Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 B Það fór svo að menntamennirn- ir voru líka með tvær flöskur hvor handa Cleveland. „Vegna þess að ég, sem betur fer, er bindindismað- ur," segir Peter, „urðu magistr- arnir að hjálpa Cleveland við drykkjuna um daginn. En sem betur fer líka, þurftu þeir ekki að drekka mjög mikið, gestgjafinn gerði það sjálfur." Síðan tæmdist ein flaska og önnur „og Cleveland sagði sögur af því, sem á daga hans hafði drifið úti um allan heim. Nú loks hafði hann eignast þrjá sanna vini, og í tilefni þess ætlaði hann að sýna þeim hvað hann gæti í sérgrein sinni. Þeir áttu að á sex rétti matar... Sá matreiðslu- maður var ekki til, sem Cleveland treysti sér ekki að keppa við. Hann ætlaði sér þó ekki að hafa réttina fleiri en sex, þótt hann byggi stundum til tólfréttaðar máltíðir." Síðan tæmdist enn ein flaska. Cle- veland sagði Peter frá gullnámu sem hann mætti fara í og gæti -eftir það lifað í "ævintýralegum munaði. „Eina skilyrðið sem hann setti var að ég mætti ekki segja neinum frá gullnámunni fyrr en banasæng minni"," segir Peter. Cleveland ætlaði eftir það að matreiða fimm rétti sem bæru af öllu því sem áður hafði þekkst. þuldi yfír einhverja töfraþulu. Því miður var athygli hans glapin frá þessu vandasama starfi við það að hann þurfti jafnframt því að sýna mér muninn á fornum og nýtísku danssporum. Við það flækti hann fæturna um gólfsóp- inn og datt kylliflatur á gólfið, og hin dýrmæta ídýfa flaut út um allt. Þá rann upp sú stund, er ég gat helgað þessari hátíðlegu veislu sérþekkingu mína. Ég þreif gólfd-- uluna og þurrkaði í snatri upp ídýf- una. Ég hafði áður verið skips- kokkur og þekkti aðferðina, sem notuð er, þegar slíkir atburðir ger- ast í vondum veðrum og hafróti. Við vorum vanir að þurrka upp með dulu af gólfinu og vinda úr henni ofan í pottinn og bragða á því, sem kom út úr þeim samsetn- ingi. Það var ekki alltaf lystilegt á bragðið. Þetta var næstum því viðbjóðsleg aðferð, en magistrarn- ir biðu inni í stofu, saklausir og grunlausir. Við settum dálítið af Holbrúks- sósu saman við, hún tók bragðið af öllum gólfdulublöndung og síð- an bættum við pipar út í og vænni klípu af smjöri... Maturinn var góður, magistrunum fannst ídýfan nokkuð beisk en samt bragðgóð. Ég bragðaði hana ekki sjálfur, svo BRIDS CLEVELAND skipstjóri. Enn var drukkin flaska. Þá áleit matargerðarsiiHlingurinn tíma kominn til að byrja að matbúa. Þeir áttu að fá fjóra rétti: súpu, fisk, steik og köku. Þetta voru einmitt amerískir jólaréttir, og hann ábyrgðist að gestir hans hefðu aldrei bragðað neitt því líkt." Drykkjunni var fram haldið. Peter drakk kalt kaffí, magistr- arnir dreyptu á glösunum en Cle- veland drakk í einum teyg bæði úr sínu glasi og þeirra. Réttirnir urðu færri og færri sem Cleveland ætlaði að elda, eftir því sem hann drakk lengur. „Ég skal steikja handa ykkur hreindýrslæri, feitt og gott, þið hafíð aldrei fengið aðra eins steik. Og ég skal búa til ídýfu, sem enginn skipskokkur getur látið sig dreyma um," sagði Cleveland loks og var þá kominn niður í einn rétt. Jafnvel hann var torsótt að fá. * Þar kom að Peter' tók af skarið, orðinn sársvangur, og fór með Cleveland fram í eldhús. Þar settu settu gríðarstórt hreindýrslæri inni ofninn. En við sögur Cleve- lands gleymdist steikin og brann. „En okkar ráðsnjalli gestgjafi rak "í hana spikgaffal og dyfði henni ofan í vatnstunnuna og meðhöndl- aði hana á ýmsan hátt, meðal annars velti hann henni um gólf- ið," segir Peter. Leyfum honum að lýsa matargerðinni aðeins nán- ar:„Við skárum mestu bruna- skorpurnar af steikinni og Cleve- land fór að fást við sérgrein sína, tilbúning ídýfunnar, sem hann ég get ekki neitt um hana sagt af eigin reynslu," segir Peter. Eftir matinn drakk Cleveland það sem eftir var af víninu og sofnaði svo og vaknaði ekki fyrr en klukkan fjögur daginn eftir., En þá voru líka allar flöskur tóm- ar. Og þegar Peter fór, fullvissaði Cleveland hann um það þetta væru þau dásamlegustu og friðsömustu jól sem hann hefði lifað, „- hér hefði ríkt hin rétta jólagleði," seg- ir Petur Freuchen í kaflalok. Nú á tímum þykir ekki heyra til að menn drekki áfengi á jólun- um, síst þar sem börn taka þátt í jólahaldinu. Það virðist meira að segja vera nokkuð langt síðan jóla- kúturinn.var að mestu fyrir bí. í bók sinni Hjá afa og ömmu segir Þórleifur Bjarnason frá því er fólk í hans heimabyggð, Hornströnd- um, ráðgerði að halda jóladansleik á þriðja í jólum. „Súkkulaðið var aðalveisludrykkurinn á þessum samkomum. Það kom engum í hug að afla vínfanga, og hefði þótt fábjánalegt uppátæki, ef einhver hefði sýnt tilburði í þá átt, enda talið með öllu ósæmandi. Allsgáðir skyldu menn njóta gleðinnar, ann- ars væri hún ekki skemmtun." Þá er ekki annað eftir en líta í eigin barm. Skoða gagnrýnum augum sitt eigið jólahald. Hvert um sig getum við nú velt því fyrir okkur hvort við höfum lagt í vana okkar að stunda ósæmilegt át um jólin, dansa meira en kristilegt má teljast eða drekka öl svo að til vandræða horfi. Umsjön Arnór G. Ragnarsson Reykjavíkurmót í sveitaképpni 1996 Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 1996 verður spilað með sama fyrir- komulagi og undanfarin tvö ár við góðar undirtektir spilara. Ef þátt- taka fer yfir 22 sveitir þá verður skipt í tvo riðla. (Raðað verður í riðl- ana eftir meistarastigum + 5 ára stig.) Spilaðir verða 16 spila leikir. Ef þátttaka fer ekki yfir 22 sveitir þá verður spiluð 10-16 spila rað- spilakeppni og í lokin verður spiluð útsláttarkeppni m'eð þátttöku átta efstu sveitanna. Spiluð verða sömu spil í öllum leikjunum í hverri um- ferð og árangur hvers pars verður metin í fjölsveitaútreikningi. Eftir að riðlakeppni er lokið þá spila fjórar efstu sveitir í hvorum riðli. (Sigurvegarar hvors riðils velja sér andstæðinga úr hinum^ riðlinum sem enduðu í 2.-4. sæti.) Útsláttar- keppni þar til ein sveit stendur eftir sem hlýtur titilinn Reykjavíkur- meistari í sveitakeppni 1996. Á sama tíma spila þær sveitir sem enduðu í ¦ 7.-8. sæti, í sínum riðli, 32 spila ráðspilakeppni um síðustu tvö sætin á íslandsmóti (Reykjavík á rétt á 14 sveitum í undankeppni Islands- móts 1996.) Keppnisdagar miðað við þátttöku 24 sveita eru þannig: 3. janúar umferðir 1-2. 4. janúar umferðir 3-4. 6.-7. janúar umferðir 5-9.10. janúar umferðir 10-11.11. janúar umferðir 12-13. Ef þátttaka fer yfír 26 sveitir þá geta eftirtaldir dagar bæst við: 9. janúar 2 umferðir. 6.-7. janúar 2 umferðum bætt við. Úrslitakeppnirnar fara síðan fram eftirtalda daga: 17. janúar: átta liða úrslit. (40 spil, fjórir 10 spila hálfleikir.) 20. janúar: Undanúrslit. (48 spil, fjórir 12 spila hálfleikir.) 21. janúar: Úr- slit. (64 spila leikir, fjórir 16 spila hálfleikir.) 20.-21. janúar: 32 spila raðspilakeppni um síðustu tvö sætin í undankeppni íslandsmóts 1996. Ef gestasveitir spila í Reykjavík- urmótinu þá gilda öll úrslit á móti þeim en þeim verður slönguraðað neðan frá til að skekkja ekki styrk- leikaröð Reykjavíkursveita í riðlun- um. Reiknaður verður fjölsveitaút- reikningur og spiluð verða forgefín spil. Keppnisgjald er 16.000 kr. á sveit. Skráningarfrestur er til 2. janúar 1996, kl. 16. Tekið er við skráningu hjá Bridssambandi íslands (Sólveig, s. 587 9360).' Bridsf élag Reykjavíkur SÍÐASTA kvöldið í butler-tvímenningi félagsins var spilaður miðvikudaginn 20. desember. Sigurvegarar voru Guð- mundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson með +350. Þeir ásamt Hjalta Elíassyni og Eiríki Hjaltasyni leiddu mótið frá fyrsta kvöldi. Lokastaðan varð annars þessi: GuðmundurP.Arnarson-ÞorlákurJónsson 350 Hjalti Elíasson - Eiríkur Hjaltason 312 HrólfurHjaltason-OddurHjaltason 250 JónasP.Erlingsson-SteinarJónsson • 199 Sverrir Ármannsson - Sævar Þorbjörnsson 181 Valgarð Blöndal - Valur Sigurðsson 155 Hæstu skor kvöldsins náðu: Jónas P. Erlingsson - Steinar Jónsson 73 Eiríkur Hjaltason — Hjalti Elíasson 73 Gylfi Baldursson—Jón Hjaltason 58 PáilValdimarsson-RagnarMagnússon 54 Bridsfélag SÁÁ Síðasta spilakvöld félagsins fyrir áramót var 19. desember. Spilaður var eins kvölds tölvureiknaður tvímenn- ingur með þátttöku 16 para. Spilaðar voru sjö umferðir með fj'órum spilum á milli para. Meðalskor var 168 og efstu pör voru: NS: SturlaSnæbjörnsson-CecilHaraldsson 205 RúnarHauksson-ÓmarÓskarsson 183 Vilhjálmur Sigurðsson yngri - Þórir Flosason 183 AV: Yngvi Sighvatsson—Orri Gíslason 197 Tómas Baldvinsson - Nicolai Þorsteinsson 197 MagnúsTorfason-HlynurMagnússon 183 Fyrsta spilakvöld félagsins eftir áramót verður 2. janúar. Spilaðir verða eins kvölds tölvureiknaðir tvímenning- ar. Spilað er í Úlfaldanum í Ármúla 16A og hefst spilamennska kl. 19.30. NýrM^rwkar X í fyrsta þætti Gesta, á annan í jólum, koma góðir gestir í heimsókn til Magnúsar. Sigrún „Diddú" Hjálmtýsdóttir söngkona, K.K, tónlistarmaður, Helgi Pétursson, forsvars- maður Jólalands með meiru og María Ellingsen leikkona. Gestir, nýi skemmtiþátturinn hjá Magga Scheving, er ein- stæóur í íslensku sjónvarpi. Samtalsþáttur með leiknu gamanívafi. Magnús Scheving býr með skrautlegri fjölskyldu á heimili í Reykjavík, henni til halds og trausts á meðan foreldrarnir eru í fjögurra ára brúðkaupsferð. Samantakaþauámótifjölbreyttumhópi gesta - og úrveróuróborganleg skemmtun. Meðal heimilismanna er hin listhneigða og hætileika- ríka Toscana (Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir) sem segist haf a hæfileika til að gera altt! Svo er það Júlli, bróðir hennar (Sigfús Sturluson). Hann er svo hæfileikaríkur að stjórnmálaflokkar landsins ganga með grasið í skónum á eftir honum. Hann er líka fjármálasnillingur heimilisins. Sigga Pje (Þóra Friðriksdóttir) er amman. Hún er ofvirk og sér um allar viðgerðir á heimilinu, jafnt á bilnum seín brauðristinni. Sigga Pje fer á öll námskeið sem hún kemst á; bútasaumsnámskeið,frönskunámskeið, mótorhjólaviðgerðir eða gítarnámskeið. Magnús gerir djarfa tilraun til að halda öllu í horfinu og fær góða gesti í heimsókn. Toscana, Júlli og Sigga Pje hafa alltaf eitthvað til málanna að leggja. 'ís^Bv Fylgstu með fjörugu heimilislífí og góðum gestum hjá Magnúsi Scheving á Stöð 3, kl. 20:45 á annan dagjóla. s T Ö Ð ¦y Kringlan 7, Áskriftarsími 533 563: h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.