Morgunblaðið - 03.12.1995, Side 22

Morgunblaðið - 03.12.1995, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ c í tnöCemtaái TUNGUFOSS var með laust korn í lestun- um sem færðist til þegar brot reið yfir það og öllu lauslegu skolaði fyrir borð, þ. á m. björgunarbátunum. Komið var fárviðri og litlar líkur til að nokkur gæti komið mönnunum á sökkvandi skipinu til bjargar. Við þessar aðstæður sýndu breskir björgunarmenn hugrekki og snar- ræði sem telja verður einstakt. Þeir voru því vel að því komnir þegar Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, sæmdi þá Afreks- merki hins íslenska lýðveldis sem hafði aðeins verið veitt einu sinni áður. Hér er gripið niður í frásögn- ina þar sem Gunnar Scheving Thorsteinsson, skipstjóri, og Hallur Helgason, þriðji vélstjóri, eru einir eftir í skipinu. Gunnar og Hallur höfðu fylgst áhyggjufullir með þegar Hallgrím- ur hvarf sjónum þeirra út í sortann - báðir gerðu þeir sér grein fyrir að nú héngi líf þeirra á bláþræði, þeir voru síðastir og stutt í að skipið sykki með þá. Skipstjórinn efaðist um að hann bæri gæfu til að sjá félaga sinn aftur þar sem hann stóð með Halli aftast á skipinu: „Við Hallur vorum orðnir einir eftir og skipið var að hverfa í djúp- ið en hann var næstur til að yfir- gefa skipið. Aður en Hallur fór ákvað ég að kveðja hann með handabandi - í þeirri von að honum yrði bjargað, þó að óvissan um það væri algjör. Afdrif mín yrðu hins vegar að koma í ljós. Við réttum hvor öðrum höndina og tókumst þéttingsfast í hendur, eins og við værum að þakka fyrir samveruna. „Vertu blessaður, ég vona að þetta hafist hjá þér, vinur,“ sagði ég-. Eg merkti bros á andliti Halls sem hafði sýnt mikið hugrekki fram að þessu. Ég átti ekki von á að sjá hann aftur í þessu lífi. Þeg- ar báturinn nálgaðist okkur aftur beið hann ekki boðanna og stökk fyrir borð. Ég sá Hall fieyta kerlingar þeg- ar öldurnar hentu honum langt frá skipinu þar sem hann hvarf. Þyrlan var fyrir ofan okkur en björgunar- báturinn hreinlega óð áfram á eft- ir Halli.“ Hallur lenti í sjónum um eina bátslengd frá björgunarbátnum og hvarf síðan sjónum félaga sinna sem sátu inni hjá Maurice skipstjóra. Þegar honum skaut upp aftur hafði stór- sjórinn fleytt honum langt frá bátnum en þyrluflug- mennimir komu auga á manninn og reyndu ^ að lýsa upp sjóinn til að áhöfn björg- unarbátsins gæti J fundið hann. Hallgrímur heyrði nú hróp og köll í félög- um sínum sem sátu hjá honum í björgunar- bátnum: „Ég sat gjör- samlega stjarf- ur eftir volkið í sjónum en tók við mér þegar strákamir fóra að kalla hvatn- Úr nýjum bókum * I nýútkominni bók sem ber heitið UTKALL íslenska neyðarlínan eru birtar nokkrar björgunarsögur sem allar gerðust hér á landi utan ein, en þar segir frá því er ms. Tungufoss fórst við Land’s End á Bret- -----------------------*---------------- landi í september 1981. Ottar Sveinsson hefur skráð þessar frásagnir. VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, með áhöfn bresku Sea King þyrlunnar sem bjargaði fjórum skipbrotsmönnum af Tungufossi. SKIPVERJARNIR sjö af Tungufossi sem bjargað var um borð í bát bresku björgun- armannanna. Þeim voru fengin náttföt eftir að þeir komu á sjómannaheimilið í Sennen. Frá vinstri: Hallur Helgason 3. vélstjóri, Þorsteinn Péturs- son 1. vélstjóri, Þorbjörn Gunn- arsson matsveinn, Hallgrímur Helgason 2. stýrimaður, Gísli Níelsson háseti, Aðalsteinn Finnbogason 1. stýrimað- ur (sitjandi) og Theodór Hansen háseti. VITINN við Land’s End á Bretlandi. Hann er tæpir 40 metrar á hæð og smíði hans lauk árið 1873. ingarorð til Halls í þeirri von að hann heyrði til okkar. Hallur var greinilega í sömu hrakningum og ég hafði verið. Við áttum erfitt með að fylgjast með úr kjallaranum þar sem við sátum en eftir nokkrar mínútur komum við auga á Hall þar sem hann rak í ölduganginum skammt frá bátnum. Skipstjórinn gaf mönnum sínum skipanir í sí- fellu. Hann sneri stýrinu óhemju marga hringi og beygði borð í borð meðan báturinn hristist og skalf - hann var greinilega með Hall í sjón- máli - vélin ýmist vann á fullri ferð áfram eða aftur á bak.“ Bretarnir réttu krókstjaka til Halls þar sem hann reyndi árang- urslaust að grípa um hann. í þriðju tilraun náði Hallur að slæma hendi utan um stjakann og halda þó hann væri orðinn gjörsamlega úr- vinda. Vélstjórinn var dreginn að bátshliðinni þar sem sterkar og öruggar hendur bresku björgunar- mannanna drógu hann um borð. Tungufoss var nú nánast sokkinn þar sem hann lá á hliðinni. Eftir að Hallur fór í sjóinn hafði Gunnar skipstjóri ekki náð að fylgjast með afdrifum félaga síns því hann fór stöðugt á kaf með skipinu: „Ég stóð einn eftir á veggnum í bakborðsganginum með leiðabók- ina í fanginu. Lunningin, sem venjulega var lóðrétt, var eins og þak yfir mér. Sjórinn gekk yfir og ég fór stöðugt í kaf. Ég sá bátinn nálgast og hugleiddi hvort ég ætti að fara upp á lunninguna og stökkva í sjóinn en ákvað að gera það ekki því ég hafði séð hvemig Hallur hvarf eftir að hann yfirgaf skipið. Auk þess kom ég ekki auga á þyrluna yfir skipinu og því fannst mér útilokað fyrir mennina á bátn- um að koma auga á mig í myrkvuð- um sjónum ef ég léti mig vaða. Þyrlan kom brátt yfir skipið en í sömu svifum gekk sjórinn yfir mig og ég fór á bólakaf. Ég hélt mér í lunninguna og loftrör á þilfar- inu, með leiðabókina í fanginu, og fann að ég var að missa handfest- una. Mér var að skola burt. Stuttu síðar féll frá og ég ákvað að láta leiðabókina ekki ganga fyrir lífi mínu. Ég grýtti henni frá mér og hún hvarf sjónum mínum. Ég kom auga á vírinn úr þyrlunni þar sem hann % !S. slengdist til í rokinu skammt frá mér. Mér fannst eina von mín vera að komast í þyrluna en hélt þó áfram að fylgjast með bátnum. Nú hófst mikil barátta hjá mér að ná til dinglandi vírsins innan um ágjaf- irnar. Mér fannst hann koma niður alls staðar í kringum mig. Nú kom önnur fylla. Ég missti takið og skaust fram með ganginum. Straumurinn skolaði mér að stig- anum þar sem gengið var niður á lestarþilfar. Þar stöðvaðist ég og náði að halda í handriðið þegar skipið lyftist aftur á öldunni. Ég brölti aftur eftir veggnum á ganginum og kom auga á björgun- arvírinn á ný. Hann var flæktur utan um rör í ganginum. Mér tókst að grípa í vírinn, greiða úr honum og gat náð að bregða lykkjunni utan um mig. Þetta var að koma - en næstu andartök vora heil ei- lífð. Ég beið ... ég beið ... og beið - en ekkert gerðist. „í guðanna bænum, hífið þið, ég er klár,“ æpti ég. Mennirnir hífðu ekki. Ég var greinilega ekki í sjónlínu frá þyrl- unni því lunningin skyggði á mig. Ég reyndi að skjóta mér fram fyr- ir til að ég sæist en allt kom fyrir ekki - vírinn var slakur. Nú kom önnur fylla, ég missti handfestuna og aldan skolaði lykkjunni utan af mér. Þegar ég náði taki á röri til að halda mér sá ég að nú var loksins híft í vírinn þar sem hann lá stutt frá mér. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds er ég sá að hann var flæktur í loftvent- il. Ég var dauðhræddur um að þyrlan togaðist niður þegar strekktist á. Skipið lyftist og aftur slaknaði á vírnum. Ég losaði vírinn og í þeim svifum fauk lykkjan burt. Þyrlan var að íjarlægjast. Það var augljóst að fárviðrið gerði flugmönnunum mjög erfitt fyrir að halda vélinni stöðugri. Skipið sökk nú niður á öldunni og ég fór í kaf. Ég náði ekki andanum, drakk mikinn sjó og svelgdist á.“ Hallgrímur sat áhyggjufullur í björgunarbátnum og reyndi að fylgjast með Gunnari skipstjóra: „Við sáum óljóst móta fyrir Gunnari þar sem hann hvarf í sí- fellu niður með skipinu. Það var augljóst að hann vildi ekki sleppa takinu og yfirgefa skipið. „Kemur hann upp eða fer hann niður með skipinu?" hugsaði ég. Gunnar ýmist stóð eða hékk í ganginum og ég gat vel gert mér í hugarlund hvað hann var að hugsa á þessari stundu: „Er skipið nú að sökkva með mig niður á hafsbotn eða lyftist það aftur upp á öldunni?“ Skaflarnir riðu óbrotnir yfir sökkvandi skipið sem lá alveg á hliðinni. Það hvarf alveg sjónum okkar. Mér fannst óralangur tími liðinn frá því að mér var bjargað og var orðinn úrkula vonar um að Gunnar kæmist af - við hinir höfð- um allir bjargast með naumindum en nú stefndi allt í að einn færist. Ég sá endrum og sinnum glampa á vírinn þar sem hann lá skáhallt niður með þyrlunni. Þaðan sem ég sat í bátnum gat ég nú betur gert mér grein fyrir hvers vegna lykkjan hafði verið svo lengi á leiðinni niður að skipinu. Fár- viðrið hrifsaði í vírinn sem var mjög langur og engin þyngd var í lykkjunni þannig að hún fauk skáhallt aftur þyrlunni. Þetta gerði flugmönnun- um mjög erfitt fyrir að láta lykkjuna lenda á rétt- um stað.“ Maurice skipstjóri I fylgdist stöð- ugt með þyrl- unni meðan verið var að láta björgun- arlykkjuna síga niður í átt að Gunn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.