Morgunblaðið - 14.01.1996, Page 22
22 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
ÓSKAR Þórðarson, framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. á Skagaströnd, segist aldrei hafa efast um að ákvörðun um sölu á flaggskip-
inu Arnari HU hafi verið réttmæt í þeirri stöðu, sem fyrirtækið var komið í.
Smáskamm talækii -
ingar dugðu ekki
Eftir Jóhönnu Ingvorsdóttur
VmSHPTIAIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
►Óskar Þórðarson er fæddur á Akranesi 26. júlí
árið 1959 og alinn upp á Skaganum. Foreldrar hans
eru Halldóra Björnsdóttir og Þórður Óskarsson, fyrr-
um skipstjóri og útgerðarmaður. Óskar varð stúdent
frá MR vorið 1979 og útskrifaðist síðan sem viðskipta-
fræðingur frá HÍ árið 1985. Óskar vann hjá föður
sínum í fríum á skólaárum og að afloknu námi, en
þegar faðir hans ákvað að seljast í helgan stein, ákvað
Öskar að halda áfram hluta af fiskvinnslunni. Það
gekk þó ekki eftir sem skyldi og eftir þriggja ára
streð, eins og hann orðar það, réð Óskar sig sem
bókara hjá Skagstrendingi hf. árið 1991. Hann tók
síðan við fjármálastjórn og gerðist framkvæmdastjóri
Skagstrendings um áramótin 1994/1995 eftir að
Sveinn Ingólfsson, sem hafði verið framkvæmdastjóri
frá stofnun fyrirtækisins, eða í 26 ár, ákvað að taka
sér frí. Eigjnkona Óskars er Rósa Jónsdóttir og eiga
þau þijá syni, 2, 5 og 10 ára.
EGAR Óskar Þórðarson
flutti ræðu á fyrsta aðal-
fundi sínum sem fram-
kvæmdastjóri Skagstrendings hf. í
apríl 1995 var staðan ekki glæsileg
hjá þessu fyrirtæki, sem verið hafði
stolt heimamanna á Skagaströnd,
þessu 700 manna byggðarlagi, í svo
mörg ári Margir samverkandi þætt-
ir gerðu það að verkum að grípa
varð til róttækra aðgerða, en eftir
margra ára velgengni, þá sló í bak-
seglið. Skagstrendingur hf. skilaði
81 milljón króna tapi árið 1992,
síðan 273 milljóna króna tapi árið
1993 og svo 85 milljóna króna tapi
árið 1994 á verðlagi 1995. Árið
1995 tókst að snúa vörn í sókn með
samstilltu átaki, sem að sögn fram-
kvæmdastjórans var síður en svo
sársaukalaust. Skv. tíu mánaða
uppgjöri 1995 nam hagnaðurinn 53
milljónum, en áætlað er að hagnað-
urinn í árslok verði ekki lægri.
Heildarskuldir í árslpk 1994
námu 1.620 milljónum. Á þremur
árum hafði félagið tapað 439 millj-
ónum kr. og eigið fé hafði fallið
úr 51% í 12,7%. Helstu orsakirtaps-
ins voru afskriftir, sem endurspegl-
uðu ijárfestingar, og gengistap,
sem endurspegluðu skuldsetning-
una. Gífurlegar fjárfestingar höfðu
skilað sér að litlu leyti í rekstri fé-
lagsins og íþyngdu því nú verulega.
Spurning var líka hvort ekki ætti
að breyta uppbyggingu félagsins
úr því að vera eingöngu útgerðarfé-
lag í það að verða alhliða sjávarút-
vegsfyrirtæki, sem tæki mið af
staðsetningu sinni norðanlands.
Sameining
Framkvæmdastjórinn nýi var þá
ekki síst að hugsa til sameiningar
útgerðarfélagsins Skagstrendings
hf. og rækjuvinnslunnar Hólaness
hf. á Skagaströnd. Hann segir að
þessa dagana sé verið að vinna í
sameiningarmálunum, enda telji
hann vilja til þess á báða bóga.
Sameinuð myndu bæði þessi félög
skapa öflugt útgerðar- og rækju-
vinnslufyrirtæki, sem hefði mun
meiri stöðugleika en rekin hvort í
sínu lagi. Með sameiningu yrði slíkt
félag með veltu upp á 1,6 milljarð
kr. og eiginfjárhlutfall upp á um
30%, hálfdrættingur á við stærstu
útgerðarfélög landsins sem era að
velta á fjórða milljarð. Hér væri um
jákvæða sameiningu að ræða, þar
sem ljárhagslega sjálfstæð fyrir-
tæki sameinuðust og Skagstrend-
ingar fengju meira öryggi og stöð-
ugleika í atvinnulíf staðarins.
„Reynslan sýnir að sveigjanleiki
og hæfileg fjölbreytni gefur þann
stöðugleika sem sjávarútvegsfyrir-
tæki á íslandi þurfa að hafa til að
standast þær sveiflur, sem eru í
umhverfi þeirra. Þau sjávarútvegs-
fyrirtæki, sem skilað hafa bestri
afkomu undanfarin ár, eru þau sem
hafa mestan sveigjanleika til að
stýra sókninni í þá stofna, sem
gefa mest af sér á hveijum tíma.“
Aðgerðir
Til að bæta hag félagsins vildi
Óskar róttækar aðgerðir enda var
hann þess fullviss að smáskammta-
lækningar dygðu hvergi miðað við
þann stóra vanda, sem við var að
etja. „Við vorum einfaldlega ekki
með rétta fjárfestingu í höndunum.
Nýi Arnar, sem smíðaður var í
Noregi og hóf veiðar í ársbyijun
1993, var einfaldlega of dýr miðað
við þá tekjumöguleika, sem hann
hafði. Það var engin von til þess
að við næðum endum saman í ná-
inni framtíð og ljóst að greiðslustað-
an myndi versna jafnt og þétt næstu
árin ef ekki yrði brugðist við. Skip-
ið myndi halda okkur í heljargreip-
um. Sjálfur var ég tilbúinn að
standa og falla með þeirri ákvörðun
minni að nauðsynlegt væri að seija
skipið. í fyrstu þegar ég lagði mál-
ið upp, eins og það kom mér fyrir
sjónir, voru eðlilega mjög skiptar
skoðanir innan stjórnarinnar. Eftir
að menn höfðu íengið ráðrúm til
þess að átta sig á stöðunni, stóð
stjórnin einhuga saman að ákvörð-
uninni."
Kaup og sala
Eftir viðræður við Royal Green-
land um sölu á flaggskipinu Arn-
ari, stolti heimamanna, náðist sam-
komuiag í júní sl. _og var skipið
afhent í október. „Ég er ánægður
með verðið sem fékkst. Við fengum
verð skipsins til baka að teknu til-
liti til afskrifta.“ Óskar segir að í
tengslum við söluna, hafi verið gef-
ið út að keypt yrði 500 milljóna kr.
ódýrara skip í staðinn og það fannst
í nóvember sl. þegar samið var við
rússneska útgerð um kaup á frysti-
togara, sem talinn er hafa sömu
burði og Arnar hinn nýi. Togari
þessi var byggður í Noregi 1986
fyrir Færeyinga og tóku Rússar við
honum þremur árum síðar. „Við
teljum okkur hafa verið mjög
heppna með að ná þessu skipi og
verður það að líkindum tilbúið til
veiða í mars eða ápríl. Þá fer togar-
inn í úthafskarfan, síðan í Smuguna
auk þess sem hann verður á blönd-
uðum veiðum hér heima.“
í haust festi Skagstrendingur
síðan kaup á grænlenskum 500
tonna rækjufrystitogara, sem fer á
veiðar í næstu viku sem Helga Björg
HU 7. í staðinn tókst félagirfu loks
að selja gamla Arnar til Samheija
hf. á Ákureyri, en Arnar þessi hef-
ur verið á söluskrá frá því að nýi
Arnar kom til sögunnar. Á meðan
ekkert gekk í sölumálunum, var
hann m.a. hafður í ýmsum úthafs-
veiðitilraunum með litlum árangri.
Að einhveiju leyti kemur Helga
Björg til með að sjá rækjuvinnslu
Hólaness fyrir hráefni til vinnslu.
Auk rússneska frystitogarans og
grænlenska rækjufrystitogarans,
mun Skagstrendingur eftir sem
áður gera út frystitogarann Örvar.
Skagstrendingur er með um sex
þúsund tonna þorskígildiskvóta og
Hólanes er með 450 sem Óskar
reiknar með að rækjutogarinn fái
að nýta.
Stöndum sterkari
Óskar segir að mikið hafi gengið
á hjá Skagstrendingi á liðnu ári.
„Á þessum tímamótum er ég sáttur
við þann árangur, sem náðst hefur
með þeim aðgerðum sem við höfum
gripið til. Það var mörgum geysi-
legt áfall þegar við tilkynntum söl-
una á Arnari, einum glæsilegasta
togara flotans, en fólkið er nú orð-
ið sátt, sérstaklega eftir að sá rúss-
neski var keyptur í staðinn. Það
telur að staðið hafi verið við það,
sem talað var um. Við sögðum því
að við værum að hugsa til framtíð-
ar, vildum ekki taka þá áhættu að
keyra fyrirtækið í þrot á næstu
árum.“
Framkvæmdastjórinn segir að
félagið standi nú eftir mun sterkar
að vígi og með mun öflugri flota
en áður. Tvö skip hafa verið seld
og önnur tvö keypt. Skagstrending-
ur muni gera út þijú frystiskip í
náinni framtíð. Tekist hefur að
lækka skuldir um 500 milljónir og
námu skuldir félagsins j árslok um
einum milljarði sem Óskar telur
viðunandi miðað við tekjumögu-
leika. Auk þess mun skuldalækkun-
un hafa í för með sér lækkun af-
skrifta og vaxtakostnaðar um 80
milljónir á ári. Eftir þessar hræring-
ar allar mun störfum fjölga um 20,
úr um það bil 90 í 110. Áhugi er nú
á ný farinn að vakna á hlutabréfum
félagsins, en að sögn Óskars hafði
það málað sig út. af markaðnum
og var ekki lengur í huga fjárfesta
og lánadrottna í úrvalsdeildinni.
Gengi bréfanna hefur hæst farið í
5,1 árið 1991, en hrapaði síðan nið-
ur í 1,6 árið 1993. Gengið fór svo
í 3,95 nú milli jóla og nýárs og ljóst
að þetta þykir nú orðið góður fjár-
festingarkostur. Skagstrendingur
var gerður að almenningshlutafé-
lagi árið 1985 og eru hluthafar nú
um 450 talsins. Langstærsti hlut-
hafinn er Höfðahreppur með um
25% eignahlut. 'Útgerðarfélag Ak-
ureyringa á 12% og Burðarás litlu
minna, en bæði ÚA og Burðarás
gerðust eignaraðilar í Skagstrend-
ingi á síðasta ári.
Blómaskeiðið
Útgerðarféiagið Skagstrending-
ur hf. var stofnað í desember 1968
með því að gengið var í hús til að
safna peningum fyrir 200 tonna
vertíðarbát, sem keyptur var til
staðarins. Tveimur áram síðar
bættist svo annar slíkur við og hétu
þeir Arnar og Örvar, gerðir út á
troll. Svo eins og mörg önnur ís-
lensk útgerðarfyrirtæki, samdi
Skagstrendingur um kaup á svo-
kölluðujapönsku raðsmíðaskipi sem
kom til landsins árið 1973. Það fékk
nafnbótina Arnar og hin tvö skipin
voru seld. Upp frá því má segja að
Skagstrendingur hafi orðið að al-
vörafyrirtæki á þeirri skuttogara-
öld, sem þá ríkti, og var togarinn
fyrst og fremst hráefnisaflandi fyr-
ir frystihús Hólaness. Árið 1982
kemur Örvar HU. Hann hafði verið
hannaður sem ísfisktogari en breytt
í frystitogara á byggingarstigi hjá
Slippstöðinni á Akureyri. Fiskveiða-
sjóður hafði hafnað lánsumsókn
Hólaness um stækkun frystihússins
til að anna öllum þeim afla, sem
fyrirsjáanlegt var að bærist að landi
með útgerð tveggja ísfisktogara.
Örvar HU var fyrsti nútíma
frystitogari íslendinga og þar með
hófst blómaskeið Skagstrendings
hf. sem náði allt til ársins 1991,
að sögn Óskars. Þrátt fyrir ýmsa
byijunarerfiðleika og vangaveltur
um hvort ekki væri „í lagi“ með
stjórnendurna að láta sér detta í
hug aðra eins vitleysu, hefur útgerð
Örvars gengið vel alla tíð enda hef-
ur skipið lengst af verið í sam-
keppni um mesta aflaverðmætið ár
frá ári. Það hefur verið að skila