Morgunblaðið - 14.01.1996, Qupperneq 30
. 3.0 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BJORG
JÓHANNESDÓTTIR
+ Björg Sigurrós
Jóhannesdóttir
fæddist á Holta-
stöðum í Langadal,
Austur-Húnavatns-
sýslu, 6. ágúst 1899.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Skjóli
28. desember síð-
astliðinn og fór út-
förin fram frá Ás-
kirkju 4. janúar.
ÁLLT frá upphafi
Löngumýrarskóla hef-
ur nafn Bjargar Jó-
hannesdóttur handa-
vinnukennara frá Móbergi í
Langadal verið ótjúfanlega tengt
þeim stað. Þegar vinkona hennar
og samkennari Ingibjörg Jóhanns-
dóttir ákvað að stofna húsmæðra-
skóla á Löngumýri fylgdi Björg
henni frá húsmæðraskólanum á
Staðarfelli norður í Skagafjörð. Á
Löngumýri kenndi hún handavinnu
í 23 ár, og var Ingibjörgu stoð og
stytta í öllu starfi. Vinátta þeirra
var fágæt. Saman fluttust þær til
Reykjavíkur þegar starfi þeirra á
Löngumýri lauk 1967. Þær bjuggu
sér heimili á Reynimel og uppskáru
eins og til var sáð. Nemendur þeirra
sýndu þeim ræktarsemi og um-
hyggju og gamlir vinir og nýir nutu
gestrisni þeirra. Síðustu árin
bjuggu þær á Skjóli og báru hag
þess heimilis mjög fyrir brjósti.
Ég minnist Bjargar fyrst þegar
ég kom í heimsókn á Reynimelinn,
þessarar kviku eldri konu með bjart
bros og mikla þjónustulund. Far-
sælum kennsluferli var lokið og
heimilisstörf á gestkvæmu heimili
nöfðu tekið við. Björg studdi starf-
semi Löngumýrarskólans bæði
efnalega og andlega. Gott þótti
mér ávallt að vita til bæna þeirra
vinkvenna fyrir mér og starfinu
hér. Björg var létt og kvik á fæti,
þar til Elli kerling yfirbugaði krafta
hennar, en sinu góða minni, skörpu
hugsun og reisn hélt hún fram í
andlátið.
Síðast sáumst við á aðfangadag.
Kraftar hennar voru ekki miklir, en
þó fór svo að hún komst með hjálp
vina á jólamessuna á Skjóli. Ég veit
að það gladdi hana mjög. Meðan ég
stóð við snerist hinn sívakandi hugur
hennar aðallega um sameiginlega
vinkonu okkar sem ekki er alveg
heil heilsu. Svona var Björg, alltaf
með áhuga fyrir velferð vina sinna.
En árin voru orðin mörg og lík-
aminn farinn að kröftum. Hún þráði
að Iosna úr viðjum hans og fékk
þá ósk uppfyllta að hverfa inn í
dýrð jólánna hjá þeim Guði sem hún
treysti fyrir sér og öllu sínu.
Löngumýrarskóii stendur í stórri
þakkarskuld við Björgu fyrir öll
hennar velunnu störf og gjafir, en
þó fyrst og fremst fyrir elsku henn-
ar til hans.
Guð blessi minningu
Bjargar Jóhannesdótt-
ur.
Margrét K.
Jónsdóttir.
Þann 28. desember
síðastliðinn andaðist
gagnmerk kona og
góður þjóðfélagsþegn á
hjukrunarheimilinu
Skjóli. Aldur hennar
var orðinn 96 ár og nær
5 mánuðir að auki.
Stundum gleymast slík
gamalmenni, einkum
ef þau hafa um nokkur ár dvalið á
stofnun, fjarri ys þjóðlífsins. En
þetta átti ekki við um Björgu, vin-
konu mína. Við útför hennar troð-
fylltist Áskirkja af fólki á ýmsum
aldri. Þetta sannfærði mig enn einu
sinni um það, sem ég hef reyndar
vitað lengi, að Björg átti miklum
vinsældum að fagna, sem entust '
áratugum saman.
Björg S. Jóhannesdóttir var fædd
6. ágúst 1899. Hún var Húnvetning-
ur að ætt og uppruna og kenndi sig
alltaf við Móberg í Langadal, þar
sem hún ólst upp. í munni okkar
vina hennar var hún aftur á móti
oftast nefnd Björg frá Löngumýri.
Þar hafði hún um áratugi staðið við
hlið Ingibjargar, stofnanda og
skólastjóra húsmæðraskólans, vin-
sæl af nemendum og ákaflega vel
verki farin. Vinátta þessara tveggja
kvenna var einlæg og traust, svo
ólíkar sem þær þó voru. Ingibjörg
var hugsjónakona. Oft var hægt að
undrast, hve langt hún komst með
takmörkuð fjárráð og hugsjónaeld-
inn nær einan að vopni. Björg var
aftur á móti afar raunsæ, stóð
traustum fótum á jörðinni og var
líkust kletti, sem ekkert gat hagg-
að. En báðar unnu þær af miklum
heilindum og sjálfsafneitun fyrir
skólann sinn og nemendahópinn,
sem þar var hveiju sinni.
Þegar árin verða mörg að baki,
hættir sumum kennurum til að
staðna í starfi í stað þess að afla
sér víðtækari menntunar en fyrir
hendi var í æsku þeirra. Á starfs-
ferli sínum lagði Björg mikla áherslu
á að sækja ýmiss konar námskeið.
Það sem hún lærði þar notfærði hún
sér síðan í kennslu sinni. Enda var
handavinna nemenda hennar bæði
fjölbreytt og falleg. Öll vinna lék i
höndum hennar, hvort sem um
sauma, smíðar eða eitthvað annað
var að ræða. Sjálf á ég ýmsa hluti,
sem hún gaf mér og bera merki um
smekkvísi hennar og hagleik.
Kynni okkar hófust á Löngumýri,
þó að ég væri ekki nemandi hennar
þar. í önnum og vanda dagsins var
gott að eiga hana að vini og ráðgjafa.
Er starfstímanum á Löngumýri
lauk, fluttu þær vinkonumar hingað
til Reykjavíkur. Stuttur spölur var
ANDRÉS KJERÚLF
+ Andrés H.G. Kjerúlf fædd-
ist 30. mars 1905 í Sauð-
haga í Vallahreppi á Fljótsdals-
héraði. Hann lést 4. janúar sl.
á Dvalarheimili aldraðra, Borg-
arnesi, og fór útförin fram frá
Reykholtskirkju 13. janúar.
FLESTIR eiga sem betur fer góðar
minningar frá æsku sinni, sjálfur
átti ég hamingjuríka æsku. Á þess-
ari stundu vil ég segja nokkur orð
um afa minn, sem reyndist mér svo
. vel og var óijúfanlegur hluti af lífí
mínu. Hann var ekki aðeins góður
og skemmtilegur karl, heldur hafði
hann marga kosti sem myndu prýða
hvem mann og bæta sérhvert þjóð-
félag. Vinnusamari manni hef ég
aldrei kynnst, hann var alltaf að. I
seinni tíð átti hann um 50 ær og
hugsaði um þær af alúð. Hver kind
” átti að sjálfsögðu sitt nafn. Nafnið
tengdist gjarnan eiginleikum eða
atvikum í lífí viðkomandi, svo sem
Elding, Grána, Jöklakolla og Móru-
dóttir. Það er vandi að umgangast
sauðfé, sagði afi minn oft ef honum
fannst ég ekki nógu nærgætinn.
Þegar afi hafði sinnt eigin búi og
heimilisstörfum fór hann og aðstoð-
aði aðra, föður minn, Svein Björns-
son og fleiri. Hann eyddi miklum
tíma í Snorragarðinum, sérstaklega
á vorin við að Iagfæra og undirbúa
gróðurinn fyrir sumarið. Aldrei man
ég eftir því að afi ræddi um kaup
eða peninga en ég veit að eitt sinn
hætti hann í verkefni því það var
of mikið borgað fyrir það að hans
mati.
Afi minn var ekki efnahagslega
auðugur maður en nægjusamari
og hamingjusamari mann veit ég
tæpast um. Hann eyddi litlu en var
alls ekki nískur, hafði nóg fyrir sig
og meira þurfti hann ekki. Afi var
skemmtilega hreinskilinn og hikaði
MINNINGAR
þá milli heimilis míns og þeirra,
enda áttum við Björg mörg spor þar
á milli. Ingibjörg var þá nær blind
en Björg enn vel sjáandi, svo að hún
var tíðari gestur á heimiii mínu.
Tilefnið var þá oftast að gera mér
einhvem greiða. Báðar þessar konur
vom mjög trygglyndar. Þess hef ég
notið í ríkum mæli.
Meðan Björg hafði enn góða sjón
og starfskrafta, lá hún ekki á liði sínu,
ef hún taldi að gott málefni þyrfti á
stuðningi hennar að halda. Þegar ég,
ásamt fleiri konum, annaðist fundi
fyrir telpur á vegum Kristniboðsfé-
lags kvenna, þar sem meðal annars
var unnið að margs konar föndri,
stóð ekki á aðstoð Bjargar, er ég
nefndi það mál við hana. Hún kom
hvem föstudag í misjöfnu vetrar-
veðri. Fjölhæfni hennar naut sín vel
í því starfí, sem hún sinnti með mik-
illi fómfysi og gleði. En það vom líka
einu laun hennar.
Þegar aldur færðist yfir, sjónin
dapraðist og sjúkdómar og ellihrörn-
un setti mark sitt á líkama hennar,
tók þessi sterka og starfsama kona
því vel eins og öllu öðru, sem mætt
hafði á lífsleiðinni. Hún kvartaði
aldrei, sagði alltaf að sér liði vel.
Aðeins einu sinni lét hún þau orð
falla við mig í trúnaði, að sér þætti
erfiðast að þurfa á öllum sviðum
að vera háð hjálp annarra. En svo
bætti hún við, að hjáipin væri veitt
af fúsleik og með glöðu geði. Ég
skildi hvað hún átti við og sagði,
að auðvitað væri þetta ný reynsla
fyrir hana sem alla ævi hefði þjónað
og hálpað öðrum.
Þó að líkami Bjargar hrörnaði og
parkinsonveikin léki hana grátt,
hélt hún andlegu heilbrigði og minni
til hinstu stundar. Hún vissi ná-
kvæmlega hvar hver einstakur smá-
hlutur var, þó að hún væri blind.
Og hún mundi allt, sem gerðist dag-
lega. Þegar Ingibjörg andaðist
síðastliðið vor, brá Björgu mikið við.
Ingibjörg hafði fótavist og var vön
að sitja inni í herbergi Bjargar.
Þannig höfðu þær ánægju af návist
hvor annarrar. Þessa síðustu mán-
uði urðu því dagarnir langir hjá
Björgu minni. Ég fann þá sárt til
þess, að heilsu minni var þannig
farið, að ég gat ekki heimsótt hana
til að stytta henni stundir. Þegar
ég reyndi að tala við hana í síma,
átti hún erfitt með að ná í símtólið,
nema einhver væri inni í herberginu
henni til aðstoðar.
Síðast þegar ég kom til hennar,
viku áður en hún dó, gerði ég mér
ljóst að hveiju stefndi. Við kvödd-
umst með hlýju eins og ávallt. Sein-
ustu orðin, sem hún hvíslaði voru:
„Þakka þér fyrir allt.“
Það er ég sjálf, sem hef ástæðu
til að þakka, þakka vináttu og trú-
festi hennar, þakka fyrirbænir og
margs konar aðstoð, meðan hún
hafði krafta til. Björg var sönn fyr-
irmynd á mörgum sviðum. Þolgæði,
fómarlund og tryggð einkenndu líf
hennar til hinstu stundar.
Ég þakka Guði fyrir að hafa
kynnst henni og átt hana að vini í
nær hálfan fjórða áratug.
Lilja S. Kristjánsdóttir.
ekki við að láta skoðanir sínar í
ljós. Að góðra sveitamanna sið
hafði hann ýmislegt út á nágrann-
ana að setja, sérstaklega ef honum
þótti menn ekki nógu vinnusamir.
Eftir heilablóðfallið 1987 lá hann
á dvalarheimilinu í Borgarnesi.
Auðvitað var skelfilegt að maður
sem var alltaf á ferðinni skyldi
verða rúmfastur, en hann var and-
lega hress og fylgdist að vanda vel
með öllu. Þegar við heimsóttum
hann var hægt að ræða við hann
um allt milli himins og jarðar. Afi
uppveðraðist allur þegar hann
heyrði að íris væri að læra hjúkrun-
arfræði og ræddi ávallt við hana
um efnafræði en hana hafði hann
lært á Hvanneyri fyrir um 70 árum.
Hann var mjög ern allt framundir
það síðasta. Þegar nákomnir ætt-
ingjar falla frá finnur maður að
það deyr partur af manni sjálfum.
Vonandi get ég miðlað áfram ein-
hverjum hluta af öllu hinu góða
er þú hafðir fyrir mér, vertu sæll,
afi minn.
Guðmundur Ingi Kerjúlf.
KJARTAN
GUÐJÓNSSON
+ Kjartan Guðjónsson fæddist
í Heydal, Bæjarhreppi,
Strandasýslu, 2. desember
1911. Hann lést á heimili sínu
aðfaranótt gamlársdags og fór
útförin fran frá Bústaðakiiju
5. janúar.
Á VORDÖGUM síðasta árs gátu
stúdentar frá MA 1935 minnst 60
ára stúdentsafmælis síns. Þá var
um 22 manna hóp að ræða. En á
afmælisdaginn 1995 voru 15 horfn-
ir yfir móðuna miklu. Sjö voru þá
enn við lýði. En nokkrum mánuðum
síðar hafði einn til viðbótar safnast
til feðra sinna og mæðra. Á gaml-
ársdag 1995 barst mér svo frétt um
að Kjartan Guðjónsson hefði lokið
sínu lífshlaupi. Hinn 17. úr hópnum
hafði þar með kvatt þennan heim.
Nú eru því aðeins fímm eftir af
stúdentunum frá MA 1935. Það er
því sigið á seinni hluta þessa hóps
og þeirra kveðjustund örugglega á
næsta leiti. Klukkan glymur þeim
brátt og sá árgangur verður þá úr
sögunni í þessum heimi. Þessir síð-
ustu eru nú orðnir aldnir að árum
og skynja nálægð hvíldarinnar sem
góða lausn undan ásókn ellinnar.
Sé litið til baka á æskunnar ár á
ævinnar hallandi degi, þá virðist svo
stutt síðan við lékum okkur að
stráum. Gleymdum stað og stund.
Horfðum hugfangnum augum upp
í stjömustirndan himin og létum
okkur dreyma um óvænt, ókomin
ævinnar ævintýri. En þau hafa í
raun orðið minni í sniðum en skyldi.
Þó hefur sitthvað farið vonum fram-
ar. En nú er ævitíminn eyddur og
dagur kominn að kveldi. Vísa með
heitinu „Það var eitt kvöld“ eftir
Jón Helgason kemur skyndilega í
hugann;
Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis
barið.
Ég hlustaði um stund og tók af kertinu
skarið.
Ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér
svarið:
Hér kvaddi Lífíð sér dyra og nú er það farið.
Við stöndum nú í áþekkum hug-
renningasporum og skáldið. Dags-
verki okkar er lokið eða því sem
næst. Kominn er tími tii að taka
af kertinu mínu og þínu skarið. Störf
Jóns vora mikil og fjölþætt en okk-
ar eru lítillar gerðar og við hörmum
gildisleysi þeirra. En gjört er gjört
og verður ekki aftur tekið. Leiknum
er lokið og yfir litlu að miklast.
Ekki var of vel á spilunum haldið.
Nöfn okkar á spjöldum sögunnar
vel flestra lítt greinileg og brátt
útmáð með öllu.
Stúdentahópurinn frá MA 1935
er þó ekki verri en margir aðrir.
Langt í frá. Hann hefur í heild og
hver einstakur lagt sinn skerf af
mörkum til gagns landi og þjóð.
Eijað langan dag og í mörgu snúist
og nokkru til leiðar komið. Hann
bar með ýmsum hætti svip síns skóla
og naut þroskagjafanna þar. Ávaxt-
aði sitt pund ekki verr en gengur
og gerist og skilaði sínu hlutverki
eftir bestu getu. Er tilefni til að
krefjast meira?
Einn traustur og góður starfs-
maður úr þessum hópi hefur nú eins
og árið 1995 liðið í aldanna skaut
og kemur ekki til baka. Hann leysti
sínar landfestar í árslok, þá er dag-
inn var aðeins tekið að lengja og
hóf siglingu með nýju ári inn á svið
nýrrar tilveru.
Kjartan varð 84 ára 2. des. sl.
Heilsa hans hafði verið bágborin
síðasta árið og honum var ekkert
að vanbúnaði. Hann var ættaður
úr Strandasýslu af góðu bergi brot-
inn. Bóndasonur frá Heydal í Bæjar-
hreppi. Átti sem fleiri frá þessum
tíma við fremur þröngan kost að
búa. Af miklum dugnaði, vinnusemi
og einbeitni hóf hann skólagöngu í
M.A. Naut hann í því sambandi sér-
stakrar og ómetanlegrar fyrir-
greiðslu sæmdarhjónanna Sigurðar
Stefánssonar, prests og síðar vígslu-
biskups, á Möðruvöllum í Hörgár-
dal, og konu hans Maríu Ágústs-
dóttur. Bar Kjartan af þeim sökum
ætíð til þeirra einstakan þakkarhug.
Þau voru og honum alla tíð tryggir
vinir og velunnarar. En Sigurður
Guðmundsson skólameistari greiddi
götu hans á þeirra fund. Kjartan
varð svo einn stúdentanna, er út-
skrifuðust vorið 1935.
Að því loknu vann hann við
kennslu- og skrifstofustörf. Var
kaupfélagsstjóri á Eskifirði og síðar
Borðeyri. Árið 1947 varð hann skrif-
stofustjóri hjá Ofnasmiðjunni hf.
Reykjavík og gegndi því starfi óslit-
ið nokkuð fram yfír aldursreglutak-
mörk. Vinnuveitendur hans lýstu
því yfír, þá er hann varð sjötugur,
að hann mætti vinna eins lengi og
heilsa framast leyfði. Þeir mundu
ekki segja honum upp störfum. Þá
er Kjartani fannst orku sinni tekið
að hnigna sagði hann sjálfur upp.
Hann vildi ekki láta neinn tapa á
sinni vinnu. Forstjóri fyrirtækisins
lét svo ummælt við undirritaðan:
„Kjartan var öðlingsmaður, vel lið-
inn af öllum, traustur og öruggur
starfsmaður."
Öll sín störf vann Kjartan af sér-
stakri samviskusemi, ósérhlífni,
dugnaði og árverkni. Hann lá aldrei
á liði sínu. Naut því virðingar og
trúnaðar hjá atvinnuveitendum sín-
um. Þeim var fullljóst, að þar fór
traustur og gagnhollur starfsmaður.
Kjartan var og prýðilegur skóla-
bróðir og félagi. Hann brást ekki
trúnaði og var einkar fús að rétta
þeim hjálpandi hönd ef svo bar und-
ir og þörf krafði. Hann var maður
friðsamur, tillitsgóður og óáleitinn.
Fylgdist vel með því sem gerðist.
Hafði sig lítt í frammi. Var frekar
hlédrægur og hið mesta prúðmenni.
Hann var vinur vina sinna og dreng-
ur góður.
Árið 1939 kvæntist Kjartan Matt-
hildi Pálsdóttur frá Staðarhóli á
Akureyri, mikilli prýðis- og
ágætiskonu. Hún átti ættir að rekja
í Svarfaðardal. Var sambúð þeirra
hin besta. Þau eignuðust tvo syni,
Halldór og Gunnar. Ég leit svo til
að hjónaband þeirra hafi verið eink-
ar farsælt og ég vissi að konan var
Kjartani mjög hjartkær.
Á síðastliðnu sumri heimsótti ég
þau hjónin að hinu myndarlega
heimili þeirra að Fossheiði 18, Sel-
fossi, og fékk viðtökur góðar. Þá
voru rifjaðar upp gamlar minningar
frá MA, sumar kátbroslegar, því enn
var hægt að leika á létta strengi.
Nú eru þau tækifæri að baki. Páll
Árdal hefur rétt að mæla þá hann
segir:
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast,
það er lífsins saga.
Minningarnar lifa meðan enn var-
ir dagur og heilinn gegnir sínu starfí
viðhlítandi.
Kjartani var þá orðið ljóst að kvöld
var fyrir stafni og hann gat af heilum
huga tekið undir með Matthíasi Joc-
humssyni:
Ég fel í forsjá þína
guð faðir sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
ðll bornin þín
svo blundi rótt.
Við stúdentarnir frá MA vorið
1935, farnir og ófamir, kveðjum nú
góðan og tryggan vin og félaga.
Þökkum honum ágæt störf og ein-
stök kynni, drengskap og hollustu
frá því að leiðir lágu saman. Við
óskum honum nú fararheilla á veg-
ferðinni til nýrrar tilveru á sviðum
hækkandi sólar.
Konu hans og niðjum vottum við
dýpstu samúð. Heimilið var Kjartaní
alltaf mikils virði og þangað leitaði
löngum hugur hans og hjarta.
F.h. samstúdenta frá MA 1935,
Eiríkur Pálsson
frá Ölduhrygg.