Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JOLAMYNDBR KVIKMYNDAHUSANNA NÝ ÍSLENSK kvikmynd, Agnes, er aðaljólamynd Laugarásbíós en hún er einn- ig sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri er Egill Eðvarðsson og handritið gera þeir Snorri Þórisson, sem einnig er tökumaður og framleiðandi myndar- innar, og Jón Ásgeir Hreinsson. Með aðalhlutverkin í myndinni fara María Ellingsen, Baltasar Kor- mákur, Gottskálk Dagur Sigurðar- son og Egill Ólafsson en Agnes byggir mjög lauslega á atburðum sem leiddu til síðustu opinberu af- tökunnar á íslandi, morðinu á Nat- ani Ketilssyni á Illugastöðum í Húnavatnssýslu. Aðstandendur myndarinnar hafa tekið það skýrt fram í viðtölum að myndin sé ekki byggð á heimildum og sé ekki heim- ildamynd heldur skáldverk þar sem persónur og atburðir lúta í öllu lög- málum skáldskaparins. Hugmyndin er komin frá Jóni Ásgeiri Hreinssyni en hann þekkir vel til atburðanna á Illugastöðum eftir að hafa verið þar í sveit. Hann kynnti hugmyndina fyrir Snorra sem leist vel á og saman unnu þeir handritið og fengu lán út á það hjá Evrópska handritasjóðnum og styrk hjá Kvikmyndasjóði íslands en seinna komu þýskt og danskt fyrir- tækí inn í myndina sem meðfram- leiðendur. Hún kostar á bilinu 140 til 150 milljónir króna og er því ein af dýrustu myndum sem hér hafa Laugarásbíó/Stjömubíó Sagan af Agnesi ÁSTARSAGA; Baltasar Kormákur og María Ellingsen í hlutverkum Natans og Agnesar. verið gerðar enda kostnaðarsamt að endurskapa nítjándu aldar sveita- samfélagið. Þeir Snorri Þórisson og leikstjór- inn Egill Eðvarðsson unnu síðast saman árið 1983 þegar þeir gerðu spennutryllinn Húsið, sem þótti vel- heppnuð draugamynd. Meðal leik- ara sem þeir fengu til liðs við sig í Agnesi má auk áðurnefndra nefna Hönnu Maríu Karlsdóttur, Árna Pétur Guðjónsson og Hilmi Snæ Guðnason. Gunnar Þórðarson semur tónlistina og er Agnes fyrsta heila bíómyndin sem hann semur tónlist við, Steingrímur Karlsson klippti, Þór Vigfússon sá um leikmynd og Þorbjörn Erlingsson um hljóðið auk þess sem Helga Stefánsdóttir gerði búningana og Ragna Fossberg sá um hár og förðun. Önnur jólamynd Laugarásbíós er tölvuleikjamyndin „Mortal Komb- at". Hún er ævintýramynd byggð á samnefndum tölvuleik og segir frá hinum iílræmda seiðmanni Shang Tsung, sem ekki er af þessum heimi en hefur leitt valdamikinn prins til sigurs gegn óvinum sínum og vinni hann tíundu„Mortal Kombat" keppnina í röð mun hið illa taka sér bólfestu í heimi hér til frambúðar. Leikstjóri myndarinnar er Bretinn Paul Anderson en með aðalhlutverk- in fara Bridgette Wilson, Robin Shou og Linden Ashby auk Chri- stopher Lamberts. HASKOiABIO Sérkenni- legt ástar- samband HÁSKÓLABÍÓ sýnir nýjustu Bondmyndina um jólin (sjá Sambíóin) en auk þess verða tvær breskar myndir á boðstólunum, Carrington með Emmu Thompson og Jonathan Pryce og Presturinn með Linus Roaehe í leikstjórn An- tonia Bird. Pryce hreppti leikaraverðlaunin á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes fyrir túlkun sína á samkynhneigða rithöfundinum Lytton Strachey í Carrington en myndin rekur ástar- samband hans og Dóru Carringtön, sem Thompson leikur, er varði í 17 ár og endaði með hörmulegum hætti. Þetta er fyrsta myndin sem hið margrómaða breska leikrita- skáld Christopher Hampton leik- stýrir en hann er íslenskum kvik- myndahúsagestum kunnastur fyrir handrit „Dangerous Liaisons". Hug- myndina um bíómynd byggða á sögu Carringtons fékk hann þegar í lok sjöunda áratugarins en það hefur tekið meira en aldarfjórðung að fá hana á tjaldið. í fyrstu átti Herbert Ross að leikstýra henni og síðar Mike Newell (Fjögur brúðkaup og jarðaför) en hann hætti við á síð- ustu stundu svo Hampton neyddist á endanum sjálfur til að leikstýra. Hafði hann þá nóg á sinni könnu því jafnframt því að skrifa handrit og leikstýra Carrington skrifaði hann handrit „Total Eclipse", sem fjallar um skáldið Rimbaud, óg handrit „Mary Reilley", sem vinur hans Stephen Frears hefur leikstýrt. Lytton Strachey var af einn af Bloomsburyhópnum sem áberandi var í listalífi Breta fyrr á öldinni. Þekktasta saga hans er „Eminent Victorians" frá 1918. Dóra Carring- ton var listmálari og lítt þekkt í sinni tíð. Hún varð yfir sig ást- f angin af rithöfundinum og skipti hana engu sú staðreynd að hann var hommi. Myndin rekur hið sérstaka og i> langlífa ástarsamband þeirra í sex köflum frá því Strachey laðast að Dóru fyrir misskilning, hann heldur að hún sé karlmaður, og þar til hann lést árið 1932. LISTMÁLARINN og rithöf- undurinn; Thompson og Pryce í Carrington. Bandaríski leikstjórinn Mike Nic- hols („The Graduate") sagði um Jonathan Pryce fyrir 20 árum að hann væri efnilegasti ungi leikarinn sem komið hefði fram á sjónarsviðið síðan Marlon Brando sigraði heim- inn. Pryce hefur aldrei Iagt áherslu á kvikmyndaleik heldur einbeitt sér að leikhúsunum í London og hafn- aði t.d. Kristshlutverkinu í Síðustu freistingu Krists þegar Martin Scor- sese bauð honum það. „Mér leið ekki nógu kristilega," segir hann. Hann er kannski þekktastur úr „Brazil" eftir vin sinn Terry Gilliam. Carrington hefur vakið verðskuld- aða athygli á þessum hlédræga leik- ara og hann hefur jafnvel verið orð- aður við Óskarinn fyrir hlutverk sitt. Önnur jólamynd Háskólabíós er Presturinn sem einnig fjallar um homma en mjög á annan hátt. Aðal- persónan er samkynhneigður ka- þólskur prestur sem tekur að starfa í niðurníddu borgarhverfi og brátt spyrst út hvernig í málum liggur. SAMBÍOIN Náttúran kallar á Carrey NÝJASTA gamanmynd vin- sælasta gamanleikara samtímans, Jim Carreys, er ein af jólamyndum Sambíó- anna. Hún er framhald „Ace Ventura" og heitir „Ace Ventura 2: When Nature Calls" eða Nátt- úran kallar en hún hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og skilaði tæpum 40 milljónum dollara fyrstu sýningarhelgina þar. Carrey skaust upp á stjörnu- himininn þegar hann lék gæludýraspæjarann Ventura í samnefndri kvikmynd fyrir ekki mikið meira en tveimur árum og er nú orðinn einn dýrasti og eftir- sóttasti kvikmyndaleikarinn í Hollywood. Myndirnar sem hann hefur leikið í í millitíðinni hafa ekki þótt nein afburða listaverk en þær hafa verið óhemju vinsæl- ar og eru honum þakkaðar þær vinsældir. Allar hafa þær verið sýndar hér við frábæra aðsókn en þær eru auk „Ace Ventura" Gríman, Heimskur heimskari og nú síðast Batman að eilífu þar sem hann fór með hlutverk Gátumanns- ins. Talið er að Carrey fái ekki minna en 20 milljónir dollara fyrir hverja mynd sem hann leikur í. Ace Ventura er gæludýraspæj- ari og gerist framhaldsmyndin í svörtustu Afríku þar sem okkar maður leggur fyrir sig dýravernd. Hann er á höttunum eftir afar sjaldgæfu náttúrulegu fyrirbrigði, hvítri leðurblöku, og reynir í leið- inni að koma í veg fyrir ætt- flokkastríð. Reyndar hefst leikur- inn í Tíbet þar sem Ventura dvelst meðal munka að hætti Rambós forðum en brátt berst leikurinn til Afríku þar sem söguhetjan knáa sést ríðandi á strúti, kemur út um afturendann á vélknúnum nashyrningi, beygir sig og lætur frá sér Tarzanópið út um óæðri endann, hnerrar á, spýtir og blæs pappírskúlum á Afríkubúa og hefur einstaka ánægju af að syngja Kittý kittý, bang bang. Handritshöfundur fyrri mynd- arinnar, Steve Oedekerk, leikstýr- ir þessari auk þess sem hann skrifar handritið en skipt var um leikstjóra þegar tökur voru komn- ar vel á veg því Carrey treysti ekki lengur Tom DeCerchio fyrir starfinu. Af öðcum jólamyndum Sambíó- anna má nefna Algjöran jólasvein með sjónvarpsstjörnunni Tim Al- len í hlutverki jólasveinsins. Það er barna- og fjölskyldumynd sem frumsýnd var í Bandaríkjunum um síðustu jól og naut mikilla vinsælda. Og loks má nefna spennumyndina Leigumorðingja með Sly Stallone og Antonio Banderas í hlutverkum leigu- morðingja, sem eru ráðnir í að myrða hvor annan. Carrey apabróðir; Ace Ventura í góð- um félagsskap.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.