Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 B 11 Telur að Powell kynni að skipta um skoðun ÞRATT fyrir að Colin Powell hershöfðingi hafi lýst yfir því að hann verði ekki i framboði í for- setakosningunum í Bandaríkjun- um næsta haust, telur Bob Dole, sem líklegastur þykir ti að verða frambjóðandi Repúblíkanaflokks- ins, að Powell myndi fallast á að gefa kost á sér sem varaforseti. Dole sem er leiðtogi repúblík- ana í öldungadeild Bandartíkja- þings, lét þessi orð falla í sjón- varpsviðtali. Hann kvaðst að- spurður telja að Powell myndi taka fyrri yfirlýsingar til baka þegar „skyldan kallaði". Nokkrar líkur voru taldar á að Powell færi fram og höfðu kann- anir gefið til kynna að slíkt fram- boð yrði sigurstranglegt. Powell lýsti hins vegar yfir því í fyrri mánuði að hann hefði afráðið að sækjast ekki eftir embætti forseta Bandaríkjanna og tók sérstaklega fram að hann yrði heldur ekki í framboði sem varaforseti. Dole fór ekki leynt með það i viðtalinu að hann hefði mikið álit á Powell og að hann teldi að það myndi styrkja framboð sitt veru- Iega ef hann yrði í framboði sem varaforseti. Powell hefði sýnt það að honum væri umhugað um framtíð Bandaríkjanna og vildi stuðla að sátt þeirra kynþátta sem byggju í Ameríku. Skýrt kom fram í máli Dole að hann teldi yfirlýsingu Powells frá 8. nóvember ekki endanlega. Af- staða hans kynni að breytast kæmi slík beiðni frá þeim manni sem útnefndur hefði verið til að vera frambjóðandi repúblíkana. „Það er mjög erfitt að hafna bón forsetans, þess sem tilnefndur hefur verið,“ sagði Dole. Talsmaður Powells kvað þetta mál ekki hafa verið rætt og minnti á að Powell hefði tekið fram að ákvörðunin gilti bæði um embætti forseta og varaforseta. Viltu verða förðunarfræðingur? Dulúð vetrarins 6 vikna til 3ja mánaða námskeið í förðun hefst miðvikudaginn 10. janúar 1996. Kennsla fer fram á kvöldin frá kl. 19 til 23. Kennd eru öll undirstöðuatriði förðunar, tísku og Ijósmyndaförðun, litasamsetning og litgreining með tilliti til förðunar. Leiðbeinendur eru: Anna Toher, förðun og litgreining. Erla Björk Stefánsdóttir, förðun og litgreining Ásta H. Valdimarsdóttir, förðun. Gestaleiðbeinendur eru Biggi hártæknir og Rósa Þorvaldsdóttir, snyrtifræðingur Að námskeiði loknu fær nemandinn viðurkenningaskjal og myndamöppu. Kennsla hefst 10. janúar. MAKE UP FOR EVER Allar nánari upplýsingar og námskrár fást í MAKE UP FOR EVER búðinni i Borgarkringlunni, sími 588 7575 eða á skrifstofu, simi 588 7570. máli Förðunarskóli i MAKE UP FOR EVER Eg þakka öllum sem minntust mín á 95 ára afmœli mínu meÖ gjöfum, kveÖjum, heimsókn- um og góðum óskum. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og GuÖs blessunar. OddnýJ. Þorsteinsdóttir. Blóðbankinn óskar öllum blóðgjöfum og velunnurum símun gleðilegra jóla og góðs komandi árs með þökk fyrir hjálpina á liðnum árum. BLÓÐBANKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.