Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ k""KVIKMYNDIR Hvemig var í bíó árid 1995f ■FALLEGAR stelpur heitir ný mynd eftir Ted Demme (mjög skyldur Jonathan) sem fjallar um fimm menn og konurnar í lífí þeirra. Meðal leikenda eru Timothy Hutton, Matt Dillon, Michael Rapap- ort, Uma Thurman, Lauren Holly og Mira Sorvino. James L. Brooks ætlaði að leikstýra en hætti við. MEinn fremsti gamanleik- ari Bandaríkjanna, Rick Moranis, leikur í nýrri mynd sem heitir „Big Bully“ eða Fanturinn. Hann leikur þekktan rithöf- und sem fer að kenna bók- menntir en einn samkenn- aranna er gamall skóla- fantur, leikinn af Tom Arnold. Sá tekur upp á því að leggja Moranis í einelti. Leikstjóri er Steve Miner. MKanadíski leikstjórinn Norman Jewison sendir frá sér nýja mynd í þessum mánuði sem heitir „Bog- us“. Leikararnir hafa ekki leikið saman áður en þeir heita Gérard Depardieu og Whoopi Goldberg. Sagan ijallar um einstæða móður, fósturdóttur hennar og feitlaginn vin þeirra. MNý frönsk mynd lofar góðu og verður sjálfsagt endurgerð vestra með Sharon Stone. Hún heitir Á franska vísu og segir af eiginkonu er kemst að því að eiginmaðurinn held- ur framhjá og hefnir sín með því að halda framhjá honum með lesbíu. Leik- stjóri er Josiane Balasko en spænska leikkonan Victoria Abril fer með hlutverk eiginkonunnar. EINS og venjulega var lang- stærsti partur kvikmynda á boðstólunum í bíóhúsunum á síðasta ári frá Bandaríkj- unum. Það er þó fagnaðar- efni að nokkur gróska var í sýningum mynda frá öðrum þjóðum og tengdist það að einhverju leyti 100 ára af- mælisári kvikmyndanna. Vegur þar þyngst sú ágæta stefna Háskólabíós að halda uppi sýningum á „mánu- dagsmyndum“ eins og þær voru kallaðar í gamla daga, listaverkum hvaðanæva úr heiminum, frá Makedóníu til Kína, sem sannarlega auðga að öllu jöfnu einlitt úrvalið. Þær gefa kannski ekki mikið í aðra hönd en eru ómiss- andi. Tvær eftirminnilegar myndir voru sýndar í þeim flokki seinni parta árs- ins; Eftir regnið frá Makedó- níu og Að lifa frá Kína. Ný-Sjálendingar komu mjög á óvart á árinu en Regnbog- inn sýndi tvær mjög ólíkar en krassandi myndir þeirra. Eitt sinn stríðsmenn var Ed Wood eftir Tim Burton, sem skildi mann eftir í und- arlegu bjartsýniskasti. Til- gangsleysi, eymd og dauði vofði yfir örlögum krakka í skelfilegri og magnaðri mynd sem óháðu leikstjór- arnir í Bandaríkjunum sendu hingað. Raunsæið í Krökkum var yfirþyrmandi og á sér varla hliðstæðu nema í myndum bresku leik- stjóranna Mike Leigh og Ken Loach. Kannski mestu vonbrigð- in á síðasta ári hafi verið mynd hollenska leikstjórans Paul Verhoevens, Sýningar- stúlkur. Hvílíkt húmbúkk og kjaftæði! Einnig klikkaði Alan Parker illilega með Leiðinni til Wellville. Fjöldi kvikmyndahátíða var hald- inn á árinu í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndarinnar með erlendum og innlendum kvikmyndum. Aður hefur verið fjallað sérstaklega um íslenskar myndir á síðasta ári hér í þessum dálki en aldrei hafa verið fleiri frum- sýningar á einu ári en í fyrra. ÞAÐ besta og versta; úr Shawshank fangelsinu og „Pret- a-porter“. 4ÁRISAM- SYNINGANNA næstum óbærileg lýsing á lífi og aðbúnaði frumbyggja Nýja-Sjálands, sem glatað hafa fornri menningu sinni en liggja í slagsmál- um og fyll- eríi dag- langt. Hin var Himn- eskar ver- ur sem eftir Amald fjallaði um Indriðason sérkenni- legt morðmál; tvær vinkonur myrtu móður annarrar með köldu blóði. Frásagnarhátt- urinn var óvenjuleg blanda af raunveruleika og drauma- heimi unglingsstúlkna, sem að lokum misstu vald á til- verunni. Samsýningar bíóanna voru mjög afgerandi þáttur í sýningarhaldi á síðasta ári. Aldrei hefur jafnmikill fjöldi mynda verið frum- sýndur í tveimur eða fleirum kvikmyndahúsum í þeirri viðleitni að ná inn sem mest- um gróða fyrstu sýningar- helgina með tilheyrandi aug- lýsingamennsku. Má segja að með því hafi bandaríska sýningarhefðin skotið rótum hér á landi. Bandarísku myndirnar voru eins og allt- af vondar, sæmilegar marg- ar og nokkrar einstaklega góðar sem sýndu yfirburði Hollywoodiðnaðarins í kvik- myndaheiminum. Sú besta var Klippt og skorið eða „Short Cuts“ eftir Robert Altman, skringilegt ferðalag um amerískan samtíma þar sem ólíkir fletir hjónalífsins voru rannsakaðir oní kjöl- inn. Altman átti merkilegt nokk líka verstu mynd árs- ins, „Pret-a-porter“. Hefðbundin amerísk frá- sagnarlist fékk hjartað til að taka kipp í fangamynd- inni Rita Hayworth og Shawshankfangelsið. Ein- föld og góð saga og góður leikur sameinuðust um að gera hana að einni bestu mynd ársins. Súkkulaði- drengurinn í Hollywood, Tom Hanks, fór út í geiminn í enn einu tækniafreki Holly- woodiðnaðarins, Apollo 13, og versti leikstjóri allra tíma fékk bautastein við hæfi í Framhald Flótt- ans frá New York SAMSTARF þeirra Kurt Russells og Johns Carpenters gat af sér margan góðan spennu- tryllinn á árum áður. Einn sá besti var Flóttinn frá New York. Nú hafa þeir félagarnir ákveðið að gera framhald þeirrar myndar og nefnist hún Flóttinn frá Los Angeles. Russell mun framleiða og skrifa handritið á móti Carpenter sem einnig leikstýrir. Áður en Russell kemst í flóttamyndina verður hann hins vegar fyrst að (júka við mynd fyrir hasarfram- leiðandann Joel Silver, sem heitir„Executive Decision“. Paramount-kvikmyndaverið lét Warn- er Bros. hafa handrit myndarinnar í skiptum fyrir „Forrest Gump“ á sínum tíma. Russell leik- ur rólyndismann í hemum sem neyðist til að fara um borð í farþegaþotu í háloftunum og fást við hryðjuverkamann. Leikstjóri er Stuart Baird, kunnur klippari sem ekki hefur áður stýrt bíómynd. RUSSELL í háloftunum; úr spennumyndinni „Executive Decision“. 12.000 hafa séð Níu mánuði ALLS höfðu um 12.000 manns séð gamanmyndina Níu mánuði með Hugh Grant í aðalhlutverki í Regnboganum eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 24.000 séð Frelsishetjúna, 7.000 Krakka og um 1.200 Borg hinna týndu barna. Næstu myndir Regnbogans eru m.a. gamanmyndin„Bushwacked“ með Daniel Stern, „Waiting to Exhale“ með Whitney Houston, „A Walk in the Clouds" með Keanu Reeves, Fjögur herbergi, sem er eftir jafnmarga leikstjóra, þar á meðal SÝND á næstunni; Whitney Houston í „Waiting to Exhale“. Quentin Tarantino, og spennumyndin „City Hall“ með A1 Pacino. Aðrar myndir væntanlegar eru „Leaving Las Vegas“, „Smoke“, „The Crossing Guard“ og „Starman" eftir ítalska leikstjór- ann G. Tomatore, sem áður gerði „Cinema Paradiso". Italir í Albaníu Ný ítölsk mynd eftir Gianni Amelio hef- ur hvarvetna vakið athygli. Hún heit- ir „Lamerica" og er þriðja myndin í röð eftir Amelio sem vinnur Felixinn, Evrópu- verðlaunin sem besta mynd ársins. Leikstjórinn er fimmtugur og myndir hans marka afturhvarf til ítalska nýraun- sæisins. Líkt og forverar hans, Roberto Rossellini og Vittorio De Sica, notar hann ekki atvinnuleikara, vinnur aðeins eftir handritsdrögum og notar mikið landslag sem hluta frásagnarinnar. Myndin hans í ALBANÍU; úr myndinni „Lamerica“. gerist í rústum kommúnistaríkisins Albaníu og segir af tveimur ítölum, sem ætla að hagnast á efnahagsaðstoð sem landið fær frá Italíu og búa til albanískt pappírsfyrir- tæki. í BÍÓ ISLENSK talsetning á Disney-teiknimyndir og aðrar teiknimyndir sem sýndar eru hér í kvikmynda- húsunum er mikið framfara- skref. Talsetningarnar hafa mjög sannað gildi sitt, ekki aðeins sem tæki til að hjálpa börnum til að skilja erlendu teiknimyndirnar á sínu eigin tungumáli heldur og ekki síður sem markaðsvara. Hin góðað aðsókn á Disney- teiknimyndir Sambíóanna undanfarin ár má að miklu leyti skrifa á talsetninguna, enda er hún gerð með þeim hætti að sómi er að fyrir alla sem að henni standa. Pocahontas er nýjasta dæmi þess. Ný teiknimynd, Leik- fangasaga, sem gerð er al- gerlega með tölvuteikning- um, hefur verið vinsælasta myndin vestra um jólin og er ánægjulegt að vita að þegar hún kemur hingað, að líkindum um páskana, verður hún með íslensku tali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.