Morgunblaðið - 19.11.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 19.11.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 B 9 Stefáns Ögmundssonar. Hluti þess hóps, sem gengið hafði af fundi, var undir forystu Jóns Rafnssonar, er hafði rétt til, sem stjórnarmaður í Alþýðusambandi íslands, að sitja félagsfundi í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Þegar við komum út bauð Stefán Ögmundsson okkur til annars fund- ar í Prentarahúsinu hinum megin götunnar. Gengu þeir Jón og Stefán fyrir sameinuðu liði sínu, innan- og utanhússmanna, yfir í Prentara- húsið. Það skýrðist nú fyrir mér, að allt hafði það verið með ráðum gert af hálfu kommanna að hleypa upp Sjómannafélagsfundinum og hafa tilbúinn liðsauka utanhúss og húsnæði nóg til reiðu nýs fundar. Tilgangur þessa fundar kom strax fram. Það átti að stofna nýtt sjómannafélag. Ég snerist öndverð- ur við þessu ráðabruggi, þegar mér varð ljós tilgangurinn. Ég sagði það ekki sjómannasamtökunum til framdráttar að kljúfa þau í tvö félög, og væri nær fyrir okkur, sem andvígir værum stjórn Krata á Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, að berj- ast þar til áhrifa á lýðræðislegan hátt, og lauk orðaskiptum svo, að ég gekk út og með mér flestallir þeir, sem ekki voru harðir kommún- istar. Þetta varð til þess, að ekki varð af nýrri félagsstofnun kommanna. Mér þótti launráð þau, sem kommarnir höfðu bruggað okkur, sem gengum af fundi einungis í mótmælaskyni við úrskurðinn í at- kvæðatalningunni, með þeim hætti, að mér fannst ég ekki framar geta unnið með þessum mönnum. Við Sjálfstæðismenn höfðum aldrei beitt okkur sem samstilltur hópur innan Sjómannafélagsins, en fórum eftir þetta að gerast virkari sameiginlega innan félagsins, þótt ekki næðum við þar neinni aðild að stjórn næstu ár. En það varð fullur skilnaður með okkur og kommunum ...“ Fæddur undir Ólafi Thors „í stjórnmálaflokka skipa menn sér eftir eðlisfari, ætterni, uppeldi, aðstæðum og hagsmunum. Auðvit- að reynist síðan misjöfn dómgreind manna og mat á þjóðfélagsaðstæð- um, en dómgreindin verður aldrei hlutlæg í stjórnmálum, þar sem ofannefndir þættir verka á hana, og eftir að menn hafa skipað sér í flokka er hún tíðast í viðjum flokkshagsmuna, og ekki sízt reyn- ist mönnum dómgreindin skeikul, ef flokksstefnan er rekin sem trúar- játning. Pétur fæddist nánast inní Sjálf- stæðisflokkinn, en það var ári síð- ar, 1929, sem íhaldsflokkurinn og Fijálslyndi flokkurinn sameinuðust í Sjálfstæðisflokkinn. Þessi flokkur féll bezt að eðli Péturs, ætterni, uppeldi og aðstæðum, þar sem fað- ir hans var hart leikinn af andstæð- ingum þess flokks. Þá er það svo, að hann lendir, sem fyrr segir, strax í æsku undir prédikaranum Ólafi Thors, boðandi trú á dugnað, framtakssemi og frelsi manna til athafna. í stofnsáttmála Sjálfstæðis- flokksins segir svo: „Aðalstefnumál flokksins eru þessi: 1. Að vinna að því og undirbúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og tuttugu og fimm ára samningstímabil sambandslag- anna er á enda. 2. Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hags- muni allra stétta fyrir augum.“ Betur var ekki hægt að ganga frá stefnuskrá eins flokks til þess að hann gæti unnið með hvaða flokki, sem væri, án þess að bijóta stefnuskrá sína. Hann var eins og sniðinn sér- staklega fyrir Ólaf Thors, þessi stofnsáttmáli, og getur varla leikið vafi á að hann hafi ráðið orðalag- inu, að minnsta kosti síðustu setn- ingunni: „... með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Ólafur Thors varð formaður flokksins 1934 og var það sam- fleytt til 1961. Hann gerði Sjálf- stæðisflokkinn ekki aðeins að „flokki allra stétta“ heldur ekki síður að „flokki allra flokka“. Ólafur myndaði stjórnir eða var í stjórn með öllum flokkum landsins á sinni tíð ... Það virðist ekki hafa skipt Ólaf ýkja miklu máli, hver stefnuskrá ríkisstjórna var, t.d. boðaði Ný- sköpunarstjórn hans hreinan áætl- unarbúskap. Ólafur sá réttilega, að það var staðreynd íslenzkra stjórnmála, að stefnuskrár flokk- anna höfðu mjög takmarkað gildi í framkvæmd. Það kom alltaf upp, að það þurfti að haga seglum eftir vindinum, - og hver var þá færari undir stýri en Ólafur Thors? Ólafur gat leyft sér að sigla hátt. Hann átti ekki aðeins Pétur Magnússon og Bjarna Benedikts- son að kjölfestu, heldur hvern þungavigtarmanninn öðrum meiri. Þessir sáu um fræðileg og pappírs- leg rök fyrir öllum hamskiptum Ólafs. I ræðufiutningi sá Ólafur síðan sjálfur um rökin fyrir öllum sínum veltum með flokkinn... Bjarni Ben Pétur sat 28 ár á þingi og segir ítarlega af þingstörfum hans og allnokkuð af kynnum hans af þing- mönnum og stjórnmálaforingjum. Hér segir hann stuttlega af Bjarna Benediktssyni: „Að Ólafi Thors frátöldum, var Bjarni Benediktsson langmestur persónuleikinn á þingi. Bjarni talaði oft við mig og leit- aði ráða hjá mér í sambandi við launþegamálin. Mér fannst hann gera sér far um að taka tillit til þess, sem ég hafði til málanna að leggja. Og er þess þá að gæta, að ég hafði að mörgu leyti sérstöðu innan þingflokksins vegna mikilla persónulegra tengsla við alþýðu manna. Bjarni mun ávallt hafa stutt mig í öruggt sæti á lista flokksins í Reykjavík. Ég þekkti vel til Sigríðar konu Bjarna, því ég hafði verið heima- gangur í foreldrahúsum hennar, hjá Birni í Ananaustum, og Valdi- mar bróðir hennar var einn minn bezti vinur. Þegar ég var byijaður að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn af alvöru var ég stundum kallaður á fund Bjarna við undirbúning kosninga og hann' bað mig að gefa sér skýrslu um álit og horfur. Ég gat sagt honum hvernig hugsað var almennt í flotanum, auk þess sem ég þekkti vel til verkamanna í bænum, en margir þeirra höfðu stundað sjómennsku um eitthvert skeið og þekktu mig. Svo jókst þetta eftir því sem við bræður, Guðjón og ég, efldumst innan verkalýðshreyfíngarinnar. Seinna ræddum við oft mál, sem Bjarna voru hugleikin og vildi að næðu fram að ganga. Ennfremur ræddum við um einstaklinga innan flokksins og hvernig ætti að skipa ýmsar trúnaðarstöður innan lians. Ég var ávallt mjög hreinskilinn, og Bjarni kunni það vel að meta. Slíkar viðræður fóru ekki fram milli mín og annarra forystumanna flokksins, eins og Gunnars Thor- oddsens og Jóhanns Hafsteins, þótt jafnan færi vel á með okkur Jó- hanni. Og það myndaðist aldrei slíkt samband milli mín og annarra formanna flokksins. Til dæmis ræddumst við Geir Hallgrímsson aldrei við í sama mæli og við Bjarni, þótt ég væri dyggur stuðningsmað- ur hans. Bjarni var fæddur forystumaður. Hann sýndi mönnum aldrei yfir- gang. Ef honum var sýndur mót- þrói innan þingflokksins, þá barðist hann fyrir sinni skoðun, ekki með því að hóta mönnum illu, heldur með því að beita rökum. Og enginn var honum skarpari rökfærslumað- ur. Hann var viljafastur og fylgdi fast eftir sínum málum, en aldrei með frekju og yfirgangi. Bjarni drottnaði ekki yfir þing- flokknum. Hann tók þátt í umræð- um, þegar hann taldi þess þörf. Ef kom til átaka á þingflokksfund- um voru þau jafnan fremur milli einstakra þingmanna en milli þeirra og forystu flokksins. Bjarni var alltaf fús til að ræða mál frá ólíkum hliðum og lét þá röksemdirnar vegast á, og ef hon- um fannst sín rök veigameiri reyndi hann að leiða þeim, sem voru á öndverðum meiði, það fyrir sjónir. Hann tók stundum þannig til orða: - Mundi ekki vera betra að hafa þetta svona heldur en hinsegin? Mér fannst Bjarni sveigjanlegur í skoðunum í öllum innanlandsmál- um, en hinsvegar stundum full stíf- ur, þegar kom að utanríkismálun- um. En þegar allt kom til alls vor- um við Sjálfstæðismenn allir sam- mála um þá meginstefnu, sem Bjarni hafði mótað. Mér var þó alltaf ami að dvöl erlends herliðs í landinu og fannst oft, að við ættum sjálfir að taka meiri þátt í vörnum landsins, t.d. með því að stórefla landhelgisgæsluna. Kannski hefð- um við átt að hugleiða fyrr þær hugmyndir, sem Björn, sonur Bjarna, hefur nú varpað fram al- þjóð til umhugsunar... Gunnar og Geir I bókinni er lýst innanflokks- átökum í Sjálfstæðisflokknum og hér gripið niður þar sem segir af þeim Gunnari og Geir: „Það var óskaplegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þegar Bjarni Benediktsson fórst (1970). Þá lá náttúrlega beint við að Jóhann Hafstein tæki við, hann var vara- formaður flokksins og ekki völ á öðrum frambærilegri manni innan þingflokksins. Þegar Jóhann missti heilsuna fannst mér eðlilegt að Geir Hallgrímsson tæki við. Hann var búinn að vera í forystusveit flokksins svo lengi og hafði stjórn- að borginni með prýði í rúman ára- tug. Ég hafði setið með honum í nefndum og ráðum innan flokksins og fannst afar gott að vinna með honum. Guðjón, bróðir minn, sem sat í borgarstjórn, lét afskaplega vel af Geir. En ég kynntist Geir aldrei eins og Bjarna. Ég studdi hann þó í gegnum þykkt og þunnt. Ef ég hafði átt þátt í að velja formanninn fannst mér það skýlaus skylda mín að styðja hann með ráðum og dáð til að fylgja því eftir, sem þing- flokkurinn ákvað, enda þótt ég væri ekki sammála honum í einu og öllu. Sem foringi hafði Geir marga góða kosti, þótt ekki jafnaðist hann á við þá Ólaf og Bjarna. Þegar frá líður munu menn meta það við hann, hvernig hann hélt á málum á miklum umbrotatímum í sögu flokksins og tókst að skila honum heilum til eftirmanns síns. Geir naut sín vel í fámennum hópi. Hann átti ákaflega gott með að tala fólk til, t.d. á þingflokks- fundum. Hann var mjög laginn að fá menn til samkomulags við sig. Mér fannst eins og Geir væri alltaf að vinna að því að allir gætu orðið sammála. Það var mjög gott til hans að leita. Því kynntist ég í borgarstjóra- tíð hans. Hann tók nærri sér bág- indi, sem lýst var fyrir honum, og það mátti reiða sig á, að hann leit- aði úrræða.“ Höfundi bókar er kunn saga af Geir frá borgarstjóraárum hans, sem lýsir honum. Maður nokkur kom að máli við hann og vildi fá að byggja stórt verzlunarhús á til- teknum stað í bænum. Geir tók máli mannsins vel, en nefndi ýmsa vankanta á þessum framkvæmd- um. Hann aftók þó ekkert um er- indi mannsins. Þegar maðurinn í erindislok gekk eftir ákveðnu lof- orði, fylgdi Geir honum til dyra, tók hlýlega í höndina á honum og sagði vingjarnlega: - Mætti ég minna þig á, að ég er borgarstjóri allra Reykvíkinga. „Á stjó'rnmálaferli Geirs urðu ein- kennilega skörp skil milli velgengni og ófarsældar. Fram til 1978 má segja að það hafi allt gengið honum í haginn, hann naut mikils álits sem borgarstjóri og vann þennan glæsi- lega kosningasigur 1974. Eftir 1978, hinsvegar, er saga hans að mörgu leyti hinn mesti hrakfalla- bálkur. Ég var alltaf þeirrar skoðunar, að Geir hefði átt að efna til kosn- inga strax eftir „sólstöðusamning- ana“ 1977. Þeir samningar voru glórulausir verðbólgusamningar. Geir tók hinsvegar til bragðs að setja febrúarlögin svokölluðu (1978), sem námu samningana úr gildi að hluta. Verkalýðsforystan brást ókvæða við og raunar allur landslýður. Þegar svo Geir reyndi að klóra í bakkann með því að milda febrúarlögin, gerði það illt verra. í því fólst viðurkenning á mistökum. í lok maí tapaði Sjálfstæðisflokk- urinn borginni í fyrsta sinn, fyrst og fremst vegna óvinsælda ríkis- stjórnarinnar. Um sumarið guldu svo ríkisstjórnarflokkarnir mikið afhroð í þingkosningum. Geir reiknaði svo aftur skakkt, þegar hann gerði Benedikt Gröndal að forsætisráðherra sem undanfara nýrrar Viðreisnar haustið 1979. Flestir töldu að Sjálfstæðisflokkur- inn ætti sigur vísan í desember- kosningunum 1979 ófarir vinstri stjórnarinnar 1978-1979, en þá voru Jónas Haralz og ftjálshyggju- drengirnir látnir semja róttæka kosningastefnuskrá, sem þeir köll- uðu „Leiftursókn gegn verðbógu“, og var hið mesta axarskaft. Komm- arnir sneru þessu slagorði uppí „Leiftursókn gegn lífskjörum", og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þess- um kosningum. Þegar svo kom að stjórnarmyndunarviðræðum stóð Geir höllum fæti. Og það nýtti Gunnar Thoroddsen sér. Það var óbragð að stjórnmála- baráttunni þessa mánuði. Innan flokkanna allra átti sér stað harð- vítug valdabarátta. Vilmundur og Jón Baldvin voru að klífa upp stig- ann í Alþýðuflokknum, Steingrímur var að búa í haginn fyrir sig í Fram- sóknarflokknum, og Svavar og Ól- afur Ragnar voru að bralla innan Alþýðubandalagsins. Það var ekki mikið drenglyndi sýnt þessa daga í pólitíkinni. Gunnar sá sér þarna færi til að komast þangað, sem hann hafði alltaf stefnt. En það hefði ekki tek- izt fyrir honum, ef hann hefði ver- ið hreinskiptinn við Geir. Hann varð að brugga honum launráð. Bæði kommar og Framsóknarmenn hafa síðar viðurkennt, að það sem vakti fyrst og fremst fyrir þeim með þessu samkrulli við Gunnar var að reyna að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn. Þetta voru ógeðfelldir mánuðir og Matthías Johannessen hitti nagl- ann á höfuðið í hnitmiðaðri grein í Morgunblaðinu, sem hann kallaði „Býsnavetur í íslenzkri pólitík" ... Ég var harður andstæðingur ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens, enda reyndust henni um flest mis- lagðar hendur og hún missti verð- bólguna uppí 80% og safnaði skuld- um. En ég er ekki viss um, nema við hefðum átt að taka boði Gunn- ars á sínum tíma um að tilnefna menn með honum í viðræðunefnd við hina flokkana; þá hefði ýmis- legt getað snúizt á annan veg. Gunnar spurði mig hver væri afstaða mín og ég sagði honum það, og svo náði það ekki lengra. Eins og ég hef áður sagt mat ég Gunnar mikils. Hann var á margan hátt mikilhæfur maður. Skoðanir hans á utanríkismálum fundust mér alltaf athyglisverðar og stund- um ekki síðri en skoðanir Bjarna. Þeir Bjarni voru alla tíð keppi- nautar, og ég er ekki frá því, að það hafi rist dýpra. Mér fannst Bjarni vera hreinlyndari maður en Gunnar og hollusta mín við Bjarna fór aldrei á milli mála. Ég var síður en svo andvígur því, að Gunnar tæki á ný sæti á framboðslistanum í Reykjavík. Það var vitað mál, að Gunnar átti mik- ið fylgi, og eftir þetta mikla áfall, þegar Bjarni fórst, var flokknum fengur að því að fá Gunnar í for- ystusveit sína, og ég studdi hann. En hann átti aldrei raunhæfa möguleika á því að verða formaður flokksins úr því sem komið var, til þess var Geir orðinn of sterkur. Það breyttist andrúmsloftið inn- au þingflokksins þegar Gunnar sneri aftur. Það verður að segjast eins og er, að það gætti töluverðr- ar stífni gagnvart Gunnari hjá ýmsum, svo sem vinum mínum, þeim Matthíasi Bjarnasyni og Sverri Hermannssyni. Ekki varð ég var við, að Gunnar reyndi að grafa undan Geir, en hann reyndi hinsvegar að styrkja stöðu sína með ýmsu móti. j Margir vildu kalla /Gunnar ref, en það orð nær ekki til svo gáfaðs manns sem Gunnar Thoroddsen var. En hann var viðsjárverður í pólitíkinni og miklu klókari maður en Geir. Hann naut þess að leggja á ráðin við kjör í stjórnir og ráð innan flokksins - og þá til að koma sínum mönnum að ...“ • Pétur sjómaður eftir Asgeir Jak- obsson. Útgefandi er Setberg. Bókin er 300 bls. Verð 3.420. kv. PÉTUR fyrir framan „kraftaverkið" sitt, Hrafnistu í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.