Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 B 7 MANNLIFSSTRAUMAR þó þið snúið sólarhringnum 270 gráður. Það er nefnilega gott að hvíla sig, byggja sig upp, lesa og borða góðan mat þegar maður er í fríi. Oftast er það nú þannig hér á landi að fólk finnur til þyngsla þeg- ar líða tekur á góða máltíð og þá er jólamáltíðin ekki undanskilin, líkt og fólkið í þorpinu í „Gestaboð Ba- bettu", með þeirri undantekningu þó þegar hún bauð þeim í hina marg- frægu matarveislu sína. Við skulum því gæta hófs í mat og drykk, en borða okkur mátulega mett. Það er ágætis „málsháttur" sem móðir mín Matkrákan hafði um slíkt: „Hóflega drukkin kona gleður mannsins hjarta, en kófdrukkinn hryggir og hræðir." Þetta á vitanlega einnig við um hinn helminginn. Að lokum fylgir hér uppskrift að syndsamlega ljúffengum eftirrétti, sem er „við hæfi" að láta eftir sér svona í árslok áður en syndunum verður kastað á áramótabrennuna. Tiramisu (uppskrift fyrir 5 manns) _______15 savoiarclkexkökur_______ eða Ladyfingers 300 g Mascarponerjómaostur (ný kærkomin fromloiósla MBF) 3egg 1 stgup romm (má sleppg) 3 tsk. sykur 1 bolli of mjög sterku kaffi 30 g kakó hKKNl&FWEÐl/Hvaða aukaverk- anirhafa lyfin sem tþróttamenn notaf Meira um keppnis- iþróttir og lyf Bleytið kexkökurnar í kaffinu og leggið á fat (úr gleri ef vill). Þeytið eggjarauðurnar saman viðsykurinn. Þegar þeytingurinn hefurtvö- faldað ummál sitt, bætið þá Masc- arponerjómaostinum og romminu út í og hrærið vel saman þar til léttfreyðandi krem verður úr. Stífþeytið eggjahvítumar og bætið þeim varlega út í. Hellið síðan öllu saman yfir kex- kökurnarogkælið. Rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram skuluð þið sáldra kakóinu fínlega yfir hann. Gleðileg jól og farsælt komandi kristilegt að rífa í sig matinn á aðfangadagskvöld. Þegar búið var að ganga frá í eldhúsinu fannst mér landið hljóta að fara að rísa. En nei, það átti eftir að lesa jóla- kortin. „Af hverju á að lesa upp öll jólakortin núna, það hef ég nú aldrei vitað áður," sagði ég, orðin dálítið óþolinmóð. Fávís var ég, það kom í ljós að þessi siður hafði verið tekinn upp á bænum eftir mikil snjóajól þegar engir pakkar komust til skila og ekki var einu sinni hægt að brjótast í kaupstaðinn til að versla. „Þá var gaman að hafa kort- in til að lesa upp, þau voru öll kom- in áður en hann tók að snjóa svona óskaplega," sagði húsmóðirin. Svo voru kortin lesin hægt og hátíð- lega, jafnvel enn hægar en prestur- inn hafði talað í útvarpinu og sálm- arnir höfðu verið sungnir. Mig var farið að syfja loksins þegar farið var að taka marglitan jólapappírinn utan af gjöfunum. Hver og ein gjöf var skoðuð í krók og kring og allir dáðust að því sem gefið var - líka að gjöfum hinna. Kertin brunnu niður í stjökunum, stjörnurnar skinu á dökkum himn- inum, hundslappadrifan var hætt og frostið tekið að herða. Hestarnir voru að moða úr moðinu og kýrnar voru lagstar til svefns. Hundurinn var niðri í kjallara, saddur eftir jóla- matinn sem hann fékk vel útilátinn á fínan disk og kötturinn lá inni í baðstofu og svaf. Sjálf var ég komin upp í rúm. Sett höfðu verið snjakahvít sængur- föt á rúmið mitt, ég taldi rósirnar á milliverkinu meðan ég var að sofna og gaut öðru hvoru augunum til gjafanna sem ég hafði raðað á gólfið við rúmið mitt. Jólagleðin var á sveimi þarna allt um kring, hún umvafði mig og fylgdi mér loks inn í svefninn. Þannig voru jólin mín í sveitimíi. eftir Magnús Jóhannsson í SÍÐASTA pistli voru talin upp helstu lyf sem vitað er að íþrótta- menn misnota í þeim tilgangi að bæta árangur sinn. Einnig var fjallað almennt um þetta vandamál og rakin saga þess í stuttu máli. Að undanförnu hefur athygli manna einkum beinst að misnotk- un vefaukandi stera (anabol stera) en ekki má gleyma að fjölmörg önnur lyf koma við sögu. Sumir velta því nú fyrir sér hvort hér sé um að ræða upprennandi heil- brigðisvandamál sem komi til með að hellast yfir okkur eftir fáeina áratugi, þegar þeir sem eru að misnota þessi lyf nú verða komnir á miðjan aldur og þar yfir. Vefaukandi sterum má skipta gróft niður í tvo flokka: 1) lyf sem er sprautað í vöðva og inni- halda oftast testósterón og 2) lyf sem eru tekin inn sem töflur og mmmmmmmmmmm innihalda oftast efni sem eru skyld testósteróni. Ekki er munur á auka- verkunum þessara tveggja flokka og eru ýmsar —vel þekktar: Kynfærí: Hjá karlmönnum dreg- ur úr myndun sæðisfrumna eða hún stöðvast alveg og eistun minnka. Konur fá óreglulegar blæðingar eða blæðingar stöðvast alveg, snípurinn stækkar og þær verða dimmraddað- ar það sem eftir er ævinnar. Lifur: Ýmsar breytingar verða á lifrarstarfsemi sem lítið er vitað um frekar, en einstaka sinnum verður gallstífla með gulu. Efnaskipti: Sölt og vökvi safnast fyrir í líkamanum og margir taka þvagræsilyf til að koma í veg fyrir bjúg. Heildarmagn kólesteróls í blóði breytist lítið en hlutfall mis- munandi tegunda kólesteróls verður óhagstætt þannig að það stuðlar að æðakölkun. Sykurþol minnkar en sykursýki er sjaldgæf. Húð: Næstum allir fá gelgjuból- ur. Konur fá aukinn hárvöxt í and- liti og víðar á líkamanum. Karlmenn fá brjóstastækkun sem er svo illa séð af vaxtarræktarmönnum að þeir leita iðulega til lýtaskurðlækna. Líkamsvöxtur: Þegar slík lyf eru tekin af ungu fólki sem enn er að vaxa má gera ráð fyrir að vaxtarlín- ur beina lokist og þar með sé tekið fyrir allan frekari vöxt. Hjarta og blóðrás: Á síðustu 10 árum er vitað með vissu um 14 til- felli í heiminum (raunverulegur fjöldi er vafalítið margfalt meiri) þar sem kraftlyftingamenn og vaxt- arræktarmenn sem notuðu vefauk- andi stera fengu alvarleg hjarta- áföll eða slag. Þarna er sennilega um að ræða samspil óæskilegra áhrifa lyfjanna á æðaveggi, blóð- storku og blóðflögur. Þar að auki ber að hafa í huga að með því að hækka blóðþrýsting og hafa óæski- leg áhrif á blóðfitu geta þessi lyf flýtt fyrir æðakölkun. Geð: Aukin árásarhneigð not- enda vefaukandi stera er vel þekkt fyrirbæri. Sumir verða einnig and- lega háðir lyfjunum, fara að hegða sér undarlega eða verða geðveikir. í nokkrum tilvikum hafa fundist tengsl milli notkunar þessara lyfja og afbrota. Krabbamein: Vissar grunsemdir HVERSU dýru verði geta menn keypt stundarárangur? eru um að vefaukandi sterar geti valdið krabbameini í lifur, blöðru- hálskirtli eða ristli, en þetta er eng- an veginn sannað. Af öðrum lyfjum má nefna tamoxífen (notað við brjóstakrabbameini) sem íþróttamenn nota til að fela áhrif vefaukandi stera en það getur valdið svita- kófi, blæðingum frá fæð- ingarvegi, magaverkjum, bjúg og blóðtappa. Vaxt- arhormón getur valdið of- vexti í vissum beinum, nefi, vörum og tungu og stækkun á höndum og fót- um. Adrenvirk lyf (notuð við astma), misnotuð af vaxtarræktarmönnum til að minnka húðfitu, geta valdið hjartsláttartruflun- um, skjálfta, kvíða og hræðslu. Koffein í stórum skömmtum getur valdið hj artsláttartruflunum. Amfetamín hefur líklega valdið dauða fleiri íþrótta- manna en nokkurt annað lyf og m.a. er vitað um allmarga hjólreiðamenn sem dóu af notkun þess á sjöunda áratugn- um. Ýmislegt fleira mætti nefna en þetta verður látið nægja að sinr: 1385 ¦¦¦¦«*¦¦ ¦¦¦¦...;¦ * Salvador de Bahia Salvador er nú orðinn eftirsóttasti ferða- mannastaður Brasilíu, sérstaklega vinsæll af Evrópubúum, fyrrum höfuðborg Brasilíu þar sem brasilísk áhrif eru hvað sterkust og afrískir siðir tíðkast ennþá. Hér er maturinn kryddaðri, dansinn heitari og tónlistin magnaðri en annars staðar í Brasiliu og einstakt veður allt árið um kring. Strendurnar eru stórkostlegar og fjöldi spennandi kynnisferða í boði. Sigling til eyjanna á Bahia flóanum, þar sem þú getur upplifað lifið eins og það hefur verið í hundruðir ára, horft á Capoeira þræladansinn á ströndinni, tekið þátt í sambaveislu notið margra af frábærum veitingastöðum þeirra og upplifað mannlíf þar sem fólkið er ótrúlega opið og lífsglatt. Hótel Hótelin í Brasilíu eru sérvalin af Heimsferðum. Góð 4ra stjörnu hótel, án alls íburðar en með öllum þægindum og hafa reynst okkur afar vel. Innifalið í verði Flug, ferðir til og frá flugvellinum erlendis, gisting á 4ra stjörnu hótelum í Brasilíu, hótel á Kanarí, morgunmatur í Brasilíu og íslensk fararstjórn allan tímann. Flugvallaskattar innifaldir, ekki forfallagjald kr. 1.200 J HEIMSFERÐIR Nafn kt. X Heimilisfang Prtr. Gíró- -Visa/Eufo- ? Vlnsamlegast sendid mér fyrst bækling um SOS barnaþorpin, Ilamraborg 1,200 Kópavogur, s. 564 2910, og hs. 565 3279. • »» Rio de Janeíro Þessi frægasta baðströnd heimsins hefur líklega meira aðdráttarafl en nokkur annar staður í Suður-Ameríku. Hér er Copacabana ströndin í stórkostlegu landslagi, þar sem Sykurtoppurinn " og Corcovadotindurinn með Kristsstyttunni ,0 frægu gnæfa yfir borgina. Ógrynni frábærra veitinga- og skemmtistaða frá öllum þjóðlöndum er hér að finna og mannlífið ótrúlegur kokteill mismunandi þjóðerna. Fjöldi spennandi kynnisferða eru í boði; kynntsferð um Río.ferð upp á Sykurtoppinn og Corcovado með stórkostlegu útsýni yfir Ríó.frægasta sambasýning heimsins með kvöldverði. Ferðatilhögun Beint flug til Kanaríeyja og áfram til Brasilíu daginn eftir. 16 dagar í Brasiliu, í Salvador de Bahia. Valkostur 2 er að vera viku í Salvador og 8 daga í Rio de Janeiro. Aukagjald fyrir Rió aðeins kr. 24.900. Eftir Brasilíudvölina er gist í 6 daga á Kanaríeyjum. 'v ,s -\ Beint flug heim frá Kanarí. Valmöguleikar Viðbótargjald fyrir «B Rio dejaneiro kr. 14.900. \\ \ y 5 kynnisferðir í Brasilíu með ^SHÍS*'1^ islenskri fararstjórn Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600. aðeins kr. 24.900 Geturpú axkí ábyr$ á einu barni sem er i neyíí Já, ég vil styrkja barn með kr. 1.000 á mánuði í: JA-Evrópu LjAsíu I JAfríku 1 ÍS-Ameríku X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.