Morgunblaðið - 19.11.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 19.11.1995, Síða 22
22 B SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Kvöld- og helgar- vinna Okkur vantar sölufólk í kvöld- og helgarvinnu. Upplýsingar í síma 562 3550 frá kl. 18.30- 22.00 mánudaga og þriðjudaga. Lyfjakynnir Óskum eftir að ráða til starfa lyfjafræðing, hjúkrunarfræðing eða starfskraft með menntun og reynslu á heilbrigðissviði. Um er að ræða lyfjakynnisstarf fyrir danska fyrirtækið NOVO NORDISK. Helstu lyfin sem framleidd eru hjá Novo Nordisk eru á sviði innkirtlafræði, ýmis hormónalyf ásamt tauga- . og geðlyfjum. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda til: Pharmaco Hörgatúni 2, 210 Garðabæ og þurfa þær að berast í síðasta lagi föstu- daginn 17. nóvember. Forstöðumaður Sýslusafns Austur-Skaftafellssýslu Laus er staða forstöðumanns Sýslusafns Austur-Skaftafellssýslu á Hornafirði frá 1. janúar 1996 nk. Sýslusafnið skiptist í bæjar- og héraðsbóka- safn, héraðsskjalasafn, byggðasafn, lista- safn og náttúrugripasafn. í starfinu felst áætlunargerð og dagleg stjórnun stofnunar- innar. Einnig umsjón með útgáfu ársritsins Skaftfellings og fleira. Forstöðumaður Sýslusafnsins er jafnframt starfsmaður Menningarmálanefndar Austur- Skaftafellssýslu. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi með háskólapróf í bókasafnsfræði, sagnfræði eða skyldum greinum. Nánari upplýsingar veita Sturlaugur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu, í síma 478 1500 og Gísli Sverrir Árnason, forstöðumaður Sýslu- safns Austur-Skaftafellssýslu, í síma 478 1850. F.h. Sýslunefndar, Sturlaugur Þorsteinsson. Byggingar- verkfræðingur Opinbert fyrirtæki óskar að ráða byggingar- verkfræðing til starfa. Starfið Áætlanagerð, undirbúningur og umsjón með framkvæmdum. Hæfniskröfur Leitað er að sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi með góða samstarfshæfileika sem hefur tileinkað sér vönduð vinnubrögð. Tungumálaþekking nauðsynleg. Hér er um að ræða gott framtíðarstarf í góðu starfsumhverfi. Nýútskrifaðir byggingarverkfræðingar koma sterklega til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttir frá kl. 9 til 12. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs hf. merktar: „Byggingarverkfræðingur" fyrir 25. nóvember nk. RÁÐGARÐURhf SnjÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK 0 533 1800 Endurskoðun Óskum eftir að ráða viðskiptafræðing af end- urskoðunarsviði til starfa á skrifstofu okkar á Akureyri. Starfið felur m.a. í sér vinnu við endurskoðun, bókhald og skattamál félaga og einstaklinga. Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórir Ólafsson, löggiltur endurskoðandi, sími 462 5609, Akureyri. Umsóknir sendist skrifstofunni, Geislagötu 12, Akureyri, fyrir 27. nóvember. Endurskoðunarmiðstöðin Coopers & Lybrand hf Löggiltir endurskoöendur Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis Vegna forfalla vantar kennara í eftirtalda skóla: Húsaskóla: Tónmenntakennara í 60% starf og frá 1. desember alm. kennara út skólaár- ið (enskukennsla á unglingastigi og yngri barna kennsla 1/1 staða). Árbæjarskóla: Handmenntakennara (saumar). Breiðagerðisskóla: íþróttakennara og alm. kennara (11 ára börn). Hamraskóla: Alm. kennara (unglingastig). Hólabrekkuskóla: Kennara í stærðfræði (1/1 staða). Nánari upplýsingar veita skólastjórar viðkomandi skóla. Reykjavík, 17. nóvember 1995. Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis. Vörustjórnun Leiðandi íslenskt iðnfyrirtæki í matvælaiðn- aði óskar eftir að ráða vöruferilstjóra (Logistics-manager). Starfið felst í stjórnun og framtíðarskipulagn- ingu á heildarvöruflæði fyrirtækisins; það er samhæfing innkaupa.framleiðslu, lagerhalds og dreifingar ásamt samskiptum við innlenda og erlenda birgja. Leitað er að vel menntuðum einstaklingi með rekstrarverkfræðilega menntun eða sam- bærilega. Starfið krefst haldgóðrar þekkingar á rekstrar- og vörustjórnun. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til afgreiðslu Mbl., merktar: „N - 1350“, fyrir 1. desember. Farið verður með allar umsókn- ir sem trúnaðarmál. Töl vu na rf ræði ng u r - verkfræðingur Laust er til umsóknar starf tölvunarfræð- ings/verkfræðings við tölvudeild Flugmála- stjórnar. Starfssvið er hugbúnaðargerð, við- hald og umsjón með tölvukerfum stofnunar- innar. Aðallega er um að ræða vinnu við rauntímakerfi notuð við flugumferðastjórn. í umsókn skal greint fá reynslu og þekkingu á sviði stýrikerfa, forritunarmála, samskipta- staðla og netkerfa. Góð enskukunnátta er skilyrði fyrir ráðningu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Flugmála- stjórn fyrir 1. desember 1995. Nánari upplýsingar eru í síma 569 4206. Flugmálastjórn. Kennari Kennara vantar við Grunnskólann á Raufar- höfn frá og með 1. janúar. Kennslugreinar: Stærðfræði í 6.-10. bekk, kristnifræði og samfélagsfræði í 1 .-10. bekk. Niðurgreidd húsaleiga. Flutningsstyrkur greiddur. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 465 1241 og 465 1225. MENNTASKOLINN í KÓPAVOGI Frá Mennta- skólanum í Kópavogi Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir stöðu kennara í viðskiptagreinum (bókfærslu og hagfræði) á vorönn. Einnig 14 stundir í tölvu- fræði og 12 stundir í þýsku. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 554 3861. Skólameistari. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 588-8500 - Fax: 568-6270 Hefur þú áhuga á að vinna með börnum eða unglingum? Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða fólk sem hefur áhuga á mannleg- um samskiptum til starfa við eftirfarandi verkefni: Tilsjónarmaður/persónulegur ráðgjafi Um er að ræða hlutastarf sem felur í sér að hafa tilsjón með börnum og unglingum 20-40 tíma á mánuði. Starfið felur í sér stuðnings- hlutverk við barn eða foreldra (skv. 21. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og ungl- inga) og fer vinnan fram bæði utan og innan heimilis barnsins. Leitað er að fólki með áhuga á málefnum barna og er æskilegur aldur umsækjenda 25 ára og eldri. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár. Nánari upplýsingar veitir Harpa Sigfúsdóttir, féiagsráðgjafi í fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunar, í síma 588 8500. ISAL Tölvunarfræðingur - verkfræðingur Óskum eftir að ráða tölvunarfræðing eða verkfræðing með reynslu í tölvumálum til vinnu í steypuskála til 2 ára. Starfið felst í umsjón með tölvukerfum og þróun fram- leiðsluforskrifta í steypuskála. Um er að ræða fjölbreytilegt starf sem snertir bæði tölvur og rekstur. Nánari upplýsingar veitir Björn Jónsson í steypuskála í síma 560 7000 alla virka daga frá kl. 11.00-12.00. Umsóknir óskast sendar til ISAL, pósthólf 244, 222 Hafnarfjörður, eigi síðar en 30. nóvember 1995. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Eymundssonar, Austurstræti, Mjódd og Kringlunni, Reykjavík, og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenska álfélagið hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.