Morgunblaðið - 14.01.1996, Síða 18
Fyrstu drög að skipulagningu miðhálendis
— ——
Islands liggja nú fyrir og um þessar mundir
eru héraðsnefndarfulltrúar sveitarfélaga að
yfírfara drögin. Ekki þýðir það þó að öllu
sé að verða lokið. Tvisvar til viðbótar á eft-
ir að sýna ný og endurbætt drög og kynna
hagsmunaaðilum. Því næst verður skipulag-
ið auglýst og þá geta menn enn gert athuga-
semdir. Guðmundur Guðjónsson hitti Stef-
án Thors hjá Skipulagi ríkisins á dögunum
og fræddist um hvemig mál hafa gengið
fyrir sig.
SÍÐSUMARS 1997 stendur
til að Skipulag ríkisins
sendi endanlegt skipulag
til staðfestingar umhverf-
isráðherra og þá á málið að heita
að vera í höfn. En forsaga þessa
máls hófst á Alþingi 199Í-92.
Þá var lagt fram til laga frumvarp
um stjórn skipulags- og bygging-
armála á miðhálendi íslands. í
frumvarpinu var m.a. stungið upp
á því að umhverfisráðherra léti
gera tillögu að mörkum hálendis-
ins og að skipuð yrði sérstök
stjómarnefnd sem færi með um-
rædd mál á svæðinu.
Frumvarpið fékk óblíðar viðtök-
ur. „Þessu var illa tekið,“ segir
Stefán Thors, „þingmenn og
sveitarstjórnir veltu sér upp úr
þessu. Meginmótmælin fólust í því
að verið væri að taka hálendið
alfarið af sveitarfélögunum, en
þau hafa einmitt þennan gamla
nýtingarrétt. Einnig var mikið
gagnrýnd ímynduð lína sem dreg-
in var upp um mörk á milli heima-
landa og afrétta. Þessar móttökur
urðu til þess að ráðherra, Eiður
Guðnason, dró frumvarpið til
baka“.
Þess í stað var árið 1993 skeytt
ákvæði til bráðabirgða við skipu-
lagslög 19 frá 1964 sem gerði
kleift að mynda sérstaka sam-
vinnunefnd til að vinna tillögu að
skipulagi miðhálendisins. Sam-
kvæmt lögum þessum skipuðu
Á KORTINU má sjá fjórþætta skiptingu miðhálendisins sem unnið hefur verið út frá.
Afmörkun
mibhálendisins
vegna svæbaskipulags
héraðsnefndirnar sem land eiga
að hálendinu, 12 talsins, hver um
sig einn fulltrúa, en umhverfisráð-
herra lagði til formanninn.
Þetta gerði gæfumuninn, því
lögin sem fyrir voru veittu öllum
sveitarfélögum sem land áttu að
hálendinu rétt til að leggja til tvo
fulltrúa. Alls eru það 40 sveitarfé-
lög og því hefði verið um 80
manna nefnd að ræða og ólíklegt
að nefnd af þeirri stærðargráðu
gæti nokkru .sinni lokið við jafn
flókið og viðkvæmt mál og skipu-
lagningu hálendis landsins.
I árslok voru héraðsnefndirnar
síðan búnar að tilnefna sína menn
og ráðherra Snæbjörn Jónsson
fyrrverandi vegamáiastjóra til for-
mennsku.
Ef haldið er aðeins áfram að
rekja gang mála, þá var ráðgjaf-
ar- og skipulagsvinnan boðin út.
Skipulag ríkisins sá um það og