Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ !* ,**i*'- , .jy *r:<s, íw: .s, '„ á í. ¦:*,'»% '||jUN>. *k i ¦"¦•**• * ¦ &' ?••»'¦ jHP' ¦¦-- ^fW -¦*-, : «&> ,. &<&&- vWfj>#: ¦¦¦ ¦-¦'¦ r «#lfs „JÓLASNJÓRINN þallargreinar þekur", segir í vísu Andrésar H. Valbergs. i i Morgunblaðið/RAX Það eru komin j ól JÓLIN eiga sér langan aðdrag- anda og að mörgu þarf að huga. Ekki eru allir jafn for- sjálir og kona sem ég þekki, sem byrjar að undirbúa jólin þegar í janúar. Á mínu heimili er það ekki fyrr en klukkan slær sex á aðfangadagskvöld sem fólk getur andað léttar. Þá hefur mikil vinna verið lögð af mörkum og umbunin er gómsætasta máltíð ársins, spari- klæddir pakkar í tugavís, hring- dans í kringum jólatréð og síðast en ekki síst ánægjusvipur á andlit- um barnanna í fjölskyldunni. í mín- um huga leikur enginn vafi á að þetta er helgasta stund ársins og víst er að Andrés H. Valberg er mér sammála. Jójasnjórinn þallargreinar þekur á þöglu kvöldi glitrar hélurós. í skammdeginu skugga burtu hrekur skin frá mána og þúsund stjömuljós. Andrés er mér eldri maður og á öðruvísi minningar um jólin. Hann er á þeirri skoðun að þrátt fyrir dauf og blaktandi ljós og norðan- byl sem næddi í gegnum húsakynn- in hafi jólin verið best eins og þau voru í gamla daga. „Hjá mörgum snúast jólin núna aðeins um peninga og aftur pen- inga. Það eru gervijól," segir hann: Þó sjaldan birtist blessuð sólin og berði moldarkofann hríð, einhvern veginn eru jólin ekki eins björt í seinni tíð. Ormur Ólafsson, félagi Andrésar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni, kann vel að meta nútímaþægindi. Engu að síður stafar líka ljóma af æskujólum hans: Þó eigi fleiri aura til, einnig mýkri stóla, meðan lifi minnast vil minna bernskujóla. En víkjum sögunni aftur fram á okkar daga. Þegar mestu herleg- heitin á aðfangadagskvöld eru af- staðin er komið að þeirri stund sem ég kann einna best að meta. Þá sest ég niður með fjölskyldunni, slappa af yfir kaffibolla og maula konfektmola. Þá fer faðir minn stundum með þá jólavísu sem hon- VISNATORG Að þessu sinni setur það svip á Vísnatorg- ið að hátíð er gengin í garð. Pétur Blöndal fjallar um vísur sem borist hafa þættinum af því tilefni og lýsir sinni reynslu af jólunum. um þykir vænst um. Hana yrkir Jón Þorsteinsson á Arnarvatni í Mývatnssveit þar sem hann situr yfír fénaði sínum að kvöldi að- fangadags: Nei, hér er þá dálítil hjörð á beit og hjarðsveinn á aldri vænum. í hverri einustu íslands sveit og afkima fram með sænum nú stendur hún jólastundin há með stjömuna yfir bænum. Næst rennur upp sú stund sem ungir og aldnir hafa beðið með hvað mestri óþreyju, - að fjölskyld- an spreyti sig í keppni og þrautum. Þegar leikurinn stendur hvað hæst er ekki að sjá að nokkur aldurs- munur sé á keppendum. Oftast eru hinir eldri þó sleipastir í að ráða vísnagátur og standast þar fáir afa mínum snúning, sem kominn er á tíræðisaldur. Jólagátan sem hann fær að spreyta sig á í kvöld er svohljóðandi: Lítinn grætir labbakút, lata henti í skólum. Fer og kemur að og út, ómissandi á jólum. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber, Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Þetta er erindi úr Ijóðinu Lífshvöt eftir skáldið mikla Steingrím Thor- steinsson," segir Séra Arni Pálsson, sem er aufúsugestur á Vísnatorgiá að- fangadag. „Ég vel erindið vegna þess að afi minn, oglang- afi þinn, Séra Árni Þórarinsson, var góður vinur hans." Ég kinka kolli pg hann heldur áfram: „Séra Árni sagði mér að peir hefðu tekið tal sam- an og Steingrímur hefði sagt: - Veistu Árni, að ég hef aldrei séð jafn mikið eftir neinu eins mikla og því að hafa ort þetta erindi vegna þess að svo margir nota það til að afs- aka trúleysi sitt." Árni lítur á mig þýðingarfullu augnaráði: „Þú skilur hvað hann á við. Það eru svo margir sem segja: - Ég trúi á mig sjáifan. Istaðinnfyrirað trúa á Guð í gegn- um Jesú Kríst nota þeir erindið sem afsökun fyrir trúleysi sínu og sinnuleysi um trúmál. Þetta er byggt á misskilningi vegna þess að Steingrímur á við að maður sé fæddur með hæfileika til að nálgast Guð og þjóna honum í verkum sínum." Það er gamall og góður siður hjá hagyrðingum að hripa niður kveðju á jólakort í bundnu máli. Sigurður Sigurðarson rækir þann sið á þessum jólum: Snjóinn hreina loks má líta leggjast mjúkt á grund og hól og klæða allt í kjólinn hvíta. Komin eru blessuð jól. Jólakveðja Jóns Gissurarsonar um síðustu jól var hringhend og hljóðaði svona: Yfir liðinn lítum veg létt við kliðar óður. Árs og friðar óska ég er það siður góður. Jóhannes Sigfússori fékk vísu á jóla- korti í fyrra frá Óttari Einarssyni, skólastjóra á Svalbarði. Óttar dvald- ist í Reykjavík yfír hátíðarnar: Borgin glitrar upplýst öll ótal gervisólum meðan Þistilfjarðarfjöll falda hvítu á jólum. Óli Halldórsson á Gunnarsstöð- um sendi Skúla Ragnarssyni bónda á Ytra-Álandi kveðju á jólum. Þetta munu hafa verið síðustu jólin sem Óli lifði: Heilla óskar hugur minn, hljóttu gleði sanna. Breiðist yfir bæinn þinn blessun Guðs og manna. „Ég held svolítið upp á tvö vers með sjálfum mér," segir séra Hjálmar Jónsson. „Þau fjalla um kyrrð aðventunnar þegar kalt er úti við og snjórinn fellur í stórum flygsum til jarðar." Hægt frjósa vötn og vök, vært leggur snjókoman þök. Birtan sér leitar að leið. Lausnarans koma er greið. Brátt mun í byggðum sagt bam sé í jötuna lagt. Stjörnuskin lýsir á leið. Lausnarans koma er greið. Grímur Lárusson frá Gríms- tungu lést í haust sem leið. Hann var snjall hagyrðingur og orti fyrir nokkrum árum: Ungur verð ég enn á ný allir skuggar dvína, þegar jóla helgin hlý hrifur sálu mína. Halldóra Magnúsdóttir er fædd að Hrísási í Melasveit. Bærinn er kominn í eyði fyrir margt löngu, en lifir þó ennþá í minningunni: í litlum bæ á lágum hól lengst fæ geymt í minni hvað við áttum indæl jðl og auð í fátæktinni. Í síðasta þætti var kastað fram fyrripartinum: Jólasveinar fjðllum frá fara að koma bráðum Edda Vilhelmsdóttir er fyrst til að botna: yfir fönn og freragljá, frost í tötrum snjáðum. Þá Rannveig Sigurðardóttir: En Grýla fylgist grett á brá grannt með sínum snáðum. Móri lætur líka að sér kveða: Gaman væri að gleðja þá með Guðs og manna ráðum. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem sendu botna og vísur fyrir að leggja þættinum lið. Við sjáumst á Vísna- torgi að hálfum mánuði liðnum. Um leið og ég óska lesendum gleði- legra jóla og gæfuríks komandi árs er rétt að kasta fram fyrriparti: Við áramótin fjölmörg fæðast fyrirheit um betra líf Hafsteinn Stefánsson leggur þættinum til fallega jólavfsu og vart er hægt að hugsa sér betri lokaorð: Drottinn sendu sátt á þingum og sameiningu heims um ból, gefðu öllum íslendingum auðnurík og farsæl iðl. • Póstfang þáttaríns er: Vísnatorg/Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.