Morgunblaðið - 17.01.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.01.1996, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞÖGN Stálpastaða er rofin með vélardyn. Jámblendið kaupir kurl af Skógræktinni Tillaga sjálfstæðis- manna í borgarráði Vilja semja við skóla um þjónustu BORGARRÁÐSFULLTRÚAR. Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um að þjónustusamn- ingar verði gerðir á grundvelli samningsstjómunar við allt að fimm grunnskóla borgarinnar. Miðað verði við að samningurinn taki gildi um leið og Reykjavíkur- borg taki við rekstri skólanna. Borgarráð frestaði afgreiðslu til- lögunnar. í greinargerð með tillögunni segir að á undafömum ámm hafi mikið verið rætt um nauðsyn þess að breyta opinberum rekstri og draga úr miðstýringu en dreifa valdi til einstakra eininga og stofn- ana. Þekkt aðferð sé samnings- stjórnun, sem feli í sér að gerður er samningur milli aðila um rekst- ur til ákveðins tíma og skilgreint um leið innihald og umfang starf- seminnar og rekstrarumhverfi. Tilgangurinn sé að auka sjálfstæði stofnana og ná um leið betri árangri, framleiðni og hagræð- ingu. Skólastjórnendur taka hugmyndinni vel Bent er á að í umræðu um auk- ið sjálfstæði skóla á undanförnum ámm hafí hugmynd um samnings- stjómum verið áberandi. Á fundi skólastjóra í Reykjavík fyrir nokkram ámm hafí þær fengið góðan hljómgrunn og undirtektir. Á vegum Skólaskrifstofu hafí og verið unnið að því að styrkja fjár- hagslegt sjálfstæði skólanna. Það ætti því að vera góður jarðvegur til að hrinda af stað tilraun til samningsstjómar með tilteknum Qölda grannskóla. Loks segir að sjálfstæðismenn telji brýnt að að stíga þetta skref nú þegar fyrir dyram standi yfír- færsla grannskólans til sveitarfé- laga. Rætt hafi verið við nokkra skólastjórnendur sem hafí tekið hugmyndinni vel. Grund. Morgunblaðið. SKÓGRÆKT rfkisins hefur samið við Jámblendiverksmiðjuna á Grundartanga um að selja henni um 200 tonn af flís eða kurli til starfsemi sinnar. Jámblendiverk- smiðjan notar kurlið til brennslu í vinnsluofni og duga 200 tonnin aðeins til nokkurra daga, en ann- ars flytur verksmiðjan efnið inn. Upphæð samningsins er um 800 þús. kr. Nú starfa fjórir skógarhöggs- menn á Stálpastöðum í Skorradal við að höggva tré upp í þennan samning, en ætlunin er að fella HANDTÖKUBEIÐNI hefur verið gefin út á hendur Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni, sem Hæstiréttur dæmdi í tveggja ára fangelsi í nóv- ember sl. Þórhallur mætti ekki til afplánunar og hefur lögregla verið beðin um að hafa uppi á honum og handtaka hann. Granur leikur á að Þórhallur hafí farið úr landi. Þórhallur var dæmdur fyrir að svíkja 38,1 milljón króna úr ríkis- um tvö til þrjú hundruð tonn af viði, sem unninn verður í borðvið og flís. Á Stálpastöðum eru margir fal- legir teigar af sitkagreniskógi frá nokkrum stöðum í Alaska eða af mismunandi kvæmum eins og það er kallað. Það hefur komið í Ijós að hvert kvæmi hefur sín séreinkenni og hafa þau reynst misjöfn að vaxtar- færni, frostþoli og vaxtarhraða. Eitt kvæmi hefur þótt bera nokk- uð af öðrum, en það er frá Cordova. sjóði með því að skila vikulega röngum virðisaukaskattsskýrslum á áranum 1992-1994. Einnig var hann dæmdur fyrir að hafa rang- lega tilkynnt hlutafélagaskrá um 60 milljóna króna hlutfjáraukningu Vatnsberans, félags sem stofnað var til að vinna að vatnsútflutn- ingi, og fyrir að svíkja út orlofsfé úr Ábyrgðarsjóði launa. Þá var hann dæmdur til að greiða 20 millj- Árið 1961 voru gróðursettar rösklega 40.000 plöntur af þessu kvæmi í samfelldan reit. Nú eru hæstu trén komin á tólfta metra og farin að bera þroskuð fræ. Þessi reitur hefur nú verið valinn sérstaklega af rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá til fræræktar. Með því á að tryggja að þetta kvæmi af sitkagreni geti þakið fleiri svæði víða um land. Svæði þetta á Stálpastöðum hef- ur þarfnast grisjunar því tré í fræ- ræktarreit þurfa meira rými og standa gisnar en tré í timburskógi. óna króna sekt auk þess að greiða til baka fjárhæðina sem hann sveik út. Ef vitneskja berst um að íslend- ingur með óafplánaðan refsidóm sé á einhveiju hinna Norðurland- anna er hægt að senda dóminn utan til fullnustu í því landi þar sem viðkomandi er. Erfiðara er að eiga við málið ef dæmdir menn eru í öðram löndum. Dæmdur maður í „Vatnsberamáli“ mætti ekki til afplánunar Handtökubeiðni gefin út Ríkisstjórnin og borgarráð Andlát Leiðtogafundar verður minnst RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að undirbúa í samvinnu við borgar- stjóm Reykjavíkur hátíðarhöld til að minnast þess að tíu ár eru síðan leiðtogafundur Reagans og Gorb- atsjovs var haldinn hér á landi og borgarráð samþykkti samhljóða til- lögu um samvinnu við ríkisstjórn- ina. { samþykkt ríkisstjórnarinnar og borgarráðs segir að telja megi að fundur leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hér á landi hafí átt verulegan þátt í endalokum „kalda stríðsins". Leitað verði samstarfs við innlenda og erlenda aðila sem kynnu að hafa áhuga á að koma að málinu. í greinargerð sem fylgir sam- þykktunum segir að þeirri skoðun hafi vaxið fylgi að straumhvörf hafi orðið í afvopnunarviðræðum stórveldanna á Reykjavíkur- fundinum. Með því að minnast fundarins verði lögð áhersla á að nafn Reykjavíkur sé tengt fundi sem með öðru leiddi til breyttrar heimsmyndar og bættra samskipta stórþjóðanna. Fram kemur að gestgjafar verði forsætisráðherra og borgarstjóri sem skipi fámennan framkvæmda- hóp til að samhæfa undirbúning. Fjármögnun verði á ábyrgð ríkis og borgar, en einstakir atburðir verði kostaðir af einkaaðilum og fyrir- tækjum, íslenskum og erlendum. Litið til framtíðar Þá segir: „Hátíðarhöldin beinist annars vegar að því að rifja upp fundinn frá 1986. og áhrif hans á framvindu heimsmála. Til þessa hluta verði boðið aðilum, sem tóku þátt í leiðtogafundinum 1986. Hins vegar verði litið til framtíðar og iíklegrar þróunar heimsmála. Er- lendum áhrifamönnum úr stjórn- mála- og athafnalífi verði boðið að fjalla um þann þátt. Leitað verði sjónarmiða víðar að en frá Banda- ríkjunum og Rússlandi, t.d. frá þróunarlöndum Asíu og Afríku, auk Evrópu." ASGEIR JAKOBSSON ÁSGEIR Jakobsson rit- höfundur lést á heimili sínu í gær, á sjötugasta og sjöunda aldursári. Ásgeir fæddist 3. júlí 1919 í Bolungavík í Hólshreppi í Norður-ísa- fjarðarsýslu, sonur Jak- obs Elíasar Bárðarsonar formanns og útvegs- bónda þar og Dórótheu Helgu Jónasdóttur. Asgeir stundaði nám í unglingaskóla og Hér- aðsskóla Laugarvatns einn vetur, Kennara- skóla íslands einn vetur og Stýrimannaskólanum í Reykjavík þar sem hann lauk meira físki- mannaprófi 1945. Hann stundaði sjómennsku frá 1934-47 og bóksölu í Bókabúð Rikku á Akureyri 1945-64 en hefur síðan stundað rit- störf og skrifað aðaliega um sjávar- útveg. Hann var dálkahöfundur við Morgunblaðið og tímaritið Ægi til 1976 en síðan vann hann að mestu við gerð og ritun bóka sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Hann hefur skrifað skáldsögur, ævisögur, söguleg rit og kennslubækur svo eitt- hvað sé nefnt. Seinasta bók hans, Pétur sjómað- ur, kom út um síðustu jól og var tuttugasta og fyrsta bók Ásgeirs sem var kunnastur fyrir ævi- sögur útgerðarmanna, þar á'meðal Einars sögu Guðfinnssonar og Ósk- ars sögu Halldórssonar, íslandsbersa. Ásgeir gekk að eiga Friðriku Friðriksdóttur bóksala á Akureyri árið 1947 en hún lést árið 1951. Þau áttu einn son, Ásgeir. Hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Bergrós S. Jóhann- esdóttur, árið 1952, og eiga þau fjögur börn, Elsu Karólínu, Jóhann- es, Bergrós og Jakob Friðrik. Ásgeir Jakobsson skrifaði um ára- bil greinar í Morgunblaðið og vöktu þær ævinlega mikla athygli. Morg- unblaðið þakkar honum langt sam- starf og sendir ástvinum hans sam- úðarkveðjur. Stækkun álversins Níu tilboð í stálgrind kerskála NÍU tilboð, þar af tvö íslensk, bárust í stálgrind nýs kerskála vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Tilboðin voru opnuð í Ziirich í Sviss í vikunni. Farið verður yfir þau á næstu tveimur vikum og þau borin saman áður en afstaða verður tekin, að sögn Rannveigar Rist, upplýsinga- fulltrúa ISAL. Hún sagði að átján aðilum hefði verið boðið að bjóða í verk- ið. Meðal níu tilboða sem hefðu borist væru tilboð frá ístaki og vélsmiðjunni Odda á Akureyri. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir við stálvirkið hefjist um miðjan maí og er áætlað að þeim ljúki um tveimur mán- uðum eftir að vinnu við steypu- virki lýkur. Framkvæmdir við steypuvirki hefjast í þessari viku og er áætlað að þeim ljúki í októbermánuði. Varðhald framlengt ísafirði. Morgunblaðið. GÆSLUVARÐHALD yfír þremur mönnum, sem hand- teknir voru ásamt tveimur öðr- um um síðustu helgi vegna inn- brots í Shell-skálann í Bolung- arvík, var framlengt síðdegis í gær, fram til kl. 17 á föstudag. Brotist var inn í Shell-skál- ann aðfaranótt síðastliðins föstudags og þaðan stolið pen- ingaskáp og vindlingum auk þfiss sem peningar úr sjóðsvél- um voru teknir. HeildarfjárhaA þess sem stolið var er talin vera á bilinu 3-400 þúsund krónur. Þeir sem þama voru að verki eru einnig grunaðir um að hafa brotist inn í áhaldahús staðarins þar sem tekin voru verkfæri til að bijóta upp peningaskápinn, en hann fannst tómur á auðu svæði nálægt áhaldahúsinu. Lögreglan í Bolungarvík hóf þegar rannsókn málsins og síðla á föstudagskvöld höfðu fimm menn verið handteknir, grunað- ir um aðild að innbrotunum. Einum þeirra var sleppt fljót- lega en flórir voru hafðir í haldi fram á sunnudag, er einum til viðbótar var sleppt. Tekinn á 123 km hraða LÖGREGLAN í Reykjavík mældi ökumann á 123 km hraða á Vesturlandsvegi við Grafarholt skömmu fyrir há- degi í gær. Leyfilegur hámarks- hraði er 70 km á þessum stað. Ökumaðurinn var færður á lög- reglustöð og sviptur ökuréttind- um til bráðabirgða. Þriggja bíla árekstur varð um hádegisleytið í gær á Kringlu- mýrarbraut á móts við Nesti. Einn þeirra varð að fjarlægja með kranabíl. Ökumaður þess bíls fór sjálfur á slysadeild með minniháttar meiðsli. Atak í vímu- efnafræðslu BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að óska eftir því við samstarfshóp um vímuefnavarnir að hann móti hið fyrsta tillögur um hvernig standa skuli að fræðsluátaki í efri bekkjum grunnskólans. Verði við það miðað að slíkt átak geti farið fram þegar á þessu misseri og nái bæði til nemenda og foreldra þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.