Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 B 31 KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga nýjustu teiknimynd Walt Disney-fyrirtæk- isins, „Pocahontas“. Hún byggist á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað við land- nám Evrópumanna í Ameríku fyrir tæpum 400 árum. Saga kvenhetju POCAHONTAS“ er þrí- tugasta og þriðja teikni- mynd Walt Disney-fyr- irtækisins í fullri lengd. Hún er fyrsta teiknimynd fyrir- tækisins sem byggist á sannsögu- legum atburðum og fjallar um samnefnda kvenhetju og kynni hennar af enskum sjóliða, John Smith. í ár eru nákvæmlega 400 ár liðin frá fæðingu hennar. „Pocahontas“ gerist árið 1607, í byrjun nýrrar landkönnunarald- ar. Hópur breskra ævintýramanna undir forystu fégráðugs yfirmanns Virginia-fyrirtækisins siglir í átt til nýja heimsins á skipinu The Susan Constant, í leit að gulli og gersemum. í hópnum er óttalaus hermaður, John Smith að nafni. Á meðan lifir falleg og ung frum- byggjastúlka að nafni Pocahontas áhyggjulausu lífi í Virginíu. Hún er dóttir höfðingjans, Powhatan og veltir framtíðinni fyrir sér. Ætti hún að giftast Kocoum, stað- fasta stríðsmanninum sem faðir hennar hefur valið, eða hafa örlög- in ákveðið að senda hana á aðrar brautir? Hún leitar ráða hjá vinum sínum, Meeko, stríðnum þvotta- birni, kólibrífuglinum Flit og Willow, 400 ára gömlum anda sem býr í öldnu tré. Þegar skip ævintýramannanna kemur að landi í nýja heiminum byija þeir í einfeldni sinni að grafa af ofsa eftir gulli í sveitum nýlendunnar. John Smith fær það verk að njósna um mannaferðir í nágrenninu og rekst þar á Poca- hontas. Þrátt fyrir gagnkvæma hræðslu og árekstra til að bytja með, laðast þau hvort að öðru og hún kynnir fyrir honum heim ólík- an nokkru því sem hann hefur áður komist í kynni við. Hún kenn- ir honum að hver steinn, hvert tré og hver skepna hefur sál og út- skýrir hvernig indíánar geta „mál- að með öllum litum vindsins". Á meðan samband þeirra verður nánara, versnar sambúð Breta og innfæddra að sama skapi hratt. Hatur og hræðsla vex dag frá degi. Þegar Powhatan, faðir Poca- hontas, handsamar Smith og hyggst taka hann af lífi, leggur Pocahontas líf sitt að veði og seg- ir föður sínum að hann verði að lífláta hana einnig. Smith er þakklátur henni fyrir fórnina og þakkar YFIRMAÐUR Virginia-fyr- irtækisins er fégráðugur og hygfifst verða ríkur í nýja heiminum. POCAH- ONTAS fell- ur fyrir enska her- POWHATAN höfðingi, faðir Pocahontas, handsamar John og ætlar að lifláta hann. V andasamt verk SAMBÍÓIN lögðu mikið í tal- setningu „Pocahontas", enda eru gæðakröfur Disney- fyrirtækisins miklar. Leikstjóri talsetningarinnar er Ágúst. Guðmundsson kvikmyndagerð- armaður og er hann þýðandi að auki. Titilhlutverkið, Poca- hontas, er í höndum Valgerðar Guðnadóttur, Hilmir Snær Guðnason leikur John Smith, Arnar Jónsson er í hlutverki yfirmannsins fégráðuga og Jó- hann Sigurðarson leikur Pow- hatan höfðingja. Valgerður syngur einnig lagið Litbrigði vindsins, en Eyjólfur Krisljáns- son syngur fyrir John Smith. Ágúst segir talsetninguna vissulega hafa verið vandaverk. „Vinnslan var mikið þolinmæð- isverk, ekki síst þar sem við þurftum að mæta ströngum gæðakröfum Walt Disney-fyr- irtækisins. Fulltrúar þess fylgd- ust með vinnslunni og þurftu að samþykkja alla leikarana," segir hann. Agúst hefur áður leikstýrt talsetningu teiknimyndanna um Skógardýrið Húgó og Þumal- ínu. Hann segir að leikstjórn „Poca- hontas“ hafi að mörgu leyti verið erfiðari. „Þar er um að ræða fólk en ekki dýr. Það er mun meira nákvæmis- verk að láta radd- irnar passa við varahreyfingar manna en dýra. Einnig fór mikill tími í að leyfa full- trúum Disney að heyra allt saman, en þeir gáfu nákvæm- ar fyrirskipanir, til að mynda um hljóð- styrk allra radda.“ Að sögn Björns Inga Hrafns- sonar hjá Sambíóunum voru Disney-menn mjög ánægðir með islensku talsetninguna. Reyndar hafi þeir það góða reynslu af íslenskum talsetjur- um að til tals hafi komið að láta íslensku aðilana sjá um tal- setningar fyrir önnur Evrópu- lönd. „Margir íslenskir leikarar eru orðnir töluvert sjóaðir í orjjun Agúst Guðmundsson þessari vinnu. Sér- stök dómnefnd hjá Disney velur leikar- ana, svo það þykir mikil upphefð að fá að Ijá Disney-teikni- mynd rödd sína.“ Björn Ingi segir teiknimyndir Di- sney-fyrirtækisins ótrúlega vinsælar. 60.000 manns hafi til dæmis séð Kon- ung ljónanna á sín- um tíma og 25-30 þúsund eintök hafi selst af myndband- inu. „Fólk tekur ást- fóstri við myndirn- ar, bæði ungir og aldnir,“ segir hann. Hann bætir því við í lokin að vinnsla á nýjustu Disney-mynd- inni, Leikfangasögu eða „Toy Story“, sé langt komin, en Ág- úst Guðmundsson leikstýrir henni cinnig. Ráðgert er að hún verði páskamynd Sambíóanna, en hún lauk nýlega fjórðu viku sinni á toppi aðsóknarlistans í Bandaríkjunum. fyrir sig með því að bjarga Pow-" hatan frá því að fá breska byssu- kúlu í brjóstið, en særist sjálfur við það. Myndin endar á trega- fullu augnabliki, þegar Smith og Pocahontas skiljast að, vitandi að sálir þeirra eru sameinaðar að ei- lífu. Disney-fyrirtækið vendir kvæði sínu í kross með „Pocahontas“. Áhersla var lögð á að gera fólkið, Pocahontas sjálfa og John Smith, sem raunverulegast, en í fyrri teiknimyndum hefur mannfólkið ekki komið mikið við sögu. Umsjón með teiknuninni á Pocahontas sjálfri hafði Glen Keane. Hann hafði áður unnið við myndirnar „The Little Mermaid", þar sem hann sá um teiknun persónunnar Ariel, „The Beauty and the Be- ast«_ þar sem hann hafði yfirum- sjón ’með teiknun Dýrsins og „Aladdin“, þar sem hann gegndi sama hlutverki varðandi söguhetj- una. Umsjón með teiknun Johns Smiths var í höndum hins gamal- reynda teiknara Johns Pomeroy. Átta aðrir umsjónarmenn sáu um að stjórna 600 manna liði teiknara og tæknimanna við gerð myndar- innar. Umsjón með gerð myndarinnar í heild sinni hafði leikstjóratvíeyk- ið Mike Gabriel og Eric, Goldberg, Gabriel, sem hefur unnið hjá Disn- ey-fyrirtækinu í fjölda ára sem teiknari, leikstýrði teiknimyndinni „The Rescuers Down Under“ sem fýrirtækið gerði árið 1990. Gold- berg, sem er fjölhæfur teiknari, starfrækti eigið stúdíó í London til langs tíma, þar til Disney-fyrir- tækið fékk hann til að teikna and- ann í „Aladdin" árið 1990. Þetta er frumraun hans í leikstjórastóln- um. Framleiðandi myndarinnar er James Pentecost, reyndur Broad- way-maður, sem þykir með ein- dæmum sköpunarglaður og sam- vinnuþýður. Aðstoðarframleiðandi er Baker Bloodworth, sem hóf feril sinn einnig í leikhúsinu. Um klippingu sá H. Lee Peterson, en hann sá einnig um klippingu á „Aladdin“. Handritshöfundar eru þrír, Carl Binder, Susannah Grant og Philip LaZebnik. Þeir fengu það verkefni að ná hinum sanna anda Poca- hontas niður á blað. Tom Sito sá um framvindu sögunnar og í sam- vinnu við leikstjórana og aðstoð- armenn sína setti hann söguna á spjöld, sem teiknararnir unnu síð- an eftir. Listrænn ráðunautur er Michael Giaimo. Hann ferðaðist nokkrum sinnum til Virginíu, þar sem hann kannaði umhverfið og fegurð þess. Hlutverk tónlistar i „Pocahont- as“ er mikilvægt. Alan Menken samdi tónlistina og Stephen Schwartz textana, en Menken er margfaldur Óskarsverðlaunahafí. Hann samdi sjö ný lög fyrir mynd- ina og sótti marga sögufundi við gerð myndarinnar, þar sem tón- listin gegnir mikilvægu hlutverki í framvindu sögunnar. Roy Disney, varafonnaður Walt Disney-fyrirtækisins, segir: „Saga Pocahontas höfðar til fólks vegna einfaldleika síns. Sagan fjallar ein- faldlega um mikilvægi þess að fólk lifi í sátt og samlyndi. Jafn- vel þótt menningarheimar fólksins eigi fátt sameiginlegt, býr það í sama landi. Það virtist vera við hæfi að gera mynd með þessum boðskap, sem fólk víða um heim mætti taka tillit til i auknum mæli.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.