Morgunblaðið - 17.01.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Valgarður Stefánsson, deildarstjóri forðafræðideildar, vinnur að rannsóknum á jarðhitasvæðum
Stefnan í
orkunýtingn
þarfnast end-
urskoðunar
VALGARÐUR Stefánsson,
deildarstjóri forðafræðideildar
Orkustofnunar, er þeirrar hyggju
að íslendingar verði að endurskoða
stefnuna í orkunýtingu frá grunni
og gera sér grein fyrir því að
vatnsorka þarf ekki alltaf að vera
hagkvæmasti virkjunarkosturinn.
Valgarður hefur stjórnað rann-
sókn háhitasvæða og sagði í gær
að með litlum virkjunum til dæmis
í Brennisteinsfjöllum eða Torfa-
jökli mætti á hagkvæmari hátt ná
sama markmiði í áföngum og með
stórri virkjun.
Valgarður sagði að undanfarin
þrjú til fjögur ár hefði verið unnið
að verkefni, sem miðaði að því að
að kanna jarðhitasvæði með tilliti
til orkuvinnslu. Þetta verkefni
væri upphaf þess að breyta hugs-
unarhætti manna í rannsóknum.
Rannsóknir Valgarðs hafa leitt
í ljós að mikið háhitasvæði er að
finna í Brennisteinsíjöllum. Undir
Torfajökli er einnig mikið af
óbeisluðum jarðhita og sagði Val-
garður að þar væri .{trúlega
stærsta orkusvæði á íslandi“.
Margar litlar
virkjanir
Valgarður kvaðst þeirrar
hyggju að hagkvæmast væri að
reisa margar 20 megawatta virkj-
anir. „Þegar upp er staðið koma
litlu virkjanirnar betur út vegna
þess að fjármagnsdreifingin er
hagkvæmari,“ sagði Valgarður.
555-1500
Garðabær
Stórás
Gott ca 200 fm einbhus auk 35
fm bílskúrs. Mögul. á tveimur
íb. Ekkert áhv. Skipti mögul. á
3ja herb. íbúð.
Grafarvogur
Baughús
Glæsil. ca 90 fm 3ja herb. íb. í
tvíbýli með góðu útsýni. Áhv.
ca 2,8 millj. húsbr. Verð 8,5
miilj.
Hafnarfjörður
Miðvangur
Gott raðhús ca 150 fm + 38 fm
bílsk. Möguleiki á 4 svefnh.
Skipti mögul. á minni eign..
Flókagata
Góð 5-6 herb. íb. ca 125 fm
ásamt bílsk.
Flókagata
Einb. á fjórum pöllum, ca 190
fm, ásamt nýjum bílsk. og öðr-
um eiari. Miicið endurn. Útsýni.
Áhv. ca 2,5 millj. eldra byggsj-
lán. Ath, skipti á minni eign.
Áffaskéið
Einb. á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm.
Mikið endurn. Lítið áhv. Ath.
skipti á lítilli íb.
Vantar eignir á skrá.
FASTEIGNASALA,
Strandgötu 25, Hfj.,
Árni Grétar Finnsson hrl.,
Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl.
^ V
„Þegar um er að ræða eina stóra
virkjun þarf að leggja í svo mikinn
kostnað áður en hún fer að skila
arði og því er hún fjárhagslega
verri kostur.“
Annar kostur við þessa aðferð
sagði Valgarður að væri sá að
orkuvinnslan sjálf væri rannsókn,
sem veitti niðurstöðu um það hver
orkugeta svæðis væri og hvort
forsendur væru fyrir því að reisa
fleiri virkjanir á sama svæði. Um
leið mætti stunda rannsóknir víðar
á landinu.
Valgarður sagði að það tæki tíu
til fimmtán ár að undirbúa og reisa
vatnsaflsvirkjun, en þetta ferli
mætti stytta um helming, allt nið-
ur í fimm til sjö ár. Þá yrði þægi-
legra að laga virkjanir að þeim
markaði, sem fyrir hendi væri, í
stað þess að það tæki tíu til fimmt-
án ár að fullnýta virkjun, eins og
til dæmis ætti við um Blönduvirkj-
un. Einnig yrði auðveldara að
bregðast við þegar orkuþörf ykist,
eins og til að mynda gæti gerst
ef bandaríska fyrirtækið Columbia
Aluminum ákvæði að reisa hér
álver.
Þvert á viðtekinn
hugsunarhátt
Valgarður sagði að hugmyndir
hans gengju þvert á viðtekinn
hugsunarhátt hérlendis og væri
jafnvel litið á þær sem villutrú.
„Að sumu leyti hefur þessu ver-
ið illa tekið,“ sagði Valgarður.
„Þetta er öðruvísi sjónarhorn en
menn eru vanir og fyrstu viðbrögð-
in eru að þetta standist ekki.
EIGNASALAN
simar 551-9540 & 551-9191 fax 551-8585
INGÓLFSSTRÆT112-101 REYKJAVÍK.
HÖFUM KAUPANDA
að góðri 3ja herb. íb. með rúmgóðum
bílskúr. Þyrfti að losna fljótl. Góð útb.
í boði fyrir rétta eign.
HÖFUM KAUPANDA
að góðu ca 150 fm einbhúsi með
bílskúr. Staðs. Reykjavík eöa Seltjnes.
Góð útborgun.
HÖFUM KAUPANDA
aö góðri 3ja-4ra herb. íb. í miðborginni
eða vesturb. Góð útb. fyrir rétta eign.
HÖFUM KAUPANDA
meö góða útb. að einstaklings- eða 2ja
herb. íb. miðsv. í Rvík. Þarf að vera
með gömlu veðdláni og losna fljótl.
HÖFUM KAUPENDUR
að 2ja-5 herb. ris- og kjíb. Mega í
sumum tilfellum þarfn. stands. Góöar
útb. geta verið í boöi.
HÖFUM KAUPANDA
að góðri 4ra herb. íb. í Hlíðahverfi eða
Smáíbúðahverfi. Góð útb. í boði.
SELJENDUR ATH.
Okkur vantar allar gerðir
fasteigna á söluskrá. Það er
mikið um fynrspurnir þessa
dagana. Skoðum og verðmetum
samdægurs.
EIGNASALAN
Magnús Einarsson,
löggiltur fasteignasali.
- kjarni málsins!
Háhitasvæbib í
Brennisteinsfjöllum
Brennisteinsfjöll
Misgengi og sprungur
Gígaröö
Brennisteins-
fjöll sfZ
Grindavikurhreppur
jar&hita-
ummyndun
Grindaskörð
jarbhiti
Háhitaviönámskjarni
Lághitavibnámskápa
Morgunblaðið/Ásdís
RAGNA Karlsdóttir, verkfræðingur í jarðeðlisfræðideild Orku-
stofnunar, og Valgarður Stefánsson deildarstjóri rýna í kort af
jarðhitasvæðinu í Brennisteinsfjöllum. Ragna túlkaði mælingar
sem gerðar hafa verið á jarðhita í Brennisteinsfjöllum.
Landsvirkjun hefur ekki sýnt mik-
inn áhuga, en raforkuiðnaðurinn
sem slíkur er í eðli sínu íhaldssam-
ur og það tekur langan tíma að
breyta honum.“
Valgarður sagði að Bandaríkja-
menn væru fremstir í nýtingu jarð-
hita til orkuvinnslu, en Filippsey-
ingar væru í öðru sæti og myndu
brátt sigla fram úr Bandaríkja-
mönnum. ítalir og Nýsjálendingar
hefðu einnig verið í þessum hópi
frá fornu fari. Islendingar notuðu
jarðhita hlutfallslega meira en
nokkur önnur þjóð, en raforku-
vinnsla væri lítil hér á landi vegna
samkeppni við vatnsorku.
Niðurstöður rannsóknanna, sem
Valgarður stjórnar, eru byggðar á
svokölluðum viðnámsmælingum.
Við þær eru notaðar rafsegulað-
ferðir. Ákveðið samband er milli
eðlisviðnáms og jarðhita. í skýrslu
Rögnu Karlsdóttur um niðurstöður
mælinganna í Brennisteinsfjöllum
er þessu sambandi lýst sem svo
að „notagildi mælinganna byggist
á því að berglög með jarðhitavatni
hafa yfirleitt lægra eðlisviðnám
en berg mettað köldu vatni“. Seg-
ir þar enn fremur að háhitasvæðið
komi fram „sem lágviðnámskápa
með minna en 10Í2 og háviðnáms-
kjarni undir“. í lágviðnámskáp-
unni er hitastigið á bilinu 50-200
gráður, en í háviðnámskjarnanum
er hitastigið um eða yfír 240 gráð-
um, samkvæmt niðurstöðum
Rögnu (sjá kort).
Niðurstaða tyrknesks hæstaréttar í forræðismáli Sophiu Hansen
„Samkvæmt landslögum“
vantaði á hjónavígsluvottorð
TYRKNESKUR hæstiréttur úr-
skurðaði ekki í forræðismáli Sophiu
Hansen því ekki kom fram í hjóna-
vígsluvottorði að Sophia og Halim
Al, fyrrum eiginmaður hennar, væru
gefin saman samkvæmt landslögum.
Fjórir af fimm dómurum dæmdu
úrskurð undirréttar ógildan. Einn
skilaði sératkvæði og taldi augljóst
að dæma ætti eftir íslenskum lögum.
Niðurstaðan hefur verið þýdd á ís-
lensku.
Hæstiréttur tók forræðismálið
fyrir í lok nóvember. I niðurstöðu
meirihlutans er tekið fram að á
hjónavígsluvottorði komi ekki fýrir
ákvæðið „samkvæmt landslögum“
eins og mælt sé fyrir í 256 gr. tyrk-
n'eskra laga um meðferð einkamála.
Þó faðerni og móðemi sé viðurkennt
séu börnin því skráð óskilgetin og
forræði óákveðið.
„Við þessar aðstæður ber réttin-
um að ákveða forræðið og koma á
góðum samskiptum við þann aðila
máls sem ekki er dæmt forræði, að
teknu tilliti til 2. málsgreinar 312.
gr. tyrkneskra einkamálalaga skv.
19. og 16. gr. laga nr. 2675. Ekki
verður talið rétt að skera úr um
forræði án þess að taka tillit til ofan-
greinds atriðis," segir í niðurstöð-
unni.
í sératkvæði segir Ferman Kibr-
iscikli hæstaréttardómari að með til-
liti til 13., 16., 17. og 19. gr. laga
eigi að leysa málið samkvæmt ís-
lenskum lögum. „Ég er því ósam-
mála úrskurði Hæstaréttar," segir
Kibriscikli.
Fordæmisgildi
Sigurður Pétur Harðarson, stuðn-
ingsmaður Sophiu, hefur-eftir Hasíp
Kaplan, tyrkneskum logmanni henfi-
ar, að þegar mátið komi til undirrétt-
ar sé um fjóra möguíeika að ræða.
Að lögmenn Halims kæri úrskurð
hæstaréttar aftur til hæstaréttar til
að vinna tíma. Möguleikar Haiims á
að fá forræði séu í því tilviki einn á
móti milljón.
Annar möguleiki sé að undirréttur
samþykki ekki úrskurð hæstaréttar
og staðfesti aftur sína fyrri niður-
stöðu. Þá fengist endanlega niður-
staða aðaldómstóls tyrkneska
hæstaréttarins.
Þriðji möguleikinn sé að undirrétt-
ur samþykki niðurstöðu hæstaréttar,
biðji um nýtt hjónavígslu- og skiln-
aðarvottorð frá íslandi, þar sem
komi fram að vottorðin séu sam-
kvæmt landslögum, og úrskurði síð-
an í málinu. í fjórða lagi verði Halim
dæmt forræði og Sophia áfrýi til
Hæstaréttar.
Ef lögmenn Halims kæra úrskurð
Hæstaréttar aftur til Hæstaréttar
má að sögn Kaplans reikna með
réttarhöldum í Hæstarétti í mars.
Hann telur að niðurstaða málsins
hafi fordæmisgildi. Sjö hundruð er-
lendar konur eru í sömu sporum og
Sophia í Tyrklandi. Fregnir hafa
borist af því að Halim A1 hafi gefið
dætrum sínum ný tyrknesk nöfn.
Sophia, móður stúlknanna, hefur
dvalist á sjúkrahúsi frá því milli jóla
og nýárs.
Vegna mikils kostnaðar vegna
málsins hefur verið gripið til þess
að senda öllum fyrri stuðningsmönn-
um Sophiu bréf þar sem óskað er
eftir fjárstuðningi. Einnig liggja
frammi í bönkum og sparisjóðum
innleggsmiðar.