Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ # Nýjasta jólabókin: 47 sjálfsævisögur Þórir S. Gröndal skrifar frá Vinsældir sjálfsævisaga og minninga- og viðtala- bóka af ýmsu tagi eru með eindæmum á ís- landi. Eins og fyrri daginn sláum við þar öll met í heiminum og þótt víðar væri leitað. Ekki einasta eig- um við fólk, sem hefir gáfur og þrek til þess að skrifa þessar bæk- ur, heldur tekst einnig að fjár- magna útgáfu þeirra. Og síðast en ekki sízt þá kaupir fólk þær og les sér til mikillar ánægju. Og þá skortir sko alls ekki efni- viðinn eða hráefnið, ef svo má kalla. Þjóðin virðist ala af sér fjöldann allan af einstaklingum, sem tekst að lifa lífínu á slíkan máta, að sam- borgararnir hafa ánægju af, og þeim leikur forvitni á, að lesa þar um. Það færist meira og meira í vöxt, að höfundar segi frá ýmslim atvikum á bersöglan hátt og eru slíkar sögur, sem oft eru um dáið fólk, sérlega vel þegnar og mikið um talaðar. Þótt fjöldi ævisagnanna sé mik- ill, þá er efniviðurinn enn þá meiri. Hundruð landa okkar ganga með sjálfsævisögurnar í maganum og þá þyrstir í að koma þeim á prent og í bókabúðir fyrir jólin. Því miður fer mikið af þessu efni forgörðum. Það fer með- hinum væntanlegu höfundum í gröfina. Sum atvik og viðburðir lifa í minningum afkom- enda, en gleymast svo um síðir. Til þess að ráða bót á þessu að einhverju leyti er nú verið að gefa út eina svona bók og hefir verið safnað í hana sjálfsævisögum 47 íslendinga. Hér er ekki um að ræða landskunna borgara, heldur fólk úr öllum stéttum, sem áhuga hefír á því, að miðla samborgurunum af sinni lífsreynslu og þeim atvikum, sem afgerandi hafa orðið á ævi- hlaupum þess. Bókin er 217 blað- síður og lengsta ævisagan mun telja einar 16 síður, en sú styzta er tvær blaðsíður Ein af ástæðunum fyrir því, að aðstandendur bókarinnar telja, að hún komi til með að seljast vel er sú, að sérfróðir menn hafa bent á, að hinn almenni borgari fyllist oft minnimáttarkennd og dulinni öfund, þegar hann les of mikið um fólk sem borið hefír af öðrum í lífinu. Honum finnst, að hann sjálfur hafi gengið frá lífsborðinu með skertan hlut og lánið hafi ekki leikið við honum eins og því þekkta fólki, sem um eru skrifaðar bækurnar. Vegna þessa munu lesendur taka opnum örmum við bók, sem í eru skráðar sögur þeirra, sem ekki hafa alltof vel kom- ist áfram. Flestum muni líða vel eftir lestur slíkrar bókar og þeir verða ánægðari með sig. Til þess að gefa ykkur smjörþef- inn af efni bókarinnar ætla ég að birta smákafla úr einni sögunni og segja síðan lítillega frá nokkrum hinna. Fyrst greinir Þórmundur Sig- urðsson, fisksali, frá atviki úr æsku sinni, sem átti þátt í að móta hans persónu og líf upp frá því: „Það var dásamlegt að alast upp í Vestur- bænum. Þórmundur var sjö eða átta ára og Iífið var enn áhyggjulaust og ánægjulegt. Það var sumar og ARID 1994 er komið út Pantanasími 431 4111 og fax 431 4666. sólin stafaði geislum sínum á hús og garða. Fuglasöngur og flugusuð alls staðar og ilmur blóma. Strák- arnir í hverfinu létu sér ekki leiðast. Einn fagran dag, rétt eftir há- degi, fór söguhetjan að finna til verkjar neðarlega í kviði. Innan stundar neyddist hún til þess að gera hlé á leiknum og fara inn til mömmu og segja frá þessum verk sínum. Hægt og sígandi elnaði sött- in og var strákur þá háttaður ofan í hjónarúmið og mældur, sem var heldur niðurlægjandi athöfn á þeim árum. Eldri bróðir var sendur út í búð til að kaupa maltöl, sem þótti gott við alls kyns kvillum. Þar að auki var það gott á bragðið. Við drykkjuna varð verkurinn sýnu verri og nú var hringt í Jónas lækni. Þegar hann kom var sjúklingur- inn kominn í keng og gat varla bælt grát og stunur út af hinum miklu kviðarkvölum. Varla hafði læknirinn byrjað skoðun sína, þeg- ar hinn sjúki reis upp við dogg og hvíslaði einhverju að móður sinni. Húh stökk til, teygði sig undir rúm- ið og náði í fjölskyldukoppinn, sem var ómissandi hlutur á hverju heim- ili á hinum góðu, gömlu dögum. Þórmundur reis með herkjum upp á hnén, kengboginn sem hann var, og byrjaði að pissa í koppinn. Allir héldu í sér andanum og ekk- ert hljóð heyrðist nema í spræn- unni, þegar hún féll í botninn á hinu emeleraða íláti. Hljóðið breytt- ist, þegar koþþurinn varð botnfull- ur og nú gerðist undrið, því þegar í honum hækkaði, fór Þórmundur að rétta úr kútnum hægt og síg- andi og stundi af vellíðan, því kval- irnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. En bunan hélt áfram um stund; mamman leit á lækninn, læknirinn leit á sjúklinginn og sjúklingurinn leit á móður sína og nú brosti hann gleitt. Ekki gat Jónas læknir gefið neina skýringu á þessari teppu og slíkt þjáði Þórmund aldrei aftur. Enn hann fékk út úr þessu sam- kvæmisblöðru, og ekki hefír hann drukkið maltöl síðan." I ævisögu Sigmundínu Samúels- dóttur segir m.a. frá atviki því, sem olli straumhvörfum í hennar lífí. Það gerðist veturinn 1958, sem var sér- lega illviðrasamur. Sigmundína varð fyrir því óhappi, í afspyrnu veðri og fljúgandi hálku, að detta í Banka- stræti. Hún rann af stað og rakst þá á mann nokkurn, sem svo datt Vaka-Helgafetl þakkar íslenskum bókaunnendum góðar viðtökur á líðandi bókatíð og vonar að þeir njóti jólabókanna sem best á kyrrum stundum yfir hátíðirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.