Morgunblaðið - 03.12.1995, Page 20
20 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
HAUSTAR AÐ í ÍSLENSKRI
KVIKMYNDAGERÐ
keppni íslensku myndanna og er-
lendrar framleiðslu og fljótlega
kom í ljós að markaðshlutdeild ís-
lenskra kvikmynda var almennt
mun minni en búist hafði verið
við. Afleiðingin varð sú að fram-
leiðendur, sem farið höfðu út í
lántökur og veðsetningar á eign-
um, lentu í miklum fjárhagsörðug-
leikum. Litlu mátti muna að ís-
lensk kvikmyndagerð bæri ekki
sitt barr eftir það.
Ný lög um Kvikmyndasjóð
SAGT ER að vorað hafi í íslenskri
kvikmyndagerð árið 1978 en þá var
samþykkt frumvarp þess efnis að
stofnaður skyldi kvikmyndasjóður
og kvikmyndasafn til eflingar list-
greininni hérlendis. Kvikmynda-
gerð hafði verið stunduð hér frá
árinu 1904 en vegna fjárskorts
hafði greinin ekki náð að dafna og
þróast sem skyldi. íslenskir kvik-
myndagerðarmenn tóku ákvörðun
stjómvalda fagnandi og mikillar
bjartsýni gætti meðal allra sem að
þessum málum stóðu.
Mikil þörf fyrir ríkisafskipti
Fáir vom andvígir lagasetning-
unni og menn voru almennt sam-
mála um að þörf væri fyrir opin-
bera stefnu á sviði kvikmyndagerð-
ar. Ávinningur af gerð kvikmynda
er þjóðarinnar allrar, hvort sem er
frá listrænu, sögulegu eða efna-
hagslegu sjónarmiði. Kvikmyndin
hefur margþætt gildi. Hún er ekki
aðeins atvinnuskapandi neysluvara
heldur einnig framlag til menning-
ar okkar og sjálfsvitundar. Kvik-
myndin sameinar ólíkar listgreinar
og birtir þær í nýju samhengi. Þar
að auki er hún heimildaform og
stuðlar að því að þjóðin eigi sam-
fellda sögu í máli og myndum.
Það er einnig alkunna að fram-
leiðsla kvikmynda er dýr og um-
fangsmikil. Á þeim tíma sem frum-
varpið var samið þótti nauðsynlegt
að hjálpa til við að koma kvik-
myndagerð á legg þar sem lítil
þekking og reynsla var fyrir hendi
og framleiðslan því langt frá því
að vera orðin söluhæf markaðs-
vara. Hinn almenni markaður fyrir
myndirnar var þar að auki óþekkt-
ur á þessum tíma og erfítt var að
meta væntanlega eftirspurn eftir
myndunum. Af þessum sökum þótti
tvíbent að fara út í mikla fram-
leiðslu sem enginn vissi hvort kæmi
til með að standa undir sér eða
ekki. Líklegt er að án ríkisafskipta
hefði innlend kvikmyndagerð því
seint vaxið úr grasi.
Sögulegt gildi kvikmynda
Af framgangi mála á síðari hluta
áttunda áratugarins má ráða að
almenningur og stjórnvöld hafi
gert sér grein fyrir þýðingu inn-
lendrar kvikmyndagerðar og jafn-
framt vitað hversu erfitt uppdráttar
greinin ætti ef engin utanaðkom-
andi hjálp kæmi til. í öllu falli voru
menn einhuga um að málið næði
fram að ganga.
Árið 1976 skipaði menntamála-
ráðherra 4 hagsmunaaðila í nefnd
og skilaði nefndin frumvarpi í apríl
1977. Frumvarpið var barn síns
tíma og ófullkomið á ýmsan hátt
miðað við kröfur kvikmynda-
gerðarmanna samtímans. Tillögur
nefndarmanna mið-
uðu þó að því að hags-
munir innlendrar
kvikmyndagerðar
væru hafðir í fyrir-
rúmi og að lögin
mættu verða greininni
til framdráttar. Al-
menn samstaða virðist
einnig hafa verið um
málið á þingi sem sést
e.t.v. best á því að
aðeins einn þingmaður
lagði fram breyting-
artillögu við frum-
varpið, málið fór hratt
í gegn og frumvarpið
var samþykkt svo til
óbreytt. Menn voru
einkum sammála um að söfnun
kvikmynda hér á landi hefði mikið
sögulegt gildi. Mest var rætt um
þýðingu myndanna sem heimilda
um íslenskt þjóðlíf og litið var á
þær sem fræðslumiðil.
Þetta viðhorf kom skýrt í ljós í
umræðum á Alþingi árið 1978 sem
snérust að mestu leyti um söfnun,
varðveislu og skráningu gamalla
mynda. Jón Ármann Héðinsson
kvaddi sér hljóðs hinn 13. apríl og
sagði meðal annars: „Þeir, sem hafa
fylgst með kvikmyndagerð og þróun
kvikmynda, hafa gert sér grein fyr-
ir því, hversu mikið gildi það hefur
að varðveita ýmsa atburði og geta
BEKKUR
40X150/HÆÐ 86
KR. 19.900
andunnin ftarðviðarfiusgögn
í andaficmifa tímans
BORÐSTOFUBORÐ
90X170/HÆÐ 77
KR. 39.900
*
SOFABORÐ
100X100
KR. 16.900
STÓLL 1.
KR. 11.900 VS
SOLUSYNING
A
sýnt þá ljóslifandi ára-
tugum síðar. Ekki er
minna um vert að varð-
veita filmur eins og
gamlar bækur og gera
þær aðgengilegar
hverjum manni í
geymslu, varðveislu og
endurprentun."
Enginn tekjustofn
Tillögur nefndar-
manna fengu þó ekki
eindreginn stuðning
þingsins. Ákvæðinu
um fjárframlög til
Inga Sigrún Kvikmyndasjóðs var
Þórarinsdóttir breytt. í stað ákveðinn-
ar upphæðar sem
framreiknuð yrði eftir verðlags-
breytingum, var í lögum aðeins
kveðið á um fjárhæð fyrsta fram-
lags 1979, 30 milljónir, og ákveðið
að framvegis yrði árlegt framlag
háð fjárlögum Alþingis. Á þennan
hátt gripu ráðamenn fram fyrir
hendumar á nefndarmönnum og
tryggðu sér þann rétt að geta dreg-
ið úr fjárveitingum og sett kvik-
myndamálin neðar í forgangsröð ef
þeim hentaði og var þá útséð um
að greinin fengi nokkum tíma nægi-
lega fjárveitingu til starfseminnar.
Þannig var grafíð undan stöðugleika
kvikmyndaiðnaðarins um leið og
angar hans vom rétt að festa rætur.
íslenskt kvikmyndavor
Þrátt fyrir áherslu stjórnvalda á
sögulegt gildi kvikmyndanna varð
lagasetningin ekki aðeins til þess
að skipuleg söfnun íslenskra kvik-
mynda hófst heldur var hún einnig
mikil lyftistöng fyrir framleiðend-
ur, ekki vegna þess að svo vel
væri stutt við bakið á þeim fjár-
hagslega heldur fremur vegna
þeirrar viðurkenningar og hvatn-
ingar sem í lagasetningunni fólst.
Þótt fjárveiting ársins 1979 nægði
ekki einu sinni til framleiðslu einn-
ar ódýrrar myndar fór kvikmynda-
gerð af stað af miklum krafti. Það
var framleiðendum fyrstu bíómynd-
anna til happs að íslenskir áhorf-
endur voru mjög áhugasamir um
þessa nýjung í þjóðlífínu og hópuð-
ust á sýningar myndanna. Þrjár
leiknar myndir, Land og synir,
Veiðiferðin og Oðal feðranna, sem
vom gerðar sumarið 1979, fengu
allar mikla aðsókn og stóðu undir
sér fjárhagslega.
Vorharðindi
Aðsókn að fyrstu íslensku
myndunum gaf þó ekki raunsanna
mynd af því sem síðar varð. Þegar
mesta nýjabrumið var farið af inn-
lendum kyikmyndum fóru áhorf-
endur að gera meiri kröfur til list-
rænna og tæknilegra eiginleika
þeirra. Á sama tíma harðnaði sam-
Það var ekki fyrr en 1984 sem
breyting var gerð á lögum um
Kvikmyndasjóð en þá var loks
ákveðið að kvikmyndagerð fengi
fastan tekjustofn til umráða.
Framlag skyldi vera sem næmi
áætluðum söluskatti af miðaverði
á öllum erlendum kvikmyndum
sem sýndar væru í landinu. I þessu
hefði átt að felast að framlag yrði
stöðugra og að meiri peningar
rynnu til sjóðsins. Því fögnuðu
kvikmyndagerðarmenn sem töldu
hag sínum loks borgið. Varla var
þó ástæða til að kætast yfir nýju
lögunum þar sem lítil breyting
varð á í raun. Þrátt fyrir þetta
nýja ákvæði var framlag til Kvik-
myndasjóðs áfram háð hentisemi
ráðamanna. Framlagið tvöfaldað-
ist reyndar árið 1986 en var þó
ekki enn nægilega hátt til þess að
fjármagna mætti eina kvikmynd í
fullri lengd.
Framleiðslan komst þó á nokk-
um skrið í kjölfar hagræðingar
innan Kvikmyndasjóðs þegar
ákveðið var að sjóðurinn myndi
styrkja færri aðila en áður með
hærri upphæðum. Á sama tíma
hófu kvikmyndagerðarmenn í
auknum mæli að leita eftir erlend-
um styrkjum til viðbótar við það
fjármagn sem fengist hafði úr
Kvikmyndasjóði. Erlendir aðilar
fjármögnuðu þunga kostnaðarliði
s.s. hráfilmu, tæknivinnu, tækja-
leigu eða framköllun gegn því að
þeir eignuðust sýningarrétt í sínu
landi og að íslenskir kvikmynda-
gerðarmenn legðu til aðstöðu og
annað sem fékkst pdýrara hér á
landi en erlendis. Á þennan hátt
var innlendum aðilum loks gert
kleift að búa til „stórmyndir“ með
tiltölulega litlum kostnaði.
Sega má að Kvikmyndasjóður
íslands hafi með þessu orðið enn
mikilvægari en hann var fyrir, þar
sem erlendar styrkveitingar eru
yfirleitt háðar því að loforð hafi
fengist fyrir innlendu fjármagni. í
dag nemur erlend fjármögnun um
57% af heildarfjármögnun ís-
lenskra kvikmynda en framlag frá
Kvikmyndasjóði aðeins 19%, en það
er þrátt fyrir allt forsenda þess að
hægt er að gera samkeppnishæfar
myndir fyrir alheimsiparkað.
Endurreisn
Kvikmyndaiðnaðurinn tók nú
hægt og bítandi aftur stefnu upp
á við með nýjum og breyttum for-
merkjum. Þrátt fyrir ófullnægjandi
fjárhagsstöðu Kvikmyndasjóðs hef-
ur mönnum tekist síðustu ár að
gera þjóðlegar myndir á heims-
mælikvarða sem ættu að uppfylla
þær væntingar sem flutningsmenn
frumvarpsins frá 1978 höfðu til
þeirra. Tæknilegar framfarir, aukin
reynsla á listasviðinu og þekking á
markaðsmálum hafa stuðlað að því
Söluaðili:
Héðinsgö
sími 588 5i
/'Hí/í r/
’ÉI
REYKfAVÍK
SIGTÚNI LAUGARDAG KL. 10-18 • SUNNUDAG KL. 12-18
Tannverndarráð
ráðleggur foreldrum
að gefa börnum sínum
jóladagatöl
án sælgætis