Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ H kortunum eftir neinu kerfí. „Vitr- ingar segja að ég eigi að gera það, en satt best að segja er þetta allt í hrærigraut hjá mér. Æ, hvar er nú stækkunarglerið mitt," spyr Fríða og gaumgæfír kort af Gull- fossi. Hún var fljót að átta sig á því hvar myndirnar voru teknar og auðheyranlega vel að sér í landa- fræði Islands. Hún sagði þegar hún sá mynd sem Ragnar tók í Bleiks- mýrardal: „Já, hann gengur inn úr Fnjóskadal. Þar eru Timburvalla- dalur og Bleiksmýrardalur, ef ég man rétt. Ég hef ekki komið þarna en var einu sinni, að ég held, allt að því spekingur í íslenskri landa- fræði. En það er farið að hreistra." Fríða segist hafa svalað landa- fræðiáhuganum með lestri. „Ég las allskonar bækur með landslagslýs- ingum. Bækur eftir Hallgrím Jónas- son, Pálma Hannesson og Árbækur Ferðafélagsins að sjálfsögðu. Svo hef ég lesið ritin hans Ólafs míns Jónssonar, sem Ódáðahraun er eft- ir, þær eru flugskemmtilegar." Fríða sýnir okkur bunka af út- lendum póstkortum sem hún fékk frá vinkonu sinni sem ýmist er í Reykjavík eða vestur á Ströndum. „Hún sagðist hafa náð þessu í til- tekt. Sjálfsagt hefur átt að fleygja því. Ég held nú samt að ég eigi lít- ið sem ekkert af þeim. En það er ekkert gaman að vísitera þetta allt saman. Þetta eru kort sem ég er í vandræðum með. Ég er ekki alltaf Morgunblaðið/RAX DAGYERÐARGERÐI í dagrenningu. Lendingar ijósin á morgunvélinni úr Reyk. javík mynda líkt og halastjörnu. mestu um vöruverðið- og þjón- ustuna. Það er verst á útkjálkunum. - Nú verð ég sennilega hengd þeg- ar ég kem í Egilsstaði eftir hátíð- arnar." Kann einverunni vel Það er lítið um gestakomur í Dagverðargerði. „Mínir fáu kunn- ingjar vita sem er að ég hef ekki upp á neitt að bjóða, hvorki veiting- ar eða aðra fyrirgreiðslu. Það koma ósköp fáir. En það hringja ýmsir í manaleika," spyr Fríða á móti. „Nei, það er ekki til í dæminu. Ég hef alltaf kunnað dæmalaust vel við mig ein. En ég kunni ekkert illa við mig innan um fólk heldur. Mér leiðist í margmenni og er ekk- ert að leggja það á mig. Það kemur fyrir að ég hunskast til jarðarfara, en geri ævinlega það heit þegar ég er búin að þetta skuli ég ekki gera aftur." Fríða segir að þegar hún var krakki hafi hún mikið verið notuð viss um hvaðan útlend kort eru. Ég er svo illa að mér í erlendum málum. Það er allskonar djöfla- þýska sem á þeim er." Þetta er minnisraun Það kort í safninu sem Fríða tel- ur merkiiegast frá söguslóðum er af Kötlugosinu 1918. „Þetta er við- brigðafallegt kort," sagði hún og sýndi okkur kortið í einhi möppunni. • Fríða segir að svona mynd hafi verið send ásamt fleirum til Japans í kringum 1930. Þar var málað eft- ir myndunum á bollastell. „Stell með svona mynd var til hérna í nágrenni við mig, í Skógargerði. Það var alveg dýrlega fallegt, en viðkvæmt og brotnaði auðveld- lega." Af og til þarf Fríða að fara í gegnum kortasafnið. Hún segist ekki hafa nógu góðar geymslur og kortin séu viðkvæm fyrir raka. Þess vegna verður að umstafla þeim til að loft komist að þeim.-„Eg þarf að fara í sortéringu þegar fer að birta dálítið. Það er best að gera það við dagsbirtu. Svo er líka nauð- synlegt að tína úr tvítökur, það er aldrei svo að það sé ekki eitthvað af þeim. Þettaersvolíkt hvað öðru. Ég skal segja ykkur eitt. Ég er nefnilega farin að ryðga í því hvað ég á og hvað ég ekki á af kortum. Þetta er minnisraun og hún ekki lítil." Þetta ár hefur verið heldur mag- urt í kortasöfnuninni, að sögn Fríðu. „Þetta hækkar en þessi hungurlús mín, ellilaunin, hún hækkar svotil ekki neitt. Okrið á Egilsstöðum er dæmalaust, bæði á vörum og þjón- ustu! Það megið þið segja í blað- inu," segir Fríða með áherslu. „Kaupfélagið er líklega verst, ann- ars eru Rafmagnsveiturnar voða- legt fyrirtæki. Ég er með rafmagns- kyndingu og það er nú rafmagninu að þakka að ég get verið hér." Fríða telur misjafnt mannanna lánið hér á landi. „Þetta er svo geysimikill munur eftir því hvar menn eru staðsettir. Það munar mig og það kemur fyrir á sumrin að það sést maður, en það fer minnkandi." Kunningjunum fækkar líka óðum. „Þetta drepst í stórum stíl og flytur burtu líka - til Reykja- víkur eða í Egilsstaði." Eiríkur bróðir hennar dvelur allt- af þrjár vikur til mánuð fyrir austan á sumrin og sonur Fríðu sem býr í Danmörku kemur sjaldnar og dvel- ur hjá móður sinni. En er Fríða aldrei einmana? „Þú meinar hvort ég finni til ein- til snúninga. Leita að kúm og hest- um og síðast en ekki'síst í sendiferð- ir á aðra bæi, bæði gangandi og ríðandi. „í þessum ferðum var ég vanalega ein," segir Fríða. „Þá vandist ég einverunni og kunni henni ljómandi vel. Þá sjaldan að ég var ein heima þá fannst mér ég vera svo frjáls og kunni lífinu svo fjarska vel. Án þess að mér væri nokkuð illa við mína fjölskyldu, það er ekki svoleiðis." „Ég skal segja þér að einn minn fyrsti bernskudraumur hefur ræst," heldur Fríða áfram. „Hann var að ég væri einsetukeriing í kofa, sem ég bjó til í huganum uppi á gömlum tóftum sem heita Steingerði hérna skammt fyrir ofan. Ég ætlaði að hafa um 20 kindur og allar mislit- ar. Ég hafði mest gaman af mislit- um kindum og hef það enn. Þær áttu að vera niðri og svo var ég með íbúð uppi^ á lofti. Ég ætlaði ekki að hafa ku, en reiðhest ætlaði ég að eiga. Eg man eftir kofanum enn og hann var bara alls ekki illa hugsaður, þó ég segi sjálf frá. Ég býst við að ég hafí verið fjögurra til sex ára þegar ég lét mig dreyma þetta." Fríða hefur ekki haft neinn bú- stofn frá því hún varð ein. „Ég fékk bara að eiga heima í húsinu, en það hefur náttúrlega aldrei verið neitt fyrir það gert, en það _______ dugir mér. Ég er þessu Spekingur í vön og hlýt nú að fara íslenskri að drepast senn hvað hð- ur og þáfer slotið alger- lega í eyði." ^~~^~ Fríða neitar því ekki að tíminn líði stundum hægt í einverunni. „Dagarnir líða einhvern veginn. Að vísu stundum seint, en þetta líður allt einhvern veginn." Getur komið saman vísu Eiríkur bróðir Fríðu er lands- þekktur hagyrðingur og hún neitar því ekki að hafa brageyra og gam- an af kveðskap. „Ég get ósköp vel komið saman vísu en geri lítið af því. Ég las töluvert mikið ljóð í . gamla daga en er hætt því. Eg er nú samt dálítið að mér í eldri ljóðum en í nýrri ljóðum veit ég ekki rass- gat. Enda eru þau eins og þau eru. landafræði Mér finnst ljóðlistin vera í öldudal, eins og fleiri listir, en þetta kemur aftur." Þegar falast var eftir svo sem einni vísu, stóð ekki á henni. „Ég kom út að morgunlagi fyrir nokkr- um árum og kom kaldur gustur á móti mér þegar ég kom út á tröpp- urnar. Þá varð mér ósjálfrátt á munni þessi vísa: Enn er dagur úr djúpi runninn, dauðinn óðum að færast nær. Kveikurinn niður í kviku brunninn, kuldinn meiri en var í gær. Það sem er skemmtilegt við vís- una er að þar eru eiginlega fjögur efni tekin til," segir Fríða. Langaði að ferðast meira Fríðu langaði að ferðast meira um landið en raunin varð. Hún hefur reynt að bæta sér það upp með póstkortunum. „Þeir sem ekkert farartæki eiga nema lappirnar, og þær lélegar, geta ekki farið um allár trissur," segir Fríða. „í hópferðum tek ég bara alls ekki þátt, með allskonar hyski sem ég vil ekki sjá eða heyra. Nei, takk! Annaðhvort vil ég ferðast með tveimur eða þremur völdum kunningjum, eða bara ein. Svona er að vera vitlaus! Það spaugar ekkert að, skal ég segja ykkur. Til höfuðborgarinnar hef ég ekki komið síðan 1959. Þá álpaðist ég suður því ég var ekki ánægð með heilsuna og langaði að láta Helga minn Ingvarsson yfírfara mig svolítið. Héraðslæknirinn vildi náttúrlega hreint ekki að ég færi suður, en ég spurði hann ekkert að því. Ég fékk auðvitað engan styrk á ferðina fyrir bragðið. Síðan hef ég ekki komið til höfuðborgarinnar og er nú að láta mig dreyma um að fara ekkert þangað aftur. Nema ég verði þá flutt þangað rænulaus og vitlaus sjúklingur. Mig langaði að ferðast meira, en mig er hætt að langa til þess - að mestu. Nú kvíði ég alltaf fyrir í hvert skipti og ég þarf að heiman. Að ég verði fyrir einhverjum óhöppum, tíni einhverju eða gleymi. Svo er ég allshugar fegin þegar ég er komin heim aftur." - Hefur þú farið til útlanda? „Nei, takk," svarar Fríða og er snögg upp á sig. „Ég er að vísu enginn sérstakur ættjarðarvinur, en þó það mikill að ég vil ekki gera ættjörðinni það til skammar að láta sjá mig erlendis. Enda get ég ekki talað erlend mál að neinu ráði og þá finnst mér ég ekkert hafa að gera. Ég er ekki að leggja á mig að gera það sem mig langar ekki til."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.