Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 B 5 MANINILÍFSSTRAUMAR SIDTIUEBI/Hvemiggetur heimskan sannfœrtykkur um ab hún hafi rétt fyrirsér? Heimskan kveður sérhljóðs HALLÓ eftir Richard Lindner. ÉG HEF farið um víðan völlog þekki marga merka menn. Ég sé, heyri og skil. Ég hef lesið margar bækur og fylgist vel með fréttum. Ég veit að guð er ekki til, en er viss um framhaldslífið vegna þess að annars er eins og ekkert mark- vert hafi gerst. Og ég veit af eigin reynslu að óttinn við dauðann er eini vegurinn að friði, eða hvenær hætta illvígir menn? Þegar þeir standa augliti til auglitis við dauð- ann rennur þeim loks reiðin. Fólk þráir öruggt skjól, og vill una glatt við sitt. Það vill sterkan leiðtoga sem þorir að hrinda ákvörðunum sínum í fram- kvæmd. Það dáir ráðríka stjórn- endur. Það er ekki tilviijun að fólk keppir að ríki- dæmi, því pening- ar og völd veita frelsi til að gera meira í lífinu. Peningar eru framlenging á frelsinu. Það er staðreynd. Sannleikur er ekki til utan mannsins því maðurinn er mælikvarði allra hluta. Sannleikurinn er afstæður eða hver hefur umboð til að dæma um rétt og rangt nema hver um sig? Fullyrðingar eru ekki sannar eða ósannar heldur betri eða verri eftir því hvernig þær henta í sérhvert sinn. Aðeins þekking sem kemur að gagni er einhvers virði, því ekk- ert er algilt, heldur bundið stað og tíma. Það sem mér finnst vera rétt er rétt og enginn hefur leyfi til að segja að ÉG hafi rangt fyrir mér. Siðareglur eru gerðar til að halda múgnum í skefjum; hóg- værð, réttlæti, og góðsemi eru sett- ar á oddinn til að gera fólk ánægt í sinni lítilvægu gleði. Staðreyndin er, að valdamennirnir boða fjöldan- um dyggðugt líferni til að þeir geti óhultir otað sínum tota. Mann- kynssagan sýnir svo ekki verður um villst að hetjurnar heita eitt- hvað á borð við Sesar og Napó- leon. Þeir náðu árangri og nöfn þeirra eru óafmáanleg í sögunni. Margt hef ég lært á minni löngu ævi, meðal annars að það sem oft er sagt er satt og rétt. Sumir sem kalla sig spekinga gagnrýna þetta sjónarmið, og vara fólk við að trúa því sem oftlega heyrist. En raunin er sú að það eru áhrifin sem valda straumhvörfum í mannkynssög- unni. Síbyljan ræður ríkjum, reyn- um ekki að telja okkur trú um að hulinn sannleikur sem enginn heyr- ir eða skilur hafi áhrif. Það sem ávallt veldur mér óbærilegum hlátri er trúin á ósýni- leikann. Hversu lengi þarf maður- inn að búa á þessari jörð til að læra að lögmál náttúrunnar ráða? Hversu marga lækna og raunvís- indamenn þurfum við, til að læra að ekkert er til nema efnið sjálft? Hér er einfalt dæmi: Andinn er fijáls og óháður, hann er án lögmála náttúrunnar, ósýni- legur, óefnislegur, ódauðlegur, óbreytanlegur og ósamsettur. En ef svo er: Hvernig getur hann haft áhrif á efnisheiminn? Eða hvernig getur það verið til sem ekki er? Ég bara spyr. Vísindin hafa milljón sinnum sannað að ekkert getur haft áhrif á efnið nema það sem úr efni er gert. Andinn var, er og verður innantómt hugtak. Guð er ekki til vegna þess að við sjáum hann ekki og það er ekki hægt að sanna tilveru hans. Guð er ranghugmynd sem maður- inn ætlar seint að losa sig við. Ég- get að minnsta kosti ekki trú- að á guð fyrr en hann sannar sig persónu- lega fyrir mér, eða a.m.k. ekki fyrr en vís- indin geta fært sönnur á hann. Vera sem ég get hvorki séð né heyrt getur ekki verið til. Það er einfaldlega mótsögn. Ósýnileikinn er blekking, þar er ekkert nema rykmaur- ar og önnur álíka kvik- indi. Hugmyndin um guð er ein helsta og elsta ranghugmynd manns- ins. Riijið bara upp öll trúarbragðastríðin. Indíánum, sem við höf- um öll samviskubit út af, var til að mynda slátrað af mönnum sem riðu á hestum í Jesú nafni. Eða hvaða illvirki hefur hvíti maðurinn ekki unnið í nafni trúarinnar? Ég hef margt þurft að líða um ævina og meira segja hefur hæðnisriti um mig verið hampað af andstæðingum mínum Lofi heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam, sem er helber lygi um mig. En mitt æðsta markmið er að leiða ykkur veginn til bærilegs lífs. Nafn mitt merkti í upphafi „sá sem veit mest um heiminn" en merkir í huga nútímamanna „sá sem veit minnst um heiminn“, hvers á ég að gjalda og hvernig get ég sannfært ykkur um trú- mennsku mína? Má ég benda ykkur á eina mót- sögn. Oft er sagt að fyrsta hugboð sé rétt, og sýnt hefur verið fram á með góðum rökstuðningi innan sálfræðinnar að mismæli sem hrökkvi eins og óvart út úr munni fólks sé einmitt það sem fólkið vildi innst inni sagt hafa. En svo er hinsvegar sagt að sá sem kasti fyrsta steininum hafi rangt fyrir sér. Ég spyr hvers vegna trúir fólk þessum síðarnefndu orðum þegar öll mannkynssagan vitnar öfugt? SPEKI: Það eina sem ég veit er það, að ég veit eiginlega allt. eftir Gunnar Hersvein ÞIÓÐLIFSÞANKAR7/Ö///OT vid efni á að berja okkur á brjóstf Hldeilurog blóðug átök NÚ ER loksins búið að semja frið í löndum gömlu Júgóslavíu. Fullir hryllings hafa íbúar hins vestræna heims fylgst með bióðugum átökum milli þjóð- flokka sem þessi lönd byggja en fæstir hafa skilið mikið í af hverju þessi átök spruttu. Eg skil ekki út af hveiju þessir menn hafa sífellt þurft að vera að beijast, geta þeir ekki bara verið til friðs, fólk getur alveg lifað án þess að beijast, það sýna íslend- ingar,“ sagði kona ein í jóla- boði fyrir skömmu. Ég fór að hugsa eftir Guðrúnu ™ hvers Guólaugsdóttur vegna hér væri ekki hefð fyrir styijöldum. Er það kannski vegna þess að við íslendingar séum svo friðsamir? Varla. Hér er sann- arlega hefð fyrir illdeilum og af þeim sprettur svo ófriðurinn. Illdeilur hafa á íslandi hins veg- ar ekki orðið tilefni fjöldamann- víga síðan á Sturlungaöld - hvers vegna? Það mætti hugsa sér ýmislegt, fyrst það augljósa að á Sturlungaöld var hér ekk- ert ríkisvald, í öðru lagi eru hér engin landamæri sem þarf að veija og loks hér er heldur eng- inn her. Landið er fámennt og stij álbýlt og síðast en ekki síst - hér eru langflestir menn sömu trúar og af sama þjóð- flokki. Þessu er sannarlega öðruvísi farið t.d. á landsvæð- inu sem Júgóslavía teygði sig fyrrum yfir. í framhaldi af þessu fór ég að hugsa um þær illdeilur sem hér virðast verða hvað harð- vítugastar. Það er engum blöð- um um það að fletta að þar sýnast deilur í kirkjusöfnuðum vera mjög ofarlega á blaði. I kringum hátíðarnar hafa fjöl- miðlar fjallað ítarlega um deilur organista og sóknarprests í Langholtsprestakalli. I samtali við prestjnn var á honum að skilja að sættir kæmu vart til greina. Skammt er síðan prest- ur norður í landi átti í snörpum deilum við sóknarbörn sín. Þá urðu ástamál tveggja presta tilefni mikilla deilna innan safn- aða þar sem þeir störfuðu. Loks er svo deilan milli sóknarprests og safnaðarstjórnar Fríkirkj- unnar í Reykjavík mörgum enn minnisstæð. Fleiri deilur og átök af þessu tagi innan safn- aða mætti nefna til, svo sem átökin um staðsetningu sóknar- kirkju Digranesprestakalls - en nú er mál að linni. Það má hins vegar til sanns vegar færa að þessar„kirkju- legu“ deilur hafa enn sem kom- ið er ekki leitt til vígaferla þótt á stundum hafi það jafnvel virst standa tæpt. Nú eru menn t.d. ekki einu sinni á eitt sáttir inn- an prestastéttarinnar um það hver eigi að fara ofan í saum- ana á Langholtsprestakallsmál- inu. Kannski að það væri heppi- legast að koma á fót sérstöku embætti sáttasemjara innan vébanda þjóðkirkjunnar til þess að ekki komi til þeirrar ógæfu að prestar fari að láta hendur skipta í deilumálum sínum. Auðvitað er það ekki svo að prestar einir og safnaðarfólk deili. Vissulega mætti nefna hér illdeilur af margvíslegu öðru tagi sem viðgangast í hinu ís- lenska þjóðfélagi. Af ákveðnum orsökum sýnast kirkjulegar deilur hins vegar einna alvar- legastar. Þar eiga nefnilega hlut að máli aðilar sem alla jafna er borgað fyrir að sætta fólk. Það er óneitanlega hart að sáttasemjarar geti ekki látið sér semja. Að öllu þessu athug- uðu held ég að við ættum að fara varlega í að beija okkur á fariseabijóstin. Það er ekki að vita nema við íslendingar gæt- um orðið allt eins bardagaglað- ir og ýmsar aðrar þjóðir ef að- stæður okkar væru svipaðar. Við njótum þess hins vegar að búa tiltölulega einangraðir á eyju og hafa fátt alvarlegara ágreiningsefna til þess að deila um. Fylgstu mefe í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu |H0r0ttttli1UiDiib -kjarnl málsins! Konur á öllum aldri hafa rétt á innri sem ytri fegurð Fitubrennslunámskeið hefst 8. janúar Lokaðir hópar— 15-30 kg. Opnir hópar - 0-15 kg. Framhaldshópar Morgunt. - Hádegist. - Eftirmiðdagst. — Kvöldtímar Ljós — Nuddpottur Barnagæsla frá kl. 9.00—15.30 Fagmannlegt aðhald iS/m/ só's^oso Leiðbeinendur: Ragna Bachm., María og Ragna S. Snyrti- og hárgreiðslustofan Saloon Ritz, Heiðar Jónsson snyrtir og tískuvöruverslunin Stórar stelpur sjá um fyrirlestur og aðhlynningu. Við Ijsum upp dimman dag meÍ björtu brosi LílcannLsrælct: — sjálfsrælct Baráttan við aukakílóin er unnin — sigurinn er þinti — haldfastur árangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.