Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 B 7 hár og var bakborðsmegin. Sjórinn skall því á kappann, en ekki inn í hann, á mig og þaðan niður í lúkar- inn sem hefði gerst ef kappinn hefði verið stjórnborðsmegin. Það skipti engum togum. Brotið reið yfir bátinn, hann lagðist á hlið- ina með möstrin í sjó og allt virtist ! níst. Þegar báturinn rétti sig heyrðum við að véliri VSr ílSrtt ganga. Tveir hásetar voru í lúkarn- um þegar þetta gerðist, annar veik- ur og lá í koju bakborðsmegin. Þeg- ar sjórinn reið yfir hentist hann úr kojunni, sveif þvert yfir lúkarinn og hafnaði í koju stjómborðsmegin. Þessi óvænta flugferð virtist lækna hann af „veikindunum“ og hann kom upp á dekk. Hásetinn sem hafði verið við stýrishúsgluggann hékk nú þar í lausu lofti. Hefði hann ekki haft góða handfestu og verið sterkur hefði ekki meira spurst til hans. En honum var nær. Hann hafði truflað skipstjórann, svo hann hafði ekki nægilegt útsýni og ekki getað varist brotsjónum. Það var ljótt um að litast. Stagið úr formastrinu hafði slitnað svo litlu munaði að formastrið brotnaði af. Stór seglbóma í formastrinu hafði lyfst upp úr festingum, klífinu, svo- kölluðum svanaháls, og fallið á dekkið og öllu lauslégu hafði skolað fyrir borð, línum, stömpum, baujum og fleiru. Þegat' þetta var gengið yfir og báturinn hafði rétt sig af flýtti ég mér niður í vélarrúm til að kanna vélarstoppið. Þar var hroðaleg að- koma. Mikill sjór var kominn í vélar- rúmið og svo djúpur að hann náði mér upp að hnjám. Allar sílinder- þéttingar á þessari sex strokka vél voru sprengdar út úr henni. Ástæð- an var sú að lúga yfir vélarrúminu hafði losnað af með þeim afleiðing- um að sjórinn hafði fossað þar nið- ur. Vélin hafði því tekið mikinn sjó inná sig með skolloftinu, en innsog- ið fyrir það var undir lúgunni, ofan á vélinni — vitleysa það. Þetta sýndi að lúgan var á mjög varhugaverðum stað og skapaði mikla hættu við aðstæður sem þessar. Já, útiitið var svart enda var stærsta manninum á dekkinu svo brugðið að hann brotnaði saman og fór að gráta. En mér var hvorki grátur né hlátur í huga. Ég var vélstjórinn um borð og nú reyndi á kunnáttu og hæfni við mjög erfiðar aðstæður. Ég fékk þá Sigga Bessa (Sigurð Jónsson) og Hörð Bjarnason í það að sinna vélinni með mér sem var ærið verk. Við þurftum að losa bolta, rær og hvaðeina. Það er að segja, losa allt utan af vélinni og síðan öll dexil-sílinderlok. Hreinsa þetta allt og skafa sprungnar pakkningar af. Mér varð ljóst að það yrði margra klukkustunda verk að koma vélinni í lag, en setti það ekki fyrir mig. Aðalmálið var að vinna rétt og skipulega að hlutun- um. Þetta var mikið erfiði, ég verð að viðurkenna það. Það var ekki gaman að athafna sig þarna til að byija með. Sjórinn upp að hnjám, en síðan lækkaði hann jafnt og þétt við það að lensa, sem var gert með handknúinni austurdælu á dekkinu, og ausa bátinn með fötum, engin rafdrifin austurvél var í svona bát- um. Björgvin skipstjóra tókst að ná bátnum undan vindinum á möstrun- um einum, en hvorki var hægt að nota stórsegl né fokku eins og ástandið var, það lá á dekkinu. Marsinn var svo lágur í sjónum að aftan, rasssiginn, að það hjálpaði til við að sigla á möstrunum einum undan vindinum. Það vildi svo til að vindátt hafði breyst, kominn í norðvestan. Þetta þýddi að stefnan var á haf út, frá landi. Við viðgerðina á vélinni kom það íiér svo sannarlega vel að allt var í röð og reglu hjá mér um borð. Vara- hlutir, verkfæri og annað, allt á sín- um stað. En það var kalsamt að vinna við vélina. Koma þurfti á hana nýjum þéttum í stað þeirra sem sprungið höfðu og setja allt saman. En það var ekki um annað að ræða en duga eða drepast og þarna var treyst á að mér tækist að koma hlutunum í lag og vélinni í gang. Það tók sex klukkustundir að gera vélina gangfæra. Stanslaus vinna allan tímann. Þá taldi ég rétt að reyna að setja í gang. Það gekk illa til að byija með, en þá kom sér YFIRLITSMYND af eldsmiðju Hinriks Hjaitasonar, föður Jósa- fats, eins og Jósafat hefur endurgert hana á Sjóminja- og smiðju- munasafni sínu. Hinrik smíðaði stafninn á húsinu sem sneri upp í fjall stefnislaga, en sú lögun átti að kljúfa snjó- og aurflóð og beina þeim frá húsinu. ENOK NK 17, fyrsti þilfarsbáturinn sem Jósafat reri á, þá 14 ára. Enok var í eigu Lúðvíks Jósepssonar og Guðjóns bróður hans. TRYGGVI Ófeigs- son útgerðarmað- ur. Tíminn hjá Tryggva ber af í þroska og lífsskól- un í huga Jósafats. LÚÐVÍK Jóseps- son ráðherra, mesti „bisnessmað- ur“ á Austurlandi, mikill áhrifavaldur í lífi Jósafats. BJARNI Ingimars- son skipstjóri, skynsamur, athug- ull, gætinn og framsýnn að mati Jósafats. MARSINN NK 74, myndin er tekin á Hornafjarðarfljótinu. Minnstu munaði að báturinn færist í ofsaveðri haustið 1944. SJÓMINJA- og smiðjuinunasafn Jósafats í fyrirtæki hans er eitt almerkasta safn á Islandi. Þar kennir margra grasa og fjöldi gesta lítur þar inn. Jósafat hefur byggt safnið upp af eigin ramm- leik, en margir hafa lagt honum lið og fært honum merka muni. vel að vera með vel hlaðna raf- geyma. Ég hafði sýrumælt þá tvisv- ar á dag og það gerði útslagið á að vélin fór af stað að geymarnir voru í góðu lagi. Það þurfti margar gangsetningar meðan verið var að ná út sjó sem leynst hafði í skollofts- göngunum og einnig spýttist sjór út með öryggislokunum. Það voru því miklir smellir og mikil læti á fyrstu snúningunum, en svo fór vél- jii að ganga eðlilega. Til að bytja meo keyroi ég riúílá S_7v~ “I-Sj nS þá urðu allir glaðir og ánægðir. Sjálfur fann ég til gleðisælu innra með mér þrátt fyrir alla þreytuna og vosbúðina ... Um kvöldið ætlaði ég á dansleik sem halda átti í tilefni af 1. desem- ber og bað móður mína um að vekja mig tímanlega fyrir ballið. Ég vakn- aði svo klukkan átta og fór fram í eldhús að tala við hana. Þá kom í ljós að klukkan var átta að morgni daginn eftir. Það hafði ekki tekist að vekja þreyttan sjómanninn kvöld- ið áður svo það varð ekkert 1. des- ember ball hjá mér í það skiptið. , Ég lumaði á mínu í tíu ár var Jósafat 1. vélstjóri á Neptúnusi, sem Tryggvi Ófeigsson, sá merki og sérstaki athafnamaður, gerði út. Eftirfarandi saga lýsir þeim báðum vel, útgerðarmanninum og vélstjóranum: Tryggvi Ófeigsson hélt mikið upp á toppskipið sitt, Neptúnus, og hinn mikla aflamann Bjarna Ingimars- son. Því mætti Tryggvi alltaf á bryggjuna við komu Neptúnusar og eins við brottför. Það fylgdi að Tryggvi heilsaði mér alltaf og kvaddi með handabandi. Jæja, einhveiju sinni þegar sigla átti úr höfn klukkan 7.00 að morgni kom ég 30 mínútum fyrir brottför, var seinni en ég átti vanda til. Tryggvi stóð við landganginn eins og venjulega, en nú brá svo við að hann tók ekki í höndina á mér. Mér varð svo sem ekkert um, fannst þetta allt eðlilegt. En ég lumaði á mínu. Siglt var úr höfn, veiðitúrnum lokið og við komum í höfn. Leiðin lá svo á skrifstofuna fyrir hádegið eins og venjan var. Tryggvi kallaði mig inn, heilsaði mér og sagði: „Þú komst seint til skips síðast, Jósafat." „Veit ég það, en ég kom ekki of seint, 30 mínútum fyrir brottför," sagði ég. „Hvað var þessu valdandi?" spurði Tryggvi. „Ég skutlaði konunni minni í leigubíl á fæðingardeildina í leið- inni!“ sagði ég. Þetta var skák og mát. Tryggvi var mjög undrandi með svarið og málið útrætt. Ég hafði beðið spennt- ur eftir þessum málalokum allan veiðitúrinn og hafði gaman af. Sjóminja- og smiðju- munasafnið Jósafat setti á fót eigin atvinnu- rekstur, vélsmiðjuna J. Hinriksson hf., sem þekkt er víða um heim fyr- ir framleiðslu sína. En hann hefur áhuga á fleiru og nú hefur hann stofnsett, af eigin rammleik, Sjó- minja- og smiðjumunasafn í fyrir- tæki sínu. Safnið hefur vakið mikla athygli, enda stórt og stórmerkilegt: Ég hef alla tíð talist hirðusamur, en það var ekki fyrr en 1967 að ég fór í alvöru að safna munum tengd- um sjónum og vélsmiðjum. Þegar mér áskotnuðust þannig hlutir henti ég þeim ekki. En í byijun var það ekki í mínum huga að setja upp almenningssafn. Safnhugmyndin kom ekki fyrr en ég hafði haldið til haga munum í nokkur ár. Frá þeim tíma hef ég eftirfremsta megni safnað að mér gömlum hlut- um frá fornum vinnuháttum. í fyrstu var ég ekkert að hugsa um að stofna safn fyrir almenning held- ur einungis safn fyrir mig og mína sem tómstundaiðju. Fyrsti gripurinn sem ég eignaðist á safnið er Bolind- er-bátavél, en hana fékk ég fyrir 31 ári. Margar gamlar bátavélar hafa bæst við síðan og hef ég hreins- að þær og málað svo þær líti út sem nýjar. Vel mætti gera þær flestar gang- færar, en það hef ég þó talið óþarf- lega mikið í lagt. Þessar vélar líta svo vel út að mætur maður frá Þjóð- minjasafninu sagðist verða að setja það út á þær að þær væru allt of fínar. En þar skjátlaðist honum. Þegar ég var fyrsti vélstjóri mátti ganga um allt vélarrúmið í spariföt- unum án þess að kæmi á menn blett- ur eða óhreinindi. Það er misskiln- ingur að vélar og vélarrúm eigi að vera óþrifaleg. Það er því ekkert athugavert við að vélarnar hér á safninu skuli gljá og skína. Þannig á bað að vera. þó ég segi ^ssarira ?F ssfiuð mitt gott safn og á eftir að verða enn betra. Ég er afar stoltur yfír að hafa komið því á fót, enda held ég að ég megi vera það. Sannast sagna er safnið draumur sem rætt- ist og nú býð ég öllum sem vilja að njóta draumsins með mér. Lífsskólinn Jósafat hefur kynnst mörgum um ævina og fjölmargir þeirra eru nafn- greindir og sögur eru af mörgum. En í minningunni standa þrír menn uppúr: Eftir því sem árin líða og ég hugsa til baka um reynslu, mennt- un, skóla og menningu, þá finnst mér tíminn sem ég starfaði hjá út- gerð Tryggva Ofeigssonar stór- framkvæmdamanns bera af í þroska og lífsskólum Tryggvi Ofeigsson og bræður hans höfðu stórkostleg umsvif án aðstoðar Reykjavíkurborgar eða Hafnarfjarðarbæjar, sem var ramm- pólitískt bæjarfélag. Þar passaði Tryggvi ekki í pólitíkina, enda fór sem fór. Árið 1947 flutti Tryggvi útgerðina til Reykjavíkur í einni hendingu. Hjá þessari útgerð var ég toppvél- stjóri í nærri tíu ár. Þar lærði ég mikið og þroskaðist. Ef ég ætti að meta það sem skólagöngu, þá áætla ég það sem langtímanám við æðri háskóla. Þetta er sérkennileg „við- miðun“, en þetta er mitt mat og ætti það að segja nokkuð um minn lífsferil. Þá má ekki gleyma Lúðvík Jós- epssyni. Hjá honum starfaði ég sem unglingur, 14-17 ára. Lúðvík átti síðar stóran þátt í að skapa kraft- mikið atvinnulíf okkar íslendinga sem alþingismaður og sjávarútvegs- ráðherra. Aldrei hefur vinur minn Lúðvík minnst á pólitík við mig. Slíkur mannkostamaður var hann. Þótt einkennilegt megi virðast urðu Tryggvi heitinn Ófeigsson og Lúðvík heitinn Jósepsson miklir vin- ir þó svo að þeir væru miklir and- stæðingar í pólitík. Þeir kunnu að meta kosti hvor annars. Samtöl þeirra snerust ekki um pólitík heldur um atvinnumál. Þegar ég var orðinn háttséttur starfsmaður hjá Tryggva, nýkominn frá togaraútgerð í Neskaupstað, þá duldist ekki að dálæti Tryggva á Lúðvík var mikið. Ég gleymi aldrei samtölum okkar Tryggva, en þau voru oft löng og mikil og þroskandi fyrir mig. Eitt sinn í sérstöku viðtali segir Tryggvi við mig: „Þú mátt ekki segja Lúð- vík þetta.“ Það var lærdómsríkt að starfa með Bjarna Ingimarssyni skipstjóra. Hann var skynsamur, athugull, gætinn og framsýnn með sínu fasta og sterka augnaráði. En augnaráð hans gat einnig verið mjög blítt. Bjarni fylgdist einstaklega vel með öllu sem skipstjóri, svo vel að unun var að fylgjast með honum. Það var ekki verra að hafa smábein í nefinu þegar maður vann samhliða honum. Alla tíð var samstarf okkar ágætt og trúnaður í heiðri hafður. Þetta er minn lífsskóli. Lífsskóli sem hefur verið margbreytilegur. Ég féll á pi'ófi í gagnfræðaskóla fyrir algjört áhugaleysi, en úr rætt- ist og í mörg ár hef ég rekið stórt fyrirtæki sem ég veit að er gott og mér mjög kært. Þeir Tryggvi Ófeigsson, Bjarni Ingimarsson skip- stjóri og mesti „bisnessmaður" á Austurlandi, Lúðvík Jósepsson, áttu allir sinn stóra þátt í að skapa það. Þeir gáfu mér fyrirheit og markmið. Þessir menn voru ólíkir, en miklir drengskapar- og dugnaðarmenn. • Ottalaus — Æviminningar Jósa- fats Hínrikssonar. Útgefandi er Skerpla. Bókin er 304 bls., með fjölda mynda. Útsöluverð 3.480 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.