Morgunblaðið - 14.01.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 23
óhemju verðmætum á land og ávallt
staðið fyrir sínu, að sögn Óskars.
Þorsksamdráttur
Samhliða útgerð Örvars var Arn-
ar gerður út sem ísfisktogari þótt
ávallt hafi komið upp þær hugleið-
ingar á blómatímanum af og til
hvort ekki væri réttlætanlegt að
bæta við þriðja skipinu. Ákveðið var
í ársbyrjun 1991 að ganga inn í
skipakaup á nýjum Arnari í Noregi
enda hugmyndin þá að gera út þijá
togara frá Skagaströnd. Að sögn
Óskars var nýja skipið hannað frá
upphafi sem frystitogari, sem Örvar
var ekki og hefur hann liðið nokkuð
fyrir það. Skrifað var undir samning
við norska skipasmíðastöð í mars
1991. Skipið kemur til landsins í
desember 1992 og byijar veiðar í
janúar 1993.
„Þetta var gífurleg fjárfesting,
skipið kostaði yfir milljarð, á sama
tíma og þorskveiðiheimildir okkar
eru skertar reglulega, eins og ann-
arra, en félagið hafði fjárfest í kvóta
fyrir um 500 milljónir kr. árin á
undan. „Á árunum 1989 til 1992
fjárfesti félagið í kvóta og Arnari
HU fyrir um 1,7 milljarð króna.
Ákvarðanir um þessar fjárfestingar
voru byggðar á þeim forsendum
sem þá lágu fyrir um útgerð frysti-
togara, sem væru fyrst og fremst
á þorskveiðum, en mjög góð reynsla
var af slíkri útgerð mörg ár þar á
undan. Á tímabilinu 1990 til 1994
var þorskkvóti félagsins skorin nið-
ur um 60% eða um 3.000 tonn og
verðlag á þorskflökum hafði lækkað
um 20% í breskum pundum. Þorsk-
afli skipa félagsins hafði á sama
tíma minnkað úr 5.353 tonnum
árið 1990 í 1.824 tonn árið 1994
sem svarar til 3.529 tonna minnk-
un.“
Dauðadæmt frystihús
Stuttu áður en frystitogarinn
Arnar kemur til landsins haustið
1992 er ákveðið að leggja gamla
ísfísktogaranum Arnari þar sem
menn töldu ekki lengur grundvöll
fyrir rekstri þriggja togara. Hvorki
voru fyrir hendi nægjanleg verkefni
né kvóti fyrir öll þessi skip.
„Þessi ákvörðun var í meira lagi
umdeild á Skagaströnd vegna þess
að hún þýddi það að frystihús Hóla-
ness var dauðadæmt þegar ísfísk-
togaranum var lagt enda kom það
á daginn. Mikill átakatími fór í
hönd og þungur mórall var í bæn-
um. Við vildum ekki landa á lág-
marksverði í frystihúsið og nýta
þannig okkar takmarkaða kvóta án
þess að fá nokkurt verð fyrir hann
á sama tíma og Skagstrendingur
var með bullandi fjárfestingu á sér
og sá fram á enn minnkandi veiði-
heimildir. Reynslan hefur sýnt að
þetta var rétt ákvörðun.“
Risaskref
Að mati Óskars lenti Skagstrend-
ingur hf. einfaldlega’í sömu gryfju
og mörg fyrirtæki lenda í, þ.e. að
stíga of stór skref í einu. Farið var
úr farvegi, sem traust og trú var
á, stigið risaskref fram á við með
þeim afleiðingum að ekki réðst við
eitt eða neitt.
Í lok ársins 1994 óskaði Sveinn
Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins frá upphafí, eftir leyfí frá
störfum og tók þá Óskar við. Sveinn
hefur ekki snúið aftur, heldur er
hættur alfarið og hefur selt 5% hlut
sinn til ÚA nýlega fyrir rúmar 30
milljónir.
„Sveinn átti stóran þátt í að
byggja fyrirtækið upp. Það verður
svo sannarlega ekki af honum tek-
ið. En í þessu sem öðru er enginn
alvitur og það má segja að komin
hafi verið hálfgerð þreyta í allt. Það
varð engin sprenging, heldur átti
sér stað þróun, eins og ég vil kalla
það, sem náði hámarki í desember
1994. Eins og gengur voru ýmis
ágreiningsefni uppi í þeirri slæmu
stöðu, sem fyrirtækið var komið í.
Meðal annars var þáverandi fram-
kvæmdastjóri ósammála stjórn fé-
lagsins um hvemig sölumálum af-
urða skyldi háttað. Skagstrending-
ur hafði um árabil séð að mestu
um að selja sínar eigin afurðir í
gegnum dótturfyrirtækið Fiskileið-
ir.
Stjórn félagsins taldi nauðsyn-
legt að fyrirtækið hefði möguleika
á sölu á fleiri mörkuðum, sérstak-
lega á Bandaríkjamarkaði. Einnig
að félagið gæti tekið þátt í frekari
vöruþróun í samstarfí við öflug
sölusamtök. Þrátt fyrir að mörgu
leyti góðan árangur Fiskileiða, þá
var framangreind ástæða til þess
að stjórn félagsins ákvað í árslok
1994 að ganga í Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna. Við erum ánægðir í
SH og hyggjumst vera þar áfram.
Ég tel að SH hafí náð mjög góðum
árangri í markaðsstarfi sínu á und-
anförnum árum.“
Markmiðin
Óskar segist hafa vitað nokkurn
veginn að hveiju hann gekk þegar
hann settist í stól framkvæmda-
stjórans, en ekki órað fyrir því að
1995 yrði svo mikið umbrotaár í
starfseminni. „Sem betur fer höfum
við verið lánsamir að því leyti að
spilast hefur framar vonum úr hlut-
unum hingað til. Mér líður líka vel
þegar ég er sannfærður um að fyrir-
tækið sé á réttri leið. Ég hef aldrei
efast um það eitt augnablik að með
því að skapa hér traustan grunn,
er hægt að opna ný tækifæri. Skag-
strendingur hefur nú alla burði til
að vaxa og styrkjast inn í framtíð-
ina. Við munum freista þess að
skila góðri afkomu fyrir eigendur,
vera áhugaverður vinnuveitandi,
leggja áherslu á gæði svo við getum
verið stolt af okkar framleiðsluvöru
auk þess sem við munum leggja
metnað okkar í að vera góður fjár-
festingakostur. „Skagaströnd
stendur og fellur með fyrirtækinu.
Þarna er allur kvótinn," segir Óskar
að lokum.
Ein milljón sænskra króna
til rannsókna, sem tengjast
notkun lofttegunda
í lækningaskyni
AGA er eitt af stærstu framleiðslu-
fyrirtækjum lofttegunda í heimi
og mikilvægur söluaðili lofttegunda til lækninga í sjúkrahúsum og á
heilsugæslustöðvum.
AGA er einnig einn af stærstu
styrkveitendum til rannsókna á sviði
læknavísinda
Rannsóknarsjóður AGA er rekinn sameiginlega af Karolinska Institutet
og AGA AB og hefúr á undangengnum 9 árum veitt styrki til 170
rannsóknarverkefna. Árið 1996 hefúr sjóðurinn eina milljón sænskra
króna til úthlutunar.
Fyrir rannsóknaraðila á öllum
Norðurlöndum
Rannsóknarsjóður AGA á sviði læknavísinda stendur öllum
rannsóknaraðilum á Norðurlöndum opinn, hvort heldur læknum,
dýralæknum eða tannlæknum. Ert þú með verkefni í gangi eða hugmynd,
sem hefúr eða gæti hafl þýðingu við notkun lofttegunda í lækningaskyni?
Verkið eða hugmyndin getur varðað bæði hefðbundnar lofltegundir eins og
súrefni og glaðloff, sem og aðrar áhugaverðar lofltegundir t.d. koldíoxíð,
eðallofttegundir, köfnunarefni eða háhreinar lofttegundir og loftblöndur.
Aðilar frá Karolinska Institutet og AGA
skipa stjórn sjóðsins, sem veitir styrktarféð
Prof. Dag Linnarsson — Karolinska Institutet
Prof. Gunnar Bomann —Akademiska Sjukhuset, Uppsala
Dr.Jan Eklund — Karolinska Sjukhuset
Prof. Hugo Lagercrantz — Karolinska Sjukhuset
Prof. Göran Hedenstierna —Akademiska Sjukhuset, Uppsala
Prof. Per Rosenberg — HUCS, Helsingfors
Dr. Lars Irestedt — Karolinska Sjukhuset
Rolf Petersen —AGA AB
Umsóknargögn
Umsóknargögn eru fáanleg hjá ÍSAGA hf., Breiðhöfða 11, 112 Reykjavík,
eða beint frá AGA AB, Medicinska Forsikningsfond, S-18181 Lidingö,
Svíþjóð.
Umsóknarffestur rennur út 19. febrúar 1996. Svör við umsóknum berast
um miðjan april og úthlutunarathöfnin verður í Stokkhólmi í maí 1995.
Rannsóknarsjóður AGA AB á sviði
læknavísinda á öllum Norðurlöndum
ÍSLAND: ÍSAGA h.f, pósthólf 12060, 132 ReykjaviE sími 577 3006
SVÍÞJÓÐ: AGA Gas AB, 17282 Sundbyberg. sími 08 706 9500
DANMÖRK: AGA A/S,Vermlandsgade 55,2300 Köbenhavn S, sími 32 83 66 00
NOREGUR: AGA AS, Box 6039, Etterstad, 0601 Oslo, sími 22 72 76 00
FINNLAND: Oy AGA Ab. Karapellontie 2,02610 Espoo, sími (9)0-591 61
býður þér góðan dag
L]úffeng og holl blanda af úrvals ávöxtum,
ristuðu korni, hnetum og möndlum.
Njóttu þess á þinn hátt
- hvencer dagsins sem þú helst vilt.
HÉÍ & NÚ AUdÝSINGASTOfA / SÍA