Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vinnustaðafundir frambjóðenda vegna kosninganna í Dagsbrún á föstudag og laugardag
Morgunblaðið/Sverrir
HALLDÓR Björnsson (t.v.), formannsefni A-listans, sem býður fram til forystu í
Dagsbrún, ræddi við félagsmenn í Hitaveitu Reykjavíkur í gær.
Morgunblaðið/Sverrir
SIGURÐUR Rúnar Magnússon og Kristján Arnason, efstu menn á B-listanum, sem
ræða við félagsmann að loknum kosningafundi í Granda í gær.
Efstu menn A- lista á kosningafundi í Hitaveitunni
Ný launastefna og
beinar hækkanir
EFSTU menn A-listans þræddu vinnustaði í
gær til að kynna málstað sinn félagsmönnum
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, en tveir
dagar eru til stjórnarkosninga í félaginu. Það
var tekið að dimma þegar Halldór Björnsson,
formannsefni A-listans, og Sigríður Olafsdótt-
ir varaformannsefni settust á rökstóla með
Dagsbrúnarmönnum í Hitaveitu Reykjavíkur
síðdegis í gær.
Halldór kvaðst vilja svara þeirri gagnrýni
að stjórn Dagsbrúnar sæti í fílabeinsturni og
erfitt væri að nálgast hana, eða eins og einn
félagsmanna á fundinum orðaði það: „Þið eruð
þarna uppi. Við förum ekki þangað og þið
komið ekki hingað."
„Ég kannast ekki við að erfitt hafi verið að
hitta okkur,“ sagði Halldór, sem hefur setið í
stjórn Dagsbrúnar frá árinu 1958 og verið
varaformaður frá árinu 1982. „Ef þessi ímynd
er til í hugum fólks þarf að rífa hana niður.
En stjórnin á ekki að sækja félagsmenn til að
rífa hana niður. Hún verður að gera það sjálf.“
Halldór sagði að Sigurður Rúnar Magnús-
son, varaformannsefni B-listans, hefði setið
átta ár í stjórn Dagsbrúnar og aldrei flutt til-
lögu um að gerðar yrðu breytingar. ----------
Sigríður Olafsdóttir, sem hefur
setið í stjórn Dagsbrúnar frá árinu
1990, kynnti A-listann á fundinum.
Hún sagði að „réttilega" hefði kom-
ið fram gagnrýni undanfarin ár
Sigríður bar sérstakt lof á Halldór, sem hún
kallaði „silfurrefinn“, og sagði að það hefði
verið ánægja með að fá hann inn á listann
þótt hann gæfi aðeins kost á sér í tvö ár í
mesta lagi. Hins vegar væri brýnt að finna
eftirmann hans sem fyrst til þess að hægt
yrði að „standa bak við hann og byggja upp“
til að taka við.
Þið eruð verkstjórarnir
Beinar
hækkanir
kauptaxta
vegna lítilla breytinga innan stjórnarinnar, en
nú hefði orðið breyting þar á.
Helmingi stjórnar hent út
Halldór sagði að kjarastefna A-listans
væri einföld: „Beinar hækkanir kauptaxta."
Hann sagði að stefnan hefði verið að ná nið-
ur verðbólgu og millistéttin og láglaunafólk
hefði borið þungann af því. Halldór neitaði
ekki að hann hefði tekið þátt í samningum.
Hann sagði að fyrirtæki væru nú að skila
gífurlegum hagnaði vegna þess að ágóðinn
rynni til yfirmanna, en ekki starfsmanna.
Nú væri launastefnan því breytt og krafan
beinar hækkanir.
Einn þeirra Dagsbrúnarmanna, sem sátu
fundinn, en þeir eru aðeins um tíu hjá Hita-
veitunni, spurði hvort stjórn A-listans myndi
ná betri samningum en sú stjórn, sem nú sæti.
-------- „Halldór hefur haft harða stefnu
í kjaramálum,“ sagði Sigríður
Ólafsdóttir og bætti við að það
dygði skammt ef félagsmenn stæðu
ekki sameinaðir að baki forystunni.
„Þið eruð aflið. Það er of algengt
sé: „Ég skipti ekki máli einn,“ en
„Helmingi stjórnarinnar hefur verið hent
út og inn koma nýir, ungir menn,“ sagði Sig-
ríður og bætti við að deilt hefði verið á að
fjórir í stjórn félagsins hefðu verið á skrif-
stofu þess, en næði A-listinn kosningu yrðu
þeir aðeins tveir, Halldór og Sigurður Bessa-
son, sem gefur kost á sér til ritara.
að sagt
þið eruð verkstjórarnir og þurfið að gera upp
við ykkur hvað þið viljið."
Halldór sagði að forysta Dagsbrúnar hefði
verið skömmuð fyrir að lög félagsins, sem
sett voru milli 1930 og 1940, væru of þung
í vöfum, það væri of langt gengið að tvo aðal-
fundi og allsherjaratkvæðagreiðslu þyrfti til
að breyta þeim. Þetta sjónarmið ætti ef til
vill rétt á sér á okkar tímum, en þó þyrfti að
fara með gát.
B-listinn á fundi með Dagsbrúnarmönnum í Granda
Gnmntaxtarnir
eru allt of lágir
B-LISTINN gefur sig út fyrir að vera stjórn-
arandstöðuframboð í kosningunum um forystu
í Verkamannafélaginu Dagsbrún og það fór
ekki á milli mála á vinnustaðafundi, sem hald-
inn var í Granda í hádeginu í gær.
Sigurður Rúnar Magnússon, varaformanns-
efni B-listans, sem sat í stjórn Dagsbrúnar
frá 1987 til 1995. sagði á fundinum að barátt-
an stæði við „steinrunnið einveldi, sern hefur
ríkt frá 1942“ og spurningin væri um „kyrr-
stöðu“ eða að kjósa „venjulega verkamenn"
til áhrifa.
Nú styttist í kosningarnar, sem fara fram
á föstudag og laugardag. B-listinn hélt fundi
á nokkrum vinnustöðum í gær, en í Granda
voru auk Sigurðar Kristján Arnason for-
mannsefni, sem starfar hjá Garðyrkjudeild
Reykjavíkurborgar, og Friðrik Ragnarsson
kosningastjóri, sem gefur kost á sér í vara-
stjórn Dagsbrúnar og sat í stjórn félagsins
1991 til 1992.
Sigurður Rúnar ítrekaði að B-listinn myndi
leggja megináherslu á launin næði hann kosn-
ingu.
„Grunntaxtarnir eru allt of lágir,“ sagði
Sigurður Rúnar. „Það þarf að færa ________
taxta að greiddu kaupi.“
Hann sagði að með þeim hætti
myndi yfirvinnukaup hækka.
Næsta verkefni væri að koma laun-
um á sama stig og í nágrannalönd-
um, „en það gengur ekki í einu skrefi vegna
Sigurður Rúnar. „Ætli að hann sé að frelsast
núna?“
Hann sagði að A-listinn hygðist „slátra
varaformannsembættinu“, sem hefði verið
mikilvægt þegar Tryggvi Emilsson og Guð-
mundur J. Guðmundsson gegndu því, með því
að hafa Sigríði Ólafsdóttur í því og sagði
undarlegt að það ætti aðeins að vera kostur
að Halldór Björnsson hygðist aðeins sitja í tvö
ár næði listi hans kjöri.
Samskipti stjórnar
og félagsmanna
Sigurður gerði einnig samskipti stjómar
Dagsbrúnar yið félagsmenn að umtalsefni og
sagði að eins og málum vaéri nú háttað vantaði
mikið upp á að þau væru í lagi. Koma þyrfti á
reglulegum heimsóknum á vinnustaði til þess
að fylgjast með andanum innan félagsins.
„Dagsbrún á ekki bara að koma þegar eru
vandræði," sagði Sigurður Rúnar og bætti við
að hann hygðist ekki halda sig á skrifstofunni
heldur meðal félagsmanna: „Ég ætla að vera
á gólfinu."
Fulltrúar B-listans fengu ekki margar
------------------ spurningar, en launamálin virtust
Færa taxtana ''Kgia mönnum á hjarta og forvitni
að greiddu um Það hvort fyriræúanir um að
kaupi
hífa launataxta til jafns við greidd
laun þýddi að gerð yrði atlaga að
bónusgreiðslum. Sigurður Rúnar
þess að til þess þarf 100% hækkun“.
Útbrunnir kontóristar
í Armani-fötum
Sigurður Rúnar lýsti A-listanum sem fram-
boði „útbrunninna kontórista, sem ganga um
í Armani-fötum, sem ég og þú höfum ekki efni
á að kaupa“, og sagði mikinn mun á listunum.
„Hvað hefur reynsla Halldórs Björnssonar
[formannsefnis A-listans] fært okkur?" spurði
svaraði því til að ekki væri að ræða um hvata-
tengdar greiðslur heldur ýmiss konar sporslur
á borð við fæðispeninga.
Einum starfsmanna Granda lék forvitni að
vita hvar A-listinn stæði í íslenskri flokkapóli-
tík. Sigurður Rúnar sagði að það mætti einu
gilda í launabaráttu hvar menn stæðu í flokki
og spurði hvort járntjaldið væri ekki fallið.
„Ef eitthvað er hafa pólitísk afskipti verkalýðs-
forystu orðið að fjötrum," sagði Sigurður
Rúnar.
Séra Flóki Kristinsson sendir sóknarnefnd og organista Langholtskirkju bréf *
sagtupp
FLÓKI Kristinsson, sóknarprestur í
Langholtskirkju, hefur óskað eftir
því bréfleiðis að sóknamefnd kirkj-
unnar segi Jóni Stefánssyni organ-
ista upp störfum. Hann segist í öðru
bréfi til Jóns ekki undir neinum
kringumstæðum þiggja þjónustu
hans við helgihald framvegis. Guð-
mundur E. Pálsson, formaður sókn-
amefndar, segir ekki í höndum sókn-
arprests að segja upp starfsfólki.
Vegið að mannorði og
starfsheiðri
Guðmundur fór á fund Flóka
áður en sóknarnefndinni barst bréf
frá honum í gærmorgun. „Ég til-
kynnti honum að Jón Stefánsson
og kórinn væru ráðin við kirkjuna
og honum stæði raunverulega ekk-
ert annað til boða,“ sagði hann.
Hann sagði að Flóki hefði sagt sér
frá því að hann hefði sent sóknar-
nefndinni bréf og tíundað efni
bréfsins.
Sr. Flóki fer þess á leit í bréfinu,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, að Jóni verði tafarlaust
sagt upp störfum sem organista og
söngstjóra kirkjunnar. Ástæða upp-
sagnarinnar sé djúpstæður ágrein-
ingur á milli sr. Flóka og Jóns og
einkum framkoma Jóns undanfarið.
Framkoma hans hafi valdið söfnuð-
inum' angri og orðstír kirkjunnar
miklu tjóni. Flóki segir í bréfinu að
Jón hafi opinberlega vegið gróflega
að mannorði sínu og starfsheiðri.
Flóki tekur fram að hann óski
eftir að lög séu virt og organisti
njóti launa á meðan á uppsagnar-
fresti standi. Hins vegar frábiður
hann sér þjónustu Jóns og fer fram
á að sóknarnefndin geri viðeigandi
ráðstafanir til að helgihald geti
ótruflað haldið áfram. í samráði við
hann sjálfan verði tímabundið ráð-
inn hljóðfæraleikari eða organisti í
afleysingar á meðan uppsagnar-
frestur Jóns renni út.
Guðmundur staðfesti að Flóki
færi fram á að sóknarnefndin segði
Jóni upp störfum. Hann sagðist
hafa svarað Flóka því til að ekki
væri meirihluti fyrir því innan sókn-
arnefndarinnar.
Safnaðarfundur ekki
útilokaður
„Hins vegar komum við til með
að fjalla um bréfið,“ sagði hann.
Fram kom að boða yrði til sóknar-
nefndarfundar með þriggja daga
fyrirvara óg ljóst að fundur verður
ekki haldinn fyrir næstu helgi.
Prestur skipuleggur guðsþjónustur
og því er ekki útlit fyrir að Jón og
kórinn taki þátt í helgihaldi í Lang-
holtskirkju á sunnudaginn.
Sr. Flóki sendi Jóni Stefánssyni
sérstakt bréf og afrit af bréfi til
sóknarnefndar. I bréfinu tekur hann
fram að afrit af bréfi hans til sókn-
arnefndar þar sem hann fari þess
á leit að starfsamningi Jóns við |
kirkjuna verði sagt upp fylgi bréf-
inu. ítrekað er að Jón sé að öllu *
leyti leystur undan störfum og I
muni Flóki ekki þiggja þjónustu
hans við helgihald framvegis. Afrit
af bréfunum er sent til allra sóknar-
nefndarmanna, safnaðarfulltrúa,
biskups Islands, vígslubiskups í
Skálholti, prófasts og Prestafélags
íslands.
Guðmundur staðfesti að enn
kæmi til greina að lialda almennan |
safnaðarfund vegna deilunnar. Ekki
væri óeðlilegt að söfnuðurinn vildi f
fá upplýsingar um málið. I
Ekki náðist í Jón Stefánsson
vegna málsins í gærkvöldi. t