Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 B 11 MAIMNLÍFSSTRAUMAR ÁN ÞRÖSKULDA/Stafa ekkifordómar afvanþekkinguf Alþjóðadagurfatlaðra Innilegar þakkir til ykkar allra, sem glöddu mig með blómum, skeytum og gjöfum. Sérstakar þakkir til samstarfsfólks og Ijósmœðr- anna sem gerðu 29. nóvember mér ógleyman- legan. Jóhanna Hrafnfjörð. ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra haldinn hátíðlegnr í Háskólabíói. ÖLL höfum við einhveija for- dóma, missterka og á ólíkum svið- um. Kynþáttfordómar eru aðeins brot af qllum þeim fordómum sem okkur hrjá. Fordómar gagnvart út- lendingum, konum, fötluðum eða gömlum eru nokkrir stórir flokkar. Við getum líka haft fordóma gegn hluta af framangreindum hópum, t.d.: „Æ. þessir Svíar eru svo stíf- ir“; „þessar kvennréttindakonur, eru allar gamlar og ljótar," eða: „Sjá þessa höltu aumingja!" A Eg hef stundum velt því fyrir mér hvort menn setji tröppur á hús til að hindra hreyfihamlaða í að fara þar út og inn og hvort það séu ekki vissir fordómar fólgn- ir í þvf að hafa salernisdyr 10 til 20 sm þrengri en aðrar dyr í íbiíð- inni. Að ég ekki tali um þrengslin sem höfð eru þar fyrir innan! Þegar ég finn að ég hef komið mér upp einhverjum fordómum, reyni ég að skoða hug minn og finna hvers vegna. Undantekningarlaust hef ég áttað mig á að fordómar mínir stafa af vanþekkingu á við- komandi. En því er ekki að neita, að stundum festist maður í einhverj- um hugmyndum án þess að gera sér grein fyrir að um fordóma sé að ræða. Maður finnur alls konar rök máli sínu til stuðnings, en gleymir að skoða hlutina frá sjónar- hóli þeirra sem standa hinum meg- in við lækinn. Nú eru það ferlimál, sem ég er að ræða hér og því rétt að skoða hlutina í því ljósi. Hús sem stía • sundur fjölskyldum og vinum eru ekki verð þess að kallast híbýli. Híbýli manna eiga fyrst og fremst að veita skjól, sameina fólk en ekki skilja suma eftir úti í kuldanum. Það er því furðulegt að menn og konur sem eytt hafa stórum hluta lífsins í að læra að byggja hús, skuli ekki geta byggt hús sem henti ÖLLUM. Fyrir fáeinum dögum kom ég í nýtt félagsheimili úti á landi. Planið var lagt lausamöl og nær útilokað að komast þar áfram í hjólastól. Fyrir framan útidyrnar voru tvær tröppur, en skábraut svo hægt var að komast að útidyrunum, en þá tók við hár þröskuldur. Þegar inn var komið sá ég að gólfið var á tveim pöllum og skábraut upp á þann efri, glæsilegt! Hér var líka salerni ætlað fötluðum, en vantaði stoðir, auk hinna hefðbundnu karla- og kvennasalerna. Var þá ekki allt í þessu fína? - Ekki aldeilis! Nær allar dyr í húsinu voru ótrúlega þröngar, eða aðeins um 60-65 sm! Kunningi minn einn, gjörsamlega ófatlaður, sagði eitt sinn, að allir arkitektar og byggingameistarar ættu, auk hins hefðbundna náms, að vera eitt ár í hjólastól og vinna eitt ár í öskunni. Síðan bætti hann við: „Og svo á að skjóta tíunda hvern, hinum til viðvörunar." Hér höfum við eina gerð fordóma og ekki þá bestu. En er þetta ekki rökrétt svar við því fálæti og þar með fordómum sem þessir aðilar sýna þeim sem ekki hafa fulla hreyfigetu eða sinna þeim störfum sem ekki eru hátt skrifuð í þjóðfé- laginu? í dag, 3. desember, er alþjóða- dagur fatlaðra, skipaður af Samein- uðu þjóðunum. í tilefni af deginum er Sjálfsbjörg með fjölskylduhátíð í Háskólabíói kl. 14 og koma þar fram heimsþektir skemmtikraftar á íslandi, s.s. Bubbi, KK, Laddi og þrír Spaugstofufélagar. Þarna verð- ur fyrirtækjum, sem þess hafa ósk- að og staðist úttekt, veittar viður- kenningar fyrir gott aðgengi. Þrenn verðlaun verða veitt í samkeppni um leikþætti, sem fjalia um aðgeng- is- og ferlimál fatlaðra, auk þess sem þátturinn sem hlýtur fyrstu verðlaun verður leiklesinn. Þáttur- inn sem hlýtur önnur verðlaun verð- ur leiklesinn af félögum úr Leikfé- lagi Akureyrar á skemmtun í tilefni af deginum á KEA í dag kl 17. Háskólabíó er ekki byggt með tilliti til fatlaða, en hefur verið lag- fært á margan hátt, sett stólalyfta r stóra salinn og lagfært aðgengi að austanverðu. Sviðið er enn mjög óheppilegt fyrir hreyfíhamlaða, en hvað er ekki hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi? Areiðanlega verður haldið áfram að lagfæra húsið, ef dæma má af áhuga þeirra sem þar stjórna um þessa mundir. eftir Guómund Maqnússon Kenningar J~Celga Cf^jeturss um lífið, voru langt á undan samtíma þekkingu Helgi Pjeturss Efþú vilt vita hvab bera mun hœst i heimspeki og vísmdindum á komandi árum, þá er þetta bókin jýrir þig Eg þakka af heilum hug alla þá vinsemd, er mér var sýnd á 75 ára afmœli mínu 21. nóvem- ber með heimsóknum, simtölum, skeytum og gjöfum og ekki síst dóttur minni og fölskyldu hennar fyrir alla fyrirhöfn og veisluhöld Guð blessi ykkur öll. Vilborg Guðmundsdóttir, Hlífll, ísafirði. Samhjdlp kvenna (j? Opið hús Kaffikvöld á aðventu. Samhjálp kvenna, stuöningshópur kvenna sem farið hafa f aðgerð og/eða meðferð vegna brjóstakrabbameins, hefur „opið hús’ í Skógarhlfð 8, húsi Krabbameinsfélagsins, þriðjudaginn 5. des. kl. 20.30. Gestur kvöldsins: Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur Ríkisspítala, flytur erindi. „Lífiö er eins og aðventan." Kaffiveitingar«Allir velkomnir. Fæst í öHum helstu hljómplötuverslunum landsins. ’ðaðir silfur- og gullskartgripir. Ný Iína -frábœrt verð! THECHAN GE GROUP THE CHANGE GROUP ICELAND EHF HÖFUM OPIÐ 7 DAGA VIKUNNAR Önnumst allt sem viðkemur almennum gjaldeyrísskiptum. Seljum gjaldeyri án þóknunar. Vinsamlegast pantið til öryggis. Veríð velkomin! Gjaldeyrisskiptistöðin Change Group lceland ehf., Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2 (Torfunni). Nánarí upplýsingar veittar í síma 5523735.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.