Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 B 17 það þýðir það, að mínu áliti, að það hafa komið frá honum hlutir sem eru ekki eins góðir og þegar honum tekst best upp. Mig skiptir engu máli hvort maður sé til hægri eða vinstri eða hvar hann stendur ef list hans kemur frá hjartanu. Ég mótmæli því algjörlega að vegna þess að menn standi ein- hvers staðar í pólítík geti þeir ekki verið góðir listamenn. Þetta hefur einkennt umræðuna um Hrafn Gunnlaugsson. Hrafn hefur gert góða hluti og slæma hluti en menn hafa leyfi tii að gera slæma hluti. Oftar en ekki hefur umræðan um hluti sem Hrafn Gunniaugsson hefur gert í list sinni snúist um aukaatriði og skrifuð gagnrýni beinst að kunningsskap hans við forsætisráðherra.“ - Nú ert þú alinn upp á heimili þar sem bókaáhugi var mikill. Kom það aldrei til álita að þú gerðist rithöfundur eða ljóðskáld? „Mín óhamingja og ógæfa í æsku var skriftblinda. Ég fæddist skriftblindur. Það má segja að skólakerfið hafí tekið úr mér kjark- inn gagnvart þessum hlutum. Ég byijaði ekkert að að skrifa fyrr en uppúr 1985. Með hjálp Megasar og Silju Aðalsteinsdóttur fór ég að glíma við bragfræði og íslenskt mál og ég vil þakka þeim sérstak- lega. Megas var sérdeilis góður og þolinmóður kennari. Ég valdi mér þá braut sem ég geng í dag alveg meðvitað og stefndi að henni. Áhrif hafa komið fram í því sem ég hef gert í tónlistarbransanum. Ég hef ort meira óbundið en bundið. Ég er farinn að vinna töluvert með það form, bæði með því að fara í stúdíó og lesa upp ljóð mín og spila sjálfur undir. Það getur vel verið að einhvern tíma í framtíð- inni komi út ljóðadiskur sem ég tel vera mér hentugra form en ljóða- bók. Þar sem þá hef ég líka tæki- færi til að lesa ljóð mín og að sjálf- sögðu myndi þá fylgja einhvers konar ljóðabók með. Eg er afskap- lega hrifinn af ljóðinu sem formi. Við eigum mikið af góðum skáld- um. T.d. Geirlaug Magnússon, Gyrði, Sjón. Mér finnst Einar Már góður og mér þykir síðasta ljóða- bók hans alls ekki eins slæm og menn vilja vera láta í fjölmiðlum. Ég veit ekki hvað er að hinum ágæta ritstjóra Alþýðublaðsins. Ég er langt frá því að vera sáttur við dóma hans um ljóðabók Einars. Já, ég er afskaplega hrifinn af Einari sem skáldi og sérstaklega var ég ánægður með Engla alheimsins, það er frábær bók. Ég er einnig mikill aðdáandi Einars Kárasonar. Hann er töffari í gegn. Svo er ég aðdáandi Diddu og Aðalheiðar Sig- urbjörnsdóttur, þær eru báðar góð ljóðskáld. Þá finnst mér Vigdís Grímssdóttir góð og Þorsteinn frá Hamri. Síðasta ljóðabók hans er virkilega góð. Þá má auðvitað ekki gleyma Sigfúsi Bjartmarssyni, ein- um aðaltöffaranum í ljóðlistinni, - járnbindingar og Camel, alveg magnaður. Svona má lengi telja. Ég var að lesa skáldsögu núna um jólin sem ég féll alveg í stafi yfir, Mávahlátur, óskaplega var ég glaður yfír þeirri bók. Já, það er ótrúlega mikill gróska í íslenskum bókmenntum, í íslenskri ljóðlist og skáldsagnagerð og ég ------------- er glaður yfir að sjá fleiri konur í ljóðlist- inni.“ Eftir þessa ítarlegu ______ umfjöllun Bubba um skáldskap, ljóðlistina og bækur fannst mér tilvalið að færa það í tal við hann hvort hann ætti nú ekki nýtt ljóð, frumsamið til birt- ingar með viðtalinu. Hann tók vel í það og við yfirgáfum stofuna og gengum yfir að vinnuherbergi hans og hann setti tölvuna í gang og brátt tóku að birtast á tölvuskerm- inum nýort ljóð eftir Bubba Morth- ens og með hans leyfi og sam- þykki birtast fyrst opinberlega hér á opnunni tvö ljóð eftir Bubba. Morgunblaðið/Sverrir BUBBI stefnir að því að hljóðrita nýjan disk á þessu ári. sem stendur. Við höldum alltaf sambandi. Það verður bara að koma í ljós. Ég kem hins vegar til með að gera disk á nýju ári. Það er í deiglunni. Ég á nóg efni.“ Hvað með nýju útvarpsstöðvam- ar? Hvert er álit Bubba á nýju rásunum? „Ég er ekki hrifinn af þessum nýju útvarpsstöðvum. Þær fá fall- einkunn hjá mér, að undanskilinni Aðalstöðinni sem mér þykir ágæt útvarpsstöð. Mín helsta gagnrýni á Bylgjuna er metnaðarleysi. Það einkennir dálítið þessa hluti hér heima, metnaðarleysið. Rás 1 og Rás 2 standa sig miklu betur. Ég hljóma kannski eins og gamall sér- vitringur þegar ég segi að ég vil að ríkið hafi afskipti af þessum stöðvum sínum. Ég hlusta mikið á útvarp og hef góða viðmiðun og ég er með það á hreinu hvað dag- skráin er miklu vandaðari og menningarlegri á Rás 1 og Rás 2.“ - Hvað með gospelmúsík, trúar- lega músík? Þér hefur ekki dottið í hug að taka upp slíka tónlist? „Jú, jú. Ég hef verið að semja trúartónlist og eitt slíkt lag hefur verið á prógramminu hjá mér síð- ustu mánuði. Hvort ég geri plötu þar sem eingöngu er trúarleg tón- list, það tel ég hæpið. Þar sem ég trúi er ekkert ólíklegt að slíkt ger- ist. Það er ekkert ólíklegt að slík lög verði að finna á plötum mínum í framtíðinni.“ Um stjórnmálin og heimsmálin Bubbi hækkaði róminn og REYKJAVÍK NÆTURHROLLUR Köld húsin horfa til sólar Sementsgrá áin og hlusta eftir skóhljóði mælirmigút sumarsins forvitnum augum saltbrenndir gluggar gráir til augnanna bláir skuggar geyma fingraför barna hafa áð neðst í dalnum Esjan er þarna ennþá hérna ígrjótinu á hvolfi í flóanum sitja þeir og engir hvalir blása lengur bíða mín henni til dýrðar eins og þeir gerðu áður fyrr sem fór vitlaust vað Símastaurar Tómasar hver þekkir þá þessar lífrænu súlur sem sungu fyrir fyllibyttur ég þekki bara þessa gráu sem vefja sig utanum bíla og smella kossi á deyjandi fólk. Eg var for- fallinn bókafíklll íslenski poppheimurinn og útvarpsstöðvarnar Við komum okkur að nýju fyrir í stofunni á heimili Bubba eftir að hafa skoðað nýort ljóð eftir hann á tölvunni í vinnuherbergi lista- mannsins. Ég leitaði álits hans á stöðunni í íslenska poppheiminum um áramót 1995-96. „Það er ládeyða eins og stend- ur. Það er ekkert að ske sem ég vildi sjá. Þó eru þarna góðir hlutir ________ að sjálfsögðu. Nýjasta stjarnan, Emilíana Torr- ini, hefur alveg ótrúlega hæfileika. Svo skulum við sjá hvernig þeir nýt- ast henni. Páll Óskar held ég að sé duglegasti og aktív- asti popparinn á markaðinum í dag, nýkominn inn á markaðinn og hefur staðið sig frábærlega vel. Ég er ekkert mjög sáttur við plötuna hans heldur. Eg hefði vilj- að sjá þau fara einhveijar aðrar leiðir. Það er bara minn persónu- legi smekkur. Það tekur það ekk- ert í burtu hversu góð þau eru. Ég er hrifinn af Orra Harðarsyni og Kristínu Eysteins. Botnleðja fannst mér góð. Gus gus var ágæt tilraun. Sebra með Guðmundi Jóns- syni og Jens Hanssyni. Platan þeirra var allrar athygli verð og mér fannst hún góð. KK var senni- lega með sína bestu plötu. Hún var gífurlega vel heppnuð. Það þarf svo sem ekkert að kvarta. Nema þá helst yfir skorti á frumleika hjá yngstu kynslóðinni. Svo þykir mér miður hversu margir eru farnir að syngja á ensku. Það getur vel ver- ið að Björk hafi þar áhrif á, það er að segja heimsfrægð hennar. Plötur sem koma út á Islandi, ég vil sjá þær sungnar á íslensku. Menn hafa borið fyrir sig að erfitt sé að syngja á íslensku. Ég held að það sé fyrst og fremst yfir- breiðsla yfír kunnáttuleysi. Það hafa stærri þjóðir en við tapað máli sínu og kúltúr og týnst.“- Og hvað er framundan hjá Bubba á nýju ári? Samstarf við erlenda aðila, t.d. Kúbveija? ' „Framundan? Kúbudæmið? Nei. Ég fer ekki til Kúbu. Það er erfitt að komast þangað, íjárhagslega er það dýrt dæmi. Varðandi GCD og samstarfið við Rúnar er ómögu- legt að segja hvað verður. Kannski komum við saman að nýju og ef til vill ekki. Samstarfið liggur niðri minnti allt í einu á predikara sem hefur mikinn boðskap að flytja lýðnum. Síminn hafði látið okkur í friði um stund og hann hafði gott næði að tjá sig um málefni sem honum eru hugleikin: „Mér hefur þótt ritdeila Jóns Baldvins og Svavars alveg fárán- leg. Þarna er verið að ræða um samreiningu vinstri manna sem mér þykir persónulega vera mál- efni sem er mjög áhugavert, sér- staklega þegar við skoðum heims- myndina í dag og hvern- _________ ig hlutirnir standa. Þá eru þessir menn eins og litlir strákar sem eru að rífast um það hvor pabb- inn sé sterkari og þú varst meiri kommúnisti en ég og góði besti farðu nú og skammastu þín. Þetta kemur einfaldlega ekki við málefnum dagsins. Það hefur sem sagt einkennt okkur íslend- inga. „Að í hveiju homi kóngur er, heiminn sinn í nafla ber“. Varð- andi Sjálfstæðisflokkinn vil ég taka fram að Sjálfstæðisflokkurinn er mér ekki að skapi. Hann er orðinn trénaður með mosavöxnum stein- gervingsblæ, er að daga uppi sem nátttröll. Er hann annars ekki eini kommaflokkurinn á íslandi? Mér fínnst það einkenna hinn pólítíska vígvöll í dag að það er ráðaleysi á öllum vígstöðum. Ég er ekki ánægður með þjóðfélag sem níðist á bamafólki, ég er ekki ánægður með þjóðfélag sem níðist á sjúkl- ingum, þjóðfélag sem fer illa með gamalt fólk, þjóðfélag þar sem mismunur á ríkum og fátækum er orðinn hrikalega stór. Mér fínnst vera vegið að velferðarþjóðfélag- inu.“ Um heimsmálin hafði Bubbi þetta að segja: „Það er ekki nógu gott þegar mesti áhrifavaldur Rússlands er sídrukkinn. Ég á eftir að sjá frið- inn haldast og ég spái því að skoll- in verði á stórstyijöld fyrir alda- mót. Svo alvarlega lít ég á ástand- ið í fýrrverandi Júgóslavíu. Ég er ósáttur við fordóma vestrænna fjölmiðla gagnvart múslímum. Því það er ekki nema brot af þeim sem hagar sér eins og villimenn. Ég er afskaplega ánægður með þróun- ina í Mið-Austurlöndum. Ég held að ástandið í Bandaríkjunum sé ekki gott. Þetta umrót er kannski undanfari nýs tímabils, friðar og betri hluta fýrir heimsbyggðina." Trúin og hamingjan Hvað segir svo Bubbi um trúna og hamingjuna? „Ég er afskaplega umburðar- lyndur gagnvart öllum trúmálum. Ég tel þau vera af hinu góða ef þau hjálpa viðkomandi einstakl- ingi. Eg hef nú orðið vitni að því að ótrúlega illa farnir einstaklingar frelsuðust. Ég hef séð útlit þeirra og líf breytast svo mikið að það er lygilegt. Þá komum við að þeirri stöðu: Hver telur sig hafa efni á því að gera grín að hamingju manna? Eg segi: Sá maður sem er hamingjusamur, hann er gáfað- ur, svo einfalt er það. Ef menn trúa á Guð og verða hamingjusam- ir fyrir vikið, þá er bara ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar verð ég að segja það að mér fínnst svona uppákoma eins og Benny Hinn var með bara ágætis „sjó“. Þetta er eins konar trúarleg- ur sirkus. Ég held að þetta séu peningaplokkarar og snjallir biss- nessmenn. Mér fínnst þessi deila f Langholtssöfnuði nú fyrir jólin milli Jóns Stefánssonar og séra Flóka til vansa fyrir þá báða og kirkjuna almennt. Þessir menn skulu ekki gleyma því að þeir eru til að þjónusta drottin og söfnuðinn en drottinn og söfnuðurinn eru' ekki þeim til þjónustu. Kannski eru þetta umbrotatímar fyrir kirkjuná og alla aðra í veröldinni." Það þarf auðvitað ekki að spyija að því að stærsta lán þitt í lífinu er að hafa kynnst Brynju og að eignast bömin? „Það er engin spuming. Það var mín lukka, það var minn lottóvinn- ingur, allar tölur réttar. Brynja er ástrík, hlý, skemmtileg og dugleg og mikil kjarnorkukona. Hún um- ber mig eins og ég er og tekuij mér eins og ég er. Er góð og in- dæl móðir og ég gæti ekki séð til- veruna öðru vísi en með hana mér við hlið. Ég hlakka til að eldast með henni og vonandi fæ ég að upplifa það að verða gamall með Brynju minni. Brynja er eins og margar konur hafa verið í mínu lífi; inspírasjón og verður alltaf. Brynja er móð- umáma, hún er móð- urnáma minna inspírasjóna, hug- mynda. Svo varð ég þeirrar gæfú aðnjótandi að taka á móti báðum mínum börnum, sjá þau koma heiminn, heilbrigð og hraust. Þ; er auðvitað ekki hægt að biðja uni meira og þá er tilganginum náð, Maður er þá búinn að leysa sín verkefni í lífinu. Steinn Steinarr sagði: í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Ég segi: í draumi sérhvers manns er kona hans fal- Ráðaleysi á öllum vígstöðvum in ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.