Morgunblaðið - 17.01.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 11
Sláturfélag
Suðurlands
Synjun
útflutn-
ingsleyfis
könnuð
UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU
hefur borist erindi frá landbún-
aðarráðuneytinu vegna Slátur-
félags Suðurlands en félaginu
hefur verið synjað um útflutn-
ingsleyfi á ESB-markað. Að
sögn Björgvins Guðmundsson-
ar sendifulltrúa, er verið að
skoða erindið, sem síðan verður
lagt fyrir utanríkisráðherra og
væntanlega muni ráðuneytin
taka við síðar og ræða málið
sín á milli.
Eins og kom fram í frétt
Morgunblaðsins sl. sunnudag
hefur Sláturfélagi Suðurlands
verið synjað um útflutnings-
leyfi þrátt fyrir að hafa breytt
sláturhúsi sínu á Selfossi í sam-
ræmi við kröfur dýralæknis frá
ESB. Kostnaður vegna breyt-
inganna er um 40 millj. Annar
dýralæknir frá ESB, sem skoð-
aði húsið í haust, synjaði beiðni
um útflutningsleyfi á þeirri for-
sendu að fláningslínan í húsinu
væri ekki af réttri gerð.
Enn ber á
Bakka
Blönduósi. Morgunblaðid.
ÆRIN Grákolla frá Bakka í
Vatnsdal bar einu lambi um
miðjan dag á mánudag. Þetta
fyrsta lamb ársins var hvít
gimbur og kemur í heiminn um
svipað leyti og ný reglugerð
um sauðfjárframleiðslu næsta
verðlagsárs.
Þetta er ekki í fyrsta sinn
að ær frá Bakka í Vatnsdal ber
um þetta leyti árs. Þess er
skemmst að minnast að ærin
Móra frá sama bæ bar tveim
lömbum daginn fyrir gamlár-
dag. Kristín Lárusdóttir, hús-
freyja á Bakka, sagði þessa
kind svo og Móru vera ættaðar
frá Stóra-Fjarðarhorni „og er
þessi mikla frjósemi þaðan
komin,“ sagði Kristín.
Orkubúið
kaupir
Hitaveitu
Reykhóla
UNDIRRITAÐUR hefur verið
kaupsamningur milli Orkubús
Vestfjarða og hreppsnefndar
Reykhólahrepps um kaup bús-
ins á hitaveitu hreppsins.
Að sögn Kristjáns Haralds-
sonar orkubústjóra er samning-
urinn undirritaður með fyr-
irvara um samþykki hrepps-
nefndar, sem koma mun saman
til fundar í vikunni. Sagði hann
að innihald samningsins yrði
ekki upplýst fyrr en að fundin-
um loknum.
MÁLASKÓLINN MÍMIR
sími: 588 22 99
Stórhöfða 17, vlð Gullinbrú,
sími 567 4844
Milt um
miðjan
veturinn
ÞAÐ ER ekki bara mannfólkið
sem nýtur góðs af því að veður
hefur verið með ólíkindum milt
nú þegar níu dagar eru í miðjan
vetur og upphaf þorra. Þessi hest-
ur þarf a.m.k. ekki að krafsa snjó-
inn af jörðinni áður en hann fær
sér dálitla tuggu. Og þegar hita-
stigið er nær alltaf yfir frost-
marki ætti kafloðinn vetrarfeld-
urinn að halda góðum hita á þeim
sem tölta um túnin.
Morgunblaðið/Kristinn
I haldi vegna
innbrota
TVEIR gæsluvarðhaldsúrskurðir
voru kveðnir upp í Héraðsdómi
Reykjavíkur í síðustu viku vegna
ítrekaðra innbrota í hús og bíla.
18 ára piltur var á þriðjudag
úrskurðaður í gæsluvarðhald fram
í miðjan febrúar. Hann er talinn
forsprakki nokkurra 17-19 ára
pilta, sem stundað hafa innbrot í
hús og bíla.
23 ára gamall maður var á
föstudag úrskurðaður í 45 daga
gæslu vegna innbrota í íbúðarhús.
Cheerios
sólarhringurinn
Málið er einfalt, í hvert sinn sem þú borðar Cheerios borðar þú
hollan og góðan mat. Cheerios er trefjaríkur matur, svo til laus
við sykur og fitu en hlaðinn steinefnum og vítamínum.
Þess vegna er ráðlegt að borða Cheerios hvenær sem
hungrið segir til sín - á nóttu sem degi.
-einfaldlega hollt
allan sólarhringinn?