Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 Gátan leystist í Búdapest Stundum er maður einsog persóna í skáld- sögu og höfundurinn búinn að lýsa því yfír að persónan hafí tékið völdin og farið sína leið, skrifar Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Hún er alltíeinu komin til Ungverjalands og veit ekki hversvegna. -Mig langar bara þangað. Ég veit ekk- ert afhverju. -Ég skal segja þér að kastalarnir þar eru einsog þú ímynd- ar þér að Mjallhvít og Þymirós hafi átt heima í. -Þær ævintýra- legu dúndurgellur. -Svo er svo mikið af fínu dóti. Þegar þú ert að skoða söfn- in geturðu allteins átt von á því að í næsta sýningarkassa séu tíu töfrasprotar. -Tíu töfrasprotar? Það er leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir, sú ævin- týralega dúndurgella, sem gefur mér þessa fallegu mynd með í ferða- lagið til Ungverjalands. Og að mér læðist grunur. Afhveiju eru ekki tíu töfrasprot- ar á Þjóðminjasafninu. Eða rekkjan sem rann og rann, fjöreggið sem skessumar köstuðu á milli sín, flot- ið sem maðurinn gat ekki neitað eða púkablístra Sæmundar fróða? Hvað varð um þetta fína dót? Er það örugglega varðveitt? Ungveijaland sem er í hjarta Evrópu er gamall hafsbotn og ég svíf ofanúr háloftunum og niður á hafsbotn. Það eru töfrar hér, töfrar hafsbotnsins. Draumkennd mýkt yfir landslaginu, fínlegt og róman- tískt einsog hjá skrautfískum og undirdjúpaverum. Þetta eru senni- lega hafmeyjar að selja melónur við þjóðveginn og kynþokkafulli bar- þjónninn á þjóðvegakránni, með skáldlega þunglyndislegt augnaráð, vildi auðvitað helst fá að vera fisk- ur og streyma um. Svona gerðist þetta hvort sem þú trúir því eða ekki. Stundum er maður einsog persóna í skáldsögu og höfundurinn búinn að lýsa því yfir að persónan hafi tekið völdin og farið sína leið. Ég er alltíeinu komin til Ungveijalands og veit ekki hversvegna. Og þó. Annað- hvort fékk ég eldingu í hausinn eða lítill engill hvíslaði í eyra mér. Fyr- ir tveimur árum fékk ég þessa sterku löngun ánþess að botna í því. Langaði mig að hlusta á ástríðufullan fíðluleikinn? Týna sól- blóm? Telja sjálfsmorðin af brúnum ofaní Dóná? Finna gamalt miðevr- ópskt andrúmsloft? Kaupa mér hattaöskjur? Skoða hvernig sós- íalskt ríki er á undarlegum hraða að breytast í kapítalískt? Sjá fólk keyra um á hestvögnum og borða á MacDonalds? Draumurinn er orðinn að veru- leika. Þetta ferðalag þegar mynd i höfðinu breytist í það sem höndin get- ur snert á. Það furðulega er að þessi raunveruleiki er ein- sog draumur. Ein- sog mynd í höfðinu sem höndin snertir. Samruni eða klofn- ingur. Eða bara galdur. Ég treysti því að þú skiljir hvað ég meina. Ég fer hringveg- inn um Ungveija- land á átta dögum og hreiðra um mig í Búdapest í fimm daga, tilað reyna að komast að leyndar- málinu. Hversvegna kom ég? Það er allt svo fínt héma og mikið af fínu dóti. Melónur, vínber, paprik- ur. Þetta er ávaxtaland, gróðursælt með eindæmum, það gerir þessi gamli hafsbotn. Moldin er svo fijó- söm. Sólblómaakrar, melónustaflar, paprikuperlufestar. Gult, grænt og rautt og sólin, fjörutíustigaheit, skín á litina svo hver litatónn kemst til skila. Húsin eru ævintýraleg. Antíklampar, rússneskar silfurtar- ínur, postulínsbollar, refaskott, dá- dýrshorn, skákborð, útsaumaðir dúkar. Hundur sem passar garðinn og gömul kona í þjóðbúningi situr og hugsar um horfna ást eða bylt- ingu sem hún ætlaði að gera einn daginn en sá dagur er löngu liðinn. Og í einhveiju porti er stelpa að kyssa strák. Elsta saga í heimi og ávextir falla af tijánum og fiðlutón- ar, fiðlutónar berast. Þjóðlagatónl- ist Ungveija er ástríðufull, slungin áhrifum sígaunatónlistar. Allt gert af svo mikilli alúð. Húsin, fötin, maturinn, húsgögnin eru skreytt. Kannski skreytir mann- eskjan af einskærri alúð. Og lífs- löngun. Og hér er dekrað við það smáa, dekrað við það ósýnilega sem sést bara með hjartanu. Dekrað við augnablikið, þetta örsmáa augna- blik, sem við Vesturlandabúar erum að gleyma á hraðanum. Augnablik- ið sem er að líða núna og okkur finnst varla taka því að fanga það, þetta fiðrildi. Hér eru sett blóm í augnablikið, fín krukka með gúmm- úlaði, hlýleg orð, innilegt bros, dap- urlegur svipur, dabbiddídú. Þannig verður augnablikið eilíft, stækkar og verður raunverulegt. Tíminn verður til. Ég er með fullt fang af tíma. Vængi og rætur. Ég gæti verið á réttum stað á réttum tíma. Og af þeim sjónarhóli má koma auga á leyndarmálið mikla: Til- ganginn. Orka augnabliksins losnar úr læðingi. Einsog orka atóms. Timinn opnast uppá gátt og opin- SÉÐ yfir Matthíasar- kirkju sem er listaverk og Margretareyju þar sem tónlistarhátíðir eru haldnar. ÉG og litli prinsinn á Dónárbökkun. HUGSAR um horfna ást eða byltingu sem hún ætlaði að gera. SUNDLAU G ASÚLN AS VIM ANDISÆLA. KRISTINA krútt frá Rúmeníu út ævintýri. ÞESSI kona er ekki að taka þátt í leiksýningu. berar sig. Tíminn opnast uppá gátt einsog tilfinningalifíð. Ungverjar eru tilfínningaverur og þeir kunna þennan galdur, að setja ástúð í augnablikið. Og mér fínnst Ungveijaland einsog dýr- mætt Ieyndarmál sem ég hafí kom- ist að og finnst að allir verði að fá að vita leyndarmálið. A ferð minni um Ungveijaland gisti ég í bændagistingu þar sem dekrað var við mig einsog prinsessu og verðið var jafnævintýralegt. Ég fékk að sofa í kastölum og sveita- bæjum, kynnti mér ávaxtarækt, matseld, vinuppskeru, sögu þjóðar- innar og allar þessar vonir. Allar þessar vonir sem vakna þegar oki gamla stjórnskipulagsins hefur ver- ið bylt og skrímslið liggur sigrað í andarslitrunum, ofaná gullinu. Eftir að hafa verið úti á landi upplifir maður höfuðborgina sterkar. Búda- pest er sannkölluð stórborg, heill- andi andrúmsloft, undurfagrar byggingar frá öllum tímum og borg- in hefur uppá allt að bjóða sem ein stórborg hefur, listasöfn, þjóð- minjasöfn, næturklúbbar, tískubúð- ir, antíkverslanir, hljómleikasalir, leikhús og sundlaugar. Ungveijar eiga sérstaka sundlaugarmenningu, víða í landinu eru heilsulindir og í kringum þær hafa byggst bæir sem taka á móti fólki sem leitar sér lækningar við ýmsum kvillum, bæði asma og húðsjúkdómum. í Búda- pest er fræg og tilkomumikil sund- laug, Gellért sundlaugin, þar má fara í tyrknesk böð, öldusundlaug fyrir börnin og fullorðna fólkið sem vill lofa barninu í sér að busla í öldum, þar eru sérstakir kvenna- og karlalaugar í flísalögðum, skreyttum sölum. Andrúmsloftið er ólýsanlegt, mjúkt bergmál, heitt vatn og allar þessar beru konur sem líða um í vatninu einsog í draumi. Maður kemst svo nálægt sjálfum sér í vatni. A eftir fær maður sér hressingu á kaffihúsinu á þaki sundlaugarbyggingarinnar og læt- ur sólina skína á sig. Ég sótti kór- tónleika í Fílharmóníunni, þar er eitt fullkomnasta orgel í Evrópu, salarkynnin eru úr gulli og öðrum fínum efnum sem er sett í fullkom- in form. Iþessu húsi lék Franz Liszt á flygil. Ég fór á málverkasýning- ar, en leikhúsin voru ekki byijuð, annars búa Ungveijar við frábæra leikhúsmenningu og tónlistarlífið þar er á háu plani og hægt að sækja frægar tónlistarhátíðir ár hvert. ÖIl ferðalög eru þess eðlis að það er annað ferðalag þar á bak við. Það er líka heimur á bak við heim- inn. Það er alltaf eitthvað á bak við allt. Ég ímynda mér að það sé heimur, fullur af töfrum og krafta- verkum, kátínu og óvæntum uppá-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.