Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 6
rrci r r-ri'j' 6 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐID MANIMLIFSSTRAUMAR Kátjól KÁTT er um jólin, koma þau senn, segir í íslenskri þulu. Gefur til kynna að ætlast sé til þess að með hátíðlegheitunum sé gaman á jólunum. Höfð uppi kæti, þótt vissar hömlur séu á því meðan heilagast er. Var til dæmis víða bannað að spila á spil á að- fangadagskvöld. En tilhlökk- unin hefur lengst af tengst því að á jólunum verði gaman. I minningu flestra viðmælenda, og þeir eru orðnir býsna marg- ir síðustu áratugi, bera jólin sérstakan Ijóma. Þá var gaman í hópi stórfjölskyldunnar. Næstum allir er sest hafa að erlendis segjast einkum sakna jólanna heima. Kannski á þetta eftir að breytast þegar krakk- arnir, sem eiga sín jól með pabba og mömmu við sund- laugarnar í Suðurlöndum, vaxa upp og bernskujólin skilja sig ekki í minningunni frá öðrum dögum og ferðalögum. Hér heima á Fróni eiga stórfjöl- skyldurnar þó alla jafna enn saman góð jól og skemmtileg. Jól sem ber hærra en venju- leg matarboð. Góður matur tilheyrir góðum jólum og mikið í lagt. En dugar það eitt og sér til að gera jólin skemmtileg? Þarf ekki að vera kátt á jól- unum til þess? Að gera eitt- hvað skemmti- legt samans sem allir taka þátt í? Krökkum þykir svo gaman að vera fullgildir í leik með fullorðnum og stórum krökkum á öllum aldri að leika sér með börnunum. Víða er gengið í kringum jólatréð og sungið. Annars staðar spilað eða farið í leiki. Ég veit um heimili þar sem alltaf er byrjað á félagsvist til að blanda öllum saman, ungum og gömlum, áður en veitingar eru fram bornar. Annars staðar er stórt borð inni á skrifstofunni með nýju erfiðu púsluspili, sem allir bregða sér í og leggja til. Sjálf hefí ég oftast útbúið spurninga- keppni, sem getur verið býsna strembið ef aldursmunur er mikill, svo að allir gestirnir fínni að þeir hafí möguleika á að vita svörin. Enda ómæld gleði þegar sá tíu ára getur einn svarið sem hann afi vissi ekki. Auðvitað þarf að miða leikina við gesta- hópinn. Og hugsa fyrir skemmt- uninni engu síður en matnum. Á þessum jólum hafði ég hugs- að mér að uppistaðan í getraun- inni yrðu málshættir, að finna hvaða málsháttum sé lýst í teiknuðum myndum. Berst þá ekki inn á borð mitt umslag með þessum fína gátubæklingi undir heitinu „Og gettu nú". I honum voru 33 gátuvísur að moða úr. Höfund- ur segir að þær hafí orðið til í tómstundum á rúmlega sex mánaða tímabili, sumpart í heimahúsi í Reykjavík, sumpart í sumarbústað austan heiða og sumpart á ferð um landið, eink- um Suður- og Suðvesturland. Ég ætla að trúa ykkur fyrir einni eða tveimur að glíma við á jólunum þótt ég geti ekki beðið um leyfi, því nafnið á Gárur eftir Elínu Pálmadóttur höfundinum er í gátuformi. Og reynist býsna strembið að ráða gátuna. Undir fæti oftast greið. Ekki kann ég fagið. Að höggva gegnum blöðin breið. Býli nálægt alfaraleið. Tré á grundu vaxa væn. Vandað dýrabæli. Á vetrarhátíð keypt í miklum mæli. Lausnirnar eru neðanmáls. En hér kemur nafnvísa höfund- ar, að sjálfsögðu óráðin sakir vanhæfni Gáruhöfundar og þakka ég honum góða send- ingu: í heiti stafi hef ég þrjá sem H.C. saga greinir frá. (En einnig vinnuvélabákn vel má kall'að sé þess tákn.) Föðurnafnið fullt með dug til fjarða vestur beinir hug. Helgrar meyjar minnst er þar. Margur ekki nafn það bar. Kannski get ég skotið lausn- inni inn í næstu Gárur á gaml- ársdag. Svo getið þið líka sjálf glímt við að búa til nafnavísu einhvers úr fjölskyldunni, sem er í boðinu eða fjarstaddur. En úr því ég er byrjuð á þessu læt ég hér fylgja nafnagátu í tutt- ugu liðum eftir hann afa minn, Jón Pétursson, bónda á Nauta- búi og Eyhildarholti í Skaga- firði, sem var ekki aðeins hag- yrðingur góður heldur líka býsna gott skáld. Svörin tutt- ugu Iæt ég ekki uppi fyrr en í næstu Gárum, því annars nýtist þessi gátufengur ekki í mínu eigin jólaboði. Reynið nú! Það er svo gaman, að leika saman. Er hinn fyrsti allir íslendingar. Annan bera á höfði þjóðir slyngar. Þriðji er oft í hraustum hermannshöndum. Hrapar fjórði úr bröttum sævarströndum. Fimmti er ofar fjalla hæstu brúnum. Flatur liggur sjötti í kauptúnum. Sjöundi er auli óupplýstur. Áttundi er af mörgum bónda hýstur. Níundi flýr burtu á hverju kveldi. Klæddur er tíundi hlýjum feldi. Ellefti á öræfum er alinn. En hinn tólfti fer um himinsalinn. Á ættarlandi aldrei þrettándi. Oft við bólið heldur sig fjórtándi. í hverri viku verður til fimmtándi. Var af öllum grátinn hinn sextándi. Er seytjándi ávallt auði sneyddur. Átjándi með hressingu tilreiddur. Oft nítjándi er í hremsu kasti. Endalaus er maðurinn tuttugasti. Gleðileg og kát jól! •luaao :mui8s jbjj;9<j tibq :ja nsiAn^S ijjaj usmrj IVIATARLIST/Fagrar heitstrengingar eba verk sem talaf Réttum aftilfinninga- ogfjárlagahaUann 1996 HÁTÍÐ fer að höndum ein og senn er árið á enda. Sumir sjá á eftir hamingjuríku ári með trega, aðrir bölsótast yfir því, e.t.v. vegna þrenginga sem því hafa fylgt og vonast eftir að betur ári næst. Nátt- úruhamfarir og hörmuleg slys hafa því miður sett sterkan svip á árið sem nú er að líða, en við verðum bara að minna okkur á að ekki er allt svo með öllu illt að ei boði gott. Lífið er líkt og sandur í lóf a, það smýgur í gegnum fingur okkar ef við höldum ekki rétt á spöðunum. Það er helst þegar menn lenda í áföllum eða einhverjum þrengingum ¦¦¦¦¦Baa og hrökkva upp við vondan draum og eru minntir óþyrmilega á hve lífið er fallvalt og því dýrmætt, sem þeir gera endur- mat á lífsgæðun- um og kjarna málsins. Oft kem- ur þá upp biturleiki og spurningar á borð við: Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr? og hvað var ég að hugsa? Ætli hún/hann hafi ekki örugglega vitað að ég elskaði hann/hana? dúkka upp. Það er nú því miður svo að í þjóðfélagi sem við búum í eru kröfurnar á einstaklinginn orðnar svo gífulegar í þessu svokallaða „lífsgæðakapphlaupi" að kjarninn þ.e. manneskjan sjálf, víkur oftar en ekki fyrir hvers kyns hismi. Það er sama hvað við göngum langt frá sjálfum okkur, við þurfum einhvern tímann að snúa til baka og þá er gott að það séu hlýlegar og kunnug- legar aðstæður sem taki á móti okk- ur og jafnvel yndisleg eining með maka og jafnvel fjölskyldu. Um jól og áramót sinnir fólk oft hvert öðru meira en venjulega, gefur gjafir og er uppfullt af nýársheitum sem það eftir Álfheiði Hönnu Friðríksdóttur strengdi líka í fyrra en einhvern veginn runnu út í sandinn því það var svo mikið að gera á skrifstof- unni, börnin alltaf með í eyrunum og enn einn fallvíxillinn dúkkaði upp rétt áður en fara átti með fjölskyld- una í ærlegt sumarfrí. Heimsins hugstola ráðamenn eru líka oft bljúgir á jólum og lofa bót og betr- un, en það eru nú oftar en ekki dulbúin kjarnorkublys sem þeir bregða á loft og lýsa bleika grund tortryggni og ótta. Við getum hins vegar lítið annað en aukið ástríki í mannlegum samskiptum, lifað fyrir líðandi stund og þakkað fyrir það sem lífið gefur og verið þakklát einn- ig fyrir það sem var. Hvílum í því sem er og reynum að streitast ekki á móti því sem lífið ber í skauti sér, því veröldin vaggar okkur þangað sem henni hentar þegar henhi hent- ar og nú inn í nýtt ár, sem líkt og það sem er að líða mun færa okkur ákveðinn skammt af gleði og líka af sorg og öllu þar á milli. Ég ætla ekki að koma með nein nýársboðorð, en legg engu að síður fil að eftir allt kjöt- og kökuát yfir jólin gerið þið vörutalningu í ársbyrjun líkt og verslanirnar en í ykkar eigin eldhús- skápum og tjaldið öllu sem til er áður en lagt er í næstu innkaupa- ferð. Sjálfsskoðun er líka upplögð í þessu langa jólafríi sem margir hafa, hvað sé til fyrirmyndar og hvað mætti betur fara. Munið að það er mun auðveldara að tína til galla annarra, sem e.t.v. eru stærri en manns eigin en kostina sem aðrir hafa en mann skortir e.t.v. sjálfan. Þegar óhóflegt magn af afbrýði- semi, öfund, gagnrýni, slúðri, þung- lyndi og peningaeyðslu er saman komið þýðir það að maður þarf virki- lega að gera eitthvað fyrir sjálfan sig, rækta sinn garð. Ég vona að jólafastan hafi verið ykkur ánægjulegur og afslappaður tími og þið hafið fastað og látið a.m.k. andvirði einnar jólagæsar eða kalkúns renna til brauðs handa hungruðum heimi. Munið að sofa nóg yfir hátíðarnar og hvíla ykkur ÞfÓÐLlFSÞANKAR/Z/^Vzi*// vid kannskilangtyfirskammt? Jólin mín í sveitinni JÓL eru tilfinningaleg tímamót. Ein af öðrum safnast þau í minningarsjóð- inn og eru geymd þar. Ekki eins og perlur á bandi heldur eins og peningar í gömlum fjársjóði sem geymdur er í poka. Þegar litið er of an í hann eru það alltaf sömu, efstu peningarnir sem sjást, þótt margir aðrir séu þar í felum. Þannig er það með jólin. Hugurinn reikar oftast til þeirra jóla sem efst eru í minningasjóðinum. Ein mín eftirminnilegustu jól átti ég barn í sveit. Kringumstæðurnar höguðu því þannig að ég var ein jól á sveitabæ þar sem ég annars var öll mín bernsku- og æskuár á sumrin. Fyrir kemur að ég hugsa til þessara jóla þegar hæst-hóar í jólaundirbúningnum hér á höfuðborgarsvæðinu, þá læðist að mér sá grunur að leitað sé stundum langt yfir skammt hvað jólagleðina snertir. Jólaundirbúningurinn í sveitinni hófst með því að farið var í kaupstaðarferð til þess að versla í kaupfélaginu, síðan hófst hljóðlátur jólaundirbúningur heima á bænum. mmmmmmmmmmm Allt var þrifið mjög vandlega. Stórar fötur af heitu vatni voru bornar úr eldhús- inu inn í herbergin og þau þvegin fyrst úr sápuvatni og síðan úr hreinu vatni. Ég þvoði eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur líka en gekk illa að vinda tuskuna nógu vel, það vildu leka taumar niður veggina, ekki var það fallegt. Það voru bakaðar kökur og settar í box. Hálfmánar, spesíur og gyð- ingakökur. Hnoðaðar tertur voru lagðar saman með rabarbarasultu. Rétt fyrir iólin voru svo brauðin bökuð, hvítt hveitibrauð og seytt rúgbrauð, ekkert heilhveitibrauð, það þótti ekki jólamatur þá. Svo kom Þorláksmessa. Sparifötin voru sótt inn í skápa og upp í kistur sem geymdar voru undir súð við loft- skörina. Gamla fólkið á heimilinu var vanafast. Það var líka fastheld- ið á sparifötin sín. Ein gömul kona átti silkisvuntu sem mamma hennar hafði átt. „Þessa svuntu fór hún alltaf með í kirkju hún mamma," sagði hún við mig og breiddi úr silkisvuntunni á rúmið sitt. Undir svuntunni voru ótal undirsængur og koddar, ein venjuleg sæng og lítill poki _með kandísmolum í rúm- horninu. Ég gleymi seint gljáandi, röndóttu silkisvuntunni og enn síður gleymi ég barnslegri gleðinni sem lýsti úr augum gömlu konunnar. Hún var að sýna mér það sem hún átti dýrmætast í eigu sinni - það var mér bara ekki Ijóst fyrr en löngu síðar. Á aðfangadag rökuðu gömlu mennirnir sig. Það var ekki gert með venjulegum rakvélum þótt þær væru auðvitað til á heimilinu og ungu mennirnir notuðu þær. Nei, gömlu mennirnir notuðu rakhnífa, mikla sápu og það var ótrúlegt hvað þeir voru lítið skornir eftir raksturinn. Þeir fóru svo í dökk, teinótt spariföt með vesti og hengdu úrfestina í vestisvasann. Konurnar fóru í kjóla, upphlutinn ætluðu þær að nota á jóladag þegar farið væri til kirkju. Tíminn var með ólíkindum lengi að líða. „Er klukkan ekki að verða sex," spurði ég aftur og aftur. En nei, hún var lengi lengi bara þrjú og var óratíma að drattast til að verða fj'ögur. Það var ekkert jólatré í stofunni en samt var allt mjög jólalegt þegar ég kíkti þangað inn. Veðrið var stemmningunni líka hlið- hollt, það fann ég þegar ég fylgdi fólkinu út í fjós. Hundslappadrífa var og færðin þannig að hestarnir gátu kroppað sig niður í gult sinu- grasið á túninu. Þeirra beið betri tíð um það leyti sem búið væri að mjólka. Þá fengju þeir moð út á snjóinn. „Leiðist þeim ekki að vera úti á jólunum?" spurði ég. Nei, þeim leiddist víst ekki, þeim fannst víst gott að vera úti, líka á jólunum. Eg óskaði hverri belju um sig gleði- legra jóla, þær virtust skynja alvöru stundarinnar og þefuðu aðeins laus- lega af mér, eins og annars hugar. Þegar inn kom var búið að leggja sálmabækurnar á borðið. Allir sungu með þegar dómkirkjukórinn hóf söng sinn eftir að kirkjuklúkk- urnarhöfðu klingt í útvarpi Reykja- vík. Eg var komin í kjól og beið spennt eftir að opna pakkana mína. En þeir reyndust sýnd veiði en ekki gefin. Það átti sem sé eftir að borða. Það tók langan tíma, það var ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.