Morgunblaðið - 13.10.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.10.1995, Qupperneq 2
2 D FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BÚSETAHREYFINGIN hefur á fimmta hundrað íbúðir víða um land innan vébanda sinna. Fyrsta húsið var við Frostafold í Reykjavík. Húsbréfaviðskipti Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna LANDSBRÉF HF. Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi Islands. Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. 12.531 krónu í húsaleigubætur og sá í félagslegu eignaríbúinni fær í vaxtabætur kr. 5.782 krónur. í öðru dæmi í bæklingi Búseta- hreyfingarinnar er borinn saman mánaðarlegur kostnaður við þann sem fjárfestir í almennum búsetu- rétti og hinum sem fjármagnar hús- næðiskaup sín gegnum húsbréfa- kerfið. í báðum tilvikum er gert ráð fyrir 9 milljóna króna íbúð og að viðkomandi hafi tveggja milljóna króna árstekjur. Sá sem kaupir al- mennan búseturétt þarf að leggja fram 10% eða 900 þúsund krónur. Afgangurinn er fjármagnaður með láni til 50 ára með 4,5% vöxtum. Sá sem kaupir gegnum húsbréfa- kerfið þarf að leggja fram rúmiega 3 milljónir króna og fær 65% lánað til 25 ára með 5,1% vöxtum. Greiðslubyrði á mánuði er um 49 þúsund krónur í báðum tilvikum en vaxtabætur eru hærri hjá þeim sem kaupir almennan búseturétt eða rúmar 19 þúsund krónur en rúmar 12 þúsund hjá þeim sem kaupir í húsbréfakerfinu. Kostnaður eftir vaxtabætur er því í fyrra tilvikinu kr. 29.997 á mánuði en kr. 37.731 i því síðara. Annars konar ávöxtun Reynir Ingibjartsson fram- kvæmdastjóri Búseta-landssam- bands segir að þeir sem kaupa bú- seturétt fái hann endurgreiddan með verðbótum vilji þeir selja hlut sinn. í stað þess að auka eignarhlut sinn í íbúðinni eins og gerist smám saman í félagslega kerfinu eða þeg- ar keypt er gegnum húsbréf geti menn í búseturéttarforminu nýtt sér þann möguleika að ávaxta fé sitt á annan hátt en með húsnæðiskaup- um. Alls eru nú á fimmta hundrað íbúðir innan vébanda Búsetahreyf- ingarinnar víða um land. Reynir segir að heimilt sé að leigja búsetu- réttaríbúðir í eitt ár, t.d. ef menn flytja vegna náms eða starfa, en þeir sem selja halda félagsnúmeri sínu hjá hreyfmgunni og geta því fljótt átt kost á að kaupa á ný. Morgunblaðið/Sverrir STEINULLINNI blásið á sinn stað. Þessa aðferð segist Jón Þórðarson geta notað bæði við gömul hús og ný. Steinullareinangrun blásið á sinn stað EIN AF aðferðunum við að ein- angra hús er að nota steinull ann- aðhvort í hefðbundnurh rúllum eða plötum eða lausa og er henni þá blásið á sinn stað í útveggjum eða þökum. Jón Þórðarson hefur frá því í vor boðið þjónustu með þessari „blástursaðferð“ og hefur hann tek- ið að sér að einangra bæði gömul hús og nýbyggingar. Um þessar mundir vinnur Jón Þórðarson við að blása steinull í nýbyggingu Ingvars Helgasonar við Sævarhöfða í Reykjavík. Þetta er mjög umfangsmikið verk sem ég bauð í og er undirverktaki hjá Framkvæmd hf. sem tók að sér að reisa húsið, segir Jón er blaðamaður ræddi stuttlega við hann á bygg- ingastaðnum. Ég keypti þennan bíl á liðnu vori af Jóni Valdimarssyni á Akranesi sem hefur starfað við þetta í nokkurn tíma og hef einkum einangrað gömul hús en þetta er ekki síður hentug og fljótleg aðferð við nýbyggingar. Þakhlutinn sem ég er búinn með hér er einir 850 fermetrar og í hann fóru um 8 tonn af steinull og tók sá verkhluti eina fimm daga. Ég á annað eins eftir og síðan örlítið í veggjum en þeir eru þó að mestu gluggar. Fallegur borðkrókur Við verkið notar Jón Volvo F 717 vörubíl með húsi en auk um þriggja tonna birgða af steinullarpokum hefur húsið að geyma blásara sem knúinn er dísilvél. Steinullinni er síðan hellt úr 15 kg pokunum í síló í bílnum og blásið um slöngu á rétt- an stað. Þegar um gömul hús er að ræða borar Jón göt í veggina með hæfilegu millibili til að geta blásið ullinni inn á nógu mörgum stöðum til að fullvissa sig um að hún nái sína leið. Auk þess að nota þessa aðferð við að einangra gömul sem ný hús segir Jón hana einnig henta til dæmis við að hljóðein- angra báta. Jón segist hafa tekið að sér verkefni víða um land og er nú á leið norður til að sinna pöntun- um sem þaðan hafa borist. ÞESSI borðkrókur er er bæði I fallegur og nútímalegur. Blái lit- urinn gefur honum svip og mál- verkið á veggnum undirstrikar hið nútímalega útlit innanstokks- muna. Stólarnir eru hannaðir af danska hönnuðinum Arne Jacob- Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 5 Almenna fasteignasalan us. 11 Ás bls. 32 Ásbyrgi bls. 6 Berg bls. 32 Bifröst bls. 1 5 Borgareign bls. 17 Borgir bls.24 Brú bls. 26« Eignamiðlun bls. 10 og 11 Eignasalan bls. 31 Fasteignamarkaður bls. 8 Fasteignamiðstöðin bls. 19 Finnbogi Kristjánss. bls 26 Fjárfesting bls. 5 Fold bls. 4 Framtíðin bls. 16 Garður bls. 13 Gimli bls. 3 Hátún bls. 30 Hóll bls' 12 og 13 Hraunhamar bls.29 Húsakaup bls. 22 Húsvangur bls. 7 Kjöreign bls 21 Laufás bls. 28 Óðal bls. 20 Skeifan bls. 9 Stakfell bis.24 Valhús bls. 22 Valhöll bls. 14 Þingholt bls. 23 sen. Si I! ■ * e i « R 8 ® * , S§ SS ■ h 8 & S m ism m m a ÍS m * Húsnæðiskostnaður lægri í búseturéttarkerfi en félagslega kerfinu MÁNAÐARLEGUR húsnæðis- kostnaður í félagslegri búseturétt- aríbúð er nokkru lægri en í félags- legri eignaríbúð og getur þar mun- að allt milli 20 og 50% að því er fram kemur í kynningarriti frá frá Búsetahreyfingunni. Er dæmi tekið af hjónum með tvö börn sem búa í íbúð sem kostar 7 milljónir króna og að árstekjur þeirra séu 1.200 þúsund krónur. Kostnaður við bú- seturéttaríbúðina er rúmar 25 þús- und krónur á mánuði en rúmar 31 þúsund við félagslega eignaríbúð en að teknu tilliti til húsaleigubóta er hann í fyrra tilvikinu 12.530 og í því síðara kr. 25.593. Búsetahreyfmgin býður uppá þrenns konar búseturétt. í fyrsta lagi er um að ræða félagslegan búseturétt en þá er lán á íbúðinni 90% af byggingarkostnaði til 50 ára með 1% vöxtum. Þarf félagsmaður að vera innan ákveðinna tekju- og eignamarka sem Húsnæðisstofnun setur og á hann rétt á húsaleigubót- um. í öðru lagi er um almennan búseturétt að ræða, einnig með 90% láni til 50 ára en 4,5% vöxtum og hæfir þeim sem eru yfir tekjumörk- um sem Húsnæðissstofnun setur. Þriðji möguleikinn er almennur bú- seturéttur með 30% eignarhlut. Er þá lánað 70% af byggingarkostnaði með 4,5% vöxtum til 50 ára og hvorki tekju- né eignamörk. í tveim- ur síðari tilvikunum eiga menn rétt á vaxtabótum. Húsaleigubætur nýtast betur í dæminu í upphafi er borinn saman kostnaður við félagslega búseturéttaribúð og félagslega eignaríbúð sem kosta sjö milljónir króna og í báðum tilvikum miðað við 1.200 þúsund króna tekjur við- komandi. Mánaðargreiðslur í bú- seturéttaríbúðinni eru kr. 25.061 en í félagslegu eignaríbúðinni kr. 31.375 og skýrist munurinn m.a. á styttri lánstíma í síðara tilvikinu og mun á vöxtum sem er 1% í fyrra tilvikinu en 2,4% í því síðara. Sá sem býr í búseturéttaríbúðinni fær 'f i i I I > I > i i > ! L i I 1 i I t í I i í t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.