Morgunblaðið - 17.01.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 15
VIÐSKIPTI
Ferða-
mönnum
fjölgaði
um 5,9%
ALLS komu tæplega 190 þús-
und erlendir ferðamenn hing-
að til lands á sl. ári, sem er
um 5,9% fjölgun frá árinu áð-
ur, skv. talningu Útlendinga-
eftirlitsins. Hefur fjöldi er-
lendra ferðamanna því nær
tvöfaldast á sl. tíu árum eins
og sjá má á meðfylgjandi
mynd.
Mjög mismunandi þróun
varð á fjölda ferðamanna frá
einstökum löndum. Um fimmt-
ungur þeirra kom frá Þýska-
landi og fjölgaði þeim um 7,1%
milli ára. Aftur á móti er um
meiri sveiflur að ræða þegar
litið er til hinna Norðurland-
anna. Þannig fækkaði Svíum
og Norðmönnum sem hingað
komu meðan Dönum og Finn-
um fjölgar umtalsvert. Þar
ræður miklu hversu margir
norrænir viðburðir á borð við
fundi og ráðstefnur koma í
hlut íslendinga á ári hverju.
Þá vekur athygli mikil fjölg-
un ferðamanna frá Sviss, en
hana má fyrst og fremst rekja
til landsleiks íslendinga og
Svisslendinga í sumar.
' ' ' ' ’ ' ' ' ' ' ...ii..
Tékkar og debetkort 1994 og 1995
Fjöldi tékka og færslna í hverjum mánuði
Ort vaxandi notk-
un debetkorta
NOTKUN debetkorta hefur vaxið
mjög ört frá því þau voru fyrst
innleidd í byijun ársins 1994.
Þannig urðu færslur með debet-
kortum alls um 1,5 milljónir tals-
ins í desember sl. sem er rösklega
tvöföldun frá því í desember árið
1994.
Notkun tékka virðist hins vegar
vera komin í jafnvægi eftir mikinn
samdrátt á árinu 1994 og framan
af árinu 1995. Hafa að jafnaði
verið gefnir út um 900 þúsund til
ein milljón tékka í hveijum mán-
uði að undanförnu. Þessi þróun
sést nánar á meðfylgjandi mynd.
Þegar litið er yfir árið 1995 í
heild kemur í ljós að debetkorta-
færslur urðu alls um 13 milljónir
talsins, en tékkafærslur um 12
milljónir. Árið 1994 voru tékka-
færslurnar hins vegar um 21,4
milljónir talsins en debetkorta-
færslur um 3,2 milljónir.
Erlendir ferðamenn í janúar-desember 4 QQC Breyt. Irá 1993 Fjöldi % fyrraári
1. Þýskaland 36.840 19,4 7,1%
2.Bandaríkin 28.633 15,1 10,6%
3.Danmörk 22.512 11,9 8,3%
4.Svíþjóð 19.027 10,0 ■4,2%
.5. Bretland 17.520 9,2 ■ ■2,1%
6.Moregur 13.448 7,1 ■7,9%
7.Frakkland 9.142 4,8 1,6%
8. Holland 6.558 3,5 -6,0%
9. Sviss 6.489 3,4 39,0%
10. Finnland 4.206 2,2 13,7%
Önnur 23.011 1Í4 18,5%
Samtals 189.796 100,0 5,9%
Valinn verk-
fræðingnr
ársins hjá
Rockwell
SVERRIR Ólafsson, raf-
magnsverkfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Rockwell á ís-
landi, hefur verið valinn verk-
fræðingur ársins hjá fyrirtæk-
inu. Sverrir
segir að
nokkrum
verkfræðing-
um hjá fyrir-
tækinu
áskotnist
þessi heiður á
hveiju ári og
því sé hann
ekki einn í
þessum hópi.
Hann segir þetta hins vegar
vera mikinn heiður fyrir sig,
enda starfi um 100.000 manns
hjá Rockwell, þar af um 10-20
þúsund verkfræðingar.
Sverrir hefur starfað hjá
Rockwell frá árinu 1986. Fyrst
starfaði hann við höfuðstöðvar
fyrirtækisins í Kaliforníu en
árið 1987 fluttist hann hingað
heim og hefur starfað fyrir
fyrirtækið hér á landi síðan.
Arið 1994 stofnaði Rockwell
síðan dótturfyrirtæki um
þennan rekstur hér á landi og
hefur Sverrir gegnt þar stöðu
framkvæmdastjóra. Starfsemi
Rockwell á íslandi felst fyrst
og fremst í hönnun liugbúnað-
ar fyrir mótaldskubba og fara
samskipti við móðurfyrirtækið
fram í gegnum internetið.
Starfsmönnum fyrirtækisins
hér á landi hefur farið fjölg-
andi og í dag eru þeir 5, en
Sverrir segir að horfur séu á
því að þeim verði fjölgað enn
frekar á næstunni.
Sunnlensk flutnmga-
fyrirtæld sameinast
FLUTNINGAMIÐSTOÐ Suðurlands
(FMS) hefur verið sameinuð Vöru-
flutningum Sigurðar Ástráðssonar.
Markmið sameiningarinnar er að
veita viðskiptavinum aðgang að
öflugu og sveigjanlegu flutningakerfi
og þjóna Sunnlendingum á sem best-
an hátt, að því er fram kemur í frétt.
Eftir sameininguna verða þrjár
ferðir á dag á milli Reykjavíkur og
Selfoss ásamt daglegum ferðum milli
Reykjavíkur og Hveragerðis, Þor-
lákshafnar, Eyrarbakka, Stokkseyr-
ar, Hellu, Hvolsvallar, Víkur og
Kirkjubæjarklausturs. Daglegar
ferðir verða einnig á milli helstu þétt-
býlisstaða á Suðurlandi ásamt áætl-
un í sveitir Suðurlands. Þá er fyrir-
tækið er hlekkur í flutningakeðju
sem býður ferðir til 63 áfangastaða
allt í kringum landið.
Sigurður Ástráðsson verður flutn-
ingastjóri FMS og mun hann stýra
áætlunarflutningum fyrirtækisins
ásamt söfnun og dreifingu. Magnús
Guðmundsson þjónustustjóri FMS
annast alla þjónustu vegna inn- og
útflutnings ásamt sölu- og markaðs-
starfi. Framkvæmdastjóri er Tryggvi
Þór Ágústsson.
Velta Viðskiptanetsins
þrefaldast
VELTA Viðskiptanetsins hf. þre-
faldaðist á árinu 1995 miðað við
árið þar á undan. Veltan á netinu
nam um 242 milljónum króna á síð-
asta ári, en árið 1994 var veltan á
netinu um 80 milljónir króna. Jafn-
framt hefur fjöldi fyrirtækja sem
eiga viðskipti á netinu vaxið nokkuð
og eru þau rúmlega 430 í dag en
voru rétt tæplega 240 í árslok 1994.
Lúðvig Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Viðskiptanetsins, segir að þau
fyrirtæki sem stundi viðskipti á net-
inu séu fyrst og fremst minni og
meðalstór fyrirtæki. „Það sem þessi
fyrirtæki eru fyrst og fremst að
sækjast eftir er að styrkja hjá sér
lausafjárstöðuna og afla nýrra við-
skiptavina." Lúðvig segir að þar
starfi nú tveir sölumenn í fullu starfí
við það að kynna netið fyrir fyrir-
tækjum, auk þess sem tveir þjón-
ustufulltrúar vinni við að örva við-
skipti á netinu og aðstoða fyrirtæki
við leit að þeim vörum sem þau vant-
ar.
Lægsta verðið til Karíbahafsins frá íslandi
Sértilboð til Cancun
2 vikur - 5. febrúar
kr. 59.930
sértílboði
Beint leiguflug
Tryggðu þér glæsilegt kynningartilboð á nýjum gististað í Cancun, Laguna Verde Suites,
sem við kynnum nú í fyrsta sinn á frábæru verði. Fallegur gististaður með öllum aðbúnaði.
sjónvarp, sími, loftkæling og frábær staðsetning, við frægasta golfvöllinn í Cancun. Frábær
aðbúnaður, ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða, glæsilegir golfvellir, siglingar, köfun,
tennis, pýramýdar, kynnisferðir og íslcnsk fararstjórn Heimsferða tryggja þér yndislega
dvöl í paradís.
Síðustu 8 sætin í þessa brottfór, bókaðu strax.
Verð kr.
59.930
VerÖ m.v. hjón með bam, 2 vikur, 5. febr.
Skattar innifaldir. ekki forfallagjald kr. 1.200.
Verð kr.
69.950
Verð m.v. 2 í herbergi, Laguna Verde. 2 vikur. 5. fcbr.
Skattar innifaldir. ckki forfallagjaid kr. 1.200.
Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.
Veistu.
PÓSTUR OG SÍMl
...að bíómiði í Hollandi kostar 508 kr.
Fyrir það verð fæst símtal í 1 klst. og
5 mín. á milli Rotterdam og Eindhoven.
...að bíómiði á íslandi kostar 550 kr. Fyrir
það verð fæst símtal í 2 klst. og 12 mín.
á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.