Morgunblaðið - 19.11.1995, Page 18

Morgunblaðið - 19.11.1995, Page 18
18 B SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM HIN GÖFUGA SJÁLFSVARNARLIST Island er eina landið sem bann- ar hnefaleika HVERNIG sem á því stendur þá hafa í áraraðir staðið yfir deilur um það, hvort leyfa eigi keppni í hnefaleikum. Þetta á ekki fremur við um ísland en hin Norðurlöndin. í þessari umræðu hefur aldrei ver- ið gerður greinarmunur á atvinnu- hnefaleikum og áhugamanna- hnefaleikum. Þeir sem séð hafa keppni í hnefaleikum á Ólympíu- leikum geta í raun séð hver regin- munur er þar á. Keppnin þar er útkljáð í þremur lotum undir mjög ströngu eftirliti hringdómara, sem falið er algert vald til að stjóma leiknum og getur því stöðvað hann í öllum þeim tilvikum sem reglum er ekki hlítt. Keppendur eru með hlífðar- hjálma á höfði, munnvamir vegna tanna. Vinningslíkur keppenda byggjast á að safna stigum með því að snerta þá líkamshluta and- stæðingsins sem leyfilegt er að snerta. Atvinnumennska í hnefaleikum er eins og nafnið bendir til atvinnu- grein, sem rekin er á ábyrgð þeirra er stunda hana. Hún er alfarið á þeirra eigin ábyrgð, og er hluti viðskipta með hagnaðarvon að markmiði. í þessari atvinnugrein em miklir peningar þar sem ein keppni, sem stendur yfir í allt að 15 lotum, gefur þeim sem sigrar allt að 1-2 milljörðum í aðra hönd. 10-15 lotu keppni í hnefaleikum er geysileg þrekraun og álagið á líkamann mjög mikið. í þessum tilfellum, og svo er í mörgum öðmm íþróttum og þarf ekki atvinnuíþróttamennsku til, er líkamanum oft svo herfilega mis- boðið að illa hefur farið og ekki síst ef notkun lyfla fylgir með. Eina bannlandið Það fer ekki á milli mála að all- ar íþróttir hafa sín takmörk hvað drengskap og hörku varðar og höfum við það fyrir augum alla daga. En svo merki- lega vill til að ef eitt- hvert atvinnuslys verður í hnefaleika- hring í Bretlandi og einhverjir þar vilja láta banna atvinnu- hnefaleika þar, kemur ísland inn í dæmið, sem eina landið í heiminum sem hefur með laga- setningu bannað keppni í hnefaleik- um, þó atvinnu- hnefaleikar hafi aldrei verið stund- aðir hér. Hér á landi hafa einungis verið stundaðir áhugamanna- hnefaleikar á vegum íþróttafélaga innan ÍSÍ, íþróttafélögin Ármann, KR og ÍR stóðu þar fremst í flokki allt frá því að fyrsta hnefaleika- mótið var haldið 1928 og til þess tíma er bann við keppni tók gildi 1956. Einnig koma fleiri félög og einstaklingar hér við sögu, þar á meðal Þorsteinn Gíslason, sem rak hnefaleikaskóla með miklum myndarbrag um margra ára skeið. Hjá öllum þessum aðilum voru hnefaleikar iðkaðir með virðingu fyrir góðri og hollri íþrótt. Allar keppnir sem haldnar voru á þessum árum hlutu góða dóma í blaðaum- fjöllun vegna drengilegrar fram- komu keppenda og allgóðrar kunn- áttu. Hér var fyöldi móta ár hvert og íþrótt þessi iðkaði að staðaldri fyöldi manna. Hnefaleikamenn annarra landa komu til keppni hér og sýningar voru haldnar víða. Aldrei kom fyrir að neinn keppenda slasaðist við æfíngar eða keppni í þau tæp 30 ár sem keppt var í hnefaleikum hér, það fínnast ekki dæmi þess í slysaskýrslum ÍSÍ. ísland er eina landið í heiminum, sem bannað hefur hnefaleika og svo undarlegt sem það kann að sýnast, hefur engin önnur þjóð fetað í fótspor okkar, enda nokkuð undarleg sjónarmið, sem lágu að baki því banni og málið raunar lítt kannað. Mótmæli er bárust frá stjóm íþróttasambands íslands voru ekki tekin til greina og frum- varpið keyrt í gegn. Áhuga- hnefaleikar Upp úr 1960 skipaði Norður- landaráð nefnd vegna fyrirspumar til ráðsins, um hvort hættulegt væri að iðka hnefaleika, til að rannsaka meiðsl og annað af völdum hnefaleika. Árið 1956, um miðjan desember, var hald- inn síðasti fundur nefndarinanr eftir að mjög miklar rannsóknir höfðu verið gerðar, en fjölmargir læknar vom kallaðir til starfa fyrir nefnd- ina. Það er álit nefndarinnar að lokin'ni rannsókn að meiðsl séu síst meiri í hnefaleikum en í öðmm greinum íþrótta. Nefndin telur að eklii beri að Ieggja bann við þess- ari íþrótt frekar en öðmm. Þegar þetta gerist var Blom Hansen ráðu- neytisstjóri í innanríkisráðuneyti Dana. Hann gaf út yfirlýsingu til blaða: „Við í nefndinni höfum kom- ist að raun um það eftir mikla vinnu að það er ekki svo ýkja hættulegt að stunda hnefaleika. Tala óhappa í þessari íþróttagrein er mjög lág.“ Dæmi á borð við þetta kom einnig upp í Svíþjóð 1985. Sænska íþróttasambandinu var af sænska þinginu falið að láta fara fram rannsókn á öryggi áhugahnefaleika í Svíþjóð og skyldi markmiðið vera að komast að því, hvort fyrrverandi og eða núverandi áhugahnefaleikarar hefðu orðið fyrir nokkmm varan- legum heilaskemmdum. Sænska íþróttasambandið fékk færastu sérfræðinga Karolínska spítalans I Stokkhólmi til að fram- kvæma þessar rannsóknir, sem fóm fram í íþrótta-, taugalækn- inga- og bæklunarskurðdeildum við Karolínska spítalann. Nýjar reglur um áhugahnefa- leika gengu í gildi í Svíþjóð árið 1970. Þær reglur vom að öllu leyti sniðnar að reglum um ólympíska hnefaleika. Einn af þeim sem unnu við þess- Ég vona að Alþingi leyfí ólympíuhnefaleika, segir Guðmundur Ara- son, og aflétti frelsis- skerðingu til iðkunar hinnar göfugu sjálfs- vamarlistar. ar rannsóknir var Yvonne Haglund M.D., sem að loknum rannsóknum varði doktorsritgerð um niðurstöð- ur rannsóknanna. Ég hefi með aðstoð ÍSÍ aflað mér bæklings þess sem -inniheldur ritgerð hennar en titill bæklingsins er: „Swedish amateur boxing. A retrospective study on possible chronic brain damage. Yvonne Haglund, Stock- holm Sweden 1990.“ Doktorsvöm Haglund Ég birti hér samantekt er gerð hefur verið um helstu niðurstöður úr doktorsvörn Yvonne Haglund. „Markmiðið með ritgerð þessari var að meta varanlegar heila- skemmdir, sem hlutust í áhuga- hnefaleikum í Svíþjóð og stundaðar hafa verið frá því að strangari regl- ur vora settar um hnefaleikaiðkan- ir áhugamanna í Svíþjóð, þ.e. frá 1970 eða um 15 ára skeið. Rannsóknin hefst árið 1985 og Yvonne Haglund læknir ver dokt- orsritgerð sína, sem byggist á þess- ari rannsókn árið 1990 svo rann- sóknin virðist hafa tekið 4-5 ár en þá hafa verið birtar (tilskyldar) §órar greinar um efnið eftir Yvonne Haglund, en meðhöfundar era G. Edman, O. Murelius, L. Oreland, G. Bergstrand og H.E. Persson (prófessorar og læknar við Karolinska nema Oreland sem er við Uppsalaháskóla). Rannsóknin fer fram við íþróttadeild bæklunar- deildar og við taugalækningar- deildir Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Leiðbeinandi var pró- fessor Einar Eriksson við íþrótta- deild bæklunardeildar. Guðmundur Arason Rannsakaðir vora 50 fyrrver- andi áhugahnefaleikarar, 25 sem háð höfðu margar keppnir (high match boxers) og 25 með tiltölu- lega fáar keppnir að baki. Hnefa- leikararnir voru bornir saman við tvo hópa 25 knattspyrnumanna og 25 fijálsíþróttamanna á sama ald- ursskeiði, og íþróttamennirnir allir vora svo bomir saman við fjórða hópinn sem í var venjulegt fólk héðan og þaðan. Þátttakendumir voru spurðir um íþróttaferil sinn, menntun, atvinnu, hjúskaparstétt, heilsufarssögu, snertingu við líf- ræn leysiefni, neyslu áfengis eða lyfja og lifnaðarhætti yfírleitt. Meðaltalsfjöldi háðra keppna var 54,3 (25-180) í HM flokknum, og 5,5, (0-15) í LM flokknum. Vera- legur munur kom fram eftir félags- legri stöðu. Hnefaleikararnir vora minna menntaðir og stunduðu sjaldnar stjómunarstörf. Þeir neyttu einnig áfengis og/eða lyfja í ríkara mæli, en það var þó að mestu áður en þeir hófu að iðka hnefaleika. Þegar rannsóknin var gerð var Kf allra hnefaleikaranna og samanburðaraðila í traustum skorðum félagslega. Allir rann- sóknaraðilar gengust undir venju- lega læknisskoðun. Allir þátttak- endur gengust undir víðtæka taugafræðilega rannsókn, þar á meðal minniháttar geðrannsókn. Einn HM hnefaleikari og þrír knattspymumenn sýndu lítilshátt- ar frávik frá eðlilegu ástandi en enginn verulegur munur fannst þó á hópnum. Allir sýndu normal próf- gildi. Persónuleikaskoðun. Munur á persónuleikum var mældur með því að nota karolínska prófið með blóðflögu-monoamine-oxidasa virkni í iþróttamönnum og öðram samanburðarhópum. Töluverður munur fannst á breytilegum per- sónuleikaeinkennum. Yfírleitt voru íþróttamennirnir minna uppnæmir og féllu betur inn í samfélagið en samanburðarfólkið. Hnefaleikar- amir vora ekki meira fyrir spennu og æsing en samanburðarfólkið og er það í samræmi við skort á vera- legum mun á MAO-virkni á milli hnefaleikaranna og samanburðar- hópanna. Taugarafrænar rann- sóknir - geislunarfræði sýndu eng- an marktækan mun á hópunum og engin merki um varanlegar heilaskemmdir komu fram hjá hnefaleikurum eða samanburðar- hópunum. Klínísk taugalífeðlisfræðileg rannsókn. Klínísk próf á borð við heilalínurit o.fl. vora rannsökuð. Engin meiriháttar afbrigðileg merki sáust í heilalínuriti. Meira var um minniháttar frávik í heilal- ínuriti hnefaleikaranna en hjá knattspymumönnum og fijáls- íþróttafólki. Ekkert af frávikunum var í tengslum við fjölda keppna,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.