Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 14
14 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
URTÓNLIST
Ljúfir vorboðar Úlfur, Markús, Ragnar og Magnús.
KÓSÝJÓL
MEÐAL þeirrra sveita sem einna mesta athygli hafa vakið
undanfarin misseri er Unglingahljómsveitin Kósý. Það var
því mörgum fagnaðarefni þegar spurðist að væntanleg
væri hljómplatan Kósý jól.
Unglingahljómsveitin
Kósý er skipuð þeim
Ulfi, Markúsi, Ragnari og
Magnúsi og hefur starfað í
rúmt ár. Talsmaður sveitar-
innar segir hljómsveitina hafa
komið saman í samræmi við
þann draum allra ungmenna
að stofna hljómsveit „og kom-
ast í bransann, verða frægir
og fá viðtöl við sig birt opin-
berlega. Svo höfum við þessa
sérstöku sýn á tónlistina sem
virðist falla í kramið. Ég held
að það hafi enginn farið grát-
andi af tónleikum hjá okkur.“
Kósý hefur leikið á ýmsum
sérkennilegum stöðum, „er
enda sérkennileg hljómsveit
og leikur á sérkennileg hljóð-
færi“. Sem dæmi um hug-
myndaflug hljómsveitarmeð-
lima hélt hún útgáfutónleika
sína í Vinabæ og veitingar
voru ekki af verri endanum,
jólaöl og flatkökur með hangi-
kjöti. „Kósý er bæði alþjóðleg
og þjóðleg, því við tökum til
að mynda lög eftir hann
Lennon MacCartney og Vil-
hjálm Vilhjálmsson, svo dæmi
séu nefnd, segja má að hún
sé þjóðlega alþjóðleg."
Kósýplötu bar á góma fyr-
irvaralítið, að sögn, „við lét-
um undan kröfu almennings".
Fleiri plötur eru í bígerð, því
hljómsveitin hyggst gefa út
plötu fyrir hveija árstíð, vor-
plötu, sumarplötu og þar fram
eftir götunum.
BITTE
NÚ
BORGARDÆTUR kvöddu
sér hljóðs með stæl fyrir
tveimur árum; sendu frá sér
breiðskífu og fóru með hana
víða. Nú er önnur skífa þeirra
komin út, Bitte nú, og Iíkt
og sú fyrri upp full með ís-
lenskum útgáfum þekktra
laga frá fjórða og fimmta
áratugnum.
Andrea Gylfadóttir stofn-
aði Borgardætur á sín-
um tíma og fékk til liðs við
sig þær Berglindi Björk Jón-
asdóttur og Ellen Kristjáns-
dóttur. Hún segir það hafa
revnst þjóðráð að bíða með
plötu, enda yfrið nóg að gera
í kjölfarið. Þegar svo var tími
kominn til að taka upp aðra
plötu völdu þær stöllur lög á
hana með góðum fyrirvara.
„Við völdum lög frá svipuð-
um tíma og á fyrri plötuna,"
segir Andrea, en höfundar
laganna eru margir helstu
dægurlagasmiðir stríðsár-
anna. Að lagavalinu loknu j
fengu þær Friðrik Erlings-
son til að semja íslenska
texta við þorra laganna,
en textaýiga einnig Ragn-
heiður Ásta Pétursdóttir
og Einar Thoroddsen,
einn texta hvort. Andrea J|
segir íslenskunina
skipta máli, „landinn
vill íslenska texta" segir hún
Upptökustjórn og út-
setningar voru í höndum
Eyþórs Gunnarssonar
sem einnig leikur á
píanó, en ýmsir aðrir
koma við sögu á plöt-
unni, þar á meðal
gestasöngvarar.
Ragnar Bjarnason,
Bubbi Morthens og
Kristján Kristjáns-
son. m
KEFLVÍSKA rokk-
sveitin Deep Jimi and
the Zep Creams tókst
hið ómögulega á sínum
tíma, komst á samning
þjá bandarískri útgáfu
og virtust allir vegir
færir. Uppúrslitnaði
af ýmsum orsökum og
sveitarmenn sneru
heim til íslands von-
ríkari
hljómsveitarinnar væri
öli, en íyrir skemmstu
sendi hún frá sér nýja
breiðskífu.
Rjómsveitin kemur
Lnú fram með nýju
nafní og styttra, heitir
einfaldlega Deep Jimi,
aukinheldur sem tón-
listin er frjálsiegri og
meíra um tilraunir
r að sögn bassa-
þá félaga meðal
ars hafa tekið sér
til að ná áttum e
ævintýrið vestan hafs
sem hafí vissulega
endað með einskonar
brotlendingu. „Við
byrjuðum svo að æfa
í sumar og semja á
fullu,“ segir hann „og
fríið var því hið besta
mál.“
Björn segir að vissu-
lega hafí komið til tals
að slíta samstarfinu,
en nýútkomin piata
sanni að það sé töiu-
vert eftir í samstarfinu
enn, „hljómsveitin er
enn að þroskast og
þróast. Það var gaman
að bytja aftur, okkur
líður eins og við séum
að byija á núllpunkti,
erum miklu frjálsari.“
Af hverju þurfti tvö ár til?
Gleðifólk Kristjáns
KRISTJÁN Kristjánsson,
sem alþjóð þekkir sem
KK, komst í fremstu röð
íslenskra tónlistarmanna
á undraskömmum tíma,
sendi frá sér metsöluskíf-
ur og tók þátt í að gera
Þrúgur reiðínnar að einu
umtalaðasta leikverki síð-
ustu ára. Á þarsíðasta ári
sendi hann frá sér breið-
skífuna Hótel Færeyjar,
en síðan hefur lítið frá
honum heyrst, utan að
eitt lag heyrðist nokkuð í
útvarpi í sumar. Fyrir
skemmstu kom svo út
fjórða breiðskífa Krist-
jáns, sem heitir Gleðifólk-
ið.
Kristján segir að hann
hafi byrjað á piöt-
unni fyrir rúmum tveimur
árum, en ekki komist ýkja
áleiðis. „Ég var að setja
saman
plötu án
þess að
vera með
plötu í
mér,“
segir
hann og
kímir.
„Þegar
kom að því að fara að
taka upp var ég einfald-
lega ekki með plötu í
höndunum að mér fannst
og ákvað því, í góðu sam-
ráði við útgáfuna, að taka
mér lengri tíma.“ Hann
segist þó eiga þó nokkuð
af lögum sem hann hafí
ekki tekið upp að þessu
sinni, enda þótti honum
þau ekki passa á plötuna.
Eyþór Gunnarsson
vann plötuna með Kristj-
áni, sá um upptökustjórn
og útsetningar að mestu
Gg Kristján segir að þeirra
si.mstarf hafi verið einkar
ánægjuiegt. „Það var
engin pressa og allt gekk
eftir Arna
Matthíasson
Gleðlmaður Kristján KK Kristjánsson.
ljúflega fyrir sig,“ segir
hann, en sjálfar upptökur
gengu hratt fyrir sig eftir
að lagasafnið var tilbúið.
Meðal þeirra sem koma
við sögu má nefna Ellen
Kristjánsdóttur, Gunn-
laug Briem, sem sá um
trommuleik að mestu,
Dan Cassidy fiðluleikara
og bassaleikarana Þorleif
Guðjónsson, Tómas M.
Tómasson og Pálma
Gunnarsson. Sérstakur
gestur plötunnar er Haf-
þór „Súkkat“ Ólafsson,
sem á einn texta og syng-
ur hann að auki.
Athygli vekur að sama
iagið er tvívegis á plöt-
unni, í eilítið breyttri
mynd, og Kristján segir
þá skýringu á því að þeir
Eyþór hafi ekki getað
gert upp við sig hvor út-
gáfan væri betri, „og þar
sem það er nóg pláss á
geisladisknum ákváðum
við að láta það fljóta með.
Það passar reyndar af-
skaplega vel að hafa það
nálægt upphafi plötunnar
og svo sem síðasta lag.“
Kristján hugðist halda
útgáfutónleika í Loftk-
astalanum í kvöld, en lenti
í bílslysi í Borgarfirði. Þó
hann hafi sloppið furðu
vel úr þeim hremmingum
er ljóst að ekkert verður
af frekara tónleikahaldi
hjá honum á árinu.
OÐSKÚLPTÚRAR
ÍRSKA söngkonan Enya er senni-
lega ein söluhæsta söngkona
rokksögunnar, þó ekki hafi nafn
hennar borið eins hátt og margra
sem hæst láta. Fyrir skemmstu
kom út þriðja breiðskífa henn-
ar, The Memory of Trees.
■ynr sjö árum kom
út breiðskífan Shep-
herd Moons, önnur
breiðskífa Enyu,
sem hefur selst
í átta milljón-
um eintaka.
Næsta plata
kom út 1991 og hef-
ur selst í níu milljónum ein-
taka, þar af fjórum milljón-
um í Bandaríkjunum
þar
einum,
sem platan sat
199 vikur á vinsældalista.
Á plötunni nýju nýtur
Enya aðstoðar flestra þeirra
sömu og unnu með henni
hinar fyrri plötur tvær, en
þó er hún frábrugðin að því
leyti að hún leikur nú sjálf
á öll hljóðfæri og söng allar
raddir. Tónlistin er fjölradd-
aðir hljóðskúlptúrar eins og
forðum, með myrka texta
og torræða.