Morgunblaðið - 14.01.1996, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
112 einstaklingar bíða eftir skurðaðgerð á baki á Landspítala
Um tveggja ára bið eftir að
komast í aðgerð að óbreyttu
HUNDRAÐ og tólf manns bíða nú þess að kom-
ast í bakskurðaðgerðir á Landspítala og er bið-
tíminn um tvö ár að sögn Halldórs Jónssonar
jr., yfirlæknis á bæklunarlækningadeild. í Morg-
unblaðinu var fyrir fáeinum dögum rætt við
ungan Keflvíking sem beðið hefur í hálft annað
ár eftir aðgerð og liðið margvíslegar kvalir af
þeim sökum.
Um er að ræða spengingu á baki, allt frá
hálshrygg, bijósthrygg og lendhrygg. Landspít-
alinn getur gert tvær aðgerðir á viku þannig
að minnsta kosti þarf heilt ár til að hreinsa upp
biðlista, að því tilskildu að enginn bætist við og
frídagar og sumarleyfi raski ekki aðgerðafjölda.
„Að undanfömu hefur biðtíminn verið tvö ár,
því að rétt nýlega erum við famir að geta gert
tvær aðgerðir á viku, eða frá því í haust. Frá
janúar 1993 gátum við aðeins gert eina aðgerð
á viku eða 45 yfir árið,“ segir Halldór.
Ástæður þessa eru m.a. að framkvæma þarf
aðrar aðgerðir, ekki er til nægilegt aðgerðar-
pláss, auk þess sem torvelt er, að sögn Hall-
dórs, að krefjast forgangs fyrir þessar aðgerðir
umfram aðrar. Hver aðgerð kostar rúmlega 600
þúsund krónur.
Aðgerðin mun ódýrari hér
„Erlendis kosta þessar aðgerðir þó mun meira,
og ég spara hálfa milljón á hveija aðgerð með
því að gera hana á Landspítalanum í stað þess
að senda sjúklinga til Uppsala þar sem ég starf-
aði áður. Fyrir þremur ámm gerði ég aðgerðir
á íslendingum þar, og þá var reiknað út að
kostnaðurinn næmi einni milljón króna til 1.200
þúsund króna.“
Hann kveðst gera ráð fyrir að Keflvíkingurinn
ungi komist f aðgerð í sumar, sem jafngildir
tveggja ára bið, en á meðan er hann óvinnufær
auk þess sem hann hefur verið undir læknis-
hendi vegna þjáninga í baki. Halldór segir að
misjafnt sé eftir eðli skaðans hvort aðgerð á
baki skili fullkomnum árangri, en margir verði
þó nær alheilir eftir.
Hægt að stytta listann
Halldór segir að til að stytta biðtímann niður
í eitt ár þurfi fjárveitingu upp á 25 milljónir
króna og hafi þegar verið send tillaga þess efn-
is til heilbrigðisráðuneytis. Hann segist halda
við þá reglu að röð manna á biðlistum fari eftir
því hvenær þeir leituðu eftir aðstoð, og einu
undantekningar frá því sé þegar fólk sé í hættu
á að lamast enda um bráðatilfelli að ræða.
Reynslan undanfarið ár sýnir, að sögn Hall-
dórs að núverandi aðgerðafjöldi haldi listanum
í horfi, þ.e. einn kemur inn í stað þess sem hverf-
ur af lista. „Með því að fá þetta fé helminga
ég listann og held honum þannig áfram. Og
þótt árs bið sé óforsvaranleg er hún illskárri en
tvö ár.“
Morgunblaðið/Sverrir
ELDURINN I íbúðinni á Flyðrugranda er talinn hafa komið upp í sófa í stofunni og logaði glatt í
honum þegar slökkvilið kom á vettvang. Vel gekk að ráða niðurlögum hans.
Talsvert tjón í eldsvoða
Tíföldun
á verði
rækjukvóta
VERÐ í heild á varanlegum afla-
heimildum hefur farið hækkandi
frá því sala á þeim var heimiluð
árið 1991. Verð á þorskkvóta hefur
t.d. farið úr 180 krónum í um 5Ó0
krónur.
Miklar sveiflur hafa verið á verði
á leigukvóta. Sem dæmi má nefna
að leiguverð á rækjukvóta hefur
tífaldast frá árinu 1991. Það hefur
farið úr 7 krónum upp í 75 krónur.
Leiguverð á ýsu var aftur á
móti í 30 krónum árið 1991, en
hefur fallið niður í allt að eina
krónu í lok fískveiðiára þegar útséð
hefur verið um að kvótinn næðist.
í byijun þessa fískveiðiárs var
verðið 10 krónur, en það hefur
hækkað í 12 krónur síðan þá.
■ Verðþróun kvóta/8
-----♦ ♦ ♦-----
Fréttatím-
um Stöðvar
2 fjölgað
STÖÐ 2 vinnur nú að áætlunum
um að fjölga útsendingum frétta-
tíma og er gert ráð fyrir að stuttir
fréttatímar verði sendir út á há-
degi, klukkan 16 og 18, auk þess
sem fréttaþátturinn 19:19 muni
hefjast með yfírliti frétta klukkan
19. Aðalfréttatíminn verður eftir
sem áður klukkan 19.30.
Magnús E. Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri markaðs- og kynn-
ingardeildar Stöðvar 2, segir þess-
ar áætlanir enn á undirbúnings-
stigi en þær séu liður í lengingu
útsendingartíma.
Útsendingar á hádegi
„Þetta verða ekki ítarlegir
fréttatímar, heldur stuttir þættir
sem fara yfir það helsta eins og
þekkt er víða úr sjónvarpi erlend-
is,“ segir hann. „Við hefjum út-
sendingar daglega á hádegi frá og
með 1. febrúar þannig áð þetta er
liður í því að auka þjónustuna."
Magnús kveðst gera ráð fyrir
að fjárveiting til fréttastofu Stöðv-
ar 2 verði aukin, auk þess sem
búast megi við fjölgun frétta-
manna, en ótímabært sé að skýra
ítarlega frá þeirri hlið mála þar
sem málið sé enn í vinnslu.
ELDUR kom upp í íbúð í fjölbýlis-
húsi á Flyðrugranda í gærmorgun.
Einn maður var í íbúðinni og var
hann fluttur á slysadeild ásamt
tveimur nágrönnum og lögreglu-
manni, sem höfðu reynt að slökkva
eldinn.
Þegar slökkvilið kom á staðinn
á ellefta tímanum logaði glatt í
sófa í stofunni. Vel gekk að
slökkva eldinn og tóku slökkviliðs-
menn síðan til við að reykræsta.
Töluverður reykur var í íbúðinni,
reykur hafði komist inn í aðrar
íbúðir á jarðhæð og eitthvað upp
stigaganginn. Samkvæmt upplýs-
ingum slökkviliðs varð töluvert
tjón á íbúðinni, þar sem eldurinn
kom upp, vegna elds, reyks og
sóts.
Fjórir á slysadeiid
Lögreglan var komin á staðinn
á undan slökkviliði og var að reyna
að slökkva eldinn ásamt nágrönn-
um. íbúinn var kominn út á svalir
og var hann þegar fluttur á slysa-
deild vegna gruns um reykeitrun.
Tveir nágrannar og einn lögreglu-
maður voru síðan einnig fluttir á
slysadeild.
Samkvæmt upplýsingum læknis
á slysadeild mun reykeitrunin ekki
hafa verið alvarleg.
Leigubílstjóri gerði slökkviliði
viðvart um eld við Laugaveg 60 í
gærmorgun. Þegar slökkviliðið
kom á staðinn logaði í mottu fyrir
utan húsið og í bfúsa sem í virtist
vera eldfímur vökvi. Að sögn varð-
stjóra hafði logað það mikið að
ytra gler í tvöföldum rúðum var
sprungið og einhver reykur hafði
komist inn þannig að nauðsynlegt
reyndist að reykræsta.
Stefnulaust skipu-
lag orkumála
► Skipulagsbreytingar í orkumál-
um eru ofarlega á baugi eftir að
samningar tókust um orkusölu
vegna stækkunar álversins í
Straumsvík. Iðnaðarráðherra telur
skipulag orkumála stefnulaust og
borgaryfirvöld hafa óskað eftir við-
ræðum við meðeigendur að Lands-
virkjun um framtíðarskipulag fyr-
irtækisins. /10
flKaf“ kveður Shin Bet
►ísraelar tóku nokkra áhættu
með því að ráða af dögum „Verk-
fræðinginn", sprengjusérfræðing
Hamas-hreyfingarinnar. /12
Hálendið skipulagt
►Fyrstu drög að skipulagningu
miðhálendis Islands liggja nú fyr-
ir. /18
Hvað dreymir fóstur?
►Brynjar Karlsson eðlisfræðingur
er að leggja lokahönd á mælitæki
sem veitir upplýsingar um ástand
barna í móðurkviði. /20
Smáskammtalækn-
ingar dugðu ekki
►í Viðskiptum og atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Óskar Þórð-
arson, framkvæmdastjóra Skag-
strendings, um umskiptin í rekstri
fyrirtækisins. /22
B________________________
► 1-32
Ég á allan sjón-
deildarhringinn
►Eyjan Knarrames á Mýrum er
heimur út af fyrir sig. Þar er ekki
hávaðinn, kröfugerðin eða mengun
af breiðstrætum. Þareru ábúend-
urnir, Stella og bræður hennar
þrír, Eiríkur, Erlendur og Guð-
mundur. /1
Hvíti plastkjólinn
►Ung Reykjavíkurmær, Alda
Guðjónsdóttir, fékk fyrir nokkru
verðlaun fyrir saumaskap sinn. /4
Ljósmyndir Snorra
Snorrasonar í 40 ár
► Aila sína tíð hefur Snorri
Snorrason, fyrrverandi flugstjóri,
verið heillaður af ljósmyndun. Um
þessar mundir eru fjörutíu ár síðan
Morgunblaðið keypti og birti fyrstu
myndina frá Snorra. /12
Duttum í lukkupottinn
►Eftir nær 50 ár í myndlistinni
létu Gestur og Rúna langþráðan
draum rætast nú í haust. Þau lögðu
upp á eigin spýtur i ferð til Japans.
/18
BÍLAR
► 1-4
Bílasafn Henry Fords
►í Dearborn þar sem standa bíl.a-
verksmiðjur Ford, höfuðstöðvar og
tilraunasvæði, er að finna merki-
legt safn bíla. /2
Reynsluakstur
► Nýr skutbíll eða langbakur af
gerðinni Hyundai Elantra er
kynntur þessa helgi hjá Hyundai
umboðinu. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Skák 40
Leiðari 26 Fólk (fréttum 42
Helgispjall 26 Bíó/dans 44
Reykjavíkurbréf 26 fþróttir 48
Minningar 30 Útvarp/sjónvarp 49
Myndasögur 38 Dagbók/veður 51
Bréf til blaðsins 38 Gárur 8b
Ídag 40 Mannlífsstr. 8b
Brids 40 Kvikmyndir lOb
Stjörnuspá 40 Dœgurtónlist 12b
INNLENDAR FI ÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-6
Samkomur vegna Súðavíkurslyss
SÚÐVÍKINGAR minnast þess á
þriðjudag, 16. janúar, að þá verð-
ur ár liðið frá snjóflóðinu mann-
skæða í Súðavík. Af þessu tilefni
verður einnig samkoma í Dóm-
kirkjunni kl. 20.30.
Blysför og bænastund
í Súðavík verður farin blysför
frá skólanum og niður á flóða-
svæðið þar sem verður stutt
bænastund. Tímasetning hefur
ekki verið ákveðin. Að kvöldi
þriðjudagsins verður helgistund í
kirkjunni.
Lýs milda ljós
Á samkomurtni í Dómkirkjunni
verður í tali og tónum minnt á
það sem til huggunar hefur orðið
á þeim tíma sem liðinn er síðan
hinn hörmulegi atburður varð.
Dagskránni hefur verið valin yfír-
skrift sem sótt er í sálminn Lýs
milda ljós eftir sr. Matthías Joch-
umsson. Inga Backman sópran,
Guðný Guðmundsdóttir fíðluleik-
ari, Gunnar Kvaran sellóleikari,
Marteinn H. Friðriksson orgelleik-
ari og Dómkórinn munu flytja
trúarlega tónlist af ýmsu tagi. Sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm-
kirkjuprestur flytur hugleiðingu
og sr. Karl Valgarður Matthíasson
sóknarprestur flytur ritningarorð
og bæn.