Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MQRGUNBLAÐIÐ f- FRÁ ALDA öðli hafa reyndar flestar þjóðir sem spurnir eru af haldið meiriháttar há- tíð um þetta leyti árs. Frumorsök hátíðahalda á þessum tíma hlýtur að vera sólhvörfín, segir Árni Björnsson í bók sinni Saga daganna. Hann segir líka í sömu bók að afmælishátíðir séu eldforn siður. Um afmælisdag Jesú Krists er ekki stafur í heilagri ritn- ingu. í fyrstu 'náði 6. janúar mestri útbreiðslu sem afmælisdagur Krists en fyrsta örugga vitneskjan um að 25. desember sé talinn fæðingardagur Jesús er í róm- versku almanaki frá árinu 354. Með miklum reikningskúnstum tókst kirkjunnar mönnum að koma því svo fyrir að afmælisdaginn bæri upp á þennan dag. Þetta gerðu þeir að sögn fornkristins rithöfundar vegna þess að þennan dag voru heiðingjar vanir að halda hátíðlega fæðingu sólarinnar. Til þess að menn sættu sig betur við þessa breytingu var því haldið fram að Kristur væri hin eina sanna sól, sól réttlætisins. Segja má að þetta sé skoðun kristinna manna enn í dag. Þótt Ambrosíus biskup segði strax á 4. öld: Það er óguðlegt að formyrkva sál sína í víni, að þenja út búk sinn með mat og flækja limi sína í dansi, þá hefur það nú farið svo að jólahald flestra er í það minnsta veislukosti markað. Það þykir líka ýmsum skemmtileg- ur siður að dansa kringum jólatré svo dansinn hefur þannig haldið velli allt frá dögum heiðingjanna sem fögnuðu fæðingu sólarinnar með dansi, áti og drykkju. Einna síst þykir nútímafólki viðeigandi að drekka vín á jólunum. Borðvín eru þó ekki að marki illa séð, sé þeirra neytt í hófi. í heiðni á íslandi þótti aftur á móti sjálfsagt að brugga öl til jóla- veislna. í Sögu daganna vitnar Árni Björnsson í Eyrbyggju þessu til staðfestu. Þar segir að eftir að þeir Þóroddur skattkaupandi höfðu farist í skreiðarferð „um veturinn litlu fyrir jól", buðu þau Kjartan og Þuríður á Fróðá nábú- um sínum til erfis. „Var þá tekið jólaöl þeirra og snúið til erfisins." Á þessum bæ var sem sé til jólaöl litlu fyrir jól sem entist heimilis- fólki og nágrönnum í marga daga. Sótt á jólakútinn Séra Jónas Jönasson frá Hrafnagili segir í bók sinni ís- lenskir þjóðhættir að það hafi ver- ið siður fyrr á tímum að fara í kaupstað fyrir jólin. „Sumir fengu sér þá á jólakútinn, sem kallað var, til þess að hressa sig um hátíð- arnar. (En til hafa verið þeir drykkjumenn, sem ekki hafa smakkað vín á jólanóttina eða jóla- daginn.) Var stundum lagt út í meira en tvísýnt til þess að ná jólahressingunni, og gerðust þá oft í meira lagi kröggur í vetrar- ferð, ekki síst ef langt var að fara og ekki fékkst á kútinn fyrr en í annarri sýslu, en tíð var slæm." í bókinni Vesturfarar skrifa heim er bréf frá lögregluþjóninum Þorsteini Jónssyni til vinar síns og samstarfsmanns Jóns Borgfirð- ings. Þorsteinn tók mormónatrú og fluttist með fjölskyldu sinni til Utah. „Spanish Fork, 3. janúar 1886. Góði vin, k^r heilsan! Ég man ekki betur en ég' hafi í síðasta bréfi mínu lofað að skrifa aftur um jólin, en ég hef gleymt að enda það loforð. Byrja ég svo nú, því betra er seint en aldrei. .. Rétt fram að jólum hafa menn haldið áfram að brjóta upp lönd og plægja, en nú um tíma hefur frosið svo að ekki verður plægt, og eru nú öll útistörf fyrir bí. Nú hef ég ekki annað að gera en sitja SÓTT á jólakútinn? Teikning eftir Bjarna Jónsson. ólakúturínn Jólin eru hugtak. Það þýðir að ef fólk ákveð- ur að halda engin jól þá eru engin jól. Það þýðir að jólin búa innra með fólki. Fólk hef- ur misjafnar hugmyndir um jólahald og mest af því er eins konar áaminni. Fyrir margt löngu mynduðust hefðir og siðir sem sögðu til um hvernig ætti að minnast afmæl- is Frelsarans með verðugum hætti. Guðrún Guðlaugsdóttir leitaði fanga í gömlum og nýjum bókum um ýmislegt tengt jólahaldi - einkum, jólakútnum". inni og lesa bækur og stúdera bækur og blöð. Ég fékk síðasta Þjóðólf á aðfangadaginn fyrir jól. Hafði það fyrir lestur um jólin þær stundir sem ég var heima." Seinna í bréfinu segir Þorsteinn: „Ég get sagt þér að ég drekk alltaf öl, sem konan mín býr til. Ég skyldi ekki hafa keypt einn pela af öli í Reykjavík hefði ég vitað þá eins vel, hvernig á að búa það til. Það kostar hér um bil tvær krónur að búa til 20 potta. Þetta gæti maður eins heima, ef maður vissi hvernig ætti að fara að því." Síðan gefur Þorsteinn Jóni vini sínum eftirfar- andi uppskrift að ölinu. Aðferð til að búa til öl gott en ódýrt. „Fyrst tekurðu 20 potta af vatni og lætur koma upp á því suðu, svo tvö pund af púðursykri eða hvít- sykri og lætur í vatnið. Síðan læt- urðu í annan pott glasseraðan hér um bil þrjá potta af vatni og þar í fjögur lóð af hömlum og lætur það kokka ekki skemur en tvo tíma og hafa lok yfir pottinum. Svo síarðu vatnið og lætur það í þessa 20 potta, síðan kokkarðu hömlana aftur upp á sama máta og taka til þess vatn af þessum 20 pottum, en ekki nema tvo til einn og hálf- an pott í síðara sinnið. Síðan læt- urðu allt vatnið í tillukt ílát þar til það er hér um bil nýmjólkur- volgt, þá skaltu fá eina flösku af góðu öli og láta það í aðalvatnið sem reisningu. Síðan skaltu þekja það með fötum í 24 tíma. Síðan er best að láta það á flöskur með góðum tappa. Þetta er sú aðferð sem við brúkum og höfum gott öl og drekkum það daglega." Ósnoturjólagleði Það er freistandí að álíta að öluppskrift Þorsteins mormóna hafi farið víða í Reykjavík næstu árin. í það minnsta hefur of mikið verið drukkið um jólin að áliti Sig- urðar Sigurfinnssonar sem skrifar grein um áfengisnautn, hátíða- gleði og tyllidaga í Heimilisblaðið þann 1. desember 1894. „Það er athugavert, að fjöldi manna getur byrjað og endað virka daga með venjulegum störfum, sem bera mikla og góða ávexti fyrir ein- staklingana og mannfjelagið, án þess að hafa áfenga drykki um hönd; en svo þegar líður að þeim degi, sem haldinn er helgur í minn- ingu fæðingar Krists, þá álíta margir óhjákvæmilegt að eignast á svo nefndan „jólakút", og þeir, sem minna hafa umleikis, á ,jóla- pelann", til þess „að gleðja sig og gera sjer dagamun". Já, „daga- munur" verður opt gerður með því! En hver er hin hreina jólagleð- in? ... Fallegt er hátíðahaldið og jólagleðin, þegar jólapelanum og jóla-kútnum er fórnað á kirkju- gólfin og kirkjuloptin og utan í kirkjufólkið á jólunum!! Ekki er það ósnotur jólagleði, þegar drykkjurútar eru að hrjóta, ropa, hósta, bulla og blaðra á víxl í kirkj- unni; ríða húsum á nóttunni, eins og Glámur, berja á húsum og vekja upp heimafólk og vaða inn og um allt á hátíðum, ver til reika en illa verkaðir nautgripir. Fremur hefur það verið ánægjuleg sjón að sjá þann „dagamun" hjá prestssonum, þegar annar var á tómri skyrtunni að reka út djöfla, apturgöngur og aðrar ofsjónir á stundum úr húsi sínu, en hinn (sem var bróðir hans) var eitt sinn að eiga við staur og hjelt að það væri konan sín! Þar var „dagamunur" og tyllidagshald, sem betur mun hafa sæmt en bind- indið?" Jóladrykkja á Grænlandi Það var eins gott fyrir sálar- heill Sigurðar Sigurfinnssonar að hann tók ekki þátt í jólahaldi því á Græhlandi sem Peter Freuchen segir frá í bók sinni Ævintýrin heilla. Þetta var árið 1921 og var Peter þá gestur kempunnar Cleve- lands skipstjóra ásamt tveimur ungum menntamönnum. Peter var með tvær rommflöskur handa skipstjóranum.„Gerðu svo vel, ég var búinn að hugsa mér að af- henda ekki jólagjöf mína fyrr en í kvöld, en hér er hún," sagði Pet- er. Þá brosti Cleveland skipstjóri. Það var hamingju'samt bros, og handtak hins volduga hramms var nærri búið að mölbrjóta hægri hönd Peters. Hann fór að leita að tappatogara, á meðan hann lýsti fyrirlitningu sinni á þeim mönnum, sem geymdu jólagjafir sínar þar til úm kvöldið. Síðan tók hann tappann úr einni flöskunni og fékk sér vænan teyg. Það var enginn smásopi, og þegar hann hafði rennt honum niður, fullyrti hann, að honum geðjaðist betur að Peter en nokkr- um öðrum í leiðangrinum. Hann hafði alltaf haft grun um, að hann væri sams konar maður og hann sjálfur - sem þýddi fyrsta flokks númer eitt A, og nú hafði hann fengið staðfestingu á því með tveimur flöskum. Svo ríslaði hann dálítið við eldavélina og rauk síðan inn til magistranna sem voru vaknaðir, en ekki komnir á fætur. „Hæ, þið þarna pennasleikjarar, á fætur fneð ykkur og takið þátt í jólagleðinni, því að í dag eru jól- in, og þið eruð allir gestir mínir. Þið skuluð fá bæði mat og drykk. Og þið megið vera hreyknir af samlöndum ykkar, sem hvor um sig hefur gefið mér tvær flöskur. Þið eigið að hjálpa til að tæma þær, svo að þið lærið, hvernig sið- aðir menn halda jól," sagði Cleve- land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.