Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ .• * Bíótónlist Bono og Pavarotti á góðri stund. Bíótónlist EKKERT lát er á tónlist frá U2, sem getur ekki sætt sig við að vera fremsta rokksveit í heimi, staðnað í rólegheitunum og sest í helgan stein. Hljóðversferð til að taka upp eitt lag varð að einni bestu plötu síðasta árs, Zooropa, og fyrr á árinu brugðu þeir félagar sér í hljóðver að taka upp nokkrar hugmyndir sem enduðu sem breiðskífa undir dulnefninu Passengers. Ekki er reyndar rétt að skrifa U2 eina fyrir Passengers skífunni, því þar koma við sögu ekki ómerk- ari menn en Brian Eno, auk- inheldur sem sérstakir gestir eru Luciano Pavarotti og Howie B. Tónlistin á piöt- unni er og all frábrugðin U2 á köflum, þó glöggir heyri þegar samhljóma og kannski rétt að telja plötuna þriðju breiðskífu sveitarinnar á fimm árum. Af heiti plötunn- ar, Original Soyndtracks, má ráða að kvikmyndatónlist sé á henni, en það er öðru nær, aðeins hafa tvö lög verið í kvikmynd, hin eru úr tilbúnum myndum eins og lesa má í meðfylgjandi texta sem er upp fullur með orða- leikjum og spaugi að hætti Brians Enos. Aðdáendur U2 hafa tekið plötunni fagnandi, ekki síst fyrir lagið Miss Sarajevo, sem er með bestu lögum sveitarinnar, meðal annars vegna innleggs Pavarottis sem lyftir því í æðri hæðir, aukinheldur sem platan öll gefur góða vísbendingum um að næsta U2 plata, sem kemur út á næsta ári, verði í hæsta gæðaflokki. Queen afturgengin FÁAR hljómsveitir hafa ver- ið eins hataðar á sínum ferli og Queen, sem náði þó að þrauka pönktímann í Bret- landi almennt hötuð og fyrirlitin. Á endanum stóð sveitin, með Freddy Mercury í broddi fylkingar, með pálmann í höndunum sem ein vinsælasta rokksveit heims. Freddy Mercury er dáinn, lést úr alnæmi fyrir fjórum árum, en tónlistin Iif- ir, að minnsta kosti hluti hennar, því skömmu áður en hann lagðist hinstu leg- una tók Mercury upp grúa texta til að tryggja vinsæld- irnar út yfir gröf og dauða. Það tók félaga hans nokkurn tíma að herða upp hugann og setja saman tónlist við söng Freddies, en fyrir skemmstu kom afraksturinn sem heitir því viðeigandi nafni Made in Heaven. Queen þraukaði tuttugu ár, frá því sveitin varð til 1971 þar til Mercury gaf upp öndina, allt frá Led Zeppelin eftirhermum í sína sérstöku gerð af montrokki, með fjöl- breyttum taktskiptum og yfirhlaðinni raddsetningu Mercurys. Það þykir mönn- um og helsti galli þessarar nýútkomnu breiðskífu Que- en, að á henni er fátt að finna annað en minningar, því ótrúlegt er að Mercury hefði látið sér nægja að feta troðnar slóðir eftir svo langt hlé, en aðdáendur hugga sig við lög eins og Too Much Love Wil! Kill You, ekki síst í ljósi sögunnar. MMULDYRIÐ hefur starfað alllengi, en ekki sent frá sér neitt að ráði. Það stendur þó til bóta, því sveitin er nú í hljóðveri að hljóðrita 10“ sem koma á út á næsta ári. Liðsmenn taka sér hlé til tónleika- halds á fimmtudag, 21. desember, og leika þá í Tveimur vinum. Aðr- ar sveitir sem troða upp það kvöld eru brim- rokksveitin Brim og Kvartett Ó. Jónsson og Gtjóni, en báðar áttu lög á safndisknum góðkunna Strump í fótinn sem Veraldar- keröld gaf út. DÆGURTONL Hverjir eru bestirf AUirá mótiöllum ÁRIÐ SEM senn er liðið hefur verið líflegt í breskum rokkheimi: þar hefur svokallað Britpop blómstrað með hverri sveitinni af annarri, með tilheyrandi slag um hvetjir séu bestir og hverjir föngulegastir — allir á móti öllum. Allra augu hafa beinst að Blur og Oasis; Blur vann fyrstu orrustuna og taldist vinsælasta hljómsveit Bretlands þar til Oasis skaut henni ref fyrir rass með margfaldri plötusölu, og ekki leið á löngu þar til Pulp blandaði sér í slaginn yfír efnilegustu sveitirnar, sem verður að teljast harla gott af hljómsveit sem starfað hefur meira og minna í tæp fimmtán ár. sitthvað við sig, Gallagher rudda- f ieg síbernsk fylli- J bytta og Albarn / uppskrúfuð list- I .j aspíra, þá er Jar- r J vis Cocker popp-1 * stjarna eins þær | * gerast bestar í jli Bretlandi, hnytt- im , inn i tilsvörum og J x bráðsnjall texta-{ & höfundur, semj virðist ekki takar I sjálfan sig nema| ; I mátulega alvar-j I ■ 'ega. ! _{.: Pulp hét upphaflega Árabacus Pulp og varð til í Sheffield 1977. ' Stofnandinn var Jarvis Cocker, þá fjórtán ára, og ^^mmmmmmmmm eftir hæfileg- an þroska- tíma vakti hljöm- sveitin nokkra athygli, breiðskífu hvor og æfði með tveggja til þriggja mánaða millibili. Um það leyti sem Jarvis og félagar voru að gefast upp á öllu saman, 1991, kom út smáskífan My Leg- endary Girlfriend og sérbr- eskt popp eins og Pulp lék var skyndilega aftur komið í tísku. eftir Árno Motthíosson sendi frá sér 1983 komst á samning og tók upp aðra breiðskífu 1986. Þriðja breiðskífan kom síðan ekki út fyrr en Pulp komst á samning hjá annarri útgáfu, að þessu sinni stórfyrirtækinu Is- land. Jarvis, sem er leiðtogi sveitarinnar og einn eftir af upphaflegri liðsskipan, fluttist til Lundúna með einum liðsmanni hennar öðrum, en aðrir sátu heima í Sheffíeld frekar en að elta óvissan frama. Eftir nokk- uð streð var svo komið að sveitin tvar varla starf- '4 andi; lék aðeins I öðru W ; Poppstjarna Eins og áður segir að Pulp gjarnan nefnd í sömu andrá og Oasis og Blur og þessar sveitir þijár eru í fremstu röð breskrar popp- tónlistar. Oasis situr sem fastast á toppnum, að minnsta kosti eins og er, Blur er afskaplega vinsæl hér að minnsta kosti, og Pulp er næst þar á eftir, með meinhæðna texta og fjöibreytt popp, öllu fjöl- breyttara en keppinautam- ir, og um leið veigameira. Ekki skemmir svo að þó þeir Liam Gallagh- ^er og Damon Alb- hafí Bardagamannarapp Eyðimerkurganga MEÐAL kosta rappsins, að minnsta kosti í augum ung- menna, er að eldri en þrí- tugir eiga erfítt með að skilja það og fæstir ná nokkum tímann að meta það. Gott rapp er þó með skemmtileg- ustu tónlist sem völ er á, aðallega ef textar eru vel ortir og tónlistin frumleg. Wu Tang klíkan hefur verið allsráðandi í rappinu vestan hafs meira og minna þetta ár. Hún sendi frá sér fyrstu breiðskífuna, eina helstu rappplötu sög- unnar fyrir tveimur árum, en sú fór ekki að seljast af viti fyrr en á síðasta ári og fram á þetta. Síðan hefur hver klíkumeðlimur sent frá sér breiðskífu sem selst hafa afskaplega vel. Þær eru eðli- lega misjafnar að gæðum, en flestir kannast við Method Man, sem hefur meðal ann- ars notið hylli hér á landi. Fyrir nokkru kom svo út síð- asta innleggið frá Gen- ius/GZA. Tónlistarstjórn er í hönd- um Bobby Steels, sem kall- ast ýmist Prince Rakeem eða RZA, líkt og reyndar aðrar plötur sem tengjast Wu genginu og ekki virðist hann uppiskroppa með hugmyndir því það er mál manna að Genius sé eins besta rapp- skífa ársins. Það ræður vitanlega miklu að textar Genius eru lífleg- ir, en einnig fær hann dygga að- stoð frá Meth- od Man, sem er einna fremstur þeirra fé- laga í textagerðinni. Segja má að rappaðdáend- ur bíði með öndina í hálsinum eftir næstu Wu Tang plötu, sérstaklega í ljósi þess að allar sóióskífur þeirra félaga, Method Man, 01’ Dirty Bast- ard, Raekwon og Genius, eru með því besta sem gefið ÞAÐ segir sitt um lista- manninn sem kallaðist áður Prince að þegar hann sendir frá sér nýja breið- skífu skuli gagnrýnendur eyða meiri tíma í að velta fyrirsérand- legu ástandi hans en gæð- um tónlistar- innar. Þeir sem þó halda sig við tónlist- ina spyija aft- ur á móti um geðheilsu aðdáenda hans. Undanfarin ár hafa ver- ið þeim erfið sem dá listamanninn sem kallaðist áður Prince og biðin eftir plötunni sem sannaði snilld hans löng. Úr dómum um plötuna nýju má lesa að biðin er fráleitt á enda; innan um hálfkaraðar hug- myndir og hversdags- fönk eru perl- ur sem minna á forna frægð. Listamað- urinn sem kallaðist áður Prince tók upp núver- andi nafn meðal annars til að undir- strika að nýtt skeið sköpun- ar og inn- blásturs væri að hefjast. Þó platan nýja sé fyrirtak, eins og flestar plötur sem hann hefur sent frá sér hingað til, er hún fráleitt eins góð og aðdáendur og gagnrýnendur vonuðust eftir og eyðimerkur- göngunni langífrá lokið. Astartákn Listamað- urinn sem kallaðist áður Prince.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.