Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 B 7 FRÉTTIR bamanna Börnin eiga það bedta <fkili3 • Skemmtilegur dans, • þjálfun í líkamsburði, • jafnvægisæfingar, • léttar leikfimisæfingar, • hreyfiþröski, hollar • teygjur og nauðsynleg • liðkun líkamans. 2- 3 ára 3- 4 ára 3-6 ára 7-9 ára 10-11 ára 15 vikna byrjenda- og framhaldsnámskeið. DANSSTUDÍÖ <JC-V UD! sólve«gar\ - náöu. jramfm áesta/ Kennsla hefst 9. janúar. Innritun í síma 553 0786frd kl. 14—18 alla daga. Kennsla fer fram í World Class, Fellsmúla 24. Morgunblaoio/KAX KYNBÆTUR á sauðfjárstofnum eru eitt mikilvægasta vopnið í harðri samkeppni, segir Jón Viðar Jónmundsson .ráðunautur í búfjárrækt. Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur í búfjárrækt Kynbætur mikil- vægt vopn í harðri samkeppni KYNBÆTUR á sauðfé skipta miklu máli í framtíðarþróun sauðfjárræktar og eru grundvöllur þess að kjötframleiðendur dragist ekki aftur úr í samkeppni, segir Jón Viðar Jónmundsson ráðunaut- ur í búfjárrækt hjá Bændasamtök- unum. Hann segir að ef litið er til framleiðslu síðustu fimmtíu ára í landbúnaði sé mest af því, sem teljist raunverulegar framfarir, sótt í gegnum kynbætur á bústofni. Engin ástæða er til að mati Jóns Viðars að draga úr þeirri fullyrð- ingu að kynbætur séu aldrei þarf- ari en nú. „Kynbætur eru stundað- ar í öllum greinum," segir Jón Við- ar, „og ef einhver grein slakar þar á, dregst hún tilsvarandi aftur úr.“ Ómsjáin var bylting Búnaðarsamböndin víðast hvar á landinu eru nú með ómsjár til að mæla bakvöðva og fitu á fé. „Ef horft er til sauðfjárræktarinnar, skiptir það tvímælalaust miklu máli, að bytjað var fyrir fimm árum að nota ómsjár til að mæla kjöt- magnið á lifandi fé,“ segir Jón Við- ar og bætir við að aðferðirnar fram að þeim tíma hafa verið mun frum- stæðari og að „með ómsjánni höf- um við fengið miklu nákvæmara mat en við höfðum áður. Þær rann- sóknir, sem búið er að gera, sýna að við getum náð feikna árangri með því að nota ómsjár. Það er tvímælalaust langmesti landvinn- ingurinn allra síðustu ár,“ segir Jón Viðar. „Ef við lítum á þróunina yfir lengra tímabil, því ræktunarstarf er auðvitað langtímastarf, þá sést að mælt í kílóum af kjöti eftir hveija kind hefur verið 1% aukning á hveiju ári síðastliðin þijátíu ár,“ segir hann. Fijósemi meiri Jón Viðar heldur því fram að í sauðfjárstofninum í dag búi íslend- ingar við allt aðra eðliseiginleika gagnvart fijósemi. „Nú er það al- mennt að menn eru með tvö lömb eftir ána. Fyrir þijátíu árum var algengast að menn væru með rúm- lega eitt lamb eftir ána. Síðan hef- ur auðvitað heilmikið gerst í sam- bandi við kjötgæði en við sjáum þar hins vegar allt of breytilega framleiðslu ennþá. í þeim efnum er vitað að hægt er að gera heilmik- ið á skemmri tíma en í flestu öðru í dag,“ segir Jón. Þótt ullin sé hliðarþáttur í fram- leiðslunni segir Jón Viðar að gæðin þar skipti feikna miklu máli. Mikið átak hafi verið gert í sambandi við meðferð á ullinni en í framtíðinni yrði að byggja aukin gæði ullar mjög mikið á kynbótum. UTSALA Ein sú magnaðasta! Hefst mánudaginn 11. janúar Jakkaföt frá kr. 9.900.- Stakir jakkar frá kr. 5.900.- Stakar buxur frá kr. 3.900.- Flauelsbuxur frá kr. 4.500.- Gallabuxur frá kr. 2.900.- Skyrtur frá kr. 1.500.- Bindi frá kr. 1.500.- Peysur frá kr. 2.500.- Frakkar fr^ kr. 5.900.- Úlpur frá kr. 3.900.- Laugavegi 47 .uáanöi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.