Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARLÍF íra stendur með miklum blóma: Þjóð- skáldið Seamus Heaney hreppti Nóbelinn fyrir ljóða- gerð um daginn og kvik- myndagerð eyjaskeggja hefur blómstrað meira en annarra Evrópuþjóða hin síðari ár. írskar bíómyndir hafa raðað á sig Óskarsverðlaunum enda hafa írskir leikstjórar sent frá sér hvert stórvirkið á fætur öðru án þess að kosta til þess miklum ijármunum. Tveir fremstu leikstjórar írsku upp- sveiflunnar eru Jim Sheridan, höfundur Vinstri fótarins og í nafni föðurins, og Neil Jord- an, sem vinnur talsvert í Hollywood en gerir sínar bestu myndir á heimaslóðum eins og „The Crying Game“. Mynda þeirra er beðið með eftir- KVIKMYNDIR væntingu og nú hefur Neil snúið aftur á heimaslóðir með nýjasta verki sínu, „Michael Collins", ævisögulegri mynd sem er írskari en kartöflur. TITILL herinar er nafnið á þjóðhetju íra sem uppi var á öndverðri öldinni og tók virkan þátt í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar á miklum umrótstímum. Bíómynd um ævi Collins hefur lengi verið í burðarliðnum í Bandaríkjun- um og hafa nöfn eins og Kev- in Costner og Michael Cimino verið nefnd í tengslum við slíka framleiðslu en það þurfti íra til að fá /Hver var Michael Collins? Neil Jordan á heimaslóöum Eamon Deianey höfundi sög- unnar „The Casting of Mr. O’Shaughnessy", sem fjallar um mann svo gagnteknum af Collins að hann reynir að herma allt eftir honum sem hann gerði. „Margir aðrir á þessu tímabili voru frem- ur litlausir, helgi- slepjulegir, góðir kaþólikkar, töluðu alltaf írsku.“ Myndin verður tilbúin til sýninga í vor. eftir Arnald Indriðason son, sem er eins og sjálfskipaður í hlut- verkið, og Julia Roberts, sem Ieikur unnustu hans. Collins fæddist árið 1890 og tók þátt í páskauppreisn- inni svokölluðu gegn Bretum árið 1916. Hann varð yfir- maður njósnadeildar Sinn Fein og var einn af samn- ingamönnunum um sjálfstjóm S-írlands. Hann var myrtur á besta aldri, aðeins 31 árs gamall, af nánum sam- starfsmanni sínum og vini þótt enn sé þráttað um hver í raun þrýsti á gikkinn. Hann var myrtur í uppþotunum sem fylgdu í kjölfar samnings um skiptingu N-írlands í norður og suður milli kaþólikka og mótmælenda. Með önnur hlutverk í myndinni fara Aidan Quinn, Stephen Rea, sem leik- ur í flestum myndum leikstjórans, og Alan hjólin til að Rickman, sem leikur Eamonn snúast. De Valera, Bro- Myndin er oklyn-írann tekin í Du- sem varð for- blin og með seti írska lýð- aðalhlut- veldisins. „Ég vona verkin fara þeir fari ekki að sýna Liam Nee- Collins í alltof rómantísku ljósi,“ er haft eftir írska sagn- fræðingnum Catherine Shannon. „Þjóðernisróman- tíkin í kringum hann er mik- il, einfaldlega af því hann var myrtur, það er ágætt skjól í því. Hver veit hvaða framtíð hann hefði átt? Það er svona eins og að spyija hvað gerst hefði ef Kennedy forseti hefði lifað.“ Hann virðist hafa. átt meira sameiginlegt með Kennedy en dapurleg endalok „Hann var úngur myndarlegur og hæfí- lega kærulaus,“ er haft eftir rithöfund- SAGAN af Coll- ins; Julia Roberts og Liam Neeson í „Michael Collins.“ UNýjasta mynd Dustins Hoffmans heitir „Am- erican Buffalo“ og byggist á samnefndu ieikriti eftir David Ma- met. A1 Pacino átti að leika í myndinni en komst ekki tii þess. Hún segir af tveimur smákrimmum sem hafa í hyggju að ræna verðmætu mynt- safni. Leikstjóri er Mic- hael Corrente. ■Bre.sk/' leikstjórinn Mike Figgis hefur sent frá sér nýja mynd með Nicolas Cage og Elisa- beth Shue í aðalhlut- verkum. Hún heitir „Leaving Las Vegas“ og er byggð á sögu eftir John O’Brien sem fjallar um drykkjumann á bar- flakki í Las Vegas; minnir nokkuð á Mickey Ro- urke í Barflugu Bukowskis. UÁstralski leikstjórinn John Duigan gerði síðast Sírenurnar en hefur nú lokið við myndina „The Journey of August King“ með Jason Patric og Thandie Newton í aðaihlutverkum. ULíklega mun grínleik- arinn Jim Carrey ieika í mynd sem ber heitið Tru- manþátturinn einhvem- tíma á næstunni. Leik- stjóri hefur ekki verið ráðinn en Peter Weir kemur sterkiega til álita. Myndin segir af trygg- ingamanni sem kemst að því að líf hans er gaman- þáttur í sjónvarpinu - í bókstaflegri merkingu. SÝND á næstunni; Ke- anu Reeves í „A Walk in the CIouds“. 25.000 hafa séð Frelsis- hetjuna ALLS hafa um 25.000 manns séð Frelsishetj- una með Mel Gibson í Regn- boganum og Háskólabíói. Þá hafa rúmlega 2.000 manns séð teiknimyndina Leynivopnið, 6.000 Að yfir- lögðu ráði og 4.000 myndirn- ar Ofurgengið og Krakka. Gamanmyndin Níu mánuðir með Hugh Grant er jólamynd bíós- ins og hefjast sýningar um miðjan mánuðinn. Fljótlega á næsta ári verða svo sýndar myndir eins og „A Walk in the Clouds“, „The Scarlett Letter" með Demi Moore, „The Neon Bible“, „Journey of August King“, „City Hall“ með A1 Pacino „The Crossing Guard" með Jack Nichol- son og Borg hinna týndu barna, svo fáeinar séu nefndar. GUS VAN Sant er einn athyglisverð- asti leikstjóri Bandaríkj- anna en mistækur nokk- uð eins og sannaðist rækilega á þeirri mögn- uðu þvælu „Even Cow- girls Get the Blues“. Nýja myndin hans heitir „To Die For“ og hefur fengið fína dóma og dágóða aðsókn. Með aðalhlutverkin fara Nicole Kidman, Matt Dillon og Jaquin Phoenix, yngri bróðir Rivers. Handritið gerir háðfuglinn Buck Henry en Columbia Pictures dreifir myndinni Kidman fær einkar góða dóma í hlutverki hortugrar stelpukindar sem einsetur sér að verða fræg og beitir hvaða meðulum sem er í þeim tilgangi; enginn er nógu ómerkilegur til að hún sofi ekki hjá hon- um til að komast í sviðs- Ijósið. Matt Dillon þykir einnig góður í hlutverki eiginmanns hennar. Myndin þykir glimrandi satíra á frægðardraum- inn og sjónvarpsheiminn og þykir Gus hafa náð sér mjög á strik eftir síðustu mistök. FRÆGÐARDRAUM- URINN; Dillon og Kid- man í „To Die For.“ FANGINN og nunnan; Penn og Sarandon í „Dead Man Walking". Dauður maður eftir Robbins LEIKARINN og leikstjórinn Tim Robbins sendir frá sér nýja mynd í jólamánuðinum sem heitir „Dead Man Walk- ing“ og er með eiginkonu hans, Susan Sarandon, og Sean Penn í aðaihlutverkum. Robbins gerði áður pólitísku ádeiluna „Bob Roberts“ og leit á timabiií út fyrir að vera nýr Orson Welles. Hann skrifar einnig hand- rit myndarinnar, en Dauður maður segir af nunnu og dauðadæmdum fanga. Fang- inn hefur beðið nunnuna um að bjarga sér frá því að lenda í rafmagnsstólnum. Til að ná fram hinu _ sanna raunsæi er myndin tekin eins og heimildarþátt- ur fyrir sjónvarp, sem minnir nokk- ,:;v> uð á frásagnar- stílinn í „Bob Ro- I berts“, og sagt er f að bæði Penn og | Sarandon sýni frá- I bæran leik. ISLENSKA bíómynd- in Agnes í leikstjórn Egils Eðvarðssonar verður jólamynd í ár og Draumadísir Ásdís- ar Thoroddsen verður að líkind.um frumsýnd fljótlega á næsta ári. Þar með hafa ekki færri en átta íslenskar bíómyndir verið frum- sýndar á þessu ári. Þær eru, auk_ þessara tveggja: Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson, Ein stór fjölskylda eftir Jóhann Sigmarsson, Einkalíf eftir Þráin Bertelsson, Tár úr steini eftir Hilrn- ar Oddsson, Nei, er ekkert svar eftir Jón Tryggvason og Benjamín dúfa eftir Gísla Snæ Erlingsson. Aldrei áður hafa jafnmargar íslenskar bíómyndir verið frum- sýndar á jafn skömm- um tíma. Aðsóknin hef- ur verið æði misjöfn og þær sjálfar misjafnar að gæðum en engu að síður má segja að nú ríki einstakt blóma- skeið í ísienskri kvik- myndagerð, sem á sér ekki hliðstæðu í annars fátæklegri kvikmynda- sögu landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.