriðja sæti, á
eftir Bretum og Rússum, og
Finnar voru í fjórða sæti.
Ferðafélag íslands hefur um
margra áratuga skeið rekið að-
stöðu fyrir ferðmenn á Hveravöll-
um. Félagið reisti þar skála fyrir
um 60 árum og annan árið 1980.
Að auki hefur félagið komið upp
baðpotti við hliðina á eldri skálan-
um, bifreiðastæði, salemishúsi og
tjaldstæði. Skálaverðir á vegum
Ferðafélagsins hafa sinnt þjónustu
við ferðamenn yfir sumarmánuð-
ina.
Fyrir nærri þremur árum var
gert aðalskipulag fyrir Svínavatns-
hrepp. Páll segir að skipulagið
geri ráð fyrir að nýi skálinn, bif-
reiðastæðið og salernishúsið
hverfi, en eftir því sem hann kom-
ist næst megi gamli skálinn og
baðpollurinn standa. Páll segir að
skipulagið hafi verið gert og stað-
fest án nokkurs samráðs við Ferða-
félagið. Skipulagið hafi hins vegar
verið auglýst í Lögbirtingablaðinu
eins og lög gera ráð fyrir, en fé-
lagsmenn Ferðafélagsins hafi ekki
tekið eftir því fyrr en búið var að
staðfesta skipulagið í umhverfis-
ráðuneytinu. Hann segist líta á það
sem hvert annað slys að þetta
skyldi fara í gegn óbreytt því
Ferðafélagið hefði að sjálfsögðu
mótmælt því harðlega ef það hefði
haft vitneskju um málið.
Nú er unnið að gerð deiliskipu-
lags fyrir Hveravallasvæðið á
grundvelli aðalskipulagsins. Ferða-
félagið hefur gert margvíslegar
athugasemdir við drög að deili-
skipulagi. Páll segir hins vegar að
staða félagsins til að veijast tillög-
um um að skáli félagsins verði fjar-
lægður sé erfið. Búið sé að stað-
festa aðalskipulag og því ljóst að
sú starfsemi sem Ferðafélagið
komi til með að vera með á Hvera-
vollum sé alfarið komin undir vel-
vilja eða duttlungum stjórnenda
Svínavatnshrepps.
Ósk um stöðuleyfi
Ferðafélagið fór í sumar fram á
við hreppsnefnd Svínavatnshrepps
að hún veitti svokallað stöðuleyfi
fyrir núverandi aðstöðu félagsins
í allmörg ár. Sveitarstjómin vísaði
erindinu til bygginganefndar
hreppsins til umsagnar og þar er
málið enn. Páll segir að ef erindi
félagsins um stöðuleyfi verði hafn-
að myndi félagið kæra málið til
umhverfisráðuneytisins og jafn-
framt verði hafðir uppi fyrirvarar
um frekari kröfugerð af hálfu fé-
lagsins síðar ef skipulagsaðgerðir
komi til með að skerða hagsmuni
þess.
í nýju aðalskipulagi fyrir Svína-
vatnshrepp er gert ráð fyrir að
byggð verði þjónustumiðstöð við
þann stað sem skáli Ferðafélagsins
stendur á nú. I sumar voru settar
upp stikur þar sem þjónustumið-
stöðinni er ætlað að rísa.
Gáfu nýja síld
HAGKAUP og fiskbúðin Sæ-
björg stóðu sameiginlega að
kynningu á ferskri síld á bíla-
plani Hagkaups í Skeifunni I
gær. Þar gat almenningur nálg-
ast uppskriftir á síld og fengið
ferska, heila síld gefins. Birgir
Guðmundsson hjá Sæbjörgu seg-
ir að margir vilji fá síldina heila
og flaka hana og leggja í krydd-
lög sjálfir. Birgir segir að ný
síld sé ekki oft á boðstólum og
því hafi menn viljað bjóða fólki
að komast yfir slíkt hráefni í
tilefni þess að síldveiðar eru
hafnar af fullum krafti.
Hagstofa íslands birtir vísitölu neysluverðs fyrir októbermánuð
Verðbólguhraðinn 5%
síðustu þijá mánuðina
VERÐBÓLGUHRAÐI á íslandi síð-
ustu þijá mánuðina á mælikvarða
vísitölu neysluverðs hefur verið 5%
og hefur ekki mælst jafnmikill síð-
ustu tvö árin. Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands íslands, segir að
þetta sé þörf áminning til stjóm-
valda og Benedikt Davíðsson, for-
seti Alþýðusambands íslands, segir
að hækkunin síðustu þijá mánuði
sé hættumerki.
Vísitala neysluverðs, sem Hag-
stofan reiknar út og birt var í gær,
hækkaði um 0,5% milli mánaðanna
september og október og það er
fy'órði mánuðurinn í röð sem mánað-
arleg hækkun visitölunnar er vem-
lega meiri en þijú misserin þar á
undan. Þessi hækkun vísitölunnar
jafngildir 5,7% verðbólgu á heilu
ári, en síðustu sex mánuði hefur
visitalan hækkað um 3,6% umreikn-
að til árshækkunar og hækkunin
síðustu tólf mánuðina er 2,4%.
Margt sem þrýstir á samtímis
Benedikt Daviðsson, forseti ASI,
segir að hækkun vísitölunnar síðustu
Vísitala neysluverðs
1993-95 Breyting síðustu
þrjá mánuði
reiknuð til
árshækkunar
8 '"
Okt.’95
5,0%
19 9 3 P 9 9 4 19 9 5
J A J 0 A J 0 J A J 0
þijá mánuði sé úr takt við það sem
reiknað hafí verið með. Þama séu
viss hættumerki á ferðinni, eins og
hann hafí áður bent á. Að hluta til
kunni þó að vera tímabundnir þættir
sem valdi þessari hækkun, en þetta
séu engu að síður vísbendingar til
manna um að vera á varðbergi.
Aðspurður hvort kjarasamningar
kunni að vera i hættu vegna þessara
verðlagshækkana sagðist Benedikt
ekki vilja draga neina ályktun af
þessari mælingu í þvi sambandi „en
það er hins vegar mjög margt sem
þrýstir nú á samtimis,*1 sagði Bene-
dikt.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði að fram-
kvæmdastjóm VSÍ hefði séð ástæðu
til að álykta um verðlagsmál fyrir
tæpum tveimur mánuðum síðan, þar
sem lýst hafi verið sérstökum
áhyggjum vegna verðlagsþróunar og
brýnt hafí verið fyrir stjómvöldum
að grípa til ráðstafana einkum að
því er varðaði matvælaverð, enda
væri það á verksviði stjórnvalda að
skapa skilyrði fyrir verðmyndun
meðal annars á matvælamarkaði.
Þórarinn sagði að í kjarasamning-
unum væri miðað við það að verð-
bólga hér á samningstímabilinu í
heild yrði áþekk því sem gerðist í
viðskiptalöndunum. í því fælist að
verðbólga á þessu tveggja ára samn-
ingstimabili mætti ekki fara umfram
7-8%. Það yrði þvi jafnt að horfa
fram og aftur í timann þegar þetta
væri metið og spár VSÍ um 2-2,5%
verðbólgu á árinu virtust ætla að
ganga eftir, þannig að þróunin á
árinu í heild væri út af fyrir sig ekki
áhyggjuefni.
Erfitt að skýra verðlag á
sveppum með sólarleysi
Þórarinn sagði að þetta sýndi hins
vegar að ábendingar VSÍ gagnvart
stjórnvöldum um að nauðsynlegt
væri að grípa til aðgerða til að auka
samkeppni á matvælamarkaði hefðu
verið mjög tímabærar fyrir sex vik-
um þegar þær voru settar fram.
„Við horfum á það að í þessari verð-
mælingu eru enn að koma fram
hækkun vegna hækkunar á græn-
metisverði. Eg hef heyrt forsætis-
ráðherra skýra verðlag á grænmeti
með slæmu tíðarfari. Það má eiga
við um einhveija hluti, en það er
erfitt að skýra verðlag á sveppum
með sólarleysi í sumar,“ sagði Þór-
arinn.
■ Um 5% verðbólga/16