Morgunblaðið - 14.01.1996, Side 8
8 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umboðsmaður Alþingis segir ákvörðunarrétt liggja í ráðuneytinu
Kvartað yfir ráð-
stöfun ríkisjarða
UMBOÐSMAÐUR fjallaði nýlega um erindi vegna
ríkisjarðarinnar Skriðuklausturs.
UMBOÐSMAÐUR Aiþingis telur að
fylgja beri þeirri reglu að auglýsa
opinberlega ríkisjarðir sem lausar eru
til leigu hveiju sinni. Þá telur hann
að landbúnaðarráðuneytinu beri, með
vísan til jarðalaga og stjórnsýslurétt-
ar, að taka ákvörðun um, fyrir hönd
ríkisins, hveijum ríkisjörð verður
byggð. Þannig verði ráðuneytið að
velja á milli umsækjenda á grund-
velli málefnalegra sjónarmiða. Ráðu-
neytið geti leitað álits sveitarstjórna
hveijum rétt sé að byggja jörð, en
því sé ekki skylt að gera það. Eftir
að ráðuneytið hefur tekið ákvörðun
um hveijum skuli byggja ríkisjörð
beri að leggja þá ráðstöfun fyrir
sveitarstjórn og jarðanefnd til sam-
þykktar eða synjunar.
Þá bendir Umboðsmaður á að hlut-
verk landbúnaðarráðuneytisins, að
koma fram fyrir hönd ríkisins sem
eiganda jarða og að vera æðsti úr-
skurðaraðili um ákvarðanir sveit-
arstjórna og jarðanefnda um ráðstaf-
anir jarða, geti verið ósamrýmanleg
þegar um ríkisjarðir er að ræða. Er
því beint ti! landbúnaðarráðherra og
forsætisráðherra að taka þetta til
sérstakrar athugunar.
Umboðsmaður Alþingis sendi frá
sér tvö álit 4. janúar síðastliðinn sem
bæði varða kvartanir aðila vegna
afgreiðslu landbúnaðarráðuneytisins
og annarra stjómvalda á umsóknum
um leigu og/eða kaup á ríkisjörðum.
Ýmsir annmarkar
á afgreiðslu
Fyrra málið (993/1994) varðar
aðila (A) sem ásamt tveimur sonum
sínum falaðist eftir leigu á tiltekinni
ríkisjörð, X. Höfðu þeir gengið frá
drögum að samningi við fyrri ábú-
anda um kaup á húsum og rekstri á
jörðinni. Landbúnaðarráðuneytið
ákvað að ganga til samninga við A
eða umsækjanda G um leigu á jörð-
inni. Sveitarstjóm hreppsins og
jarðanefnd sýslunnar veittu ekki
samþykki sitt fyrir því að A og syn-
ir hans eða G fengju jörðina X en
samþykktu þess í stað að byggja
hana öðrum aðilum (B og C).
A kærði ákvörðun sveitarstjómar
og jarðanefndar ti! landbúnaðarráðu-
neytisins, en ráðuneytið staðfesti
ákvörðunina. Umsækjandi A kvart-
aði hinn 21. janúar 1994 yfir ákvörð-
un landbúnaðarráðuneytisins ti! um-
boðsmanns Alþingis.
Umboðsmaður telur ýmsa ann-
marka á afgreiðslu landbúnaðar-
ráðuneytisins á málum sem varða
umsókn A um að fá ríkisjörðina X
til leigu. Það eru tilmæli umboðs-
manns Alþingis til ráðuneytisins að
„það taki til athugunar, með hvaða
hætti það getur rétt hlut A vegna
ákvarðana um byggingu jarðarinnar
X, ef eftir því verður leitað af hálfu
A.“
Skriflegur rökstuðningur
æskilegur
Álit umboðsmanns Alþingis
1025/1994 íjallar um mál tveggja
einstaklinga í Fljótsdalshreppi. Hinn
21. febrúar 1994 leituðu þeir til
umboðsmanns og báru fram kvörtun
yfir athöfnum landbúnaðarráðuneyt-
isins.
Þessir aðilar höfðu sótt um kaup
eða leigu á ríkisjörð í því skyni að
sameina hana jörð sem þeir bjuggu
á. Sveitastjórn samþykkti ekki þessa
ráðstöfun ríkisjarðarinnar. Þá sóttu
þessir einstaklingar um að fá ríki-
sjörðina Skriðuklaustur leigða og
hafnaði sveitarstjóm því einnig.
Umboðsmaður Alþingis telur að
landbúnaðarráðuneytið hefði átt að
ganga eftir nánari skriflegum rökst-
uðningi sveitarstjómar varðandi
höfnun hennar á að téðum umsækj-
endum yrði byggð ríkisjörðin og að
jarðirnar tvær yrðu sameinaðar.
Umsækjendumir töldu sig síðar
hafa fengið munnlegt vilyrði land-
búnaðarráðuneytisins fyrir Skriðu-
klaustri. Engu að síður hefði ráðu-
neytið tekið ákvörðun um að byggja
öðrum jörðina. Að mati umboðs-
manns Alþingis gáfu svör jarða-
nefndar Norður-Múlasýslu og sveit-
arstjómar Fljótsdalshrepps varðandi
ráðstöfun á Skriðuklaustri landbún-
aðarráðuneytinu sérstaka ástæðu til
að ganga eftir því að jarðanefnd og
sveitarstjóm tækju skýrt af skarið
um hvort hafnað væri ráðstöfun
ráðuneytisins á Skriðuklaustri og
færðu þá fram rök sem lægju til
grundvallar þeirri niðurstöðu.
Verðþróun á kvóta frá 1991
Kvótaleiguverð
á rækju tífaldast
HEIMILT var að
flytja varanlegan
kvóta á milli skipa
frá 1. janúar 1991. í fyrstu
var hann verðlagður eftir
þorskígildum, en frá og
með fiskveiðiárinu 1991 til
1992 var farið að verð-
leggja hveija tegund fyrir
sig. Líklega eru fáir jafn
vel inni í verðþróun á kvóta
síðan þá og Björn Jónsson
sem unnið hefur að kvót-
amiðlun hjá LÍÚ.
Að hans sögn hefur verð
á varanlegum kvóta í heild
farið hækkandi. Hann segir
að ekki sé framboð á neinni
tegund til sölu. Öll viðskipti
sem fari fram felist í afla-
skiptum vegna þess að
menn séu að reyna að hag-
ræða hjá sér.
Hver hefur verðþróun verið
á varanlegum kvóta frá 1991?
„Þorskur hélst í 180 til 190 krón-
um þar til í júní 1994. Þá steig
verðið og er núna um 500 krón-
ur. Ýsa hefur lækkað úr 175 krón-
um í 115 krónur. Ufsi hefur verið
í 60 krónum. Verð á karfakvóta
var um 80 krónur fram í maí
1995, en þá hækkaði verðið og
er núna í 160 krónum. Grálúðan
hefur verið á 160 krónur og skar-
koli á um 120 krónur.
Rækja hélst á óbreyttu verði
eða 85 krónum þar til í septem-
ber 1994. Þá hækkaði verðið og
er nú 340 krónur. Síld seldist á
12 krónur þar til í febrúar 1995
að verðið hækkaði og er í dag 28
krónur. Verð á humri er 2.100
krónur. Loðnan hefur verið á svip-
uðu verði allan tímann. 1% af
loðnukvótanum hefur verið metið
á 60 milljónir."
Hvað með verðþróun á leigukvóta
í þorski?
„Leiguverð á þorski var um 40
krónur þar til að það hækkaði í
75 krónur fiskveiðiárið 1993 til
1994. Nú er það í 90 til 95 krón-
um.“
Er það raunhæft verð?
„Menn hlaupa ekki til og kaupa
mikið magn af kvóta þegar verð
er svona hátt, enda er nóg fram-
boð þessa stundina. Á þessu ári
stefnir í að verð haldist í rúmum
90 krónum og við verðum að
áætla að það sé raunhæft verð
ef menn ganga að því. Við verðum
að ætlast til að aðgerðir manna
stjórnist af skynsemi.
í mörgum tilfellum
leigja menn þorskkvóta
vegna þess að hann
slæðist með í veiðum á
öðrum tegundum. _______________
Einnig leigja fisk-
vinnslustöðvarnar kvóta. Þá geta
þær samið við útgerðarmenn um
að skip þeirra landi hjá sér og
lagt þeim til kvóta á móti.
Ég get nefnt önnur dæmi þar
sem þetta borgar sig. Stór fiskur
gefur mikið í veiðum á saltfiski
og línutvöföldun ekki síður. Einn-
ig getur þetta borgað sig fyrir
menn sem eiga litla báta skuld-
lausa og veiða sjálfír. Þótt þeir
leigi kvótann á 90 krónur renna
30 krónur af söluandvirðinu beint
til þeirra.
Þetta getur ekki átt sér stað á
stærri skipum. Þá er gert upp
samkvæmt kjarasamningum og
enginn um borð sættir sig við að
róa á 30 krónum."
Hvernig hefur verðþróun á leigu-
kvóta verið í öðrum tegundum?
„Leiguverð á ýsu var áður rúm-
ar 30 krónur allt árið, en síðari
ár hefur það verið 7 til 8 krónur,
en farið niður í 1 krónu í lok fisk-
veiðiára þegar útséð hefur verið
Björn Jónsson
►Björn Jónsson er fæddur 29.
júní 1941 og lauk prófi úr
Stýrimannaskólanum 1961.
Hann var skipstjóri frá 1964
þar til hann hóf störf í sjávar-
útvegsráðuneytinu 1983. Hann
var yfirveiðieftirlitsmaður frá
1986 til 1991, en frá 1. janúar
1992 hefur hann unnið við
kvótamiðlun hjá LÍÚ. í því felst
ráðgjöf og aðstoð í kvótavið-
skiptum útvegsmönnum að
kostnaðarlausu. Eiginkona
Björns er Erna Nielsen, forseti
bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.
Þau eiga þijú börn.
um að kvótinn næðist ekki. Á
þessu fiskveiðiári byrjaði það í 10
krónum og er komið í 12 krónur.
Það byggist á því að úthlutunin
var minnkuð á milli ára og menn
eru bjartsýnir á að ekkert af ýsu-
kvótanum falli niður.
Verð á ufsa var um 20 krónur
þar til það hrundi í 3 krónur í lok
árs 1992 til 1993. Eftir það hefur
verðið verið í 6 til 8 krónum í
upphafi árs en hrunið í 1 krónu
í lok árs þegar varð ljóst að kvót-
inn næðist ekki. í dag er hann
leigður á 6 til 6,50 krónur og ef
veiði glæðist ekki lækkar verðið.
Verð á karfa var um 19 krónur
þar til í fyrra að það hækkaði í
24 krónur og í dag er það 36
krónur. Það skýrist af því að
minna er úthlutað af aflaheimild-
um í karfa og sjávarútvegsráðu-
neytið hækkaði stuðul-
inn úr 0,46 í 0,8 sem
gerir hann dýrari í teg-
undatilfærslu.
Grálúðuverð hefur
verið um 38 krónur þar
til í fyrra. Þá hrundi
það úr 30 krónum í 3 til 4 krónur
í lok fiskveiðiársins. Verðið í dag
er 36 krónur og fer hækkandi
vegna þess að úthlutunin var
minnkuð um 33%. Verð á skar-
kola hefur verið um 20 krónur,
en lækkað alltaf í lok hvers fisk-
veiðiárs.
Leiguverð á rækju var 7 krónur
árið 1991. Það var komið upp í
20 krónur í byijun síðasta fisk-
veiðiárs, en stökk þá upp í 75
krónur. Það verð hefur haldist á
þessu ári, en ef veiðin verður
áfram góð má búast við að það
hækki jafnvel upp í 80 til 85 krón-
ur.
Síldarverð var lengi vel 2,70
krónur en er núna 6,90 krónur.
Loðnukvóti hefur ekki náðst und-
anfarin ár þannig að hann hefur
verið leigður á 40 til 70 aura, en
flesta mánuði ársins hefur engin
eftirspurn verið eftir loðnu. Leiga
á humri hefur verið á bilinu 280
til 330 krónur."
Þorskverð
helst líklega
í 90 krónum