Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 13

Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 13 Arftaki Kozyrevs í Rússlandi Hægfara raunsæismaður eða afturhaldsseggur? Jeltsín Rússlandsforseti hefur skipað Jevg- eníj Prímakov, er stjómað hefur aðgerðum leyniþjónustunnar utan Rússlands, í embætti utanríkisráðherra. Mjög er deilt um það hvort mannaskiptin merki að samskipti Vesturveld- anna og Rússlands muni versna JAMES Baker, sem var utanrík- isráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð George Bush, hitti nýskipaðan utanríkisráðherra Rúss- lands, Jevgeníj Prímakov, í Moskvu snemma árs 1990 og leist vel á manninn. Þeir snæddu þá saman kvöldverð ásamt Edúard She- vardnadze, þáverandi utanríkisráð- herra en nú forseta Georgíu. Segir Baker þá félaga hafa unnið „umtals- vert tjón“ á tveggja lítra flösku af georgísku vodka. Álit Bakers á Prímakov brejdtist ári síðar, í miðjum Persaflóaátökun- um. Rússneski leyniþjónustumaður- inn, þá orðinn sérstakur sendimaður Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, reyndi að fá Vesturveldin og banda- menn ofan af því að gera árás á heri Saddams Husseins í Irak af landi. Sagði Prímakov að engin þörf væri á frekari aðgerðum þar sem írakar væru hvort sem er á leið frá Kúveit með hernámslið sitt. Banda- ríkjamenn höfðu lagt hart að sér við að ná samstöðu gegn árásar- seggjunum og voru lítt hrifnir af þessu frumkvæði Sovétstjórnarinn- ar sem hefði getað valdið klofningi í röðum bandamanna. Jevgeníj Prímakov er 66 ára gam- all, stjórnmálafræðingur að mennt Hann hefur síðustu árin verið yfir- maður erlendra njósna hjá leyniþjón- ustu þeirri er tók við hlutverki KGB Sovétmanna þegar þeirri alræmdu stofnun var skipt upp í nokkrar deiidir eftir hrun heimsveldisins. Hann talar arabísku og er sérfræð- ingur í málefnum Miðausturlanda. Helstu leiðtogar kommúnista og þjóðernissinna í Rússlandi voru á einu máli um skipan Prímakovs í embættið. Gennadíj Zjúganov, leið- togi kommúnistaflokksins, sagði nýja utanríkisráðherrann reyndan stjórnmálamann er myndi „ganga fram fyrir skjöldu í að gæta þjóðar- hagsmuna Rússa sem óvinum ríkins hefur verið leyft að hundsa“. Vlad- ímír Zhírínovskíj, formaður Fijáls- iynda lýðræðisflokksins, öflugasta flokks þjóðemissinna, sagði að Prím- akov hefði verið besti maðurinn sem -völ hefði verið á. Zhírínovskíj spáði því að Prímakov myndi beina athygl- inni að því að rækta tengslin við „arabalöndin, Indland og Kína“. Óljóst er hvernig bera að túlka önnur mannaskipti. í stað Prímakovs hjá leyniþjónustunni kemur Vjatesjlav Trúbníkov sem ver- ið hefur næstráð- andi yfirmannsins. Trúbníkov er 51 árs, hann stundaði nám í alþjóðamála- stofnun ríkisins í Moskvu og var sérgrein hans Asíu- lönd. Borís Jeltsín forseti hefur nú undirritað lög um starfsemi leyni- þjónustunnar. Er þar kveðið á um mikilvægi þess að mannréttindi séu virt og m.a. tekið fram að ekki megi neyða borgarana til að starfa fyrir þjónustuna. Stofnunin heyrir beint undir forsetaembættið. Baker segir í nýútkomnum end- urminningum sínum að Prímakov sé „slóttugur". Hann sé „persónu- Iegur vinur og sjálfskipaður veijandi Saddams Husseins . .. hann hafði minni áhuga á því að Saddam léti Kúveit skilyrðislaust af hendi en að bjarga leifunum af sambandi Sovét- ríkjanna og íraks er byggðist á verndarahlutverki hins fyrrnefnda." Prímakov gekk í kommúnista- flokkinn sovéska 1959, hann kemur úr röðum hins gamla valdakjarna kommúnista og er að mörgu leyti dæmigerður fulltrúi skrifræðisins. Flestum stjórnmálaskýrendum kom því skipan hans á óvart. Var ekki talið að Jeltsín forseti myndi ganga svo langt í að koma til móts við andstæðinga sína á þingi þótt al- mennt væri álitið að Andrej Kozyrev myndi víkja. Hann hafði síðustu árin verið gagnrýndur harkalega fyrir störf sín, einkum af hálfu kommmúnista og þjóðernissinna er sökuðu hann um undirlægjuhátt gagnvart vestrænum ráðamönnum. Kozyrev reyndi að halda góðu sam- bandi við Vesturveldin en þurfti þó oft að sigla milli skers og báru til að friða gagnrýendur sína. Rifjáð hefur verið upp að leyni- þjónusta Prímakovs lét gera skýrslu 1994 þar sem Vesturveldin voru sök- uð um að koma í veg fyrir að Rúss- land gæti orðið stórveldi. í annarri skýrslu var fullyrt að Vesturveldin hefðu aukið njósnir sínar í Rússlandi og væri markmið þeirra að auka áhrif sín í landinu. Afrek á sviði undirróðurs Jeltsín virðist halda að hann geti aukið sigurlíkur sínar í forsetakosn- ingunum í júní með því að breyta ásynd stjómar sinnar. Það gerir hann ótvírætt með valinu á Prímakov. Annað mál er hvort um er að ræða friðþægingu eða raunverulega stefnubreytingu. Umbótasinninn Vladímír Lúkín, sem var formaður utanríkismála- nefndar gömlu dúmunn'ar, er sat 1993 til 1995, segist ekki telja að með Prímakov verði utanríkisstefnan harðskeyttari. Hann segir Prímakov vera reyndan og mjög yfirvegaðan mann er ekki láti hugmyndafræðileg- ar vangaveltur stjórna gerðum sín- um. „Prímakov þekkir vel til landa í austri jafnt sem vestri og veit hvar mikilvægustu hagsmunir Rússlands eru . .. Hann vill samstarf en raun- verulegt samstarf, ekki undirgefni", sagði Lúkín. Sumir bandarískir stjórnmálaskýr- endur eru annarrar skoðunar. „Ég tel þetta vera stórt skref aftur á bak,“ segir Ariel Cohen, sérfræðing- ur um málefni Russlands hjá Her- itage-stofnuninni bandarísku. Hann segir að Prímakov sé „fyrrverandi KGB-foringi með einstaka afreka- skrá á sviði undirróðursstarfsemi í þriðja heiminum ... Hann annast sambandið við Saddam Hussein og ajatollana [klerkastjómina] í íran og er talsmaður þess að Rússar efni til átaka við Vesturveldin í Miðaustur- löndum en ekki samvinnu." Aðrir benda á að forsetinn hafi ávallt sjálfur haft síðasta orðið í ut- anríkismálum og á því verði vart breyting. Auk þess verði að hafa í huga að Rússland sé ekki risaveldi í sama skilningi og Sovétríkin voru fram á síðustu ár sín. Þótt viljinn væri fyrir hendi gætu Rússar ekki farið sínu fram á sama hátt og gert var á sovéttímanum; þá skorti efna- hagslega og hernaðarlega burði til þess. „Útnefningin er fremur andsvar við aðstæðum en tilefni kreppu í samskiptum Bandaríkjanna og Rúss- lands þar sem málefni Bosníu, stækkun Atlantshafsbandalagsins hafa valdið því að Rússum finnst að vestrænar þjóðir hafi á einhvem hátt snúið við þeim baki eða hyggist halda þeim niðri,“ sagði Richard Haass, fyrrverandi ráðgjafí George Bush. Haass taldi að mannaskiptin myndu valda nokkrum erfíðleikum en ekki breyta samskiptunum í grundvallar- atriðum. Jevgeny Prímakov Vevddæmi: Sérvéttur frá kr. 75 pakkinn - kerti frá kr. 30 - 6 kerti í pakka frá kr. 140 - kertastjakar frá kr. 50 jólavörur með allt að 70% afslætti r í bláu húsunum v/Faxafen, s. 588 5250 r lOra Opið mán.-fös. kl. 12-18, Lau. kl. 10-14 Kaityrí- cgjar Páskaferð Páskaferð Brottför Laust Lengd 7. feb. 5 sæti 2 vikur 14. feb. 6 sæti 1, 2 og 3 vikur 21.feb 19 sæti 2 og 3 vikur 28. feb. uppselt 6. mars 7 sæti 1, 2 og 3 vikur 13. mars 15 sæti 3 vikur 20. mars laus sæti 2 og 4 vikur 27. mars 6 sæti 3 vikur 3. apríl uppselt 2 vikur 3. apríl 7 sæti 3 vikur *Sérlegur gestgjafi Úrvals-fólks í 4 vikur er Sigríður Hannesdóttir. flgadír Brottför Laust Lengd I 30. jan. 10 sæti 23 dagar 11. mars 16 sæti 16 dagar ftfÚRVAL-ÚTSÝN Lcíf’múla 4: sfmi 569 9300, Haftiarfirði: sfmi 565 2366, Keflat fk: sfmi 421 1353. Selfossi: sfmi 482 1666, Akurevri: sirni 462 5000 - og bjd umboðsmötntum um lattd allt. • Útsalan hefst á morgun • Útsalan hefst á morgun HERRAFATAVERSLUN BIRGIS FÁKAFEN 11 • SÍMI 553 1170

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.